Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 66
Konráð á ferð og ugi og félagar 416 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðinn,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri er‡ðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði ‰jótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? KRAKKAR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einn af fremstu golfurum Íslands. Hvernig lékst þú þér helst þegar þú varst krakki? Ég var oftast úti, til dæmis í fótbolta. Í rigningu spil- aði ég stundum tölvuleikinn Sims, þar byggir maður hús og býr til fjöl- skyldu. Áttu systkini? Já, tvo bræður og tvær systur. Ég er yngst. Ertu nammigrís? Stundum baka ég og borða kökur og finnst gott að fá smá nammi en ég syndi ekkert í því. Hvaða matur var í uppáhaldi þegar þú varst lítil? Heimalöguð pitsa og karríkjúklingur. Mér fannst skinnið svo gott af kjúklingnum og sósan sem mamma gerði geggjuð. Þarftu alltaf að borða hollt? Mér finnst gott að borða hollt og legg mig fram um að sukka ekki of mikið. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Um tíu ára aldurinn. Prófaðir þú aðrar íþróttagreinar? Já, ég æfði badminton og hand- bolta. Er mikill munur að spila golf á Íslandi og úti í löndum? Veðrið er auðvitað meira krefjandi á Íslandi og vellirnir ekki í sama standi og úti þess vegna. Hvaða eiginleikar koma þér að mestum notum í golfinu? Ég er dugleg að æfa og keyra sjálfa mig áfram, get verið öguð og líka höndl- að pressu. Áttu auðvelt með að taka ósigri? Það fer eftir aðstæðum. Ef ég er ekki að standa mig er ég ósátt við sjálfa mig. Ef einhver annar er betri en ég er léttara að díla við það ef ég spilaði samt vel. Varstu svekkt yf ir 3. sæti á Íslandsmótinu? Ég hefði viljað standa mig betur og fá öðruvísi niðurstöðu. Var svolítið dottin aftur fyrir, þurfti að vinna mig upp og nálgaðist það alveg og þá fannst mér ég standa mig ágætlega. Hvað f innst þér skemmtilegt annað en golf ? Margt, til dæmis að spila á píanó og vera með litlu frændsystkinum mínum. Eru þau komin á golfaldur? Við förum stundum í Bása í Grafar- holtinu. Þeim finnst geggjað að slá langt. Ég er ekkert að stjórna þeim, bara leyfa þeim að hafa gaman og gef ráð inn á milli, án þess að þau taki eftir að ég sé að hjálpa. Hvetur þú börn til að æfa golf ? Þau verða að vilja það sjálf. Syndir ekkert í nammi Ólafía Þórunn byrjaði í golfi um tíu ára aldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÉG ER DUGLEG AÐ ÆFA OG KEYRA SJÁLFA MIG ÁFRAM, GET VERIÐ ÖGUÐ OG LÍKA HÖNDLAÐ PRESSU. Lestrarhestur vikunnar Sverrir Ragnar Ólafsson Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Bókabeitan efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Fót- boltasögurnar eftir Gunnar Helgason og Harry Potter-bækurnar. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Harry Potter og blendingsprinsinn, en þar finnur Harry bók sem er búið að skrifa galdra í. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Gyllta átta- vitann eftir Pullman. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Það yrði fantasíubók. Ef þú mættir velja þér persónu úr bók til að ferðast um Ísland með, hver væri hún? Það væri Bjössi í fótboltabókunum hans Gunnars Helga- sonar. Hvernig munduð þið ferðast? Við myndum fara saman um hálendið í bíl. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Það var Tumi bakar. Ferðu oft á bókasafnið? Ég fer svona tvisvar í mánuði eða eins oft og ég get. Hver eru þín helstu áhugamál? Þau eru fótbolti, lestur og skák. Í hvaða leikskóla/skóla ertu? Ég er í Langholtsskóla. 1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.