Fréttablaðið - 20.08.2020, Side 20

Fréttablaðið - 20.08.2020, Side 20
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Flýttu fyrir endurheimt! Michelle Obama vakti mikla athygli með ræðu sinni á mánudag, á fyrsta degi f lokksþings Demókrata­ f lokksins. Skilaboð hennar voru skýr, hún sagði Donald Trump Bandaríkjaforseta ekki vera starfi sínu vaxinn og hvatti fólk til að gera allt sem í þess valdi stæði til að taka þátt í forsetakosning­ unum og bað kjósendur um að sýna sama eldmóð og þegar þeir kusu eiginmann hennar tvisvar. En hálsmenið sem Obama var með, sem undirstrikaði skilaboð hennar með því að stafa orðið „kjósið“ (e. vote) vakti einnig mikla athygli. Hálsmenið er frá vörumerkinu ByChari, sem starfar í Los Angeles og er í eigu Chari Cuthbert, bandarískrar konu af afrískum uppruna. Eyrnalokkar Obama komu einnig frá sama fyrirtæki. Obama hefur áður kosið að nota frekar vörur frá litlum fyrir­ tækjum sem eru í eigu fólks sem tilheyrir minnihlutahópum í stað þess að nota vörur frá stóru tísku­ merkjunum. Mikil viðbrögð við hálsmeni Obama Hálsmenið sem Michelle Obama skartaði í ræðu sinni á flokksþingi Demókrataflokksins vakti mikla athygli. Það sló í gegn á internetinu og líf hönnuðarins hefur breyst á nokkrum dögum. Skjáskot frá ræðu Mich­ elle Obama á flokksþingi Demókrata­ flokksins í Bandaríkjunum, þar sem hún var með hálsmenið frá ByChari. Þingið fór að mestu fram í gegnum fjar­ fundarbúnað vegna farald­ ursins og því var ræða Obama tekin upp fyrir fram. MYND/GETTY Cuthbert sagði að hún hefði aldrei getað ímyndað sér að eitthvað sem hún hefði svo mikla ástríðu fyrir myndi hafa svo mikla þýðingu fyrir svona marga og að hún væri afskaplega heiðruð og auðmjúk. MYND/BYCHARI.COM Það fór strax mikill fjöldi fólks að leita að hálsmeninu á internetinu og pöntunum tók að rigna yfir ByChari. Eigandi vöru­ merkisins segir að draumar hennar séu nú að rætast. MYND/BYCHARI. COM Hálsmenið sló strax í gegn á Int­ ernetinu. Gríðarlegur fjöldi fólks í Bandaríkjunum fór að leita að því, samkvæmt tölum frá Google, og fyrirspurnum um hvernig er hægt að fá sams konar hálsmen rigndi yfir ByChari. Vissi bara að hún vildi hálsmenið Cuthbert er sjálf lærður lista­ maður og hún stofnaði fyrirtækið ByChari árið 2012, en þar starfa fimm konur. Hún sagði að hún hefði búið til sams konar hálsmen fyrir síðustu kosningar og að hún hefði verið viss um að hún ætlaði að gera það aftur. Í tísti á mánudagskvöld sagði hún að hún hefði aldrei getað ímyndað sér að eitthvað sem hún hefði svo mikla ástríðu fyrir myndi hafa svo mikla þýðingu fyrir svona marga og bætti við að hún væri afskaplega heiðruð og auðmjúk fyrir að Obama skyldi nota hálsmenið hennar. Í samtali við The Daily Beast sagði hún frá því að stílisti Obama hefði hringt í hana fyrir nokkrum vikum til að panta hálsmenið og það hefði glatt hana mikið. Hún segir að það hafi verið heiður. „En við höfðum ekki hugmynd um hvar hún myndi vera með það. Við vissum bara að hún vildi það,“ sagði hún. Breytti lífi hönnuðarins Ákvörðun Obama um að vera með hálsmenið þegar hún f lutti þessa ræðu hefur þegar breytt lífi Cuth bert. Strax eftir ræðuna byrjaði pöntunum að rigna yfir ByChari. „Það var óraunverulegt. Ég sat við skrif borðið mitt og grét. Mich­ elle Obama! Talandi um hinn fullkomna matargest, hún væri það fyrir mig. Og að sjá hana með hálsmenið mitt, það er klikkað,“ sagði Cuthbert. „Fjármálagaurinn minn var að senda mér textaskilaboð með glás af upphrópunarmerkjum, þannig að ég geri ráð fyrir að það sé gott. Hann sagði að hann samgleddist mér innilega, þar sem þetta væri einmitt það sem ég hef verið að vinna að.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.