Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræða íkjölfarþess að Bandaríkjaher gerði árás á So- leimani, einn hátt- settasta foringja Byltingarvarða Ír- ans, er sérstök. Soleimani á langan og blóð- ugan feril að baki. Frami hans innan íranska stjórnkerfisins hefur byggst á slíkum afrekum. Lengi leitaðist Soleimani við að vinna verk sín með leynd. Herstjóranum var nóg að njóta viðurkenningar valdamanna í Teheran, sem veittu honum smám saman takmarkalausar heimildir til aðgerða. Eftir að Bandaríkjastjórn herti hnúta efnahagsþvingana sinna og kjör almennings versnuðu hefur andúð almenn- ings á klerkastjórninni aukist. Mótmæli hafa blossað upp hvað eftir annað þótt lífshættulegt sé að taka þátt í þeim. Ráðandi öfl í Teheran voru orðin ugg- andi um sinn hag og töldu sig þurfa á ímynd hetju að halda í sínu liði, til að telja kjark í þjóðina og efla vinsældir leið- toganna á ný. Soleimani reynd- ist besta efnið sem völ var á. Um hann hafði lengi ríkt dul- úð en sögur gengið manna á milli um einstaka hersnilld, út- sjónarsemi og dirfsku hans og ofurhug í bardögum við óvin- inn. Síðustu árin hefur ímynd leyniherstjórans sem stjórnaði aðgerðum í fjölda landa verið blandað við persónuna sem sást æ oftar opinberlega og þá oftast í nálægð æðstu valdhafa Írans, bæði á trúarlegu og ver- aldlegu sviði. Þau hafa verið nátengd síðan keisarastjórnin var hrakin frá völdum. Íransstjórn samdi við Bar- ack Obama um að gera tíu ára hlé á áætlunum sínum um upp- byggingu kjarnorkuvopna og mörg Evrópuríki fylgdu þeirri leiðsögn í trausti þess að kom- ast mætti í ábatasöm viðskipti við klerkastjórnina. Í skjóli myrkurs sendi Obama forseti Khamenei erki- klerki flugvélafarma af not- uðum og órekjanlegum seðlum í dollurum, evrum og sviss- neskum frönkum í tilefni samn- inganna. Svigrúm Soleimani til leyni- legrar starfsemi sinnar í Líb- anon, Jemen, Sádi-Arabíu og Írak fékk öflugan byr í seglin. Afl vopnabræðranna Hezbol- lah, sem ræður nú ríkjum í Líb- anon, og Hamas á Gazasvæð- inu, styrktist að sama skapi, en þeir lutu óformlegri forystu Soleimani. Í september 2019 gerðu drónasveitir hans djarfa árás á olíuhreinsistöð í Sádi- Arabíu, sem er hin stærsta í heimi og ollu miklu tjóni. Þeirrar árás- ar hafði ekki verið hefnt. Soleimani hefur náð að vopna hryðjuverkasveitir í Jemen og hann var lykilmaður í því að snúa tafli Assads, for- seta Sýrlands, úr vörn í sókn og fá atbeina Rússa. Eftir að Bandaríkjamenn felldu Soleimani óvænt hafa margir fréttamenn á Vestur- löndum horft á þá ákvörðun út frá því einu að þeirrar árásar yrði hefnt og það grimmilega. Þess vegna hafi árásin verið hrapalleg mistök. Og víst er um það að Íranar eiga nú fjölmarga kosti til að leita hefnda, jafnt á sjó og á landi. Það hafa menn horft upp á að undanförnu og þurfti ekki aftöku Soleimani til. Auk þess sem áður var getið má nefna árásir á skip og verndarskip á Hormússundi og árásir á Ísrael með eða án atbeina Hamas og Hezbollah. En þeir fréttaskýrendur sem aðeins horfa í þessar áttir ættu að kanna aðra hlið á breyttri stöðu. Það gerir til að mynda Jack Keane, fyrrverandi hers- höfðingi, sem segir að augljóst megi vera að Ayatollah Khame- nei, æðsti valdamaður Írans frá láti Khomeinis, sé sem þrumu lostinn eftir fall Soleim- ani. Honum sé fullljóst að árás- in á hina miklu hetju Írans hafi ekki verið byrjunin. Hún var svar við árás á stærstu olíu- hreinsunarstöð heims, morðinu á bandarískum verktaka og samstarfsmönnum hans og ný- legum árásum á bandaríska sendiráðið í Bagdad, sem Bandaríkin eru ekki í vafa um að Soleimani hafi staðið á bak við. Að mati Keanes muni klerkastjórnin vissulega til skamms tíma njóta aukins stuðnings vegna árásarinnar og tilfinningahita sem hún veldur. En sá ávinningur standi stutt. Óánægjan og und- iraldan í landinu sé orðin