Fréttablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Ef minnihlut-
inn í borginni
ætlar sér að
vinna traust
borgarbúa
þarf hann að
stunda
vandaðri
pólitík en
hann gerir.
Öll skref sem
stigin hafa
verið, bæði í
baráttu við
veiruna og í
efnahags-
málum,
hafa verði
ákveðin af
ríkisstjórn-
inni.
Nýleg könnun Fréttablaðsins sýnir að flokkarnir í meirihluta borgar-stjórnar mælast nú með 58 prósenta fylgi og myndu bæta við sig þremur fulltrúum. Þessi niðurstaða hlýtur að vera minnihlutanum töluvert
áfall, en hann getur sjálfum sér um kennt. Hann
hefur stundað vonda pólitík. Það er reyndar smá
sárabót fyrir Sjálfstæðismenn að Sjálfstæðisflokkur-
inn er samkvæmt þessari könnun stærsti f lokkurinn
í borginni en hefur þó tapað fylgi frá kosningum.
Viðbrögð oddvita Sjálfstæðisflokksins, Eyþórs
Arnalds, voru næsta hláleg en hann sagði að borgar-
fulltrúar flokksins hefðu í störfum sínum lagt upp
með að vera með málefnalega gagnrýni. Málefnaleg
gagnrýni kemur sannarlega síst af öllu upp í hugann
þegar horft er á málflutning Sjálfstæðismanna í borg-
inni. Með einni undantekningu þó. Hildur Björns-
dóttir hefur stundað áberandi málefnalega gagnrýni
á meirihlutann. Hún er yfirveguð og skynsöm í gagn-
rýni sinni og stundar ekki þá vondu pólitík að vera á
móti málum mótherja bara til að vera á móti.
Upphrópanir hafa í miklum mæli einkennt
málflutning minnihlutans í borginni og þar ganga
Sjálfstæðismenn í takt við fulltrúa Miðflokksins
og Flokks fólksins. Talað er eins og meirihlutinn
í borginni leggi beinlínis metnað sinn í að ergja
borgarbúa á allan mögulegan hátt, eins og með því
að vilja draga þá út úr einkabílnum og þvinga upp á
þá borgarlínu. Minnihlutinn lætur svo eins og tilvist
göngugatna sé meðvitað bragð meirihlutans til að
leggja stein í götu verslunarreksturs í miðborginni.
Hvernig í ósköpunum er hægt að flokka svona tal
sem málefnalega gagnrýni?
Í áðurnefndri skoðanakönnun tapar Miðflokkur-
inn fylgi en borgarfulltrúi hans, Vigdís Hauksdóttir,
er sennilega mesta hávaðamanneskjan í íslenskri
pólitík. Þegar borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, á
í hlut sér hún spillingu og subbuskap í hverju horni.
„Úlfur, úlfur,“ hrópar hún við engar undirtektir
kjósenda. Reglulegar ásakanir hennar um pólitískar
ofsóknir og margs konar einelti í sinn garð vekja
sömuleiðis þreytuviðbrögð. Það er Vigdísi heldur
engan veginn til framdráttar að hún skuli kjósa á
fundum borgarstjórnar að snúa baki í manneskju
sem henni semur ekki við. Slíkt framferði ber vott
um vanstillingu.
Líklega er ekkert óskaplega gaman að vera í minni-
hluta í pólitík, allavega ekki eins og að vera í meiri-
hluta og fá að leggja línur og taka ákvarðanir. En
þarna á við, eins og svo oft í lífinu, að hyggilegt er að
bera harm sinn í hljóði. Minnihlutanum virðist vera
það ómögulegt og hann getur ekki leynt gremju sinni
og sárindum yfir hlutskipti sínu. Sennilega er kominn
tími fyrir einhverja þar að leita sér að annarri vinnu.
Ef minnihlutinn í borginni ætlar sér að vinna
traust borgarbúa þarf hann að stunda vandaðri
pólitík en hann gerir. Fyrst er að láta af óhemju-
ganginum og temja sér meiri stillingu og yfirvegun
í málflutningi. Þá, en ekki fyrr, verður hægt að tala
um málefnalega gagnrýni.
