Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 12
hylur m.a. tæknirými og gefur bygg-
ingunni heildrænt útlit. Útsýnisver-
öndin verður nýr áfangastaður fyrir
borgarbúa og ferðamenn. Þaðan
verður útsýni yfir Kollafjörð, mið-
borgina og Hallgrímskirkju. Við
reynum að fella bygginguna sem best
að umhverfinu. Frá jarðhæð verður
hægt að taka lyftu með útsýni yfir
Hallgrímskirkju og njóta útsýnis til
allra átta frá þakinu.“
Tenging við íslenskan stein
Kettle segir aðspurður að notast
verði við íslenskt byggingarefni eins
og hægt er, og tengt við íslenskan
stein, eftir föngum. Hann hafi komið
nokkrum sinnum til Reykjavíkur við
undirbúning verkefnisins.
Fram kom í Morgunblaðinu í mars
síðastliðnum að skipulags- og sam-
gönguráð borgarinnar hefði farið
þess á leit að hönnun byggingarinnar
yrði endurskoðuð.
Hefur það nú samþykkt endur-
skoðað útlit byggingarinnar.
Að sögn Kára Arngrímssonar,
byggingarstjóra hótelsins, er áform-
að að taka hótelið í notkun á næsta
ári. Með því að breytt deiliskipulag
hafi verið samþykkt sé hægt að hefja
framkvæmdir. Verið sé að ljúka verk-
fræðihönnun og öðrum þáttum.
Hönnunin muni endurspegla
RED-hótelin en vera með íslensku
ívafi. Innanhúshönnuðir hafi hannað
önnur hótel í RED-keðju Radisson.
Nýtt kennileiti í borginni
Teikningar/Kettle Collective
Nýr áfangastaður Útsýnispallur verður á efstu hæð hótelturnsins.
Arkitekt Radisson RED-hótels á Skúlagötu sótti innblástur í Hallgrímskirkju
Á efstu hæð verður útsýnispallur með útsýni út á sundin og yfir miðborgina
Hótelið Horft niður Vitastíg.
Við Skúlagötu Jarðhæðin mun breyta götumyndinni og færa líf í götuna.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skoski arkitektinn Tony Kettle segir
að fyrirhugað Radisson RED-hótel á
horni Skúlagötu og Vitastígs verði
nýtt kennileiti í Reykjavík.
Ætlunin sé að byggingin kallist á
við Hallgrímskirkjuturn og Hörpu og
verði þannig eitt
af þremur helstu
kennileitum mið-
borgarinnar. Hót-
elið verður 17
hæðir og með 203
herbergjum.
Morgunblaðið
ræddi við Kettle
símleiðis síðdegis
í gær en arki-
tektastofa hans,
Kettle Collective, er í Edinborg. Hún
hefur starfsstöðvar víðar, þ.m.t. í
Dubai, Hong Kong og Lundúnum.
Horfði til jarðfræði Íslands
Kettle kveðst hafa leitað innblást-
urs í húsagerðarlist Reykjavíkur og í
íslenskri náttúru. Þá sérstaklega í
hvernig jarðmyndanir birtist í hönn-
un glerhjúpsins í Hörpu og formum
Hallgrímskirkju sem þykir svipa til
stuðlabergsmyndana. Þá verði glerið
í hótelbyggingunni í stíl við glerhjúp
Hörpu með því að ásýndin verði sí-
breytileg eftir sjónarhorni. Hönnunin
taki jafnframt mið af norðurljósun-
um.
„Staðsetning hótelsins er einstök.
