Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 26
26 FÓKUS 14. ÁGÚST 2020 DV Sjónvarpsgúmmelaði að hætti eldhúshetjunnar Evu Mexíkópitsa með djúsí ostasósu Í þessar pitsur notar Eva Laufey sérstaka tortillu-pitsubotna sem kaupa má tilbúna úti í búð og tekur því pitsugerðin örstutta stund. 2 tortilla-pitsakökur 1 dós sýrður rjómi 1 mexíkóostur, rifinn 500–600 g kjúklingakjöt t.d. úr- beinuð kjúklingalæri 2 msk. mexíkósk kryddblanda 1 rauð paprika, smátt skorin Salt Nýmalaður pipar Tillögur að áleggi: Lárpera, salsa- sósa, sýrður rjómi og smátt saxaður kóríander. Leggið kjúklingalæri eða annað kjúklingakjöt í eldfast mót og kryddið til með bragðmikilli krydd- blöndu. Eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur (fer auðvitað eftir þykktinni á kjúklingakjötinu). Á meðan kjúklingurinn er í ofninum blandið þið sýrða rjómanum og ný- rifnum Mexíkóosti saman í skál og kryddið til með salti og pipar. Smyrjið tortillakökur með osta- sósunni (ég keypti sérstakar pitsa- tortillur í Hagkaup, þær eru þykkari). Skerið papriku og kjúklingakjöt í litla bita og dreifið yfir ostasósuna. Bakið í ofni við 180°C í ca. 5–7 mín- útur. Þegar pitsan er tilbúin er gott að skera niður avókadó, tómata og ferskan kóríander og dreifa yfir. Einnig finnst mér algjört æði að mylja niður nachos-flögur og sáldra yfir. Einföld og stórgóð máltíð sem öllum í fjölskyldunni þykir góð. Ritzkexhjúpaður camembert „Ég elska camembert, ég elska Ritzkex og ég elska góða sultu. Hví ekki að blanda þessu öllu saman í ljúffengan smárétt? Þessi réttur er að mínu mati guðdómlega góður.“ ½ pakki Ritzkex 2 egg 100 g ca. hveiti 1 camembert-ostur Myljið kökurnar í blandara eða mat- vinnsluvél. Skerið ostinn í bitastærð. Veltið hverjum bita fyrst upp úr eggi og svo upp úr hveiti og loks kexi. Inn í ofn við 180°C í 6–8 mínútur. (Misjafnt eftir ofnum, fylgist með ostinum, um leið og hann er farinn að bráðna þá er hann tilbúinn.) Berið fram með góðri sultu. Verði ykkur að góðu. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran ferðaðist um landið á matarbíl í sumar þar sem hún kynntist nýsköpun í matargerð. Afrakstur girnilegra ferða hennar má sjá í nýjum þætti sem fer í loftið í haust. Eva Laufey er líka meistari í partíréttum og sjón- varpsnasli og deilir hér skotheldum uppskriftum. Eva Laufey hefur í nægu að snúast og stendur einnig vaktina í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni á laugardögum. MYND/STÖÐ 2 MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.