mjög þung. Þegar hafi um 1.500 íranskir borgarar sem mót- mæltu stjórnarfarinu í landinu verið myrtir með köldu blóði og Soleimani hafi stýrt þeim verk- um. Nú þegar hryðjuverkafor- inginn sé fallinn muni taka langan tíma að byggja upp hetjuímynd á ný, enda enginn innan seilingar. Og stjórnvöld í Íran skilja nú vel að fyrst hinn langi armur Bandaríkjanna náði byltingarhetjunni án þess að nokkrum vörnum yrði við komið yrðu aðrir þeir sem heimiluðu eða skipulegðu hryðjuverk gegn þeim hvergi óhultir. Margir hafa dregið fjótfærnislegar ályktanir af vígi Soleimani, foringja Byltingarvarða Írans} Gallaðar myndir dregnar E in alvarlegasta vanræksla stjórn- valda gagnvart eldri borgurum er skortur á dvalar- og hjúkrunar- rýmum ásamt skorti á starfsfólki. Nú bíða 1.722 aldraðir eftir hjálp við sitt hæfi. Einnig er löng bið eftir hinni svo- kölluðu hvíldarinnlögn og þarf einstaklingur nánast að vera algjörlega ósljálfbjarga til að eiga kost á slíku. Það eru s.s forréttindi á efri árum að fá að nýta sér það sem á að vera sjálfsögð þjón- ustu, virðing og mannréttindi gagnvart þeim sem komnir eru á efri ár. Það ætti að vera mark- mið löggjafans hverju sinni að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld en ekki þvert á móti eins og nú er, að baka þeim eins miklar áhyggjur, kvíða og vanlíðan og raun ber vitni. Að hugsa sér að enn skuli vera tugir aldraðra liggjandi í dýrasta úrræði sem völ er á sennilega í víðri veröld. Þar sem þau eru látin liggja inni á Landspítala – háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að meðferð þar sé lokið. Þetta er þvílík þjóðarskömm að ég á erfitt með að tala um þetta enda búinn að horfa upp á grátandi kæran ástvin eiga að verða fluttur hreppaflutningum langt frá fjölskyldu sinni, til að koma honum út af spítalanum. Þetta er síðasta sort og ekki bjóðandi neinum að þurfa að þola sem á að geta treyst á ást okkar og umhyggju. Það er óafsakanlegt að ekki skuli vera búið að útrýma hvers konar mönnunarvanda í þjónustu við aldraða. Það er líka óafsakanlegt að dvalarrými skuli vera nýtt til hjúkrunarrýma þannig að vaxandi skortur er á hvoru tveggja. SFV (samtök fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu) hafa ítrekað gagnrýnt þá stefnu ríkisstjórnarinnar að ráðast í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila í stað þess að tryggja betur rekstrargrundvöll þeirra sem þegar eru fyrir í landinu. Það er að sjálfsögu óráðsía að ætla að laga vandann með fjölgun hjúkrunar- rýma ef fjármagn er ekki til staðar til að reka þau. Ég skil ekki hvers vegna stjórnvöldum hef- ur ekki tekist að byggja fleiri hjúkrunarheimili og tryggja rekstrargrundvöll þeirra á sama tíma. Eitt af þingmálum Flokks fólksins styttir til muna bið eftir öruggri búsetu á dvalar- og hjúkrunarrýmum eftir að einstaklingur hefur gengist undir færni- og heilsumat. Ef málið verður samþykkt ber stjórnvöldum eðli málsins samkvæmt að fylgja lögunum. Að öðrum kosti gætu þau orðið skaða- bótaskyld gagnvart þeim sem eiga rétt á úrræðinu og hafa orðið fyrir tjóni vegna meints lögbrots gegn þeim. Það er okkar skylda að hugsa vel um aldraða og búa þannig um hnútana að þeir geti lifað mannsæmandi lífi síð- ustu ár, mánuði, vikur og daga ævinnar. Við þurfum róttæk- ar aðgerðir í þessum málum, strax! Sigurjón Arnórsson Pistill Grímulaus vanræksla stjórnvalda á öldruðum Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ástandið er mjög slæmt víða,“segir Inga Árnadóttir,kjörræðismaður Íslands íÁstralíu, um gróðureldana miklu sem geisa í landinu. „Þeir eru aðallega í austanverðri álfunni, sunn- an til. Þar er fólksfjöldi mestur, en álf- an er vitanlega mjög stór. Eldarnir byrjuðu snemma, eiginlega áður en sumarið gekk í garð og óvíst að það verði hægt að ráða niðurlögum þeirra næstu mánuðina. Árið 2019 var