Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 32
Kvartettinn Smekksatriði kemur
fram á Kex Hosteli í kvöld kl. 20.30
á fyrstu tónleikum KexJazz-
tónleikaraðarinnar á nýju ári sem
hóf göngu sína með vikulegum tón-
leikum í ársbyrjun 2012. Sveitina
skipa Magnús Trygvason Eliassen á
trommur, Valdimar Kolbeinn Sigur-
jónsson á kontrabassa, Tumi Árna-
son á saxófón og Rögnvaldur Borg-
þórsson á gítar. Spila þeir frum-
samda tónlist í bland við lög eftir
W. Shorter. Aðgangur er ókeypis.
Fyrstu KexJazz-tón-
leikar ársins í kvöld
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Keflavík er aðeins tveimur stigum á
eftir toppliði Stjörnunnar í Dom-
inos-deild karla í körfubolta eftir
95:84-sigur á Tindastóli á heima-
velli í gærkvöldi. Stjarnan er á
toppnum með 20 stig, Keflavík í
öðru með 18 stig og Tindastóll og
Njarðvík í þriðja og fjórða sæti með
16 stig hvort. Íslandsmeistarar KR
koma næstir með 14 stig. »27
Keflavík eltir Stjörn-
una eins og skugginn
ÍÞRÓTTIR MENNING
Viðar Örn Kjartansson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, gæti verið á
förum frá Rússlandi í þessum
mánuði. Þar er hann samnings-
bundinn Rostov en leikur þetta
tímabil með Rubin Kazan sem
lánsmaður. Bæði liðin eru í rúss-
nesku úrvalsdeild-
inni. Viðar sagði
við Morgunblaðið
í gær að staðan
væri dálítið flókin
hjá sér en stað-
festi að áhugi
væri fyrir
hendi frá
félögum í
Tyrklandi,
Svíþjóð og
fleiri lönd-
um. »26
Viðar Örn líklega á
förum frá Rússlandi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í tiltekt í höfuðstöðvum Eimskips í
Sundahöfn að undanförnu hafa ýmsir
hlutir eins og morstæki og gömul
reiknivél úr þýsku gæðastáli komið í
leitirnar í geymslum og skúma-
skotum. Ýmislegt fer í endurvinnslu,
eins og til dæmis möppur og tölvur,
og til stendur að gera öðrum hlutum
hærra undir höfði en verið hefur en
ekki eru öll kurl komin til grafar.
Miklar breytingar standa yfir hjá
Eimskipi í þeim tilgangi að blanda
mismunandi vinnuhópum saman,
bæta vinnuumhverfið og stytta boð-
leiðir. Sameina á vinnuaðstöðu þannig
að öll skrifstofustarfsemi höfuðstöðv-
anna verður í Vöruhótelinu. „Við er-
um að flytja allt út úr Sundakletti inn
í Vöruhótelið í þeim tilgangi að búa til
nýjan, dínamískan, opinn og nútíma-
legan vinnustað og stefnum að því að
vera eins pappírslaus og við mögu-
lega getum,“ segir Sigríður Guð-
mundsdóttir, mannauðsstjóri Eim-
skips á Íslandi. Fyrsti starfshópurinn
í Vöruhótelinu hefur verið fluttur í
Sundaklett til bráðabirgða á meðan
verið er að breyta aðstöðunni á fyrr-
nefnda staðnum. Gert er ráð fyrir að
fyrsti hópurinn flytji inn í nýju að-
stöðuna í mars nk. og að sameining-
unni verði lokið í júní. Þá verða um
200 starfsmenn í sama rými en þeir
hafa verið til um helminga á tveimur
stöðum. „Húsnæðið hefur ekki verið
sérstaklega vel nýtt en þegar veggir
hafa verið teknir niður og öllum
einkaskrifstofum breytt í fundar-
herbergi eða aðra vinnuaðstöðu verð-
ur nægt rými fyrir alla,“ segir Sigríð-
ur.
Um 1.000 möppur í Múlalund
Áður en hafist var handa voru hug-
myndir um pappírslausa vinnslu
kynntar starfsfólki. Síðan tók við til-
tektarvika og þá kom ýmislegt í ljós á
skrifstofum og í geymslum. „Við höf-
um alla tíð haldið sögunni til haga og
ekki hent neinu sem henni tengist,“
segir Sigríður og leggur áherslu á að
Eimskip eigi merka muni, sem ættu í
raun heima á safni. Í því sambandi
bendir hún á að vísir að safni sé á
þremur stöðum í höfuðstöðvunum og
hugsanlega eigi eftir að endur-
skipuleggja safnrýmið. „Það kom
skemmtilega á óvart að sjá hluti sem
hafa verið varðveittir eins og til dæm-
is gamla reiknivél og morstæki fyrir
utan gríðarlegt magn af pappír, en
við höfum farið með rúmlega 7.000
kíló af pappír í endurvinnslu. Múla-
lundur hefur fengið um 1.000 plast-
möppur frá okkur og þær eru þegar
komnar í endurvinnslu og hafa fengið
nýtt líf.“ Hún bætir við að í tengslum
við flutningana þurfi að endurnýja
tölvubúnað að hluta og umhverfis-
hópur fyrirtækisins sé þegar farinn
að huga að því hvort og hvernig megi
endurnýta gamla búnaðinn.
Sigríður segir að starfsfólkið sé
spennt fyrir breytingunum. „Dreifing
starfsfólks á mörgum stöðum getur
skapað ýmsar áskoranir og samein-
ingin hjálpar okkur að búa til öflugri
og kraftmeiri vinnustað.“
Eimskip Sigríður Guðmundsdóttir við safn sögufrægra og verðmætra muna í höfuðstöðvunum.
Gersemar í leitirnar
Skrifstofustarfsemi höfuðstöðva Eimskips sameinuð
Vísir að safni merkra muna á þremur stöðum