Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 16
algjörlega ábyrgð á því. Fyrst fékk
hann mig til að gera með sér röð
sjónvarpsþátta sem voru sýndir á
RÚV og fjölluðu um þjóðarkar akter
Íslendinga frá ýmsum hliðum en
síðar var það hann sem dró mig inn
á Skjá einn til að stjórna umræðu-
þáttunum sem fengu nafnið Silfur
Egils. Áður hafði ég skrifað pistla í
Alþýðublaðið undir því nafni.“
Ekki leið á löngu uns þættirnir
slógu í gegn, enda umræðan oft
frjálslegri og óþvingaðri en tíðkað-
ist í sjónvarpinu. Egill fékk til sín
fólk sem var ekki reglulegir gestir
í sjónvarpsþáttum. Þátturinn var
verðlaunaður með Eddu strax á
fyrsta ári. „Þetta var brjálæðislega
skemmtilegur tími. Fullt af ungu
fólki, fullt af hugmyndum, rými
til að skapa og framkvæma. Þegar
Skjárinn kom til sögunnar varð
blómaskeið í íslensku sjónvarpi því
hinar stöðvarnar fengu ærlegt spark
i rassinn,“ segir Egill.
Gekk þetta alltaf snurðulaust fyrir
sig?
„Nei, það var ekki alltaf friður,
fjarri því,“ segir Egill. „Bak við stöð-
ina voru aðilar sem voru lítt sáttir
við mig og það endaði með því að
ég var látinn fara. Þá tók Sigurður
G. Guðjónsson þáttinn upp á arma
sína og setti hann á dagskrá Stöðvar
2. Þar var hann í fjögur ár – þá var
Jón Ásgeir búinn að eignast Stöð 2.
Páll Magnússon var svo nýorðinn
útvarpsstjóri og hafði samband
við mig og Silfrið fór yfir á RÚV. Ég
held það sé dálítið óvenjulegt að
sami þátturinn hafi verið á dagskrá
þriggja sjónvarpsstöðva.“
Þrátt fyrir velgengnina í sjónvarpi
segist Egill líta á sig fyrst og fremst
sem skrifandi blaðamann. Honum
líði illa ef hann skrifi ekki eitthvað
daglega. Bloggið sem miðill hafi átt
vel við hann og hann greip þann
bolta strax á fyrstu árum inter-
netsins.
„Ég bloggaði í 20 ár nánast sam-
fellt, alveg þangað til í vor. Sem
stendur hef ég engan vettvang fyrir
það, þannig að ég skrifa óþarflega
mikið á Facebook, bara af þessari
skriftarþörf minni, en mér er illa
við að vera húskarl hjá Zuckerberg.
Kannski ætti ég að skrifa bók, en ég
hef ekki alveg eirð í mér til þess.“
Silfur Egils, eða Silfrið, á 20 ára
afmæli á þessu ári og bókmennta-
þátturinn Kiljan 13 ára. En Agli
þykir sú vinna ekki síður ánægju-
leg, og þá sérstaklega gerð inn-
slaga sem krefjast þess að ferðast
sé út fyrir borgarmörkin. „Svo hef
ég gert lengri þætti og þeir veita
manni mesta fullnægju, Vesturfara-
þættina, Steinsteypuöldina, Kaup-
mannahöfn – höfuðborg Íslands og
síðast Siglufjarðarþættina. Ég var
afar glaður yfir móttökunum vegna
þeirra – enda lá að baki mjög mikil
vinna,“ segir hann.
Máttur málamiðlana
Sem þáttarstjórnanda í stærsta
stjórnmálaumræðuþætti landsins
hafa Agli margsinnis verið gerðar
ÉG VAR Í SUNDI ÚTI Á
NESI Í FYRRA, ÆTLAÐI Í
POTTINN OG ÞÁ ÓÐ UPP ÚR
HONUM MAÐUR SEM ÆPTI
HÁSTÖFUM AÐ HANN
ÆTLAÐI SKO EKKI AÐ
DEILA POTTI MEÐ KOMM-
ÚNISTA. RAUK VIÐ SVO
BÚIÐ Í STURTU.
Aðspurður um æsku-heimilið segir Egill Helgason, sjónvarps- og blaðamaður: „Ég ólst upp á Ásvalla-götunni, í yndislegu
hverfi. Ég geng þar oft um, dálítið
nostalgískur, og finnst eins og ég
hafi alist upp í paradís. Pabbi og
mamma voru bæði háskólafólk,
en hverfið var mjög blandað. Það
er dálítið öðruvísi í dag þegar það
hefur orðið óþarflega eftirsótt hjá
ríku fólki. Fullmikill snobbara-
bragur yfir því.“
Þau bjuggu í húsi sem afi hans
og amma keyptu þegar þau komu
heim úr kristniboðsstarfi í Kína,
skömmu fyrir stríð. Fjölskylda Egils
bjó á miðhæðinni en móðursystir
hans og maður hennar í kjallar-
anum. Börnin í húsinu voru Egill
og Halla systir hans, sem er þremur
árum yngri, og tveir frændur þeirra.
„Þetta var sannkallað fjölskylduhús
– systir mín býr þar enn og mamma
er tiltölulega nýf lutt úr því yfir á
Grund,“ segir hann.
Sofnar ekki nema hann lesi
En hvernig barn varst þú?
„Ég var ansi fyrirferðarmikill og
hávær sem drengur,“ segir Egill.
„Það mátti heyra í mér fyrir horn.
Kári Stefánsson bjó rétt hjá, dálítið
eldri en ég, hann tjáði mér einhvern
tíma að móðir hans hefði sagt að
eitthvað hlyti að verða úr dreng
sem væri svona mikið að gerast í
kringum. Vinir mínir gerðu grín að
mér og kölluðu mig foringjann. Ég
hafði forystuhæfileika þá líklega,
en missti þá síðar á ævinni. Nú á ég
bara nóg með sjálfan mig.“
Egill stundaði íþróttir af miklum
móð í æsku, fótbolta, handbolta,
badminton, borðtennis og tennis.
Hann var duglegur í námi fyrst á
ævinni en missti síðan áhugann.
„En ég las alltaf reiðinnar ósköp, las
upp bókasafnið á Hofsvallagötunni
og er ennþá lesandi. Get ekki farið
að sofa nema ég lesi,“ segir Egill. „Ég
aflaði mér hins vegar ekki nægrar
skólamenntunar – hún hefði alveg
mátt vera meiri.“
Leiðin lá í Menntaskólann í
Reykjavík en Egill rakst illa í skóla.
„Guðni, rektor MR, var mér velvilj-
aður en sagði að hann hefði aldrei
hitt jafn sérvitran nemanda. Svo
varð ég blaðamaður kornungur,
ekki nema 21 árs. Ég hafði aldrei
stefnt þangað, lenti í blaðamennsku
og hef ekki losnað síðan.“
Unglingurinn í hópnum
Egill lýsir því hvernig þetta gerðist
og þessum upphafsárum hans í
blaðamennsku á níunda áratugn-
um. „Illugi Jökulsson, bekkjar-
bróðir minn og vinur, fékk mig til að
koma með sér að skrifa Helgarblað
Tímans. Það var dálítið undarleg
hugmynd, Framsóknarmenn sem
buðu þessum ungu skóladropp-
átum að skrifa ofan í sig helgarles-
efni. En blaðið varð dálítið költblað
hérna í Reykjavík – og svo heyrði ég
ekki mikið kvart í bændum,“ segir
hann. „Ásgeir Jónsson seðlabanka-
stjóri ólst upp í sveit og sagði mér
einhvern tíma að hann hefði beðið
með óþreyju eftir hverju blaði og
litið á það sem fjársjóð.“
Á þessum tíma komu f lokks-
blöðin ennþá út, Alþýðublaðið,
Þjóðviljinn og Tíminn, og Morgun-
blaðið sem gnæfði yfir með sína
miklu útbreiðslu. „Ég var samt alltaf
frekar á jaðrinum. Sótti einu sinni
um vinnu á Mogganum, talaði við
Styrmi sem sagði við mig: „Egill,
langar þig nokkuð að vinna á Morg-
unblaðinu?“ Ég var lengi viðloðandi
Helgarpóstinn sem var ótrúlega
merkilegt og nýstárlegt blað á þeim
tíma, nútímalegt og frjálslegt,“ segir
Egill.
Hann starfaði með fjölmörgum
blaðamönnum og ritstjórum sem
hann lýsir sem ógleymanlegum. Á
Tímanum nefnir hann Pál Magnús-
son, Agnesi Bragadóttur og Elías
Snæland Jónsson. „Og Tíma-Tóti,
Þórarinn Þórarinsson, var þar enn
og skrifaði leiðara með lindar-
penna,“ segir hann. Á Helgarpóst-
inum voru það Árni Þórarinsson,
Ingólfur Margeirsson, Halldór Hall-
dórsson, Hildur Finnsdóttir, Magn-
ea J. Matthíasdóttir, Sigmundur
Ernir Rúnarsson og Jóhanna Sveins-
dóttir. Steinunn Sigurðardóttir leit
einnig við og dálkahöfundunum
líkir hann við landslið. En þar voru
Jón Baldvin Hannibalsson, Sigurður
Pálsson, Sigríður Halldórsdóttir,
Guðbergur Bergsson og fleiri.
„Svo kom Gunnar Smári til
sögunnar, við áttum samfylgd í
nokkurn tíma, hún var ekki alltaf
snurðulaus, en ég held að megi
segja að milli okkar sé ætíð einhver
þráður,“ segir Egill. „En framan
af var ég yfirleitt unglingurinn í
hópnum, langyngstur, kannski er
það ástæðan fyrir því að mér finnst
ég ennþá vera yngri en vinnufélagar
sem eru jafnvel talsvert yngri en ég.“
Egill segir að kerfið hafi verið
ágætt að mörgu leyti. Fólk ólst upp
á blöðunum en sérstakir menn hafi
verið í hinum pólitísku skrifum.
Unga fólkið lærði til verka og óvan-
ar manneskjur voru til dæmis ekki
sendar beint í sjónvarpsfréttir. „Mér
finnst samt líklegt að ég sé eini
maðurinn sem hefur bæði skrifað
leiðara í Tímann og Alþýðublaðið,“
segir hann.
Ekki alltaf friður
Egill er fyrst og fremst þekktur sem
sjónvarpsmaður auk þess að skrifa
eitt langlífasta blogg landsins. Hann
segist hafa slysast inn í sjónvarpið
rétt eins og blöðin. „Það mætti
halda að ég hafi verið hálf með-
vitundarlaus um feril minn,“ segir
Egill. „Vinur minn Guðbergur Dav-
íðsson kvikmyndagerðarmaður ber
Á nóg með
sjálfan sig
Egill Helgason er landsmönnum flestum
að góðu kunnur úr Silfri Egils og Kiljunni,
tveimur af langlífustu sjónvarpsþáttum
landsins. Egill ræðir æskuna, fjölskylduna,
ferilinn, baráttuna við kvíða og þunglyndi
og veiruna sem heltekið hefur heiminn.
Egill segir að sér líði ágætlega á þessari stundu en það sé ekki ávísun á að svo verði allt árið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur@frettabladid.is
1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð