Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Icelandair flutti 25% fleiri farþega
til Íslands á nýliðnu ári en á árinu
á undan eða um 1,9 milljón far-
þega. Þá hefur flugfélagið aldrei
fyrr flutt jafnmarga farþega í milli-
landaflugi og á árinu 2019 en þeir
voru alls um 4,4 milljónir talsins,
sem er 6% aukning á milli ára.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu Icelandair í gærkvöldi og
flutningatölum fyrir desember-
mánuð sem Icelandair Group birti í
Kauphöllinni í gær.
Þar segir að farþegafjölgunin til
Íslands á síðasta ári sé í samræmi
við áherslu Icelandair á ferða-
mannamarkaðinn til Íslands 2019.
„Í desember fjölgaði farþegum
Icelandair til Íslands um 11% og
voru þeir rúmlega 106 þúsund tals-
ins. Farþegum frá Íslandi fjölgaði
einnig í desember, eða um 8%, og
fjölgaði um 18% á árinu í heild.
Tengifarþegum fækkaði um 9% í
desember en fækkun þeirra var 9%
á árinu í heild. Sætanýting í milli-
landastarfsemi félagsins var 80,7%
í desember samanborið við 79,6% á
sama tíma 2018,“ segir í tilkynn-
ingu félagsins.
Heildarstundvísi véla félagsins
er sögð hafa aukist í fyrra um tæp
12 prósentustig á milli ára.
Haft er eftir Boga Nils Boga-
syni, forstjóra Icelandair Group, að
stjórnendur félagsins geri ráð fyrir
25-30% fjölgun á farþegum til
landsins á fyrsta fjórðungi þessa
árs. Sveigjanleiki í leiðakerfi fé-
lagsins geri kleift að bregðast
hratt við breytingum í umhverfinu
og mæta eftirspurn. omfr@mbl.is
Fluttu 25% fleiri farþega til
Íslands í fyrra en árið 2018
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þotur Spáð er 25-30% farþegafjölg-
un til landsins á fyrsta ársfjórðungi.
Metfjöldi far-
þega Icelandair í
millilandaflugi
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Mál Ólínu Þorvarðardóttur, sem
hefur nú samið við ríkið um 20
milljóna króna bótagreiðslu vegna
brots ríkisins gegn henni við ráðn-
ingu þjóðgarðsvarðar á Þingvöll-
um, er einstakt að mati Láru V.
Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns,
en kærunefnd jafnréttismála
komst að þeirri niðurstöðu síðasta
vor að jafnréttislög hefðu verið
brotin þegar Einar Á.E. Sæmund-
sen var ráðinn í starfið í stað Ólínu.
Lára segir að tvær ástæður hafi
verið fyrir því að staða Ólínu hafi
verið sérstaklega sterk, sem hafi
haft jákvæð áhrif á niðurstöðuna í
máli hennar. Annars vegar hafi
hæfustu umsækjendurnir aðeins
verið tveir og í öðru lagi hafi verið
ráðið í stöðuna til fimm ára en ekki
samkvæmt venjulegum uppsagnar-
fresti.
„Það er þetta tvennt sem spilar
saman og það er mjög sérstakt í
svona máli,“ segir Lára.
Tvö dæmi um sambærileg brot
Segist hún ekki muna eftir for-
dæmi þess að ríkið semji um bóta-
greiðslu vegna ráðningar en tekur
dæmi um tvo dóma í héraðsdómi
þar sem ríkinu var gert að borga
bætur til einstaklings vegna brota
á jafnréttislögum við ráðningu.
Annars vegar vísar hún í mál frá
2012 þar sem kvenkyns umsækj-
andi sótti um stöðu skrif-
stofustjóra hjá forsætisráðuneyt-
inu og voru dæmdar 500 þúsund
krónur í miskabætur frá ríkinu.
Krafðist umsækjandinn rúmlega
15 milljóna króna frá ríkinu en
þeirri kröfu var hafnað. Staðfesti
héraðsdómur úrskurð kæru-
nefndar jafnréttismála um að um-
sækjandinn hefði að minnsta kosti
verið jafn hæfur til að gegna starfi
skrifstofustjóra.
Annað sambærilegt dæmi segir
Lára að sé að finna í máli frá 2017
þar sem héraðsdómur komst að
þeirri niðurstöðu að jafnréttislög
hefðu verið brotin við ráðningu í
þrjár stöður að-
stoðarlög-
regluþjóna á lög-
gæslusviði við
embætti lög-
reglustjórans á
höfuðborgar-
svæðinu. Var
ríkinu gert að
borga einum
umsækjanda 800
þúsund krónur í
miskabætur.
