Fréttablaðið - 20.08.2020, Page 29

Fréttablaðið - 20.08.2020, Page 29
BÍLAMERKINGAR Vel merktur bíll er ódýrasta auglýsingin Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is BÍLAR Smájepplingurinn Suzuki Ignis hefur fengið andlitslyftingu ásamt meiri tæknibúnaði og nýrri tvinn­ útfærslu. Búið er að breyta grilli og einnig stuðurum og undirplötu bílsins. Komið er nýtt, stafrænt mælaborð með sjö tommu upp­ lýsingaskjá. Bensínvélin er sama 1,2 lítra vél og áður en hún hefur fengið nýja innspýtingu, ventla­ stýringu, olíudælu og kælingu. Tvinnútgáfa er staðalbúnaður og er rafhlaðan stærri en áður. Hægt verður að fá bílinn núna með CVT­sjálfskiptingu. Betri búnaður verður í boði og fær SZ5­útgáfan leiðsögukerfi, lyklalaust aðgengi, veglínuskynjara og neyðarhemlun svo eitthvað sé nefnt. Suzuki Ignis fær andlitslyftingu Að framan eru komnir nýir stuðarar og framtannagrill. Fyrsti raf bíll Skoda er Enyaq iV sem verður frumsýndur á næst- unni, á undan VW ID.4. Það styttist í frumsýningu nýs raf bíls Skoda, en hann hefur fengið nafnið Enyaq iV. Bíllinn verður frumsýndur 1. septem­ ber næstkomandi, en hann er systurbíll Volkswagen ID.4. Við höfum nýlega séð njósnamyndir af bílnum án dulargervis og mynd­ irnar hér sýna bílinn með ýktum línum og stærri felgum en í boði verða. Greinilegt er að Vision iV er grunnurinn að hönnun þessa nýja bíls. Bíllinn verður ekki með kúpu­ lagi eins og hugmyndabíllinn, en slík útgáfa er þó á teikniborðinu. Afturendi bílsins minnir sterklega á nýjan Octavia með afturljósum sínum. Það sama má segja um inn­ réttinguna sem er lík þeirri sem er í nýjum Octavia. Fyrir miðju er stór 13 tommu upplýsinga­ skjár og fyrir neðan píanótakkar svipaðir og í Peugeot­bílunum. Meira verður af endurunnum efnum í innréttingu Enyaq en áður hefur sést hjá Skoda. Sætin verða úr endurunnum plastflöskum og litur á leðri verður gerður með efnum unnum úr ólífutrjám. Bíll­ inn verður rúmgóður eins og aðrir bílar Skoda og farangursrýmið verður 585 lítrar. Enyaq verður í boði með fjór­ hjóladrifi eða afturdrifi og verða þrjár rafhlöður með fimm aflút­ færslum í boði. Grunnútfærslan iV 50 verður með 55 kWst rafhlöðu og afturhjóladrifi og skilar 146 hestöflum. Sú útfærsla verður með um 340 km drægi. Næsta útgáfa verður einnig afturhjóla­ drifin með 62 kWst rafhlöðu og 177 hestöfl. Drægi hennar verður ívið meira eða 390 km. Stærsta rafhlaðan verður 82 kWst og þá einnig með fjórhjóladrifi. Drægi hennar verður allt að 500 km. Bíllinn kemur í sölu á næsta ári en ekkert er vitað um mögulegan komutíma hans hingað til lands enn þá. Skoda sýnir hönnun Enyaq iV Fyrir miðju verður stór 13 tommu upplýsingaskjár líkt og í nýjum Octavia og hnappaborð þar fyrir neðan. Hinn nýi Enyaq verður með ákveðnari framenda en aðrir Skoda-bílar, og munar þar mest um hærra grill og upphækkað húddið ásamt þynnri aðalljósum. Þriðja kynslóð Nissan Qashqai er væntanleg á markað í lok árs og nýlega náðust njósnamyndir af bílnum við prófanir. Þrátt fyrir að bíllinn sé með mikið dulargervi á myndunum gefa þær bestu mynd hingað til af því hvernig bíllinn muni líta út. Greinilegt er að framljósin verða þynnri eins og hönnunarlína Nissan er að undanförnu. Grillið verður stærra en áður og hann fær sportlegri þaklínu. Nýr Qashqai kemur á CMF undirvagninum, sem þýðir að það verða tvinnút­ gáfur í boði. Líklegast verða tvær gerðir tvinnbíla í boði, annars vegar tengiltvinnútgáfa og hins vegar útgáfa með bensínvél sem hleður rafhlöðu sem drífur áfram rafmótor. Sú útgáfa nær aðeins um 140 km hraða og virkar best á hraða íslensks þjóðvegakerfis, eða á um 90 km hraða á klst. Nissan er líklegt til að hætta að bjóða upp á dísilvélar í jepplingalínu sinni, til að minnka mengunarsektir merkisins. Ekki er von á rafmagn­ aðri útgáfu en þess í stað kemur nýr bíll, Nissan Ariya á CMF­EV undirvagninum sem hannaður er í samstarfi við Renault. Njósnamyndir af nýjum Nissan Qashqai Það er sportlegra yfirbragð á þriðju kynslóð Qashqai sem kemur á CMF undirvagninum og líkast til með tvær gerðir tvinnbúnaðar. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Stjórnbúnaður fyrir rúðuþurrkur í Model 3 er gegnum snertiskjá bílsins, en sá búnaður hefur nú verið bannaður í Þýskalandi. Þar lenti bílstjóri í árekstri á meðan hann var að stilla rúðuþurrkurnar á ferð. Bílstjórinn fékk sekt sem hann var ósáttur við og fór með fyrir dómstóla, sem nýlega dæmdi búnaðinn ólöglegan. Fellur það undir þá skilgreiningu að ekki megi nota snertiskjá í akstri, en Tesla til varnar er rétt að nefna að á stefnuljósarofa bílsins er hnappur sem þurrkar einu sinni af rúðunni og kveikir á stjórnbúnaðinum á skjánum um leið. Þetta er ekki fyrsta málið sem fellur Tesla­bílum í óhag í Þýskalandi að undanförnu. Í júlí var Autopilot búnaður Tesla dæmdur misvísandi af þýskum dómstólum. Tesla fær bann vegna rúðuþurrka  Erfitt er að nota snertiskjá í akstri að mati þýskra dómstóla. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.