Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Qupperneq 16
16 EYJAN 14. ÁGÚST 2020 DV
MEIRI HAGSMUNIR FYRIR MINNI
Mikið mæðir nú á ríkisstjórninni en þeir eru ýmsir sem telja nýja bylgju kórónaveir-
unnar einkum stafa af alls ótímabærri tilslökun ríkisins á íslensku landamærunum.
Sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórnarinnar voru í brennidepli þessa vikuna.
Ríkisstjórnin hefur hingað til
vísað til þess að ákvarðanirnar
séu teknar að tillögum sér
fræðinga í sóttvörnum og vakti
það því athygli þegar land
læknir, Alma Möller, greindi
frá því að það hefði verið að
frumkvæði ríkisstjórnarinnar
sem slakað var á sóttvörnum
við landamæri Íslands. DV tók
saman það sem bar hæst í um
ræðunni í vikunni varðandi
aðgerðir ríkisstjórnarinnar við
landamæri landsins. Var meiri
hagsmunum lýðsins fórnað
fyrir minni hagsmuni ferða
þjónustunnar og er raunhæft
að loka landamærum Íslands?
Efnahagur eða lýðheilsa
„Við vorum komin á góðan
stað, við vorum búin að hreinsa
landið að nokkru leyti af veir
unni,“ sagði Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagrein
ingar, í þættinum Sprengi
sandi á sunnudag. Kári telur
skynsamlegustu leiðina gegn
kórónaveirunni vera að loka
landamærum Íslands. Margir
hafa í vikunni tekið undir með
Kára og krefjast þess að stjórn
völd forgangsraði heilsu þjóð
arinnar ofar en efnahagslegum
ábata af opnum landamærum
og ferðaþjónustu.
Ríkisstjórnin hefur tekið til
varna í umræðunni og minnt
á að landamæri Íslands hafi
aldrei verið lokuð þó að ferða
takmörkunum hafi verið beitt.
Það hafi snemma í faraldrinum
komið á daginn að smit frá
ferðamönnum væri lítið sem
ekkert og það skipti sköpum
að koma efnahagslífi Íslands
aftur í gang.
Áslaug Arna Sigurbjörns
dóttir dómsmálaráðherra
skrifaði grein í Morgunblaðið
þar sem hún benti á að ríkis
sjóður væri ekki sjálfbær í dag
og því riði á að koma hjólum
hagkerfisins í gang að nýju.
„Við vissum að önnur bylgja
veirunnar myndi koma og svo
kölluð opnun landsins (land
sem var aldrei lokað) er ekki
ástæða þess.“
Þeim rökum hafnar þó Gylfi
Zoëga hagfræðiprófessor: „Það
er ekki rétt að það hafi verið
nauðsynlegt fyrir efnahags
lífið að opna fyrir flæði ferða
manna,“ skrifaði hann í grein
sem birtist í Vísbendingu –
vikuriti um viðskipti og efna
hagsmál, í vikunni. Þar sagði
hann stjórnvöld hafa gert mis
tök með opnun landamæranna.
Ákvörðunin hafi ekki verið
gerð að nægilega athuguðu
máli og með henni hafi miklum
almannagæðum verið stefnt í
hættu. Rök ríkisstjórnarinnar
kallaði hann rökleysur og lík
lega hefði þrýstingur frá ferða
þjónustunni spilað þar veiga
mikinn þátt.
Óvissan þungbær
Stjórnarandstaðan hefur sömu
leiðis gagnrýnt stjórnvöld fyrir
að láta undan þrýstingi hags
munaaðila innan ferðaþjón
ustunnar og sé það jafnframt
ámælisvert að þjóðinni sé hald
ið mánuðum saman í óvissu um
framtíðina. DV hafði samband
við Loga Einarsson, formann
Samfylkingarinnar, og spurði
hvort ríkisstjórnin væri að
fórna meiri hagsmunum fyrir
minni og jafnframt hvort loka
ætti landamærum Íslands.
„Ég ætla ekki að fyllyrða
það en það er þó ljóst að
ríkisstjórnin byggði ákvörðun
sína ekki á nægilega vand
aðri hagsmunagreiningu
og það er gagnrýnivert.
Ákvörðunin virðist hafa byggt
á takmörkuðum greiningum
út frá áhrifum á ferðaþjónust
una. En ný smit, sem kunna
að fylgja afléttingu ferða
takmarkana, hafa auðvitað
veruleg áhrif á nær alla aðra
atvinnustarfsemi í landinu og
daglegt líf fólks.“
Logi segir það eðlilegt að
fólk sé að velta stöðunni fyrir
sér og hver ávinningurinn af
afléttingu ferðatakmarkana
sé. Eins hafi ríkisstjórnin vitað
það fyrir fram að tilslökun á
landamærunum gæti hleypt
af stað annarri bylgju kóróna
veirunnar.
