Fréttablaðið - 13.08.2020, Side 47
TÓNLIST
Eyþór Ingi Jónsson á Orgel
sumri í Hallgrímskirkju.
Verk eftir Buxtehude, Bach,
Magnús Blöndal og Gísla Jóhann
Grétarsson
Hallgrímskirkja
Fimmtudaginn 6. ágúst
Einu sinni sótti organisti nokkur
um vinnu. Í umsókninni skrifaði
hann: „Ég sæki hér með um starf
sem organisti við kirkjuna. Þér aug-
lýstuð eftir konu eða karlmanni til
að leika á orgelið. Undanfarin ár hef
ég verið bæði, svo ég ætti að koma
sterklega til greina.“
Tónleikar í Hallgrímskirkju í
hádeginu fimmtudaginn 6. ágúst
voru ekki svona. Karlmaður lék
á orgelið, og hann var ekki í drag.
Tónskáldin á efnisskránni voru
karlmenn. Eitt tónskáldið var meira
að segja með geislabaug. Það var
Bach. Ýmiss konar vitleysa hefur
verið skrifuð um hann. Tónlistar-
fólk ber svo mikla virðingu fyrir
honum að það er eins og að allt sem
var gert fyrir daga hans hafi verið
la-la.
Frábært tónskáld í sjálfu sér
Buxtehude er dæmi um þetta, en
hann átti fyrsta verkið á tónleik-
unum. Eyþór Ingi Jónsson, organisti
við Akureyrarkirkju, lék eftir hann
Passakalíu, sem er eins konar dans.
Tónlistarfræðingurinn Manfred
Bukofzer hélt því fram að Buxte-
hude hefði aðeins lagt grunninn
að því sem Bach þróaði til fulls. En
Buxtehude var frábært tónskáld í
sjálfu sér og það sem Eyþór spilaði
var fagurt. Leikur hans var vand-
virkur og samhljómur ólíkra radda
var í senn tær og nostursamlega
mótaður. Útkoman var hrífandi.
Bach bar sjálfur mikla virðingu
fyrir Buxtehude, svo mjög að þegar
hann var ungur maður gekk hann
400 kílómetra til að hlusta á hinn
aldna snilling spila á orgelið. Það er
svona eins og göngutúr frá Reykja-
vík til Akureyrar og hefur væntan-
lega tekið um viku með stoppum.
Ekkert Spotify þar!
Spúkí tónlist
Næst á dagskránni var tónsmíð af
allt öðrum toga. Ionization eftir
Magnús Blöndal var samið með
hinni svokölluðu tólftónatækni,
sem var vinsæl aðferð meðal tón-
skálda á tuttugustu öld, en illa
liðin af almenningi. Slík tónlist er
afar ómstríð og tormelt, og oftar en
ekki óhugnanleg. Engu að síður eru
til mörg f lott verk af þessum toga,
og Ionization er eitt þeirra. Eyþór
spilaði það af fagmennsku. Þar voru
ýmist gríðarlegir, háværir hljóma-
klasar eða einfaldar, dularfullar
hendingar sem sköpuðu annarlegt,
sterkt andrúmsloft. Túlkun Eyþórs
var markviss og áleitin: Spúkí
stemningin komst fyllilega til skila.
Ánægjuleg heildarmynd
Kafli úr sónötu eftir Gísla Jóhann
Grétarsson var næstur á dagskrá.
Tónlistin var í mjög einföldu, hefð-
bundnu formi og var nokkuð fyrir-
sjáanleg, en hún var blæbrigðarík í
meðförum organistans og heildar-
myndin var ánægjuleg.
Önnur Passakalía, að þessu sinni
eftir Bach, rak svo lestina, og var
hún yfirleitt hin glæsilegasta. Ein-
staka tónar voru að vísu ekki alveg
hreinir, en túlkunin engu að síður
stórbrotin, tignarleg og kraftmikil.
Ánægjulegt var að sjá hve tón-
leikagestir pössuðu vel upp á tveggja
metra regluna, ólíkt því sem virðist
hafa tíðkast undanfarið á mörgum
börum. Í kirkjunni voru um níutíu
manns, og hún er svo stór að auðvelt
var fyrir gesti að dreifa sér um hana.
Þetta var gaman. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Falleg tónlist sem
var prýðilega flutt.
La-la fyrir Jóhann Sebastian Bach
Eyþór Ingi. Leikur hans var vand-
virkur, segir gagnrýnandi.
Að fenginni reynslu er y f irsk r ift sý n-ingar Kristbergs Ó. Péturssonar í SÍM-hú sinu . Sý ning in s a ma nstendu r a f
myndverkum sem gerð eru með
þekjulitum og eru frá þessu ári og
því síðasta. Á sýningunni eru einnig
ljóð eftir Kristberg, sem eru bæði á
íslensku og í enskri þýðingu Aðal-
steins Ingólfssonar.
