Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 18
Björg Alfa Björnsdóttir segir f lókna pólitík vera í kringum geimvís-indi og tækni. „Geim-v ísinda- og t æk ni-skrifstofan er auðvitað fyrst og fremst þjónustuskrifstofa. Við vinnum með vísindamönnum og hátæknifyrirtækjum, en okkar hlutverk er fyrst og fremst að sjá til þess að sérhæft og hátæknimenntað fólk geti sinnt sínu starfi. Við önn- umst umsýslu, reynum að tengja fólk saman, aðstoða við umsóknir og leyfisveitingar, hittum fjárfesta og svo framvegis,“ segir hún en á bak við skrifstofuna eru um 40 lögaðilar sem allir hafa aðkomu að geimvísindum og tækniþróun hér á landi. Jarðbundið starf „Það kemur fólki oft á óvart hvað þetta er jarðbundið sem við erum að gera. Þó svo að ég hafi unnið að eldflaugarskoti, verkefni sem teng- ist hýbílahönnun á Mars, ræktun úti í geimi og tilraunum með rover eða reykiráfi, þá er stór hluti okkar vinnu að sjá til þess að hér sé umhverfi fyrir erlenda aðila og íslenska sem hafa áhuga á að starfa í geimvísindum,“ útskýrir Alfa eins og hún oftast er kölluð. „Geimvísinda- og tækniiðnaður- inn er mjög stór, en þetta er þéttur hópur og allt fréttist mjög hratt. Hlutverk skrifstofunnar er fyrst og fremst að vera þjónustukjarni, eins konar miðpunktur, fyrir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem eru að vinna að eða hafa áhuga á að vinna að verkefnum tengdum geimvís- indum og tækni.“ Merkileg saga hér á landi Alfa bendir á að Ísland sé nú þegar stór þátttakandi í geimvísindum og eigi sér merkilega sögu þegar kemur að geimvísindum. „Hér þjálfuðu Apollo-fararnir á sjöunda áratugnum, Frakkar skutu upp eld- f laugum héðan fyrir 50 árum og rússneska geimferðastofnunin Ros- cosmos hefur verið með rannsóknir hér á landi. Í síðasta mánuði vorum við með vísindamenn sem eru að hanna og þróa híbýli fyrir tunglið og Mars,“ útskýrir Alfa og segir það markmið starfsmanna að sem mest verðmæti verði eftir í landinu. Fyrsta tilraunaskotið í bígerð Fyrsta skotið sem skrifstofan kemur að er ráðgert í þessari viku. Um er að ræða tilraunaskot eldf laugar á Langanesi, á vegum skoska fyrir- tækisins Skyrora. Þegar blaðið fór í prentun hafði þó enn ekki orðið af skotinu sökum sterkra vinda. „Við erum auðvitað mjög stolt af því að draga hingað til lands fyrir- tæki eins og Skyrora. Það er hluti af okkar vinnu, að sjá til þess að hingað komi erlend fjárfesting. Almennt eru þeir sem til okkar leita viljugir til að byggja upp og starfa hér í samvinnu við innlenda aðila, en hlutir gerast hægt í geim- iðnaðinum. Geimurinn er harður húsbóndi.“ Alfa segir samstar fsaðilana bæði vera innlenda og erlenda og eiga það sameiginlegt að tengjast störfum og atvinnusköpun hér á landi. „Innlendu aðilarnir tengjast rannsóknum, verkfræði, tölvu- tækni, hugbúnaði og gervigreind, landbúnaði og ferðaþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Ísland er þegar þekkt í geimvísind- um og hér er tæknin og kjöraðstæð- Geimurinn harður húsbóndi Geimvísinda- og tækniskrifstofan Space Iceland hefur verið starfrækt hér á landi frá síðasta ári. Þar starfa meðal annarra þrjár konur við framgang geimvísinda hér á landi og er Björg Alfa Björnsdóttir ein þeirra. Björg Alfa Björnsdóttir bendir á að geimiðnaðurinn sé á hraðri uppleið og Ísland ætti að taka þátt enda muni fjölmörg störf skapast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leitar íslenskra geimorða Hugrún Hanna Stefánsdóttir er með meistarapróf í nytjaþýð- ingum og starfar við íðorðaverk- efni Geimvísinda- og tækniskrif- stofunnar. Starfið felst í því að skoða fyrir- liggjandi heimildir á íslensku sem tengjast geimvísindum- og tækni og safna saman þeim orðaforða sem finnst. „Við höfum verið að nýta okkur ritað efni frá sjötta áratugnum. Á þeim tíma voru geimvísindi mikið til umfjöllunar um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Þá, eins og núna, þurftu blaðamenn oft að þýða og búa til ný orð. Svo sækjum við okkur einnig efni á ensku og þýðum á íslensku og skilgreinum. Stefnt er á að birta allt efnið, þýðingar og skilgrein- ingar, í Íðorðabanka Árnastofn- unar. Markmiðið er að gera íslenskan orðaforða í geimvísindum sem aðgengilegastan og við vonum að sem flest hugtök komist í al- menna notkun,“ útskýrir Hugrún en hún segir mikilvægt að tryggja jafnrétti tungumálanna en nú sé enskan ráðandi í geimvísindum og tækni. Kortleggur tækifærin Sigrún María Jónsdóttir er hluti af teymi Geimvísinda- og tækni- skrifstofunnar sem vinnur að skýrslu um kortlagningu á tæki- færum og getu til aukinnar verð- mætasköpunar í geimvísindum. „Starf mitt snýst um að safna saman upplýsingum um geim- iðnað hér á landi með því að hafa samband við einstaklinga og samstarfsaðila okkar og lesa margs kyns skýrslur og fréttir. Með þeim upplýsingum get ég greint þá kosti og galla sem eru til staðar á markaðnum, fundið út hverjir notendur hans yrðu og hvað það er sem þeir þurfa til að styrkja geimiðnað Íslands.“ ur til tilrauna. Það þarf ekki annað en að horfa á Ísland til að sjá hvers vegna það er, landslagið minnir að mörgu leyti á tunglið og Mars. Við búum einnig yfir gríðarlegri þekk- ingu og vel menntuðu fólki. NASA til dæmis hélt fyrirlestur í vor um kosti Íslands í þessum málum.“ Geimtækni um allt Alfa segir gríðarlegan vöxt fram undan í tengslum við geimvísindi. „Flest okkar eru hætt að taka eftir því að okkar daglega líf er umkringt tækni sem er í geimnum. Snjall- símar væru til dæmis ekki á þeim stað sem þeir eru í dag, ef ekki væri fyrir geimrannsóknir. Meira að segja „memory foam“ dýnur eiga uppruna sinn í könnun geimsins. Gervihnattagögn eru mikið nýtt hér eins og annars staðar. Við nýtum þau til að spá fyrir um veður, jarð- hræringar og jafnvel COVID-rakn- ingarappið notar GPS-kerfi.“ Alfa segir mikilvægt fyrir Ísland að leggja áherslu á nýsköpun. „Geimurinn er risavaxinn iðnaður, framþróun hröð og útlit er fyrir að sprenging verði í störfum. Þátttaka Íslands gerir íslenskum fyrirtækj- um kleift að standa á öxlum risa frá fyrsta degi en fyrirtæki og þjóðir í þessum geira, jafnvel stærstu og öflugustu þjóðir, þurfa einfaldlega að starfa saman.“ Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.