Jarðhæðin mun fegra aðliggjandi
götur og skapa nýja upplifun af þess-
um borgarhluta. Vegna þess að þetta
er Radisson RED-hótel verður rauð-
ur kassi á toppi byggingarinnar sem
Tony Kettle
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Group. Heimildir Morgunblaðsins
herma að fyrirætlanir Tans um upp-
byggingu hótels á Geirsgötu 11 séu
óbreyttar. Það er í samræmi við
upplýsingar frá Þorláki Ómari Ein-
arssyni fasteignasala, sem staðfestir
að fasteignin sem nú stendur á lóð-
inni verði aðeins leigð út til þriggja
ára. Húsnæðið er tæpir 2.600 fer-
metrar og fasteignamat þess tæpar
614 milljónir króna. ses@mbl.is
Fasteignasalan Stakfell hefur aug-
lýst Geirsgötu 11 í miðborg Reykja-
víkur til útleigu. Byggingin komst í
fréttirnar í febrúar á liðnu ári þegar
fréttist að Berjaya Land Berhad,
sem lýtur stjórn auðkýfingsins Vin-
cents Tans, hefði keypt hana af fé-
lögum í eigu Guðmundar Kristjáns-
sonar í Brimi. Síðan þá hefur Tan
lokið við kaup á meirihluta hlutafjár
í Icelandair Hotels af Icelandair
Vincent Tan vill leigja Geirsgötu út
Áform um hótelbyggingu óbreytt
Morgunblaðið/sisi
Stórhýsi Geirsgata 11 er afar vel staðsett en húsið var reist árið 1982.
● Um 2.500 störf voru laus á ís-
lenskum vinnumarkaði á fjórða árs-
fjórðungi. Þetta sýna niðurstöður
starfaskráningar Hagstofu Íslands
sem birtar voru í gær. Samkvæmt
sömu tölum voru 229.500 ein-
staklingar að störfum á tímabilinu.
Hlutfall lausra starfa var því 1,1%.
Á þriðja ársfjórðungi voru laus
störf 4.500 en starfandi voru 237
þúsund manns. Hlutfall lausra starfa
var því 1,9% eða 0,8 prósentum
hærra en á síðasta fjórðungi ársins.
Hlutfall lausra starfa var hæst á öðr-
um fjórðungi ársins eða 2,7% en þá
voru 226.200 manns starfandi á ís-
lenskum vinnumarkaði. Á fyrsta
fjórðungi var hlutfallið hins vegar
1,5% og starfandi voru 227.500
manns.
Hlutfall lausra starfa
1,1% á síðasta fjórðungi
7. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.69 123.27 122.98
Sterlingspund 160.4 161.18 160.79
Kanadadalur 94.43 94.99 94.71
Dönsk króna 18.266 18.372 18.319
Norsk króna 13.855 13.937 13.896
Sænsk króna 12.976 13.052 13.014
Svissn. franki 125.94 126.64 126.29
Japanskt jen 1.1346 1.1412 1.1379
SDR 169.39 170.39 169.89
Evra 136.52 137.28 136.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.96
Hrávöruverð
Gull 1547.4 ($/únsa)
Ál 1757.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.28 ($/fatið) Brent
● Stjórn Valitors
hefur ákveðið að
fækka starfsfólki
fyrirtækisins um
60 í tengslum við
viðamiklar skipu-
lagsbreytingar sem
nú standa yfir. Er
þeim ætlað að
styrkja kjarna-
starfsemi þess og
snúa tapi í hagnað. Í dag starfa um 390
manns hjá félaginu og því fela aðgerð-
irnar í sér að starfsfólki fækki um ríf-
lega 15%.
Samkvæmt upplýsingum frá fyrir-
tækinu missa níu starfsmann Valitors
hér á landi vinnuna í aðgerðunum en
niðurskurðurinn nær einnig til starfs-
stöðva í Danmörku og Bretlandi. Viðar
Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir mark-
miðið að hefja árið með gjörbreyttum
rekstrarforsendum.
„Með þessum aðferðum ætlum við
okkur að fara úr tapi yfir í rekstrar-
hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði
(e. EBITDA).“
Valitor fækkar starfs-
mönnum um sextíu
Viðar Þorkelsson
STUTT