Fréttablaðið - 20.08.2020, Side 8

Fréttablaðið - 20.08.2020, Side 8
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Í SUMARDRY KK IN N SÍTRÓ NA Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar DRYKK! SUMAR Töfraðu fram ... ✿ Framboðnir sætiskílómetrar 2015-2024 (ma.) ✿ Farþegar 2015-2024 (m.) Hraðari vöxtur Hraðari vöxtur 15A 16A 17A 18A 19A 20F 21F 22F 23F 24F 11 14 15 16 17 15A 16A 17A 18A 19A 20F 21F 22F 23F 24F 3,1 3,7 4,0 4,1 4,4 ✿ Tekjur (m.USD) ✿ EBIT (m.USD) Niðurfærsla viðskipta- vildar 3,1% CAGR 15A 16A 17A 18A 19A 20F 21F 22F 23F 24F 1.085 1.214 1.332 1.409 1.412 1.643 1.390 1.036 637 499 < 15A 16A 17A 18A 19A 20F 21F 22F 23F 24F -2 39 -363 134 113 46 54 78 135 175 -60 -43 12%EBIT% 9% 3% -4% 4% -7% 8% 10% 1%-73% -1 24 Icelandair verði mjög samkeppnishæft Forstjóri Icelandair telur að flugfélagið verði vel í stakk búið til að keppa á flugmarkaðinum á næstu árum ef áætlanir þess ganga eftir. Kemur til greina að sölutryggja útboðið. Hertar aðgerðir á landamærum hafa ekki áhrif á útboðið eða langtímaáætlanir. hafafund sem felur í sér að stjórn félagsins verði heimilt að ákveða að hinum nýju hlutum í félaginu fylgi áskriftarréttindi (e. warr­ ant) sem samsvara allt að 25 pró­ sentum af skráningu nýrra hluta í útboðinu. „Það kemur til greina og er til skoðunar hjá félaginu,“ segir Bogi, spurður hvort stefnt sé að því að sölutryggja útboðið. Með sölu­ tryggingu er átt við samning milli fjármálafyrirtækis og útgefanda verðbréfa þar sem fjármálafyrir­ tækið skuldbindur sig til þess að kaupa þann hluta verðbréfa sem áskrift næst ekki fyrir í almennu útboði. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins er hor ft til þess að Íslandsbanki og Landsbankinn taki að sér að sölutryggja útboðið. Hlutafjárútboðið mun ekki fela í sér neinar skuldbreytingar, það er að segja að kröfum sé breytt í hlutafé, að sögn Boga. „Ef við berum okkur saman við f lugfélög eins og Norwegian sem fóru þá leið, þá var fyrst og fremst verið að breyta vanskilum eða óveð­ tryggðum skuldum í hlutafé,“ útskýrir Bogi. „Við erum hvorki með vanskil né óveðtryggð skuldabréf, þann­ ig að staða okkar gagnvart lánar­ drottnum var allt önnur en hjá Norwegian.“ Spurður hvort hertar aðgerðir á landamærunum hafi áhrif á hluta­ fjárútboðið eða áætlanir félagsins svarar Bogi neitandi. „Þær hafa ekki áhrif á okkar langtímaplön. Frá því í vor höfum við talað um að þetta ár yrði mikið óvissuár. Að það yrði lítil eftirspurn og lítið f logið fram á næsta vor. Vissulega hafa þessar ferðatakmarkanir gríðarleg áhrif til skemmri tíma fyrir íslenska ferðaþjónustu, og þar af leiðandi á framleiðslu okkar á næstu vikum. Við munum þurfa að fækka f lug­ um næstu vikurnar. En þetta er í takt við grunnsviðsmyndina sem við höfum búið okkur undir, það er að eftirspurn fyrir árið í heild yrði mjög veik, og hefur þess vegna ekki áhrif á hlutafjárútboðið,“ segir Bogi. Icelandair sér fram á neikvætt sjóðsstreymi í vetur en er þó vel í stakk búið til að standa undir sínum skuldbindingum. „Af því gefnu að við klárum þetta hlutafjárútboð verður félag­ ið í stakk búið til að standa undir sínum skuldbindingum og verður með sterka lausafjárstöðu í gegn­ um tiltölulega tekjulítið tímabil fram á næsta vor. Það er grunn­ sviðsmyndin sem við erum að horfa á,“ segir Bogi. Fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair hefur meðal annars falist í því að ná samningum við kröfuhafa og birgja. Í kynningunni kemur fram