Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0
Hágæða harðparket
í miklu úrvali
Harðparket er með einstaklega
sterkt yfirborð sem býður upp
á mikinn umgang og viðhaldið er
svo til ekkert, svo er það líka fallegt!
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • parki@parki.is • 595 0570
FÉLAGSMÁL Erling Smith, lamaður
maður, hefur mátt dvelja á hjúkr-
unarheimili í tvö og hálft ár eftir
að NPA-samningi hans var rift. Við
að fara á stofnun missti hann hluta
lífeyrisins og getur ekki greitt vist-
unargjöld. Í gærmorgun var fjárnám
gert í eignum hans vegna vangold-
inna gjalda en hann gat ekki einu
sinni mætt til sýslumannsins sjálfur.
„Ég samþykkti aldrei langtíma-
vistun. Ég er nýlega giftur, á konu
og heimili og bíð eftir því að fá að
komast heim,“ segir Erling, sem
upphaf lega var tjáð að hann væri
í tímabundinni hvíldarinnlögn
en sjálfur hefur hann ekki skrifað
undir neitt. Hann líkir vist sinni á
hjúkrunarheimilinu sem varðhaldi
en réttargæslumaður hans hefur
unnið að því lengi að koma honum
heim og fá nýjan NPA-samning, því
Erling þarf sólarhringsþjónustu.
– khg / sjá síðu 6
Fastur á hjúkrunarheimili og
fjárnám gert vegna vistunargjalda
Þessir ferðamenn f lúðu rigninguna í borginni í gær og leituðu skjóls í ilmandi gróðurhúsi sem staðsett er á
Lækjartorgi. Í húsinu má finna skemmtilegt safn af fjölbreyttum og ólíkum plöntum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI „Það kemur til greina og er
til skoðunar hjá félaginu,“ segir Bogi
Nils Bogason, forstjóri Ice landair
Group, spurður hvort stefnt sé að því
að sölutryggja fyrirhugað hlutafjár-
útboð Icelandair. Með sölutryggingu
er átt við samning milli fjármála-
fyrirtækis og útgefanda verðbréfa
þar sem fjármálafyrirtækið skuld-
bindur sig til þess að kaupa þann
hluta verðbréfa sem áskrift næst
ekki fyrir í almennu útboði.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er horft til þess að Íslands-
banki og Landsbankinn taki að sér
að sölutryggja útboðið.
Í hlutafjárútboðinu gerir Ice-
landair ráð fyrir að selja nýja hluti
fyrir 20 milljarða króna að nafn-
verði, á genginu ein króna á hlut.
Komi til umframeftirspurnar í
hlutafjárútboðinu, mun stjórn
félagsins hafa heimild til að auka
hlutafé enn frekar um allt að þrjá
milljarða, þannig að stærð útboðs-
ins yrði að hámarki 23 milljarðar
króna.
Hlutafjárútboðið mun ekki fela
í sér neinar skuldbreytingar, það
er að segja að kröfum sé breytt í
hlutafé, að sögn Boga. „Ef við berum
okkur saman við flugfélög eins og
Norwegian sem fór þá leið, þá var
fyrst og fremst verið að breyta van-
skilum eða óveðtryggðum skuldum
í hlutafé,“ útskýrir Bogi.
„Við erum hvorki með vanskil
né óveðtryggð skuldabréf, þann-
ig að staða okkar gagnvart lánar-
drottnum var allt önnur en hjá Nor-
wegian.“
Bogi segir að áætlanir og hagræð-
ingaraðgerðir geri félagið vel í stakk
búið til að keppa á flugmarkaðinum.
Með sveigjanlegri kjarasamningum
og auknu vinnuframlagi áhafna,
ásamt öðrum aðgerðum, áætlar
Icelandair að kostnaður á hvern
sætiskílómetra lækki um samtals
tíu prósent til 2024. Launakostnaður
verður 28 prósent af tekjum saman-
borið við 30 prósent 2018.
„Við gerum ráð fyrir ákveðnum
verðlagshækkunum eins og verið
hefur síðustu ár. Ef sú forsenda
gengur eftir munu önnur félög einn-
ig glíma við verðlagshækkanir. Með
þeim aðgerðum sem við förum í
verður félagið mjög samkeppnis-
hæft á þeim markaði sem það starfar
á,“ segir Bogi. – hae, þfh / sjá síðu 8
Gætu tryggt
sölu í útboði
Icelandair
Forstjóri Icelandair segir það koma til greina að
sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndu
Íslandsbanki og Landsbankinn taka það að sér.
Hugsunin með lána-
línuna er að þurfa
ekki að draga á hana. Þetta
er lánalína til þrautavara.
Bogi Nils Bogason,
forstjóri Iceland
air group
Erling Smith