Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 68
ÉG HEF VERIÐ MUN
GRÓFARI. ÉG HELD AÐ
ÉG SÉ AÐ FULLORÐNAST, REIÐIN
OG GRODDASKAPURINN ER AÐ
RENNA AF MÉR. EN UM LEIÐ OG
ÉG SEGI ÞAÐ VONA ÉG SAMT AÐ
SVO SÉ EKKI.
Sýning á verkum Drífu Viðar verður í safnaðarsal Neskirkju 16. ágúst – 22. nóvember 2020.
Sýningin verður opnuð við guðs-
þjónustu í Neskirkju næstkomandi
sunnudag, 16. ágúst, klukkan 11.
Sýningin er opin mánudaga til
föstudaga klukkan 9-16.
Á sýningunni er dregin upp
mynd af þróun listar Drífu Viðar allt
frá því hún stígur sín fyrstu skref til
síðustu verka hennar þar sem per-
sónuleg tjáning og túlkun hefur náð
fullum þroska. Megináhersla er þó
lögð á abstraktverkin og manna-
myndir hennar. Sýningunni er
ætlað að varpa ljósi á stuttan en
merkan feril litríkrar listakonu
og gerð er tilraun til að rétta hlut
hennar í íslenskri listasögu.
Sýning á verkum
Drífu Viðar
Málverk eftir Drífu Viðar á sýning-
unni í safnaðarsal Neskirkju.
Hugleikur Dagsson heldur einkasýn-ingu í Þulu galleríi við Laugaveg. Um sýninguna segir Hugleikur: „Sýn-
ingin heitir Ríða Drepa Kúra og er
nokkuð sem spratt út úr mér og upp
úr mér í fyrra holli af kófinu. Þá bjó
ég til spil með þessu nafni sem verða
frumsýnd á síðustu sýningarhelgi
þessarar sýningar, 23. ágúst. Þetta
spil inniheldur níu karaktera sem
eru: Djöfullinn, Ólétti engillinn,
Litli dansarinn, Slímdrottningin,
Einhyrningurinn, Guli snjókarlinn,
Hákarlasvínið, Brjóstakanínan og
Forsetinn. Þetta eru karakterar sem
drepa hver annan, ríða hver öðrum
og kúra hjá hver öðrum.
Ég var svo niðursokkinn í þessar
persónur að ég ákvað líka að búa til
heila myndlistarsýningu í kringum
þær, alls níu verk, 50x50 sentimetr-
ar, gerð með bleki á pappír. Ég sýni
líka 108 litlar myndir af þessum
karakterum, þar er til dæmis Djöf-
ullinn að kúra hjá Hákarlasvíninu
og Ólétti engillinn að drepa Litla
dansarann og svo framvegis.“
Er að fullorðnast
Blaðamaður spyr hvort það geti
verið að sýningin sé ekki fyrir
pempíur. „Þeir sem segjast vera
pempíur eru það yfirleitt ekki,“
segir Hugleikur. „Ég hef verið mun
grófari. Ég held að ég sé að fullorðn-
ast, reiðin og groddaskapurinn er að
renna af mér. En um leið og ég segi
það vona ég samt að svo sé ekki. Að
mínu mati er þetta sæt sýning. Þótt
þar sé fullt af kynlífi og of beldi þá
er óskaplega mikið af kúri í henni
líka.“
Aftur innhverfur
Spurður hvernig það hafi verið
að vera listamaður í COVID segir
Hugleikur: „Það hefur verið allt í
lagi. Ég er ekki bara teiknari heldur
líka grínari og uppistandari. Ég bý
í Berlín og hef mikið verið að uppi-
standast þar. Ég sé hvernig COVID
bitnar svakalega illa á starfssystk-
inum mínum þar. Nú hefur teiknar-
inn í mér tekið yfirhöndina og sá er
mikill innipúki. Þannig að á tímum
eins og þessum verð ég aftur inn-
hverfur, eins og ég var allan fyrri
hluta ævinnar.“
Sæt sýning með miklu af kúri
Hugleikur Dagsson sýnir verk sín í Þulu galleríi. Gerði spil og bjó til heila mynd-
listarsýningu í kringum þau. Alls kyns furðuverur eru þar vitanlega á kreiki.
Á tímum eins og þessum verð ég aftur innhverfur, segir Hugleikur. FRÉTTABLAÐI/ERNIR
GEISLADISKUR
Vattenklanger
Verk eftir Katarina Leyman
FP Music
Það voru ekki bara Niccolo Pagan-
ini og Franz Liszt sem áttu að vera í
slagtogi með myrkrahöfðingjanum.
