Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 4
1 „Ég er á kúpunni, eiginlega bara í mínus” sagði Rúrik – „Mér líður
hræðilega” Knattspyrnumaðurinn
Rúrik Gíslason gerði símaat í útvarps-
þætti þar sem hann laug að mági
sínum að hann væri blankur.
2 Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við
munum minnast hans um ókomna
tíð” Fyrrverandi leikmaður og þjálfari
Selfoss í knattspyrnu er látinn.
3 Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð –
„Þú mátt ekki segja þeim frá þessu”
Samherji birti í vikunni myndband á
YouTube þar sem vegið var að heil-
indum RÚV og Helga Seljan vegna
umfjöllunar um Seðlabankamálið.
4 Ný banvæn veira herjar á Kína Bunya-veiran svonefnda berst
nú manna á milli í Kína.
5 Einn virtasti fjölmiðill heims fjallar um íslenska fasteign –
Metin á 108 milljónir The New York
Times fjallaði um sumarhús við Illagil
sem er til sölu á Íslandi.
6 Vikan á Instagram: „RIP sumar 2020” Vikan á Instagram er
fastur liður á mánudögum hjá DV.
7 Hjólar í Kára Stefánsson: „Núna sitjum við uppi með afleiðing-
arnar af þessum skapsveiflum for-
stjórans” Ólafur Haukur almanna-
tengill kenndi Kára Stefánssyni um
endurkomu kórónaveirunnar.
8 Play ræður inn kanónu úr flugbransanum Sandra Ósk
Sigurðardóttir, fyrrverandi vefstjóri
WOW air, hefur verið ráðin til flug-
félagsins Play.
9 Knattspyrnumaður í vand-ræðum – Myndband opinberar
kynlífspartý Adalberto Penaranda
er í vandræðum eftir að myndband af
honum í kynlífspartíi komst á netið.
10 Sakar leigusala um að henda eigum sínum út úr íbúð á
Njálsgötu – „Mér hefur aldrei verið
ógnað eins mikið” Leigusali henti út
búslóð leigjenda sinna.
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Tilslakanir á takmörkunum
Svo virðist sem tökum hafi verið náð á hinni svokölluðu seinni
bylgju COVID-19 hér á landi. Tilslakanir hafa verið boðaðar á
takmörkunum settum í kjölfar þeirra. Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir sagði í vikunni að hann myndi frekar vilja hafa
fastar takmarkanir sem fyrirtæki og fólk í landinu gætu vanið
sig við og aðlagast, en að vera að sveifla á milli tilslakana og
takmarkana.
Fótboltinn aftur af stað
Fótboltaunnendur landsins glöddust yfir fréttum af því að fót-
boltinn yrði aftur leyfður. Samkvæmt nýjum reglum um tak-
markanir sem taka gildi á morgun verða snertiíþróttir heimil-
aðar að nýju. Á boltinn að fara að rúlla á ný í dag, föstudag.
Enn gildir tveggja metra reglan um áhorfendur og má því
búast við að fáir verði á vellinum fyrst um sinn, ef einhverjir.
Órakið hópsmit
DV sagði frá því í vikunni
að smitrakningarteymi al-
mannavarna ynni hörðum
höndum að því að rekja
hópsmit. Að minnsta kosti
32 smit má rekja til sama
afbrigðis veirunnar sem
líklegt er að hafi komið til
landsins frá Austur-Evr-
ópu. Hundruð voru send
í sóttkví í vikunni, þar á
meðal á fjórða tug starfs-
manna Torgs, sem gefur
meðal annars út DV.
Helgi Seljan og Samherji
Samherjamálið vaknaði upp
af værum blundi í vikunni
þegar útgerðarfélagið birti
myndskeið á netinu þar sem
Helgi Seljan og RÚV voru
ásökuð um að ljúga um til-
vist skýrslu um sölu karfa á
undirverði til erlendra dóttur-
félaga. Samherji sagði skýrsl-
una aldrei hafa verið til.
Síðar í vikunni kom þó í ljós
að skýrslan var vissulega til,
í formi Excelskjals þó. Sam-
herji hefur boðað fleiri þætti.
Landsréttur snýr við frávísun héraðsdóms
Landsréttur ógilti úrskurð Héraðsdóms um að vísa frá dómi
ákæru vegna alvarlegs kynferðisbrots Gylfa Jóns Gylfasonar
sálfræðings gegn unglingi sem var í sálfræðitímum hjá hon-
um. Verður málið því tekið upp að nýju í Héraðsdómi Reykja-
ness í haust. Brotin áttu sér stað í Holtaskóla í Reykjanesbæ,
þar sem drengurinn var sendur til Gylfa í sálfræðimeðferð
árið 2014.
Menningarnótt blásin af
Menningarnótt Reykjavíkur var blásin af í vikunni með öllu.
Áður hafði verið tilkynnt að Menningarnótt yrði að „Menn-
ingarnótt, eftir nótt eftir nótt“, og átti að standa í tíu daga til
þess að dreifa álaginu af einum degi og koma í veg fyrir að
fleiri en 1.000 kæmu saman á sama stað. Eftir að hámarks-
fjöldi var færður úr 1.000 niður í 100 og tveggja metra reglan
tekin upp að nýju var hátíðin blásin af. Er þetta í fyrsta sinn
frá því 1996 sem Menningarnótt fer ekki fram. Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri sagði neyðarstjórn borgarinnar einhuga
í þeirri ákvörðun.
G
Ö
N G U K ORT
H
I K I N G M
A
P
GÖNGUM INN Í SUMARIÐ
Göngusérkortin með grænu
röndinni sýna leiðir sem síminn
þinn veit ekki einu sinni um og
koma þér örugglega á áfangastað
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16
4 FRÉTTIR 14. ÁGÚST 2020 DV