Aðspurð hvort hún telji málið
fordæmisgefandi segir Lára:
„Þetta er náttúrlega bara sam-
komulag og sátt sem gerð var í
þessu máli. Ég tel að að sjálfsögðu
verði litið til þátta sem ríkið gerir í
þessu máli varðandi önnur mál en
það er ekki þar með sagt að þetta
verði fordæmisgefandi fyrir dóm-
stóla framtíðarinnar þó að sátt hafi
náðst í þessu máli,“ segir hún.
Viðmið til framtíðar
Gísli Guðni Hall hæstaréttar-
lögmaður segist aðspurður lítinn
mun sjá á því að ríkið semji um
bótagreiðslur vegna ranginda við
stöðuveitingu eða vegna ólög-
mætra uppsagna.
„Ef einhver hefur verið beittur
rangindum á hann bótarétt vegna
tjóns sem hann hefur orðið fyrir og
þá er í sjálfu sér skynsamlegt fyrir
ríkið að semja sig út úr því frekar
en að fá á sig dóm með tilheyrandi
kostnaði,“ segir hann. Gísli telur
þó ríkið hafa sett, með máli Ólínu,
ákveðið fordæmi um fjárhæð bóta.
„Ríkið er að setja ákveðið viðmið
sem litið verður til í framtíðinni,“
segir Gísli.
Mál Ólínu er
sagt vera
mjög sérstakt
„Ríkið er að setja ákveðið viðmið
sem litið verður til,“ segir lögmaður
Ólína Kjerúlf
Þorvarðardóttir
Gísli Guðni
Hall
Lára V.
Júlíusdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lægðin sem gengur inn á landið í
dag veldur hvassviðri og raunar leið-
indaveðri um allt sunnanvert landið
og miðhálendið í dag og heldur
áfram að valda usla víða um land
fram á fimmtudag. Veðurstofan hef-
ur gefið út gula veðurviðvörun fyrir
þetta svæði og hluta Vestfjarða og
gildir hún í dag og víða einnig fram á
morgundaginn.
Í veðurviðvörun Veðurstofunnar
er gert ráð fyrir vestan hvassviðri
eða stormi og síðar slyddu og snjó-
komu. Skyggni getur orðið lítið,
einkum á fjallvegum og ekki útlit
fyrir ferðaveður.
Á veðurvefnum Bliku kemur fram
að búast má við því að miðja lægð-
arinnar verði nokkurn veginn yfir
Reykjavík um hádegið. Þrátt fyrir
það er ekki búist við sérstaklega
slæmu veðri suðvestanlands.
Veðurstofa Íslands hefur ekki gef-
ið út veðurviðvörun fyrir miðvikudag
og fimmtudag en afstaða verður tek-
in til þess á stofnuninni í dag. Veð-
urfræðingar spá umhleypingasömu
veðri næstu daga.
Raforkufyrirtæki eru með viðbún-
að vegna hvassviðrisins og sérstak-
lega vegna hættu á seltu, ísingu og
eldingum. Víða eru opin tengivirki
og línur sem ísingin getur sest á og
valdið útslætti og skemmdum.
Búist er við að hvassviðrið hafi
fyrst áhrif á Reykjanesi en færist
síðan yfir Vestur- og Suðurland.
Líkur á straumleysi
Rarik telur miklar líkur á að veðr-
ið muni hafa áhrif á afhendingu raf-
magns. Þau svæði sem Rarik telur
líklegast að verði fyrir truflunum eru
á Suðurlandi, Vesturlandi og Norð-
urlandi vestra. Starfsmenn Rarik
eru í viðbragðsstöðu til að bregðast
við hugsanlegum bilunum á dreifi-
kerfinu.
Í tilkynningu Rarik er minnt á að
65% dreifikerfis fyrirtækisins eru
komin í jörð. Loftlínurnar sem enn
eru uppi séu hins vegar viðkvæmar
fyrir áhrifum veðursins sem spáð er
næstu daga og verði vaktaðar sér-
staklega.
Morgunblaðið/Eggert
Lognið á undan storminum Þokkalegt veður var í miðborginni í gær en búast má við að það valdi usla víða í dag.
Raforkufyrirtæki
sett í viðbragðsstöðu
Veðurfræðingar spá leiðindaveðri alveg fram á fimmtudag
„Við erum tilbúin,“ segir Stein-
unn Þorsteinsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Landsnets. Hún
segir reiknað með að einhver
tengivirki verði mönnuð til að
fyrr sé hægt að grípa inn í ef
eitthvað verður að. Grannt er
fylgst með veðurspám enda
ræðst það af þeim hvar mann-
skapurinn verður staðsettur. Þá
segir Steinunn að slökkviliðin
hafi verið virkjuð og muni að-
stoða starfsmenn Landsnets
við að hreinsa opnu tengivirkin
af seltu og ísingu.
Hún getur þess einnig að
hætta sé á eldingaveðri nú ár-
degis, áður en lægðin kemur inn
á landið.
Slökkviliðin
til aðstoðar
LANDSNET