„Raunar gaf skýrsla stýri
hóps um afléttingu ferðatak
markana sjálf nægt tilefni til
að horft hefði verið breiðara
yfir sviðið en þar segir: „Um
leið er mikilvægt að hafa í
huga að ef of geyst er farið
getur komið dýrkeypt bakslag
í baráttuna gegn veirunni hér
innan lands og þá er betur
heima setið en af stað er far
ið.““
Varðandi hvort loka eigi
landamærunum segir Logi að
um erfiða ákvörðun sé að ræða
og huga þurfi vel að ólíkum
ósamræmanlegum hags
munum. Megi þar ekki aðeins
horfa til hagsmuna ferðaþjón
ustunnar.
„Sóttvarnalæknir telur
öruggast að herða ferðatak
markanir með þeim hætti að
allir sem hingað koma fari í
sóttkví og tvær skimanir út
frá sóttvarnalegum sjónar
miðum – en hvaða leið sem
farin verður er sú ákvörðun
afdrifarík og þarf að byggja á
heildrænu mati á hagrænum
áhrifum, ekki aðeins á ein
stakar mikilvægar atvinnu
greinar. Við þurfum að huga
sérstaklega að áhrifum á líf
fólks; álagi á heilbrigðiskerfið,
efnahag heimila, möguleikum
aldraðra og sjúkra til að hitta
ástvini sína og barna og ungs
fólks til að sækja skóla með
eðlilegum hætti. Við þurfum
að taka ákvörðun út frá þess
ari heildarmynd.“
Tækifærissinnar
Katrín Jakobsdóttir for
sætisráðherra skrifar gagn
rýni stjórnarandstöðunnar
á tækifærismennsku. „Ég
furða mig satt best að segja
á því ef stjórnmálamenn ætla
að notfæra sér faraldurinn
og sóttvarnaaðgerðir okkar
til póli tískrar tækifæris
mennsku,“ sagði hún í samtali
við Morgunblaðið. Að hennar
mati er það tvennt sem skiptir
máli í þessari fordæmalausu
stöðu. Heilbrigðis og sótt
varnasjónarmið annars vegar
og svo að halda samfélaginu
sjálfu gangandi. „Hluti af því
er að greiða fyrir samgöngum
í frjálsu samfélagi.“
Katrín bendir á að sótt
varnalæknir hafi ítrekað sagt
að lokun landamæra gæti
ekki tryggt að kórónaveiran
bærist ekki aftur til lands
ins. „Þrátt fyrir allar reglur
um sóttkví höfum við aldrei
tryggingu fyrir því að allir
fylgi henni. Þarna eru ótal
erfiðar spurningar og þeim
verður ekki svarað með hag
fræðiúttekt eingöngu.“ Katrín
hafnar einnig þeirri gagnrýni
að ríkisstjórnin hafi slakað á
takmörkunum við landamær
in sökum þrýstings frá ferða
þjónustunni.
Einfalt já
Björn Leví Gunnarsson,
þingmaður Pírata, telur aug
ljóst að tilslakanir á landa
mærunum hafi falið í sér súr
skipti. „Spurningunni hvort
verið sé að fórna meiri hags
munum fyrir minni með því
að opna landamærin í núver
andi ástandi og annarri bylgju
faraldursins er auðsvarað með
einföldu „já“.“ Hefur hann í
greinaskrifum í vikunni bent
á að leið til að vernda heilsu
þjóðarinnar og vernda sömu
leiðis efnahaginn sé skýr, og
það sé í nýsköpun. Efnahagur
þjóðarinnar rísi ekki og falli
með ferðaþjónustunni einni.
„Nei, það á ekki að lama hér
íslenskt efnahagslíf. En stjórn
völd eru að gera nákvæmlega
það með því að fara óvarlega
í opnun landamæra í þessu
ástandi. Þau taka áhættuna á
því að allt lamist hér innan
lands ef veiran tekur sig upp
á ný.“
Ljóst er að fram undan
þurfa stjórnvöld að taka erf
iðar ákvarðanir sem líklega
falla ekki öllum í geð. Seinni
bylgja kórónaveirunnar er
staðreynd og mun þjóðin að
líkindum þurfa að glíma við
hana eða afleiðingar hennar
þar til bóluefni finnst, hvort
sem landinu verði lokað eða
ekki. n
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Þungar ákvarðanir eru fram undan vegna kórónaveirunnar. MYND/ERNIR
Logi
Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar