Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Á fundi Norður-Atlantshafsráðsins, sem sendi- herrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) skipa, voru Íranar hvattir til að forðast frekari ofbeldisverk og ögranir. „Á fundi okkar hvöttu aðildarríkin til still- ingar og að dregið yrði úr spennu. Ný hern- aðarátök væru í engra þágu,“ sagði Jens Stol- tenberg, framkvæmdastjóri NATO, eftir fundinn í Brussel í gær. Boðað var til fundarins vegna óveðursskýja, sem hafa hrannast upp í Miðausturlöndum eftir að Bandaríkjamenn réðu Qasem Soleimani, einn valdamesta herstjóra Írans, af dögum í lok síð- ustu viku. Á blaðamannafundi lagði Stoltenberg áherslu á, að þetta hefði verið ákvörðun Banda- ríkjamanna en sagði jafnframt, að sendiherr- arnir hefðu ítrekað áhyggjur sínar af framferði Írana í Miðausturlöndum. „Við höfum nýlega séð stigmögnun aðgerða af hálfu Írana, þar á meðal árás á olíustöðvar Sádi- Arabíu og að bandarískur dróni var skotinn nið- ur,“ sagði hann. Tilkynnt var einnig í gær að utanrík- isráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins myndu koma saman í Brussel á föstudag til að ræða ástandið á svæðinu. Þá mun Angela Mer- kel, kanslari Þýskalands, eiga fund með Vladím- ír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu síðar í vik- unni um málið. Andspyrnuöfl sameinuð Soleimani verður jarðsettur í dag í Kerman, heimabæ sínum í Íran. Útför hans fór fram í höf- uðborginni Teheran í gær og sagði íranska rík- issjónvarpið að margar milljónir manna hefðu komið saman á götum úti til að syrgja. Ali Khamenei, æðsti leiðtogi landsins, stýrði athöfn- inni og felldi tár yfir kistu Soleimanis. Sérfræðingar, sem AFP-fréttastofan ræddi við í gær, sögðu að drápið á Soleimani, sem átti að draga úr áhrifum og umsvifum Írana í Mið- austurlöndum, virðist hafa haft þveröfug áhrif og orðið til þess að auka samtökum hliðhollum Írönum þrótt í andspyrnu gegn Bandaríkjunum. „Árásin sameinaði andspyrnuöflin og leiddi til þess að nú er aðalmarkmið þeirra að berjast gegn Bandaríkjunum,“ hefur AFP eftir Qassem Qassir, líbönskum sérfræðingi í íslömskum sam- tökum. „Drápið var hernaðarleg mistök og mun kalla á viðbrögð á öllu svæðinu – ekki aðeins í Írak,“ sagði Qassir. Bandaríska dagblaðið New York Times segir að það hafi komið embættismönnum og örygg- isráðgjöfum Donalds Trumps Bandaríkja- forseta í opna skjöldu að hann skyldi ákveða að gerð yrði árás á Soleimani sl. föstudag. Hernaðarráðgjafar forsetans hefðu lagt fram nokkra kosti sem viðbrögð við ofbeldisverkum herskárra hópa, hliðhollra Íran, í Írak að und- anförnu, þar á meðal að Soleimani yrði ráðinn af dögum, en ekki talið að Trump myndi velja þann kost þar sem of langt væri gengið með því. Blaðið segir að Trump hafi hafnað því 28. des- ember sl. að Soleimani yrði ráðinn af dögum. En tæpri viku síðar, eftir að hafa horft á sjónvarps- fréttir af árásum á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad, hefði hann skipt um skoðun og fyr- irskipað árásina. „Æðstu yfirmenn Pentagon voru agndofa,“ segir í frétt New York Times. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa gagn- rýnt harðlega að Trump hafi tekið þessa ákvörðun án þess að ráðfæra sig við þingið. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði í bréfi til þingmanna í gær að lögð yrði fram þingsályktunartillaga á næstu dögum, sem hefði það að markmiði að takmarka svigrúm forsetans til að grípa til hernaðaraðgerða gagn- vart Íran. Verð á hráolíu hefur hækkað um rúmlega 5% í kjölfar loftárásarinnar á Soleimani og fór verð á olíutunnu yfir 70 dali á heimsmarkaði í gær í fyrsta skipti í fjóra mánuði. Þá hækkaði verð á gulli og hefur ekki verið hærra frá árinu 2013. Íranar hvattir til að sýna stillingu  Ný hernaðarátök væru í engra þágu, sagði framkvæmdastjóri NATO eftir neyðarfund í gær Hæstiréttur Danmerkur dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að skrifa athugasemd á samfélagsvef- inn Facebook þar sem hann fagnaði hryðjuverkaárás í London árið 2017. „Sá sem þetta gerði á skilið heið- ursmerki,“ skrifaði maðurinn. Þetta taldi rétturinn brjóta gegn hegning- arlagaákvæði sem fjallar um stuðn- ing við hryðjuverk. Maðurinn slapp með áminningu þegar málið var fyrst tekið fyrir í héraðsdómi í Randers. Ákæruvaldið áfrýjaði þeirri niðurstöðu og Vestri Landsréttur dæmdi manninn í 30 ára skilorðsbundið fangelsi og til að gegna samfélagsþjónustu. Þeim dómi áfrýjaði maðurinn til hæsta- réttar, sem féllst á að taka málið fyr- ir og staðfesti dóm landsréttar í meginatriðum. Fram kemur í frétt Ritzau að tíu athugasemdir hafi verið gerðar við facebookfærslu mannsins. Þá fékk hún tvö „læk“. AFP Samúð Mannfjöldi utan við mosku í London árið 2017 eftir að maður ók bíl á vegfarendur með þeim afleiðingum að einn lét lífið og 11 særðust. Dæmdur fyrir að fagna hryðjuverki  Málið fór fyrir hæstarétt Danmerkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.