Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
✝ Helgi Skúlasonhúsasmíðameist-
ari fæddist á Heiði á
Rangárvöllum 26.
febr. 1945. Hann lést
á Höfða, hjúkrunar-
og dvalarheimili,
Akranesi hinn 17.
des. 2019 eftir lang-
an og erfiðan sjúk-
dómsferil heila-
bilunarsjúkdómsins
Lewy Body. For-
eldrar Helga voru hjónin Ingi-
gerður Oddsdóttir, f. 28. mars
1923, d. 31. jan. 2010, og Skúli
Jónsson, f. 24. sept. 1919, d. 14.
júlí 1988. Þau voru bændur á
Hróarslæk á Rangárvöllum.
Systkini Helga eru Guð-
mundur vörubílstjóri á Hellu, f.
30. jan. 1947; Ragnheiður hús-
móðir á Hellu, f. 23. ágúst 1948;
Sólveig Jóna kennari á Húsavík,
f. 23. júlí 1951; Þóroddur starfs-
maður Íslandslyftna, búsettur á
Akranesi, f. 26. apríl 1954. Þá
átti Helgi bróður, samfeðra,
Gísla Leif, f. 20. des. 1944, fórst
í sjóslysi 10. júlí 1980.
Helgi flutti með foreldrum
sínum að Hróarslæk á Rang-
árvöllum þegar hann var
tveggja ára og ólst þar upp.
Hann lauk fullnaðarprófi frá
Strandaskóla og unglingaprófi
frá Héraðsskólanum á Skógum
1) Halldóra Gyða Matthíasd.
Proppé, framkvæmdastjóri á
velferðarsviði Reykjavíkur-
borgar, f. 20. júní 1969, maður
hennar er Óli Sv. Hallgrímsson
kjötiðnaðarmaður, f. 15. mars
1968. Þau eiga Kristófer Björn
verslunarm., f. 15. apríl 1993,
unnusta hans er Hekla Diljá
Hlynsdóttir háskólanemi, fædd
29. sept. 1994. 2) Jóhannes Fr.
Matthíasson flugvirki, f. 26.
ágúst 1974.
Helgi byggði fjölmörg hús og
mannvirki á starfsævi sinni,
bæði á höfuðborgarsvæðinu og
úti á landi. Hann vann ýmist
með öðrum í faginu eða í eigin
nafni. Helgi og Fríða bjuggu í
Löngumýri í Garðabæ í húsi
sem Helgi byggði 1991 en síð-
asta eitt og hálft árið dvaldi
hann á Höfða, hjúkrunar- og
dvalarheimili á Akranesi.
Helgi var mikill áhugamaður
um stangveiði. Hann var einn
af stofnendum Hvítármanna
1988, félags um veiði við Odd-
geirshóla í Hvítá eystri. Helgi
sá um byggingu og umsjón
veiðihúss á staðnum. Þá spilaði
hann bridge í áraraðir, æfði
með Bridgefélagi Breiðholts og
tók þátt í fjölmörgum mótum.
Auk þessa var hann mikill
áhugamaður um ýmsar íþrótta-
greinar, sérstaklega bolta-
greinar.
Útför hans fer fram frá Vída-
línskirkju í Garðabæ í dag, 7.
janúar 2020, klukkan 13.
vorið 1963. Hann
flutti síðan til
Reykjavíkur, fór á
námssamning í
húsasmíði 1. febr.
1964 hjá Ingva E.
Valdimarssyni
húsasmíða-
meistara og lauk
sveinsprófi frá
Iðnskólanum í
Reykjavík 5. júní
1968. Helgi fór
síðar í meistaranám í sinni
grein og hlaut meistarabréf 14.
maí 1975.
Helgi kvæntist 3. júní 1972
Elsu Aðalsteinsdóttur, f. 7.
október 1948. Þau skildu en hún
lést 5. febr. 2001. Þeirra sonur
er Helgi Skúli forstjóri Íslands-
lyftna, f. 18. des. 1971. Helgi
Skúli er kvæntur Ölrúnu Marð-
ardóttur kennara, f. 5. maí
1971. Þeirra börn eru: Hlín há-
skólanemi, f. 18. febr. 1996.
Hún er í sambúð með Aroni
Inga Steingrímssyni, umsjón-
armanni vefverslunar, f. 26. júlí
1995; þau eiga soninn Aron Leó,
f. 24. des. 2018; Hafþór nemi, f.
