Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Síða 36
36 STJÖRNUFRÉTTIR 14. ÁGÚST 2020 DV
The Breakfast Club
HVAR ERU
ÞAU NÚ?
K vikmyndin The Break-fast Club frá árinu 1985 hefur verið sögð ein
besta kvikmynd níunda ára-
tugarins og hefur komist á
fjölda topplista. Hún komst á
lista Empire-tímaritsins yfir
500 bestu kvikmyndir allra
tíma og í toppsæti tímaritsins
Entertainment Weekly yfir 50
bestu menntaskólamyndirnar.
The Breakfast Club fjallar
um fimm nemendur sem þurfa
að taka út refsingu á laugar-
degi, á bókasafni skólans,
fyrir slæma hegðun. Nem-
endurnir koma úr ólíkum átt-
um og eiga fátt sameiginlegt.
Þau fá það verkefni að skrifa
1.000 orða ritgerð um hvað
þau haldi að þau séu. Kennar-
inn yfirgefur bókasafnið og
athugar reglulega með nem-
endurna. Þau verja tímanum
á allt annan hátt en þeim var
ætlað og verða að lokum góð-
ir vinir. Með aðalhlutverk í
myndinni fara Emilio Estevez,
Anthony Michael Hall, Judd
Nelson, Ally Sheedy og Molly
Ringwald. Margt hefur á daga
þeirra drifið frá því að þau
léku í myndinni vinsælu. n
Sóley
Guðmundsdóttir
soley@dv.is
ALLY SHEEDY 58 ÁRA
Í The Breakfast Club lék Ally
stelpu sem var skrítin og passaði
illa inn í hópinn. Sheedy var mjög
hæfileikaríkt barn, þótti efnilegur
dansari og gaf út metsölubók að-
eins 12 ára. Sheedy lék þó nokkuð
og var um tíma kærasta Bon Jovi.
Hún sagði skilið við Hollywood í
kjölfar #MeToo-byltingarinnar
vegna kynferðislegrar áreitni sem
hún varð fyrir en hún hefur nefnt
nöfn Christians Slater og James
Franco í því samhengi.Hún leikur
nú í minni kvikmyndum og forðast
Hollywood.
JUDD NELSON 61 ÁRS
Eftir að hafa slegið í gegn í The Breakfast Club sem
útbrunninn hasshaus hefur Judd Nelson leikið í fjölda
kvikmynda og sjónvarpsþátta. Nelson var tilnefndur til
Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í míníseríunni Billiona-
ire Boys Club sem kom út árið 1987. Síðan þá hefur
hann meðal annars leikið í CSI og Two and a Half Men.
Nýjasta kvikmyndin sem Nelson leikur í er jólamyndin
Santa Fake sem kom út í fyrra. Nelson hefur leikið í
sjónvarpsþáttunum Empire sem hófu göngu sína árið
2015.
ANTHONY MICHAEL HALL 52 ÁRA
Anthony Michael Hall varð fyrst þekktur fyrir leik sinn
í myndunum The Breakfast Club og Weird Science. Í
framhaldinu lék hann í fjölda mynda, þar á meðal Ed-
ward Scissorhands og Pirates of Silicon Valley. Nýj-
asta hlutverk hans er í myndinni Halloween Kills sem
kemur út í október á næsta ári. Hall og leikkonan Lucia
Oskerova trúlofuðu sig í september í fyrra.
MOLLY RINGWALD 52 ÁRA
Í myndinni The Breakfast Club lék Ringwald prinsessuna Claire. Ári síðar
lék hún í myndinni Pretty In Pink. Síðan þá hefur leikið í fjölda kvikmynda
og sjónvarpsþátta. Árið 2013 gaf Ringwald út djassplötu. Í dag fer hún með
hlutverk í sjónvarpsþáttunum Riverdale þar sem hún leikur Mary Andrews,
móður aðalpersónunnar Archie Andrews. Nýjasta kvikmyndin sem Ring-
wald leikur í er The Kissing Booth 2. Mynd númer þrjú er væntanleg og mun
Ringwald einnig leika í henni. Ringwald á þrjú börn með grísk-ameríska
rithöfundinum Panio Gianopoulos.
EMILIO ESTEVEZ 58 ÁRA
Emilio Estevez er leikari, framleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur. Á
sínum yngri árum lék Emilio í fjölda kvikmynda. Undanfarið hefur hann
einbeitt sér að leikstjórn. Nýjasta mynd hans, The Public, kom út árið 2018
þar sem hann var bæði handritshöfundur og leikstjóri. Emilio er sonur stór-
leikarans Martin Sheen og bróðir Charlie Sheen. Emilio var giftur Idol-
drottningunni Paula Abdul um tíma og við skulum svo aldrei gleyma því að
hann lék aðalhlutverkið í Myndinni Mighty Ducks þar sem María Ellingsen
átti stórleik. Í dag er Emilio orðinn afi og bara nokkuð slakur.
Leikarar myndarinnar vinsælu
slógu öll í gegn á hvíta tjaldinu
sem unglingar. Þau héldu áfram
að láta ljós sitt skína í framhald-
inu, allt til dagsins í dag. Nú eru
þau öll á mismunandi stað. Þarna voru þau við upphaf leiðarinnar upp á stjörnuhimininn. MYND/SKJÁSKOT
MYND/GETTY
MYND/GETTY
MYND/GETTY
MYND/GETTY
MYND/GETTY