Fréttablaðið - 20.08.2020, Side 18
Freydís hefur komið víða við í listsköpun sinni en hún lék eitt aðalhlutverkanna í fjöl-
skyldumyndinni sígildu Stikkfrí
sem kom út árið 1997. Þá var hún
fyrst kvenna til þess að sigra í
Rímnaflæði-keppninni árið 2001.
Í dag leggur Freydís stund á
kennaranám ásamt því að sinna
eigin listsköpun. „Ég er í kenn-
aranámi við menntavísindasvið
Háskóla Íslands og legg áherslu á
list- og verkgreinar, það snýr að
áhugasviði mínu og ég hlakka til
að takast á við það verðuga verk-
efni að virkja skapandi eiginleika
ungs fólks.“
Nærandi að vinna með leir
Eitt af því sem Freydís hefur unnið
mikið með undanfarin ár er leir.
„Ég var áður í Myndlistaskólanum
í Reykjavík á keramikbraut sem er
tveggja ára nám. Það nám nærði
mig mikið og að vinna með leir er
mjög skemmtilegt og spennandi,“
skýrir hún frá.
„Ég vinn í Verkfæralagernum á
Smáratorgi með skólanum sem er
skemmtilegt starf, er þar að mestu
í myndlistardeildinni sem er bæði
skemmtilegt og heill heimur af
myndlistarvörum fyrir unga sem
aldna. Er einnig mjög mikill raðari
í eðli mínu svo þetta starf gefur
mér heilan helling, finnst fátt
skemmtilegra en að raða og stilla
upp hlutum,“ segir Freydís.
„Svo í frítíma mínum er ég að
fást við mín eigin verkefni og búa
til alls konar, en mest myndlist og
tónlist. Var að klára fjögurra vikna
gjörninganámskeið í Listaháskóla
Íslands sem var hreinsandi fyrir
sál og líkama. Mér finnst gaman að
fara á söfn og sjá listasýningar, er
nýbúin að fjárfesta í Menningar-
korti Reykjavíkur sem er snilld því
þá get ég farið oftar en einu sinni á
hverja sýningu.“
Gaman að finna gullmola
Freydís svarar játandi þegar hún
er spurð að því hvort hún hafi
áhuga á tísku. „Já, ég hef áhuga
á tísku en finnst ég ekki fylgja
tískustraumum, vel frekar flíkur
með sniðum og litum sem mér
finnast skemmtileg. Gaman að
blanda saman nýju og gömlu,
endurnýting er líka eitt af því sem
skiptir mig máli og mér finnst
gaman að finna gamla gullmola,
ég gleðst meira ef ég finn flík sem
ég veit að einhver annar hefur átt
frekar en að kaupa mér nýja flík,
það er líka spennandi að hugsa um
söguna, hvar hefur hún verið og
hver átti hana.“
Þá er hún spurð hvort hún hafi
haft skoðanir á fatavali þegar hún
var barn. „Já, ég held það, mamma
saumaði oft föt á mig sem barn og
fannst mér gaman að fylgjast með
henni sauma og beið spennt eftir
nýrri f lík við eldhúsborðið heima.
Yfirleitt fórum við saman að velja
efni í Vogue sem var í Skeifunni.
Við fengum líka Hennes og
Maurits-bæklinginn sendan heim
og það var alltaf jafn skemmtilegt
að skoða hann, þetta var þykkur
og veglegur bæklingur og ég
Audrey Hepburn á sérstakan stað í
hjarta Freydísar. MYND/GETTY
Freydís í litríkum blómamynstruðum kjól og gallajakkaskyrtu.
Freydís kann vel við sig innan um myndlistarvörur og hillur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALL
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Freydís hefur
fengist við list-
sköpun af öllu
tagi frá því að
hún var barn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Er einnig mjög
mikill raðari í eðli
mínu svo þetta starf
gefur mér heilan helling,
finnst fátt skemmtilegra
en að raða og stilla upp
hlutum.
Framhald af forsíðu ➛
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN
fékk alltaf að velja mér eina flík í
hverjum bæklingi.“
Þegar Freydís er beðin um að
lýsa stíl sínum rifjar hún upp eftir-
minnileg orð úr fyrirlestri sem hún
sat í fyrra. „Ég fór á mjög áhuga-
verðan fyrirlestur seinasta haust í
Kennaraháskólanum þar sem Ásdís
Jóelsdóttir, lektor í textílmennt
á menntavísindasviði HÍ, talaði
um endurnýtingu í textílkennslu,
hún talaði einnig um að stíll hvers
og eins sé framlenging á persónu-
leikanum. Það er kannski þannig
sem ég hugsa stílinn minn, ákveðið
tjáningarform og endurspeglun á
mínum persónuleika og hvernig
mér líður, ég vel svört föt ef mér
finnst ég vera orkulaus og klæðist
litríkum fötum ef ég er glöð.“
Hver er uppáhaldsf líkin?
„Kjóll sem ég keypti í Extralopp-
unni, hann er seventís-stíl, litríkur
og með blómamunstri.“
Hvaðan færðu innblástur?
„Náttúran gefur mér mikinn
innblástur, einnig fæ ég alltaf inn-
blásturs-boozt við að fara í leik-
hús, tónleika og listasöfn. Finnst
líka gaman að öllum smáatriðum í
daglegu amstri, þau gefa mér inn-
blástur.“
Áttu þér einhverja/r tískufyrir-
mynd/ir?
„Audrey Hepburn er kannski
aðaltískufyrirmyndin mín, var
nýlega að horfa aftur á Breakfast
at Tiffany’s þar sem allt sem hún
klæðist fer henni vel.“
Eyðirðu miklu í föt?
„Ég myndi ekki segja það, ef ég
kaupi mér nýja flík þá er hún á
útsölu, annars reyni ég að versla
mest í þeim búðum sem selja
notuð föt.“
Hvaða f lík keyptir þú síðast ?
„Seinast keypti ég mér grímu
ef það gæti kallast f lík, saumaða
af Ingu Höskuldsdóttur. Hún er
að endurnýta efni í grímur sem
er náttúrulega snilld. Keypti tvær
grímur, eina með risaeðlumunstri
og eina með abstrakt munstri.
Gríman er tveggja laga og nýtist
mér í bæði lengri strætóferðir og í
vinnunni.“
Notar þú fylgihluti og skart?
„Hef aldrei verið mikið fyrir
fylgihluti en ef ég nota fylgihluti þá
er það eitthvað sem ég hef búið til
sjálf, hef verið að gera eyrnalokka
fyrir sjálfa mig með myndum sem
ég teikna.“
Hvar kaupir þú helst föt?
„Ef ég kaupi föt þá fer ég oft í
Extraloppuna í Smáralind, annars
er ég mjög hrifin af Monki og finn
alltaf eitthvað þar á útsöluslánni.“
Hvað er fram undan í haust?
„Skólinn tekur við í þarnæstu
viku svo ég er að undirbúa mig
fyrir það, það eru meðal annars
tveir áhugaverðir áfangar sem ég
tek í haust sem eru Heimspeki og
hugmyndasaga menntunar og
Íslensk listasaga, söfn og menntun,
hlakka mikið til þess. Annars
verð ég að sinna sjálfri mér og
minni listsköpun, vonandi fæðast
einhverjar nýjar og skemmtilegar
hugmyndir.“
Hægt er að fylgjast með Freydísi
á Instagram undir: fatafey
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R