Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 34
Skiptibókamarkaðir A4 eru í Skeifunni, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Við tökum á móti skiptibókum í öllum verslunum okkar. Skiptibækur úrvalið er hjá okkur Opið til miðnættis í A4 Skeifunni til & með 20. ágúst Hv ít ar k lassískar skyrtur eru núna einstaklega vin-sælar. Það er auðvelt að klæða þær upp og niður. Ef maður bætir við áberandi og fallegu hálsmeni eða eyrnalokk- um eru þær fullkomnar í kokteil- boð eða við önnur fínni tilefni. Svo eru þær alltaf f lottar hversdags, heima við eða í vinnuna. Það er líka f lott að finna skyrtur sem eru örlítið öðruvísi, leika sér með sniðið eða setja belti um mitt- ið til að breyta forminu. Það kemur alltaf vel út að vera með áberandi fylgihluti við skyrtur og galla- buxur. steingerdur@frettabladid.is Hvítar skyrtur eru aðalmálið Nú eru hvítar skyrtur einstaklega vinsælar, hvort sem það er við gallabuxur eða pils. Síðar og látlausar ermar eru mjög áberandi. Skyrtur í yfirstærð eru mjög vinsælar núna. Þær gefa látlaust yfirbragð. Síðar ermar sem ná fram á höndina eru áberandi um þessar mundir. Það er mjög flott að gyrða aðeins hluta skyrtunnar í buxur eða pils. Flott dæmi um „french tuck“, þar sem skyrtan er bara gyrt að framan, línurnar sjást en samt er þetta látlaust. Það getur komið vel út að binda saman faldinn á skyrtunni. Olivia Palermo í fallegri smók- ingskyrtu við leðurbuxur. Það er sniðugt að prufa belti við skyrtu til að leika sér með formið. Hvít skyrta við klassískar gallabuxur er eitt- hvað sem getur ekki klikkað. MYNDIR/GETTY 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.