Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 30
Kaupárátta getur- tengst því að ráða ekki við vanlíðan og þegar fólk reynir að bæta upp fyrir sálfræðilegar þarfir sem eru ekki uppfylltar. Fólk snýr sér líka stundum að vörum til að hugga sig þegar því finnst það ekki fá stuðn- ing frá ástvinum. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Aron Páll Gylfason er rekstrarstjóri hjá Mi Iceland. Þangað er ævintýri að koma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vöruúrval Mi er nær enda-laust en sem dæmi má nefna farsíma, rafmagnsfarar- tæki, snjallúr, heimabíó, sjónvörp, skjávarpa, ryksugur, þvottavélar, öryggiskerfi og allt þar á milli. „Mi Electric Scooter-raf- skúturnar hafa verið gífurlega vinsælar undanfarið og náð nýjum hæðum í sumar. Þrátt fyrir vin- sældir rafskútanna gefa til dæmis farsímar Mi og ryksuguvélmennin ekkert eftir, en Mi-merkið hefur hitt heimsbyggðina í hjartastað með frábærum og fjölbreyttum vörum,“ segir Aron Páll Gylfason, rekstrarstjóri Mi Iceland. Mi Iceland er með verslun í Síðu- múla 23 ásamt vinsælli vefverslun á mii.is. „Við erum nýbúin að setja í loftið nýja og uppfærða vef- verslun, sem er ekki bara f lottari í útliti heldur er hún orðin mun notendavænni og bætir upplifun viðskiptavina. Breytingarnar hafa farið vel í viðskiptavini okkar sem njóta þess að skoða vöruúrvalið og versla beint af netinu,“ upplýsir Aron Páll. Það er ævintýri að skoða vöru- úrvalið hjá Mi Iceland. „Við erum með landsins mesta úrval aukahluta fyrir rafskútur og rafhjól, allt mögulegt fyrir snjallheimilið, og í dótakass- anum er hægt að finna ótalmargt spennandi fyrir daglegt líf, svo sem róbóta, populele-útgáfu af hljóðfærinu ukulele, dróna, myndavélar, snjall- og heilsuúr og sitthvað fyrir bílinn. Þá er sannar- lega hægt að stjana við símann sinn hjá okkur því við erum með skjávarnir og hulstur í öllum regn- bogans litum,“ segir Aron Páll og sjón er sögu ríkari. Mi Iceland er í Síðumúla 23, gengið inn baka til. Opið virka daga frá 11 til 17. Sjá nánar á mii.is. Allt til að stjana við snjalltækin  Mi Iceland er viðurkenndur endursölu- og dreifingaraðili á Íslandi fyrir kínverska snjalltækjaframleið- andann Xiaomi. Xiaomi, einnig þekkt sem Mi, er einn stærsti raftækjaframleiðandi í heiminum í dag. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNETVERSLANIR Faraldurinn og allt sem honum fylgir hefur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu margra. Eitt af því sem fólk nýtir til að láta sér líða betur er að versla á netinu, ekki síst þar sem fólk getur ekki verslað eins og það var vant áður fyrr. Það er ekkert að því í réttum skömmtum, en stundum verður þetta að vana sem er erfitt að losa sig við. Í nýrri grein eftir sál- fræðingana Melissu Nordberg og Jonathan David frá Macquarie- háskóla í Sydney, sem birtist á vefnum The Conversation, er útskýrt hvenær netverslun er orðin vandamál og hvað er þá til ráða. Að þekkja vandann Sálfræðingarnir segja að það séu að minnsta kosti þrjú skilyrði sem hegðun þarf að uppfylla til að vera fíkn. Hún þarf að vera augljóslega óhófleg miðað við samhengið. Hún veldur töluverðu álagi eða erfiðleikum fyrir einstaklinginn eða mikilvægt fólk í lífi hans. Hún heldur áfram þrátt fyrir að hún sé ekki gefandi. Netverslun gæti verið áráttu- kennd ef einstaklingur gerir eftir- farandi: Eyðir miklum tíma í að versla. Kaupir meira en þörf er á. Finnst erfitt að hætta, jafnvel þrátt fyrir að hafa sjaldan ánægju af því sem er keypt. Sambands- og fjárhagsörðugleik- ar eru líka góðar vísbendingar um að netverslun sé orðin vandamál. Sumir geta lent í vandræðum með netverslun einfaldlega vegna þess að þeir eyða of miklum tíma í að skoða netverslanir. Þá er ástæða til að hugsa sig um og kannski þarf að bregðast við. Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum Nordberg segir að rannsóknir hennar gefi til kynna að kaup- árátta geti tengst því að ráða ekki við vanlíðan og þegar fólk reynir að bæta upp fyrir sálfræðilegar þarfir sem eru ekki uppfylltar. Fólk snýr sér líka stundum að vörum til að hugga sig þegar því finnst það ekki fá stuðning frá ástvinum. Það er því engin furða að þessi hegðun aukist í heimsfaraldri, þegar það verða stórvægilegar breytingar á öllu lífinu, oft til hins verra, á sama tíma og það hefur orðið sprenging í netverslun. Hvað er til ráða? Það fyrsta sem er gott að skoða hvað það er sem kemur þessari hegðun af stað. Er hún tilraun til að líða betur með sig eða losna við neikvæðar tilfinningar? Eða kemur hún fram á einhverjum ákveðnum tíma dags eða í ákveðnum aðstæðum? Sefurðu illa eða borðar óhollt? Það gæti gert erfiða upplifun- enn erfiðari. Svo þarf að finna betri leiðir til að bregðast við undirrót hegðunar- innar. Það þarf að æfa sig í að bera kennsl á hvötina til að stunda nei- kvæða hegðun þegar hún kemur og venjast þeirri tilfinningu, svo það sé hægt að bregðast við henni á uppbyggilegri hátt. Það leiðir til betri niðurstöðu að geta þolað nei- kvæðar tilfinningar og brugðist við þeim á sveigjanlegan máta. Það er líka gott að dreifa hug- anum frá neikvæðum tilfinn- ingum með því að spjalla við vin, gera eitthvað róandi eins og að fara í bað eða gönguferð, stunda líkamsrækt eða sinna áhugamáli. Þegar búið er að finna aðra hluti til að gera, er hægt að skipuleggja dagana sína þannig að fólki líði eins og það hafi aukna stjórn á lífinu og hafi minni tíma fyrir netverslun. Það er gott að fylgjast með kauphegðun sinni, setja sér markmið og verðlauna sig þegar þeim er náð. Svo er hægt að gera innkaupa- lista og halda sig við þá, setja sér tímamörk í netverslunum, eyða bara ákveðinni upphæð á netinu og kaupa aldrei hluti á af borgun- um eða með kreditkorti svo maður eyði bara peningum sem maður á. Rannsóknir sýna að þessar aðferðir geta hjálpað fólki með kaupáráttu, en ef einhver á í alvar- legum vandræðum með hana, er um að gera að hafa samband við sérfræðing. Það gæti verið góð byrjun að ræða við heimilislækni. Hófsöm netverslun veldur vellíðan Eins og öll önnur hegðun sem getur látið fólki líða vel, getur netverslun orðið áráttukennd og óheilbrigð. Það er mikilvægt að geta borið kennsl á vandamálið og bregðast við ef þörf er á. Þó að netversl- un hafi marga góða kosti, getur hún samt orðið að vanda- máli fyrir suma. MYND/GETTY Mi-merkið hefur hitt heimsbyggð- ina í hjartastað með frábærum vörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.