Fréttablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 22
Stelpur vilja klæða
sig eins og Charli
D’Amelio og vinkonur
hennar á TikTok: í þægi-
legum fatnaði sem er
auðvelt að hreyfa sig í,
leika og dansa.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig til að sjá hvaða áhrif vinsælustu unglings-
stúlkurnar á TikTok hafa á klæða-
burð stúlkna í dag. Þær ganga um í
íþróttafatnaði, jafnt þröngum sem
víðum, oftar en ekki látlausum
síðbuxum, síðum hettupeysum og
háskólabolum, eða þá í toppi eða
stuttum magabol við.
TikTok er urmull af tískuvitum
sem kunna sitt fag, án þess þó að
tefla fram hátísku eða of miklum
glamúr. Vinsælasta stelpan á Tik-
Tok er án efa bandaríski dansarinn
Charli D’Amelio sem hefur áhrif
á tískuheiminn í sívaxandi mæli.
Charli er aðeins sextán ára og með
80 milljónir fylgjenda um allan
heim og vex fjöldi þeirra hratt.
Hún er með eindæmum bros-
mild og spreðar gleði og gæsku í
myndböndum þar sem hún tekur
dansspor sem nú tröllríða heims-
byggðinni, og einstaka sinnum
má sjá eldri systur hennar Dixie
(með 35 milljónir fylgjenda), eða
þá mömmu hennar og pabba, taka
sporið með henni í bakgrunni.
Foreldrar Charli viðurkenna að
hafa í fyrstu haft efasemdir um
framgang dóttur sinnar á TikTok
og spurt hvers vegna í ósköpunum
hún væri að taka upp myndbönd
í herberginu sínu með óumbúið
rúmið í bakgrunni og óhrein föt á
gólfinu. Spiluðu þar inn í áhyggjur
af almenningsálitinu þegar kæmi
að uppeldinu heima fyrir, að
kenna stelpunni ekki að búa um
sig á morgnana og taka til í her-
berginu. Þau áttuðu sig svo fljót-
lega á að áhorfendur heilluðust af
því hversu Charli væri ósvikin og
tilgerðarlaus. Hún var líka fljót að
sýna sitt hreina hjarta og hefur lagt
Unglingsstjörnur leggja tískulínurnar
Samfélagsmiðillinn TikTok hefur ekki síður áhrif þegar kemur að tískustraumum en tískuhús
heimsins. Vinsælasti áhrifavaldurinn er aðeins sextán ára og með yfir 80 milljónir fylgjenda.
Addison Rae og systurnar Dixie og Charli D’Amelio eru meðal langvinsælustu áhrifavalda heims. MYNDIR/GETTY
D’Amelio-fjölskyldan er öll orðin fræg og birtist senn í raunveruleikaþætti
um heimilislífið. Frá vinsti: Charli og Dixie og foreldrarnir Heidi og Marc.
Charli er góð fyrirmynd með grímu.
Avani Gregg þykir afar svöl og fín.
Addison Rae í stíl við COVID-tíma.
lóð á vogarskálarnar gegn einelti,
loftslagsvá og kynþáttafordómum.
Áhrif Charli á klæðaburð ungra
stelpna og kvenna eru ótvíræð
og þær vilja klæðast frjálslegum
fötum eins og Charli, systir hennar
og vinkonur gera þegar þær
dansa með þokka og tilþrifum, í
galla- eða joggingbuxum, bolum,
toppum og hettupeysum úr bóm-
ull: þægilegum fatnaði sem er auð-
velt að hreyfa sig í, sparka, snúast
og rúlla sér, á meðan dansað er og
leikið sér. Meðal góðra vinkvenna
Charli, og sem eru sömuleiðis
stórir áhrifavaldar á tísku ung-
menna og hafa milljónir fylgjenda
á bak við sig, eru skvísurnar Add-
ison Rae og Avani Gregg.
Í vetur sem leið var Charli boðið
að sitja á fremsta bekk á tískusýn-
ingu Prada fyrir haust- og vetrar-
tískuna í vetur og hefur hún átt í
samstarfi við Vanity Fair og CNN
Style á YouTube. Þá hefur hún birst
í spjallþáttum og auglýsingum,
meðal annars fyrir Super Bowl,
og ljær teiknimyndapersónunni
Tinker rödd sína í kvikmyndunum
StarDog og TurboCat. Á teikni-
borðinu eru raunveruleikaþættir
með D’Amelio-fjölskyldunni.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R