Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 34
Verkefnastjóri á sviði sérkennslu og stuðnings í grunnskólum
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu verkefnastjóra á sviði sérkennslu og stuðnings í grunnskólum
lausa til umsóknar.
Verkefnastjóri starfar á fagskrifstofu grunnskólamála þar sem m.a. er unnið að undirbúningi stefnumörkunar fyrir skóla- og
frístundastarf, þróun faglegra starfshátta í grunnskólum og símenntun kennara. Hann tekur þátt í mati á skólastarfi, stjórnun
og þátttöku í starfshópum, veitir upplýsingar og ráðgjöf til stjórnenda og foreldra varðandi stuðning og sér kennslu í skóla
fyrir alla og hefur umsjón með úthlutun fjármagns til grunnskóla vegna þjónustu við nemendur sem þurfa sérstakan stuðning
í skólastarfi. Verkefnastjóri vinnur einnig í nánu samstarfi við stjórnendur sérúrræða í borginni.
Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla, 62
leikskóla og 5 frístundamiðstöðva.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með verkefnum sem snerta stuðning og sér-
kennslu í almennum grunnskólum fyrir alla, sérdeildum og
sérskólum, vinnsla reglna og verkferla og svörun erinda
sem varða málaflokkinn.
- Umsjón með úthlutun fjármagns til málaflokksins í samvin-
nu við sérfræðinga fjármálaþjónustu sviðsins.
- Ráðgjöf og svörun fyrirspurna frá stjórnendum og foreldr-
um varðandi málaflokkinn.
- Umsjón með fagráði sérhæfðra sérdeilda, þátttaka í
starfshópum varðandi málaflokkinn og fulltrúi sviðsins í
inntökuteymum sérskóla.
- Skipulag og umsjón með fræðslufundum fyrir sérkennara
og þátttaka í ytra mati á skólastarfi.
- Samstarf við stofnanir á vegum borgarinnar, s.s. skóla-
þjónustu og Barnavernd, og við aðra aðila sem sinna
málaflokknum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun, leyfisbréf grunnskólakennara og
meistarapróf á sviði sérkennslu eða sambærileg
framhaldsmenntun.
- Víðtæk reynsla og þekking á störfum í grunnskólum með
börnum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda.
- Góð þekking á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar fyrir
alla, réttindum barna, lagaumhverfi grunnskóla og opinber-
ri stjórnsýslu.
- Reynsla af verkefnastjórnun og ráðgjöf vegna stuðnings og
sérkennslu í skóla fyrir alla.
- Framúrskarandi samskiptahæfni.
- Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulags hæfni.
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi
í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 6. september 2020.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, man-
nauðsstjóri, sími 411-1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is
ÞJÓNUSTULIÐI
RÆSTING
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða þjónustuliða til
ræstinga og umsjónar með umgengni í skólanum á dagvinnutíma.
Möguleiki á hlutastörfum.
Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og fjármálaráðuneytis.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 594
4000 hjá skrifstofustjóra eða ræstingastjóra. Umsóknir skulu
sendar á mk@mk.is
Skólameistari
Veitustjóri Húnaþings vestra
Laust er til umsóknar starf veitustjóra sveitarfélagsins
Húnaþings vestra.
Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í
starf veitustjóra Húnaþings vestra. Starfið tilheyrir umh-
verfissviði en heyrir beint undir sveitarstjóra. Veitustjóri
ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn í öllum
störfum sínum og ákvörðunum.
Starfssvið:
• Ber ábyrgð á framkvæmdum og rekstri hitaveitu, vatns-
veitu og fráveitu en vinnur jafnframt að öðrum tilfallandi
verkefnum í samráði við rekstrarstjóra
• Er yfirmaður annarra starfsmanna veitna
• Vinnur að undirbúningi fjárhagsáætlana fyrir veitur
í samvinnu við framkvæmdaráð og aðra starfsmenn
sveitarfélagsins eftir því sem við á
• Hefur eftirlit með ástandi veitukerfa og tryggir viðhald
þess
• Ber ábyrgð og eftirlit með öryggismálum sem snerta
veitur
• Verkefnastjórn sérverkefna, s.s. ljósleiðara
• Stefnumótun veitumála sveitarfélaginu í heild í samstarfi
við sveitarstjórn og sveitarstjóra
• Samskipti og upplýsingagjöf til viðskiptavina og íbúa
sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Iðnmenntun og/eða tæknimenntun er æskileg
• Reynsla á sviði veitna og framkvæmda er nauðsynleg
• Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðaráætlunum
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Forystu- og skipulagshæfileikar
• Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Góð tölvukunnátta
Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst.
Umsóknir skulu berast á netfangið rjona@hunathing.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Jóna
Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í síma 455-2400
Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra hvetjum
við karla jafnt sem konur til að sækja um störfin.
um fræðslu?
- SPENNANDI STÖRF –
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. óskar eftir að ráða skapandi einstaklinga
í störf á sviði þróunar í fullorðinsfræðslu.
M E N N T U N Á V I N N U M A R K A Ð I
Full(ur) af hugmyndum
Nánari upplýsingar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frae.is
Umsóknir sendist á
Fullum trúnaði heitið við meðferð umsókna og öllum umsóknum verður svarað.
frae@frae.is fyrir 25. ágúst nk.
Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að vera þróunar- og sérfræðisetur
aðila vinnumarkaðarins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði
í samstarfi við fræðsluaðila. Hjá FA vinna nú 17 starfsmenn sem sinna ráðgjöf og
smíði verkfæra á sviði fullorðinsfræðslu.
Markmið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að veita starfsmönnum á
vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla
sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði og auka þar með
samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
• Hausinn fullan af hugmyndum og getu
til að útskýra þær.
• Brennandi áhuga á fræðslu og þjálfun
fullorðinna á vinnumarkaði.
• Menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
• Reynslu af fræðslumálum og almennu atvinnulífi.
• Reynslu af verkefnastjórnun.
• Reynslu af því að vinna undir álagi og í hópi.
• Hæfni í samskiptum og finnast þau skemmtileg
og auðveld.
Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingum sem hafa:
H
au
ku
r 0
8.
20
• Hæfni í íslensku, ensku og einu norðurlandamáli.
Þarftu að ráða starfsmann?
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R