Í sýningarskrá segir: „Margir
eiga bágt í samfélagi okkar. Sumir
eru jaðarsettir, utangarðs, jafnvel
útskúfaðir og jafnframt í vissum
skilningi innilokaðir eða staddir í
blindgötu. Við erum stundum fljót
að dæma. Það er mikilvægt að gæta
virðingar. Allir hafa sögu að segja.
Jákvæðni, umburðarlyndi, tillits-
semi og trúnaður er mikilvægt.
Það er líka mikilvægt að taka fólki
eins og það er og vera til staðar fyrir
hvert annað. Verkin innihalda sam-
mannlega og almenna skírskotun.“
Myrk verk
„Þetta eru myrk verk en það örlar
samt á litum í nokkrum þeirra,“
segir Kristbergur. „Í fyrra fóru alls
konar fígúrur að detta inn í mynd-
verkin hjá mér í skissuvinnunni.
Smám saman áttaði ég mig á því að
þessar fígúrur áttu rætur að rekja
til starfsumhverfis míns og reynslu
sem starfsmaður í heimaþjónustu
Hafnarf jarðar. Þar hef ég séð
ýmislegt og kynnst mismunandi
aðstæðum fólks, sérstaklega þeirra
sem komnir eru á efri ár. En ég legg
áherslu á að verkin innihalda ein-
ungis almennar skírskotanir sem
geta átt við hvar og hvenær sem er.
Ég hef líka haldið námskeið fyrir
eldri borgara, þá sem þurfa starfs-
endurhæfingu og geðfatlaða. Öll
þessi reynsla sópaðist saman og
braust út í þessum verkum sem
gengu þvert á öll mín plön í mynd-
listinni. Ég er myndlistarmaður sem
málar abstrakt og er ekki fígúra-
tífur. En eins og John Lennon sagði:
Life is what happens when you are
busy making other plans. Þetta
varð að fá sinn tíma og sitt pláss og
útkoman er á þessum veggjum.“
Sjö ljóð
Um ljóðin segir hann: „Í nokkur ár
hef ég fengist við að yrkja ljóð. Ég
valdi sjö þeirra á sýninguna, þau
fjalla um manninn í hinum ýmsu
myndum. Þótt það séu engin bein
tengsl milli ljóðanna og myndanna
þá finnst mér ljóðin geta virkað í
samhengi við myndverkin og það
sem ég er að hugsa í þeim.“
Sýning Kristbergs stendur til 21.
ágúst og er opin á virkum dögum
kl. 10 til 16.
Reynslan sópaðist saman og til varð sýning
Kristbergur Ó. Pétursson sýnir myndverk og ljóð í SÍM-húsinu. Verk sem gengu þvert á plön hans í
myndlistinni. Listamaðurinn segir verkin innihalda sammannlega og almenna skírskotun.
„Í fyrra fóru alls konar fígúrur að detta inn í myndverkin hjá mér,“ segir Kristbergur Ó. Pétursson myndlistarmaður og ljóðskáld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
ÞETTA VARÐ AÐ FÁ
SINN TÍMA OG SITT
PLÁSS OG ÚTKOMAN ER Á
ÞESSUM VEGGJUM.
Í dag, fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30 í Hallgrímskirkju, leikur Eyþór Franzson Wechner-verk
eftir fjögur tónskáld: Faustas Late-
nas, Robert Schumann, Alfred Holl-
ins og prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir
Johann Sebastian Bach.
Eyþór er starfandi organisti
Blönduóskirkju og nærsveita,
kennir við Tónlistarskóla A-Húna-
vatnssýslu og við Tónskóla Þjóð-
kirkjunnar. Eyþór hefur komið
fram á einleikstónleikum á Íslandi,
Þýskalandi og í Ástralíu.
Eyþór í Hallgrímskirkju
Tríó Ómars Einarssonar kemur fram í Salnum í dag, fimmtu-dag, klukkan 17.00. Tríóið
f lytur djassstandarda í skemmti-
legum útsetningum í bland við
frumsamið efni með suðrænum
andblæ. Tríóið er skipað þeim
Ómari Einarssyni gítarleikara,
Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik
Qvick á slagverk.
Frítt er inn á tónleikana en að
þessu sinni þurfa tónleikagestir að
sækja sér boðsmiða á heimasíðu
Salarins, www.salurinn.is, til að
tryggja sér sæti. Takmarkaður sæta-
fjöldi er í boði.
Tríó Ómars Einarssonar í Salnum
Frítt er inn á tónleika Tríós Ómars Einarssonar í Salnum.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31F I M M T U D A G U R 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0