Minnihlutinn
Genesis® II E-415 GBS
Verð: 208.500 kr.
Sumrinu hef ég varið í að tala við fólk. Þar sem við erum í miðjum heimsfaraldri hafa þau samtöl að einhverju leyti verið í
gegnum net og síma, en sem betur fer höfum
við Íslendingar getað farið ferða okkar nokkuð
frjáls og ég því hitt fólk víða um land. Mér
finnst áberandi eftir samtöl sumarsins, hvort
sem þau hafa átt sér stað heima hjá mér í 101
eða í dreifðari byggðum, að þrátt fyrir allt ríkir
bjartsýni og samstaða.
Heimsfaraldur sem dregið hefur hundruð
þúsunda til dauða um allan heim, stærsta efna-
hagskreppa í rúma öld. Það upplifum við nú, en
samt heldur fólk í vonina og samstöðuna.
Stjórnvöld hafa stýrt málum þannig að þrátt
fyrir allt hefur gengið nokkuð vel. Ríkisstjórnin
tók þá ákvörðun að fylgja ráðleggingum sótt-
varnayfirvalda og það skilaði árangri sem eftir
var tekið. Það skilaði sumri ferðalaga, fólk
fór um landið, sýndi sig og sá aðra, talaði um
ástandið, dæsti í kaffið og lýsti því yfir að þetta
hefði nú verið meira. En saman gætum við
þetta.
Þjóðin hefur nefnilega tekið höndum saman
til að komast í gegnum ástandið. Ástand sem
enn er í fullum gangi og óvíst hve lengi mun
vara og samstaðan því enn mikilvægari en
áður.
Öll skref sem stigin hafa verið, bæði í baráttu
við veiruna og í efnahagsmálum, hafa verið
ákveðin af ríkisstjórninni. Við höfum borið
gæfu til að hafa við völd ríkisstjórn sem tekst
á við ástandið með vísindi og þekkingu að
vopni, hikar ekki við að beita ríkisfjármálum
til að örva efnahagslífið. Það er pólitík sem ég er
stoltur af.
Ekkert af þessu hefði nefnilega verið hægt
nema fyrir samstöðu þjóðarinnar. Saman
hefur hún tekist á við heimsfaraldur og djúpa
efnahagskreppu og saman munum við fara í
gegnum þetta. Af því getum við öll verið stolt.
Með samstöðuna að vopni
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
Landamærin
Komið var í veg fyrir eitt tilfelli
atvinnuleysis á Suðurnesjum í
gær með því að gefa fráfarandi
lögreglustjóra starf í dómsmála-
ráðuneytinu. Staðan sem um
ræðir er sérfræðingur í landa-
mærum. Lögreglustjórinn er
vel til þess fallinn, enda með
áratuga reynslu af því að lifa á
plánetu með landamærum. Hafa
landamæri einnig lítið breyst
síðustu áratugi, ef undanskilin
er breyting á Austur-Evrópu
fyrir 30 árum. Var þetta talið
betri lausn en að bjóða honum
starf á Rokksafninu þó að hann
hefði ef laust plumað sig vel í
Rolling Stones-básnum.
Tveggja kinda reglan
Embætti landlæknis hefur ræki-
lega slegið í gegn hjá sauðfjár-
bændum og náttúruverndar-
sinnum með útspilinu „tveggja
kinda reglan“, sem kemur í stað
„tveggja metra reglunnar“ sem
enginn skilur lengur. Vægast
sagt grófir útreikningar benda
til að hver Íslendingur, fæddur
fyrir árið 2005, eigi möguleika
á að fá tvær kindur til að hafa í
bandi, hvora fyrir framan aðra,
til að halda fjarlægð frá öðrum.
Best færi auðvitað á því að allir
fengju fjórar kindur og gætu því
haldið fólki í hæfilegri fjarlægð
bæði hægra og vinstra megin
við sig. Sauðfjárbændur hljóta
að taka slíkum hugmyndum
fagnandi.
arib@frettabladid.is
2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN