Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 21
SPENNUÞÆTTIR HEIMILDARÞÆTTIR GRÍNÞÆTTIR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ég er að rifja upp kynnin við Birgitte Nyborg í Borgen. Það var allt að detta inn á Netflix. Eðal, danskt pólitískt drama sem ég mæli mikið með. Arnór Pálmi Arnarson Svo voru dönsku þættirnir Borgen að detta inn á Netflix en þá er ég að horfa á ásamt Viktoríu kon- unni minni sem þýðir að við horfum á ca. hálfan þátt á viku því í hún sofnar yfirleitt á undan mér þegar við loksins náum að setjast saman niður fyrir framan sjónvarpið eftir að börnin fjögur eru komin í ró. Við stefnum á að vera búin með þá seríu áður en Viktoría verður fertug árið 2027. Sóli Hólm Þættir sem ég horfi á með krökk- unum mínum. Þetta eru bara svona dæmigerðir hvernig-í-dauð- anum-fór-hann-að-þessu? þættir. Justin Willman er líka fyndinn og sniðugur náungi sem nær til flestra. Guðmundur Pálsson Bo rge n M ag ic for hu ma ns Nýlega byrjaði ég líka að horfa á þætti sem heita Borderliner og eru norskir. Er enn á fyrsta þætti en þeir lofa góðu. Bara ekta lögguþáttur um gæja sem snýr aftur í heimabæinn og auðvitað er ein- hver drepinn um leið og hann mætir á staðinn. Það sem er öllu verra er að hann grunar að bróðir hans hafi átt hlut að máli en sá er einmitt lögga líka. Tobias Santelman er í aðalhlutverki en það er einmitt sætasti gæinn úr norsku fjárglæfraþátt- unum Exit. Frábær leikari. Sóli Hólm Bo rde rlin er Já, norskt grín er fyndið. Allar klisjurnar um víkingana eru þarna saxaðar ofan í norskan grínblandara og búinn til drep- fyndinn skandinavískur djók- smoothie. Sérstaklega skemmti- legt fyrir okkur Íslendinga sem erum alin upp við sögur af víkingum. Fyndið! Guðmundur Pálsson Sennilega topp 5 bestu gaman- þættir sögunnar, fjalla um vel ringlaða unglinga. Þetta er svo- kallað „möst see“. Hjálmar Örn Jóhannesson Geggjaðir breskir gamanþættir um tvo vini, mjög ólíka. Eru reyndar bara 8 seríur inni af 9 þannig að ef einhver frá Netflix les þetta, þá vinsamlegast lagið strax! Hjálmar Örn Jóhannesson Pe ep Sh ow Góðir heimildarþættir þar sem er farið hratt yfir sögu um alls kyns áhugaverða hluti. Algjör 101 hraðferð um margt sem maður er kannski ekki alltaf að spá í frá degi til dags sýnt í sögulegu ljósi. T.d. af hverju fá konur borgað minna en karlar? Fullnæging kvenna? Getum við lifað að eilífu, o.s.frv.“ Úlfur Teitur Traustason Ég horfi nánast ekkert á sjón- varp en ég hef mjög gaman af heimildarmyndum og -þáttum. Síðasta heimildarþáttaröðin sem ég horfði á var Unabomber og næsta sem mig langar að horfa á er Ted Bundy Tapes. Svo get ég alveg líka dottið í léttara efni og hef alveg vandræðalega gaman af RuPaul’s Drag Race. Manuela Ósk Harðardóttir Frábærlega uppsettir þættir þar sem tekst að gera atburðarás sem margir áhorfendur þekkja fyrir- fram en verður ótrúlega spenn- andi. Mjög góð kvikmyndagerð um áhugaverða karaktera. Góðir þættir fyrir alla, ekki bara þá sem hafa brennandi áhuga á NBA- körfubolta. Úlfur Teitur Traustason Ex pla ine d Un ab om be r Th e L as t D an ce Ég er í einhverju nostalgíukasti þessa dagana og er að horfa aftur á dönsku þáttaröðina Borgen og sænsk/dönsku þáttaröðina Broen sem báðar eru aðgengilegar á Netflix. Þetta eru hreint út sagt mínar uppáhaldsþáttaraðir og mér finnst fáir þættir eiga roð í þær. Þó eru aðrir góðir glæpaþættir á Netflix sem ég er ofsalega hrifin af og þeir eru Ozark, Sinner og Mindhunter. Mæli klárlega með öllum seríum í þessum þáttum þótt Ozark standi klárlega upp úr að mínu mati. Þeir eru ótrúlega vel skrifaðir, plottaðir, leikstýrðir og framúrskarandi leiknir. Helga Arnardóttir Bo rge n, Br oe n o g O za rk Álitsgjafar Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og handritshöfundur Arnór Arnarson, leikstjóri Guðmundur Pálsson, útvarpsstjarna og söngvari Helga Arnardóttir, sjónvarpskona Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti Manuela Ósk Harðardóttir, áhrifavaldur Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur Sólmundur Hólm, grínisti Úlfur Teitur Traustason, klippari Ég er heimildarmyndafíkill. Ég elska góðar heimildarmyndir og -þætti. Var að klára Buisness of Drugs og Fear City. Síðarnefndu þættirnir voru betri. Sigmar Vilhjálmsson Fe ar Cit y Th e I nb et we en ers No rse me n FÓKUS 21DV 14. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.