1. des. 2001, og Harpa nemi f.
16. jan. 2006.
Síðari kona Helga er Fríða
Proppé íslenskufræðingur, f.
20. apríl 1949, en þau giftu sig
11. apríl 1992. Börn Fríðu eru:
Afi Helgi eins og Kristófer
kallaði hann alltaf var mjög góð-
ur afi, eiginmaður, faðir og
stjúpfaðir. Hann var rólegur, yf-
irvegaður og einstaklega hand-
laginn og vandvirkur. Hann tal-
aði ekki af sér, en það sem hann
sagði var alltaf vel úthugsað og
hann gat verið mjög hnyttinn og
orðheppinn og brosmildur var
hann alla tíð.
Hann brosti allan hringinn
þegar hann fór í vöðlurnar sínar
og var kominn út í á með veiði-
stöngina. Hann var líka mjög
fiskinn, enda með þolinmóðari
mönnum sem ég hef kynnst og
það krefst þolinmæði að bíða
eftir þeim stóra.
Við Óli vorum um tíma fé-
lagar í Hvítármönnum og veidd-
um í Hvítá með Helga, mömmu
og félögum. Auk þess fórum við
stundum og hittum Helga og
mömmu þegar þau áttu veiði-
helgi í ánni. Það var svo fallegt
að fylgjast með þeim stunda
þetta sameiginlega áhugamál. Í
seinni tíð eftir að Helgi veiktist
smíðaði hann sjálfur stæði undir
stól sem var komið fyrir í miðri
á, svo hann gæti haldið áfram
að veiða, þrátt fyrir veikindin.
Þegar Kristófer var bara
nokkurra mánaða gamall fórum
við með Helga og mömmu í
Kiðjaberg að veiða og þar veiddi
Helgi laxa sem voru lengri en
Kristófer, engar ýkjur, það eru
til myndir af þeim á filmu.
Helgi var mikið náttúrubarn
enda alinn upp í sveitinni á Hró-
arslæk. Helga fannst algjör
óþarfi að fara til útlanda því það
var svo margt fallegt að skoða
og sjá á Íslandi. Við Óli og
Kristó fórum þó í yndislega og
eftirminnilega ferð til Flórída
með Helga og mömmu, Jóa
bróður og afa og ömmu þegar
mamma varð 50 ára.
Helgi var einstaklega góður
afi og þolinmóður og hafði alltaf
tíma til að hlusta á og leiðbeina
barnabörnunum sínum. Eitt
sinn fannst afa Helga Kristófer
hafa safnað of síðu hári. Hann
bauð í hárið á Kristó sem var
reyndar harður í horn að taka,
en úr varð að afi Helgi keypti
hárlokkana og bjó til úr þeim
margar góðar veiðiflugur. Helga
tókst svo að sjálfsögðu að veiða
fisk á fluguna, sem hann nefndi
Kristófer.
Helgi var alltaf boðinn og bú-
inn að aðstoða okkur Óla. Hann
var húsasmíðameistari af gamla
skólanum, þar sem nákvæmni
og vandvirkni var höfð að leið-
arljósi. Hver einasti sentímetri
skipti máli og það átti að hlaða
milliveggi en ekki nota eitthvert
nýtísku gifs þegar hús voru
byggð. Við vorum einstaklega
heppin að eiga Helga að þegar
við keyptum fokhelda parhúsið
okkar í Víðiásnum 2001. Helgi
var húsasmíðameistarinn okkar
og hann hjálpaði okkur að hlaða
alla milliveggi, múra, flísaleggja
og pússa. Hann hjálpaði okkur
líka að smíða veggi og palla í
garðinum. Helgi hafði líka að-
stoðað okkur við breytingar í
Lyngmóunum og Suðurhvammi
þar sem við bjuggum áður.
Það er mjög erfitt fyrir svona
sterkan, duglegan og kláran
mann, sem elskaði að leysa su-
doku og spila bridds að fá þenn-
an hræðilega heilabilunarsjúk-
dóm sem hann barðist við um
árabil. En hann fékk sem betur
fer mjög góða umönnun, fyrst
hjá mömmu og síðar á Hjúkr-
unarheimilinu Höfða á Akra-
nesi.
Við fjölskyldan kveðjum
elsku Helga með miklu þakklæti
og söknuði og biðjum honum
Guðs blessunar á þeim stað sem
við eigum öll vísan.
Halldóra Gyða
Matthíasdóttir Proppé,
Óli og Kristófer.
Í dag kveðjum við skólabróð-
ur minn og vin okkar hjóna,
Helga Skúlason húsasmíða-
meistara. Kynni okkar Helga
hófust í Skógaskóla haustið
1962, er við ásamt fleirum urð-
um borðfélagar í matsal skól-
ans. Helgi hafði þá þegar tekið
út líkamsþroska á við fullorðinn
mann, sterkur og stæðilegur.
Fljótlega tókum við smágerðu
píslirnar eftir því að Helgi var
nokkuð stórhentur, en hand-
astyrk hans áttum við eftir að
finna fyrir og njóta seinna meir.
Handtakið fasta, en hlýja,
trausta og innilega, var eitt af
einkennum Helga, mörgum
minnisstætt, og bar vott um vin-
áttu og tryggð.
Íþróttalíf skólans var með
miklum blóma, einkum knatt-
spyrna. Helgi var ekki endilega
þannig innstilltur íþróttalega að
sögur færu af afburðum. Hann
lék knattspyrnu í liði „Blönd-
unnar“ sem var kappsamlega
drifið áfram af öðrum borð-
félaga okkar, Eyþóri Steinssyni.
Blandan var samsett úr hópi
leikmanna allra bekkja. Leik-
skipulag hafði minni forgang en
í bekkjarliðum okkar hinna. Oft
spilaðist kös á móti kös, sem
nokkurn tíma tók að leysa, og
markmenn stóðu löngum sem
styttur. Þótt hæglátur væri var
stutt í prakkarann í Helga, en
þéttur fyrir í sinni stöðu og
stundum erfitt að komast
framhjá. Færi svo var hann óð-
ar kominn til baka, ekki endi-
lega til að ná boltanum, heldur
beita höndunum góðu, svo and-
stæðingurinn færi ekki lengra ...
Í uppstillingu á aukaspyrnum
átti Helgi til að rétta leikmanni
höndina, halda fast, og spyrja
jafnvel í leiðinni um ætterni eða
fréttir líðandi stundar. Sá and-
stæðingur gerði ekki mark á
meðan ...
Í forföllum minnist ég afleys-
ingar í marki Blöndunnar. Óum-
flýjanlegt var hátt tveggja tölu
tap. Athyglisvert lið Blandan ...
ég segi nú ekki meir! En þetta
átti eftir að breytast. Helgi
gerðist síðar áhugamaður um
enska boltann og fylgdist með
leikjum og öðrum íþróttagrein-
um. Laxveiðimaður var hann
lunkinn og stoltur sýndi hann
okkur myndir af góðum afla og
veiðitækjum. Hásætið, veiðistól-
inn þarfa, staðsettu þau hjón í
veiðiánni og kom hann að góð-
um notum eftir að fötlun ágerð-
ist.
Helgi var húsasmíðameistari.
Við byggingu húss okkar var val
á verktaka auðvelt. Ég minnist
máltöku í sökklinum, þar sem
mér fannst fárra cm skekkja
ekki skipta máli. Helgi benti
mér góðfúslega á að hér væri
„ekkert hérumbil“; skekkjan
gæti skipt talsverðu máli er í
risið væri komið. Nákvæmt
skyldi það vera að hætti meist-
arans, og verkið unnið af mynd-
arskap.
Þessar minningar og aðrar
fleiri kölluðu fram einlæga bros-
ið og glettið augnaráðið hans
Helga er við nokkrir skólafélag-
ar hans úr Skógaskóla vorum
svo lánsamir að koma að í heim-
sóknum okkar á Höfða á Akra-
nesi, hjúkrunar- og dvalarheim-
ilið sem veitti Helga fyrir-
myndar atlæti og hann lét í ljósi
að þar liði honum svo vel.
Starfsfólk Höfða á allar þakkir
skildar fyrir umönnun. Kær
samúð til aðstandenda og Fríðu
eiginkonu Helga, sem studdi
hann ætíð af alúð til hinstu
stundar. Blessuð sé minning
Helga Skúlasonar.
Þökkum samfylgdina vinur.
Margrét Jóna og Þorberg.
Helgi SkúlasonHaustið 2015 hittumst við í Laug-arnesskóla, fengum tækifæri til
að skoða nýbygginguna og rifja
upp gamlar minningar.
Nemendahópurinn í 8 ára B
haustið 1960 átti eftir að breytast.
Sumir fluttu og fóru í aðra skóla
og aðrir bættust við en allir hafa
haldið tryggð við hópinn.
Við kveðjum Jón Frey með hlý-
hug og virðingu og þökkum fyrir
jákvæð áhrif hans á líf okkar.
Við sendum Matthildi og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd B-bekkjarins,
Hafdís og Jónína Vala.
Enn er höggvið skarð í raðir
máttarstólpa Svansins. Jón Freyr
Þórarinsson, fyrrverandi formað-
ur Svansins, lést hinn 21. desem-
ber sl. eftir langvinn veikindi.
Fallinn er góður félagi.
Hjónin Jón Freyr og Matthild-
ur voru ómetanlegar driffjaðrir í
foreldrastarfinu, þegar unglinga-
deild Svansins var stofnuð árið
1976. Jón Freyr var formaður for-
eldrafélagsins og varð síðan for-
maður Svansins 1978, þegar ung-
lingadeildin sameinaðist
aðalsveitinni. Mikill kraftur var í
starfi sveitarinnar á stjórnarárum
Jóns Freys. Meðal annars var far-
ið í tónleika- og skemmtiferðir til
Danmerkur og Noregs, þar sem
Jón Freyr og Matthildur, ásamt
öðrum foreldrum, hugsuðu um
hópinn af hlýju og festu. Jón
Freyr var einnig mikill áhuga-
maður um ljósmyndun og eru
mörg dýrmæt augnablik úr sögu
Svansins á síðustu áratugum
varðveitt í myndum hans.
Starf Jóns Freys á mikilvæg-
um mótunarárum sveitarinnar
var ómetanlegt og stendur Svan-
urinn í ævarandi þakkarskuld við
hann vegna þeirrar óeigingjörnu
vinnu.
Við sendum Matthildi og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur vegna fráfalls þessa mikla
öðlings.
F.h. Lúðrasveitarinnar Svans,
Snorri Valsson formaður.
Jón Freyr var kennarinn minn.
Auðvitað hef ég lært margt
skemmtilegt og merkilegt af öðr-
um kennurum síðar á ævinni, en
það sem ég lærði undir hans
verndarvæng fyrir löngu var það
mikilvægasta af öllu og í raun for-
senda annars náms. Ég lærði þá
og skildi að skóli gat verið góður
staður, griðastaður þar sem mér
leið vel, þar sem ég hafði þátt-
tökurétt og tilverurétt.
Heimili mitt, fjölskylda og vinir
höfðu veitt mér öruggt og hlýtt
skjól í bernsku, en stóri heimur-
inn var mér kaldur og mótdræg-
ur. Ég var eitt af þessum börnum
sem skima yfir skólalóðina eftir
felustað í hverjum frímínútum.
Orðið einelti var ekki komið í
notkun þá, það var talað um að
krökkum væri strítt og flestum
fannst að slíkt ætti maður bara að
hrista af sér. En þegar ég loks
sagði frá var ég tekin alvarlega og
mér var komið í öruggt skjól. Ég
fékk að skipta um skóla og fara í
bekkinn hans Jóns Freys.
Það er ekki einfalt mál fyrir
ungan kennara að taka við barna-
hópi sem telur á þriðja tug ólíkra
einstaklinga og gera úr honum
gott og heilbrigt samfélag. Það
tekst ekki nema með mikilli vinnu,
innsæi og virðingu fyrir hverjum
og einum. Hópurinn sem tók á
móti mér var þegar mótaður af
vinnubrögðum Jóns Freys. Þau
kunnu að vinna saman, leika sam-
an, dansa saman og syngja saman.
Og þau kunnu líka að taka á móti
nýjum meðlimi, taka utan um mig
og leyfa mér að vera með. Kviðinn
vék fyrir gleði og vinabönd mynd-
uðust sem aldrei hafa slitnað.
