Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 24
Spilað í
gegnum
COVID
Einangrun og sóttkví þarf ekki
að þýða leiðindi og er í reynd
fullkomið tækifæri til að verja
gæðastundum með sínum
nánustu í góðu og skemmtilegu
borðspili. DV leitaði til nokk-
urra valinkunnra Íslendinga eftir
ábendingum um gæða borðspil.
FYRIR BYRJENDUR
LENGRI SPIL
Byrjendur ættu að prófa skyldueignina Bohnanza.
Það snýst um að safna baunaspilum í raðir fyrir
framan sig og selja síðan uppskeruna á réttum tíma
fyrir fúlgur fjár. En þú færð ekki spilin sem þú vilt
nema með því að víla og díla við sessunautana. Skraut-
legar samningaviðræður og mikil spenna!
– Bryndís
Tsuro. Einfalt og fljótlegt að læra. Fljótlegt að setja
upp og tekur stuttan tíma að spila hvert spil. Mjög gott
í upphitun á spilakvöldum líka.
– Björn
Carcassonne. Einfaldar reglur, og eitt af bestu tveggja
manna spilunum. Fyrstu tvær viðbæturnar bæta svo
spilið fyrir 3-4, og áður en þú veist af ertu kominn með
safn.
– Óskar
Ég myndi mæla með Splendor, það er svo fínn taktur
í því. Það er stutt, lítil uppsetning og það verður bara
strategískara eftir því sem þú spilar það meira.
– Svanhildur
Ég myndi mæla með einhverju sem er ekki of langt,
ekki of flókið en samt hæfilega nördalegt. Mysterium
fellur vel inn í alla þessa flokka, en þar reyna leikmenn
að ráða morðgátu út frá draumsýnum sem draugur
afhendir þeim. Mysterium er þannig að mann langar
strax að spila það aftur og alla langar að prófa að
vera draugurinn. Í þokkabót er það gullfallegt.
– Kristinn Haukur
Catan er held ég best fyrir alla byrjendur, svona eins
og matador, nema skemmtilegt. Það er líka eiginlega
ekkert direkt konflikt í grunnspilinu, þannig erfitt að
fara í fýlu eð vera tapsár.
– Sindri
Eitt af ótalmörgum góðum er Castles of Mad King Ludwig. Þar raðar þú niður her-
bergjum og lystigörðum þar til þú hefur byggt heilan kastala á borðinu fyrir framan
þig. En það er hægara sagt en gert þegar konungurinn er frekur og herbergin sem í boði
eru verða sífellt fáránlegri. Skemmtilegt fyrir skapandi spilara sem vilja brjóta heilann.
– Bryndís
Gloomhaven. Stórt spil þar sem þú spilar sömu persónuna í mörgum spilum og það er
alltaf ný áskorun í hverju spili.
– Björn
Arkham Horror. Þar ráfa rannsóknarmenn um götur Nýja-Englands á þriðja áratug
síðustu aldar og reyna að stemma stigu við þeim ógnum sem guðir á borð við Cthulu,
Yog Sothoth og Shub-Niggurath spýja út úr sér. Þetta er vel nördalegt og getur tekið allt
kvöldið og langt fram á nótt. Spilið er byggt á hryllingssögum hins stórundarlega snill-
ings H.P. Lovecraft sem er í miklum metum hjá mér.
– Kristinn Haukur
Age of Steam. 3+ tímar af uppboðum, leiðaskipulagi og vörusendingum með fjöldanum
öllum af kortum í boði til að spila á.
– Óskar
Ég verð að fá að velja tvö, Concordia og Castles of Burgundy. Ástæðan fyrir því er að
það munar oft svo litlu og maður nær betri tökum á spilinu með hverjum leik. Ef ég tapa
verð ég að fá að taka annan leik því ég gæti unnið hann.
– Svanhildur
Twilight Imperium er ávallt langspilakóngurinn, epísk sci-fi styrjöld með pólitísku og
viðskiptaívafi. Það verður bara betra og hnitmiðaðra með hverri endurútgáfu, og 4. út-
gáfan er vel smurð fullkomnun.
– Sindri
MYND/GETTY
24 FÓKUS 14. ÁGÚST 2020 DV