að samningarnir hafi bætt fjárhagsstöðu fyrirtækisins, miðað við óbreytt ástand, um 450 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 61 milljarðs íslenskra króna. Til að mynda hefur greiðslu á fjármagnsgjöldum að fjárhæð 6,8 milljarðar króna verið frestað um allt að 24 mánuði. Mestu munar þó um samninga við Boeing sem bættu stöðuna um 260 milljónir dollara, jafnvirði um 35 milljarða króna. Hinir nýju samningar kveða á um að f lugfélagið kaupi tólf Boeing 737 MAX í stað 16, Icelandair fái aukinn afslátt við kaup á þeim sex f lugvélum sem á eftir að afhenda og fébætur. „Þetta er lánalína til þrautavara“ Icelandair hefur náð samkomulagi við ís- lensk stjórnvöld um ríkisábyrgð á lánalínu til tveggja ára frá Íslandsbanka og Lands- bankanum að fjárhæð allt að 16,5 milljarðar króna. Ríkisábyrgðin nær yfir 90 prósent af láninu og eru vextir lánsins reiknaðir sem álag ofan á LIBOR-vexti, sem hækkar eftir því sem meira er dregið á lánalínuna. Skilmálar lánsins eru þeir að eigið fé Icelandair haldist yfir 2 prósentum. „Hugsunin með lánalínuna er að þurfa ekki að draga á hana. Þetta er lánalína til þrautavara. Ef ástandið varir hins vegar lengur en fram á næsta vor, þá gætum við þurft að nýta hana,“ segir Bogi. Með þeim aðgerð- um sem við munum fara í verður félagið mjög samkeppnishæft á þeim markaði sem það starfar á. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Bogi Nils Bogason, for­stjóri Icelandair Group, segir að áætlanir og hagræðingaraðgerðir félagsins geri það vel í stakk búið til að keppa á f lugmarkaðinum. Með sveigjan­ legri kjarasamningum og auknu vinnuframlagi áhafna, ásamt öðrum hagræðingaraðgerðum, áætlar Icelandair að kostnaður á hvern sætiskílómetra (CASK) lækki um samtals 10 prósent til ársins 2024. Launakostnaður verður 28 prósent af tekjum, samanborið við 30 prósent árið 2018. „Við gerum ráð fyrir ákveðnum verðlagshækkunum eins og verið hafa undanfarin ár. Ef sú forsenda gengur eftir munu önnur félög einnig glíma við verðlagshækk­ anir. Með þeim aðgerðum sem við munum fara í verður félagið mjög samkeppnishæft á þeim markaði sem það starfar á,“ segir Bogi. Icelandair Group birti í fyrra­ kvöld í Kauphöll kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins, en útboðið er lokahnykk­ urinn í fjárhagslegri endurskipu­ lagningu félagsins. Viðmælendur Markaðarins sem starfa á fjármála­ markaði og fjárfestar, höfðu á orði að áætlanir félagsins litu vel út við fyrstu sýn og virtust byggja á raun­ hæfum sviðsmyndum. Áætlanir Icelandair gera meðal annars ráð fyrir að f lugframboð félagsins aukist jafnt og þétt. Árið 2024 verði framboðið komið í sama horf og það var árið 2018. Þá er gert ráð fyrir að tekjur félagsins hafi hækkað upp í 1,6 milljarða dala árið 2024 og verði þannig um 3 pró­ sentum hærri en þær voru í fyrra. EBIT, rekstrarhagnaður fyrir fjár­ magnsliði og skatta, tekur síðan við sér og verður 175 milljónir dala árið 2024. Í hlutafjárútboðinu gerir Ice­ landair ráð fyrir að selja nýja hluti fyrir 20 milljarða króna að nafn­ verði á genginu 1 króna á hlut. Komi til umframeftirspurnar í hluta­ fjárútboðinu, mun stjórn félagsins hafa heimild til að auka hlutafé enn frekar um allt að 3 milljarða, þannig að stærð útboðsins yrði að hámarki 23 milljarðar króna. Til viðbótar er gert ráð fyrir því að tillaga verði lögð fyrir hlut­ Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MARKAÐURINN 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.