Skóladagarnir okkar einkennd-
ust sannarlega ekki af stagli eða
eyðufyllingavinnu. Við lærðum að
nýta hugmyndaflugið og vinna
sjálfstætt, gerðum vinnubækur,
kynningar, spurningaleiki. Skóla-
starfið einkenndist af virðingu,
samvinnu, sköpunarkrafti og heil-
brigðum metnaði. Listir voru eðli-
legur og sjálfsagður hluti daglegs
starfs; hver skóladagur hófst með
söng og stundum lauk honum
með dansi. Ekkert okkar leiddi
hugann að því hversu mikil vinna
lá að baki hverjum degi sem við
nutum svo mjög, það var ekki fyrr
en ég var sjálf við kennslu sem ég
skildi að vinnustundirnar hans
Jóns Freys hafa verið margfalt
fleiri en nokkrir samningar sögðu
til um. Í þeim var ekki gert ráð
fyrir ljósmyndaklúbb eða dans-
kennslu, leiklistaræfingum og
bekkjarferðum. En með þrot-
lausri elju og af innsæi og kær-
leika tókst honum að laða fram
það besta í hverjum og einum og
um leið að skapa sterkan og sam-
heldinn hóp.
Það er stundum talað um að
einhver sé kennari af guðs náð.
Um kennslu eru til mikil fræði og
góð og Jón Freyr var vel heima í
þeim. En sá neisti sem gerði hann
að frábærum kennara tendraðist
af gleðinni og kærleikanum sem
hann bar innra með sér og tókst
að miðla til okkar. Ég kveð Jón
Frey, kennarann minn, með trega
og af hjartans þökk, en gleymi
aldrei.
Ragnheiður Gestsdóttir.
Kveðja frá Barnavina-
félaginu Sumargjöf
Í dag kveðjum við góðan félaga
okkar til margra ára, Jón Frey
Þórarinsson, sem starfaði með
okkur í stjórn Barnavinafélagsins
Sumargjafar um langt skeið og
leiddi starfið sem formaður
stjórnarinnar í áratugi.
Félagið var stofnað árið 1924 í
því skyni að bæta hag barna í
Reykjavík. Fyrstu áratugina
hafði félagið það meginverkefni
að stofna og reka leikskóla og
dagheimili fyrir börn í Reykjavík
og var brautryðjandi á því sviði
hér á landi. Í fyrstu voru skólarn-
ir í eigu Sumargjafar en smám
saman tók Reykjavíkurborg
stærri þátt í stofnun og byggingu
þeirra og afhenti þá Sumargjöf til
rekstrar. En þar kom þó, árið
1978, að Reykjavíkurborg yfirtók
reksturinn alfarið, þar á meðal
rekstur þeirra leikskóla sem voru
og eru í eigu Sumargjafar, sem
borgin tók á leigu.
Jón Freyr tengdist félaginu
fyrst með því að taka að sér ýmis
verkefni, til dæmis í tengslum við
hátíðahöld á sumardaginn fyrsta
og við undirbúning 50 ára afmælis
félagsins 1974. Sumarið 1974 varð
hann fulltrúi Reykjavíkurborgar í
stjórn félagsins og varaformaður
stjórnar og sat í stjórninni til árs-
loka 1978, þegar borgin hafði að
fullu yfirtekið reksturinn. Hann
sinnti þó áfram verkefnum fyrir
félagið, til dæmis í byggingar-
nefnd nýrrar Grænuborgar sem
reist var á Skólavörðuholti.
Yfirtaka Reykjavíkurborgar
fól í sér gerbreytingu á verkefn-
um Sumargjafar. Þetta voru mikil
viðbrigði og kom fyrst ákveðin
lægð í starfsemina. Ljóst var að
félagið þyrfti að finna sér nýjan
starfsgrundvöll, því að mönnum
var óljúft að leggja félagið niður
og afhenda eignir þess Reykja-
víkurborg. Af því varð þó ekki
sem betur fer og átti Jón Freyr
hvað stærstan þátt í því. Árið
1980 var hann kjörinn í stjórn og
varð um leið formaður félagsins.
Blés hann brátt nýju lífi í starf-
semina og mótaði starfið í sam-
vinnu við félaga sína í stjórninni
af sinni alkunnu ljúfmennsku og
yfirburðaþekkingu og yfirsýn
sem reyndur skólamaður til
margra ára. Undir hans leiðsögn
haslaði félagið sér völl sem
styrktaraðili margvíslegra verk-
efna sem tengjast börnum bæði
beint og óbeint, til dæmis með
þátttöku í Íslensku barnabóka-
verðlaununum, Íslensku upp-
lestrarkeppninni og árlegum
styrkveitingum til verkefna í
þágu barna svo eitthvað sé nefnt.