Blúsgítarleikarinn Robert Johnson,
sem er miklu nær okkur í tíma,
átti að hafa verið það líka. Sagan
segir að hann hafi í fyrstu bara
verið ósköp venjulegur músíkant,
en tekist að ákalla Satan á kross-
götum um miðja nótt. Samkvæmt
sögunni mun Satan hafa verið stór
maður, sem stillti gítar Roberts og
gaf honum færni og hæfileika til að
slá í gegn.
Þessi saga er býsna lífseig. Tengsl
tónlistar og töfra er það líka, eins og
finna má merki um víða í tónlistar-
sögunni. Sum tónlist ER einfaldlega
galdur, og nýútkominn geisladiskur
með verkum sænska samtímatón-
skáldsins Katarinu Leyman er gott
dæmi um það. Þetta er vissulega tor-
skilin tónlist, hún er ekkert í líkingu
við blúsinn hans Roberts Johnson.
Blúsinn er hins vegar skyldur djass-
inum, og djassinn er ekki langt
undan á plötunni. Laglínur píanós-
ins, sem er í stóru hlutverki megnið
af diskinum, eru flúraðar og dálítið
framandi, eins og finna má oftar en
ekki í djassinum.
Draumkennd stemning
Þetta er samt ekki djassdiskur,
svo það sé á hreinu. Nafn hans
er Vatten klanger, það er Hljóð
vatnsins, og tónrænar líkingar við
vatnshljóð koma fyrir í sumum
verkunum, eru jafnvel undirstaða
þeirra. Vatnsmjúkir hljómar og
gutlkenndar hendingar skapa
draumkennda stemningu, eilítið
hugleiðslukennda. Hljómarnir eru
ekki endilega úr djassinum, þeir
eru annarsheimslegir og dálítið óm-
stríðir, en ávallt merkingarþrungn-
ir. Hver þeirra er mikilvægur hluti
af sögunni, sem er ætíð áhugaverð.
Fyrsta verkið á dagskránni heitir
Swarms, eða Sveimur, og er fyrir
sex hljóðfæraleikara. Rétt eins og
fuglasveimur er tónlistin á sífelldri
hreyfingu. Hljómarnir eru torræðir,
en yfirbragðið er samt frjálslegt,
eins og tónlistin svífi í lausu lofti.
Það er magnað.
Þóra Einarsdóttir lágstemmd
Næsta tónsmíð, Crepusculo, eða
Rökkur, fyrir sópran og píanó, er
fjarskalega heillandi. Textinn er úr
ljóði eftir Alfonsinu Storni og lýsir
sólarlagi. Rödd söngkonunnar er
lágstemmd og íhugul, og annarlegir
hljómarnir og áleitnar laglínurnar
eru seiðandi. Heildarmyndin er
svo tilkomumikil að það er eins og
tíminn stöðvist.
Svipaða sögu er að segja um hin
verkin á diskinum, þau eru mynd-
ræn og sjarmerandi. Maður finnur
að tónskáldinu liggur mikið á
hjarta, hvort sem það eru viðbrögð
við náttúrufyrirbærum eða ljóðum.
Rödd Leyman er ávallt frumleg og
vinnubrögðin hennar vönduð og
nostursöm. Hún er greinilega snill-
ingur sem vert er að fylgjast með.
Flutningurinn á diskinum er
í fremstu röð. Þóra Einarsdóttir
syngur í tveimur verkunum og gerir
það af alúð og smekkvísi. Katarina
Ström-Harg leikur af öryggi og
næmni á píanóið, og sama er uppi á
teningnum hjá Stefan Harg klarín-
ettuleikara og hinum hljóðfæraleik-
urunum. Óhætt er að gefa þessum
geisladiski fullt hús.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Frumleg og grípandi
samtímatónlist sem mann langar til að
heyra aftur og aftur.
Hér stöðvast tíminn
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Vatnslitahópurinn Flæði sýnir í Skúmaskoti á Skólavörðu-stíg til 18. ágúst. Listakon-
urnar eru: Sesselja Jónsdóttir, Þóra
Mínerva Hreiðarsdóttir, Fríða Björg
Eðvarðsdóttir, Ólöf Svava Guð-
mundsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir,
Svanheiður Ingimundardóttir, Rósa
Traustadóttir, Elín Fanney Guð-
mundsdóttir og Guðrún Steinþórs-
dóttir. Þetta er sölusýning.
Flæði í Skúmaskoti
Ein myndanna á sölusýningunni.
1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING