Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 14. ÁGÚST 2020 DV
metnað í starfi sínu hjá Wurth
eða í skóla. Grínþátturinn 70
mínútur var á þessum tíma
vinsælasta sjónvarpsefni
landsins, stýrt af tvíeykinu
Simma og Jóa, Sigmari Vil-
hjálmssyni og Jóhannesi
Ábjörnssyni. Þarna fann ungi
sveitastrákurinn metnað sem
kom sterkt fram í þrautseigju
hans við að koma sér inn hjá
þeim félögum. Hann ætlaði að
verða sjónvarpsmaður. Annað
kom ekki til greina.
„Simmi Vill ákvað að gefa
mér séns. Ég var búinn að
suða í honum um að fá að taka
eina falda myndavél. Ég hitti
hann fyrst á djamminu og var
að reyna að selja honum hvort
ég mætti koma og reyna fyrir
mér. Hann var svo kurteis að
hann sagði bara jájá og svo
fékk ég númerið hjá honum.
Ég mætti bara upp eftir. Hann
ákvað að gefa mér séns fyrir
rest. Það var fallegt af hon-
um,“ segir Auddi en á þessum
tíma voru Simmi og Jói sjálfir
orðnir of þekktir til þess að
leika í földu myndavélinni
sem var vinsælasti liðurinn í
þættinum.
„Ég vann frítt í fjóra mánuði
við að sanna mig. Ég mætti
þrisvar sinnum í viku í Wurth
klukkan sex á morgnana og
vann til þrjú. Þá fór ég í tökur
með 70 mínútum.“
Þarna var enginn skortur á
dugnaði, orku og hugmyndum.
Auddi segir lykilatriði fyrir þá
sem vilja starfa í sjónvarpi að
móta sínar eigin hugmyndir
og að þrautseigjan skili sér.
„Stundum kemur fólk til
mín og spyr hvað það ætti
að gera í fjölmiðlum. Það er
ekki mitt að segja þér hvað þú
átt að gera, heldur átt þú að
koma með hugmyndir. Þegar
ég var að koma mér að mætti
ég með fullt af hugmyndum
að földu myndavélinni sem
ég var búinn að skrifa niður.
Ég mætti ekki bara og sagði:
„Má ég vera með?“ Það sem
mér finnst samt leiðinlegast
er þegar ungt fólk spyr hversu
vel þetta sé borgað. Þú getur
ekki byrjað á því að hugsa um
það. Það þarf að byrja á því að
vinna sig upp í að fara á laun
og svo í að þetta verði ágætis
laun.“
Enginn á Íslandi það frægur
Auddi átti það til að stuða
marga. Hann er skapstór,
athyglissýkin átti um tíma
stærri hluta af honum en
honum þykir í dag fallegt og
hann hefði jafnvel flokkast
sem frekja. Það er þó líklega
sú frekja sem náði allan hring-
inn yfir í þrautseigju sem kom
Audda á þann stað sem hann
er á í dag.
„Þegar ég var að byrja þá
dýrkaði ég að fá spurninguna:
„Ert þú ekki gaurinn í földu
myndavélinni?“ Þetta kom í
svona bylgjum. Fyrst fannst
mér þetta alveg geggjað og
ég vonaðist til að fólk þekkti
mig. Svo kom stutt tímabil þar
sem mér fannst ég voða spaði
en það entist stutt sem betur
fer. Almennt er það bara hrós
ef fólk vill tala við þig.“
Auddi segir frægð á Íslandi
ekki vera hamlandi. „Ég hef Auðunn Blöndal er einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins og hefur starfað í sjónvarpi í 20 ár. MYND/VALLI