Jón leiddi starfið í stjórn Sum-
argjafar farsællega til ársloka
2017 þegar hann lét af störfum
sakir veikinda. Við félagar hans í
stjórninni þökkum honum af al-
hug samstarfið og sendum Matt-
hildi eiginkonu hans og fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd stjórnar Barna-
vinafélagsins Sumargjafar,
Kristín Hagalín Ólafsdóttir,
formaður.
Þegar ég var átta ára var ég
sett í B-bekkinn hjá Jóni Frey
Þórarinssyni í Laugarnesskóla.
Ekki grunaði mig þá hvílíkt æv-
intýri ég átti fyrir höndum og
skildi það heldur ekki til fulls fyrr
en mörgum árum síðar, hversu
mikil gæfa þetta var fyrir mig.
Hann átti eftir að kenna okkur að
dansa, vinna saman í hópverkefn-
um, halda fyrir okkur grímuböll,
setja upp leikrit og fara í ferðalög,
sem við söfnuðum fyrir, þannig að
í 12 ára bekk komumst við í
tveggja daga ferðalag inn í Þórs-
mörk. Hann kenndi okkur skák
og bridge og líka að taka myndir,
framkalla þær og stækka. Ég
undi mér vel í ljósmyndaklúbbn-
um og hef allar götur síðan haft
mikinn áhuga á ljósmyndun.
Hérna er aðeins drepið á það
helsta sem kemur upp í hugann
þegar ég hugsa til áranna hjá Jóni
Frey en margt fleira mætti upp
telja. Þegar hann fór að kenna B-
bekknum var hann kornungur,
nýútskrifaður kennari og hafði
greinilega mikinn áhuga á nýj-
ungum í kennslu. Hann var ein-
staklega þolinmóður og jákvæður
og hafði gríðarleg áhrif á okkur
nemendur sína, vil ég fullyrða.
Okkur þótti mjög vænt um
hann. Við stelpurnar ætluðum að
giftast manni eins og Jóni Frey
þegar við yrðum stórar og strák-
arnir sáu í honum hetjuna Gunn-
ar á Hlíðarenda, enda var Jón
Freyr ákaflega glæsilegur mað-
ur.
Ljós yfirlitum grannur og
spengilegur. Á liðnum árum höf-
um við hitt Jón Frey af og til og
B-bekkurinn syrgir nú góðan
kennara og vin.
Þegar Jón Freyr var í Kenn-
araskólanum kynntist hann Matt-
hildi, sveitastúlkunni frá Aðalvík
á Ströndum, en bæði höfðu þau
lært að dansa sem börn. Þau
kynntust í dansinum í Kennó,
voru virk í Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur og stunduðu dans-
inn alla tíð. Kepptu, og hrepptu
Íslandsmeistaratitla í dansi í sín-
um aldursflokki þegar þau voru
um fimmtugt. Um tíma kenndu
þau dans hjá Félagi eldri borg-
ara. Þau dönsuðu saman gegnum
lífið í bókstaflegri merkingu og
voru óþreytandi að halda merki
dansins á lofti. Jón Freyr sagði
mér svo fyrir nokkrum árum að
hann teldi dansinn mjög góðan
fyrir hjónabandið, sem er áreið-
anlega rétt.
Þau hjónin ákváðu að fara
snemma á eftirlaun, bæði til að
ferðast og til að sinna fjölmörgum
hugðarefnum sínum. Þau fóru
víða, meðal annars alla leið til
Víetnam og Kína, en draumastað-
urinn var á Látrum í Aðalvík, þar
sem þau áttu sumarbústað. Matt-
hildur safnaði þar fróðleik um
sögu staðarins en Jón Freyr tók
myndir.
Jón Freyr glímdi við erfið veik-
indi síðustu árin og þegar Vilborg
dóttir þeirra Matthildar féll frá
langt fyrir aldur fram, skömmu
fyrir jólin, hrakaði honum enn
meira og kvaddi þennan heim rétt
áður en jólahátíðin gekk í garð.
Hann var farsæll maður og af-
burðakennari. Ég votta Matt-
hildi, Þórólfi og allri fjölskyldu
Jóns Freys innilega samúð við
fráfall hans og þakka mínum frá-
bæra barnakennara að leiðarlok-
um fyrir allt sem hann gerði fyrir
mig. Blessuð sé minning hans.
Erna Indriðadóttir.
Fleiri minningargreinar
um Jón Freyr Þórarins-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.