heit- asta ár síðan byrj- að var á form- legum veður- athugunum. Hiti fór í 49 gráður í vesturútjaðri Sydney í vikunni sem leið. Þetta hefur aldrei átt sér stað áður. Talið er að breyttar að- stæður yfir Indlandshafi hafi haft mikil áhrif á veðurfar hér. Það virðist stöðugt hitna. Þessu fylgja svo þurrk- ar, sem eru þeir verstu sem sögur fara af,“ segir Inga. Hún segir að New South Wales virðist hafa farið verst út úr eldunum fram að þessu, en það logi einnig núna í Suður-Ástralíu og Viktoríu. Hún segir að Íslendingar séu á öllum þess- um svæðum. Hún hefur heyrt um einn Íslending, Dóru Rögnvalds- dóttur myndlistarkonu, sem var að búa sig undir að yfirgefa heimili sitt vegna eldanna, en enginn hafi haft samband við hana. Inga segir að svæðið sem brunnið hefur sé áætlað um 55.000 ferkílómetrar. Yfir eitt þús- und hús og önnur mannvirki hafi brunnið og margir látist í hamför- unum. Sjálf er Inga búsett í Melbourne í Viktoríu. „Ég og fjölskylda mín erum stödd í sumarhúsi við ströndina á stað sem heitir Portsea. Hér sést ekki til sólar í dag vegna reykmisturs,“ segir hún. Sterk brunastækja sé í loftinu. Fólki sé ráðlagt að fara sem minnst út. Sama gildi um Melbourne. Einnig hafi loftgæði í Sydney og nærliggj- andi héruðum verið mjög lítil að undanförnu. „Þetta er ógnvænlegt ástand,“ segir Inga. Þorvaldur Hreinsson, sem rætt var við hér í blaðinu í gær, segir að sögunarmylla við Two Fold Bay, skammt frá bænum Eden, hafi brunnið til kaldra kola í fyrrakvöld og þar með hafi á annað hundrað manns líklega misst vinnuna, en myllan er einn stærsti vinnuveitandi á svæðinu. Í Eden og þar í kring búa um 3.500 manns. Þar býr Þorvaldur ásamt ástralskri eiginkonu sinni, en hann er sem stendur staddur í Melbourne en hún í Eden. Vegna eldhættunnar voru íbú- arnir þar í gær beðnir að yfirgefa heimili sínu og halda norður til bæj- anna Merimbula eða Bega. Veðurfarsbreytingar Sérfræðingar telja engan vafa leika á því að veðurfarsbreytingar sem leitt hafa til hlýnunar jarðar, ekki síst í þessum heimshluta, eigi drjúgan þátt í útbreiðslu eldanna. Gróðureldar eru að vísu engin ný- lunda í Ástralíu en hinir miklu þurrk- ar eru fordæmalausir og verða til þess að eldtungurnar fara yfir stór svæði á skömmum tíma með ógn- arhraða. Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, hefur ekki viljað fall- ast á málflutning veðurfræðinga og annarra sérfræðinga um þátt hnatt- rænnar hlýnunar í gróðureldunum og fyrir vikið er þjóðin klofin í málinu. Þótt takist hafi að ráða niður- lögum elda á stöku stað og halda þeim í skefjum annars staðar er ljóst að engin tök eru á því að slökkva þá alla á næstu vikum eða jafnvel mán- uðum. Harmleikur er í gangi í Ástr- alíu sem áhrif mun hafa á mannlíf og atvinnulíf þar um langan tíma. Brunastækja í loftinu og ekki sést til sólar Íslendingar búsettir í Ástralíu eru yfir 500 að tölu samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar. Á vef Þjóðskrár má sjá að yfir eitt þús- und manns búsettir í Ástralíu eru með íslenska kennitölu og hafa þannig einhver tengsl við land og þjóð. Fjöldi Íslendinga í Ástralíu skýrist af miklum flutningum þangað á kreppuárunum hér í lok sjöunda áratugarins. Þá buðu ástr- ölsk stjórnvöld innflytjendum fjár- hagslega aðstoð á sama tíma og atvinnuástand var mjög slæmt á Íslandi. Síðar fluttu Íslendingar þangað af ævintýraþrá og vegna ástralskra maka. Íslendingar í Ástralíu eru mjög dreifðir um þetta stóra land. Stór hluti býr í Vestur-Ástralíu í og í kringum borgina Perth og einnig í stórborg- unum Melbourne og Sydney. Þúsund með íslenska kennitölu UM 500 ÍSLENDINGAR BÚSETTIR Í ÁSTRALÍU AFP Gróðureldar Gífurlegt tjón hefur orðið í hamförunum í Ástralíu á und- anförnum vikum. Hér er herþyrla á flugi yfir bænum Eden. Inga Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.