Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma 40 ára Lillý er Reyk- víkingur, ólst upp í Árbæ en býr í Fossvogi. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er fréttamaður á Stöð 2. Maki: Vilhjálmur Vil- hjálmsson, f. 1982, hagfræðingur að mennt og vinnur í Íslandsbanka. Börn: Steinar Örn, f. 2010, Birkir Snær, f. 2013, og Guðrún Erla, f. 2017, Vilhjálms- börn. Foreldrar: Guðrún Erla Hafsteinsdóttir, f. 1959, og Pétur Ólafsson, f. 1956. Þau eru eigendur fyrirtækisins Iðnaðarlausnir og eru búsett í Garðabæ. Lillý Valgerður Pétursdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samkeppni og afbrýðisemi finn- ast í flestum fjölskyldum, líka þinni. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur af þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir freistast til að grípa til lygi til að forðast óþægindi. Fólk og tæki- færi sogast að þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki láta nota þig sem blóra- böggul. Þú ert sátt/ur við þitt og þarft ekki að hreykja þér af hlutunum. Þér er þó sama þótt aðrir geri það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þeir eru ófáir sem líta upp til þín en láttu það ekki stíga þér til höfuðs. Ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert í rauninni félagslynd/ur, hlý/r og umhyggjusöm/samur. Reyndu að komast til botns í hvað er að hrjá þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Kvöldið verður rólegt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu sem þú lendir í en þarft þó að taka á öllu sem þú átt. Haltu áfram á þeirri braut sem þú hefur verið á. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vilt endilega breyta rétt svo þú þarft að skoða allar hliðar á erfiðu máli. Allt dettur í dúnalogn í ástamál- unum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú vilt starfa með öðrum og tengjast þeim aðilum betur. Betur sjá augu en auga. Slepptu því að dansa í kringum gullkálfinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er ekki tími til þess að hafa uppi kröfugerð á hendur öðrum. Þú ert með mörg járn í eldinum og ert hvergi bangin/n. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert hissa á hversu margt þú átt enn eftir ólært. Þú ert framúr- stefnuleg/ur í hugsun og fólk á erfitt með að fylgja þér eftir þegar þú ferð á flug. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt margt mætti vera öðruvísi en það er núna hefurðu fulla ástæðu til að þakka það sem þú hefur. Heppnin verður förunautur þinn um mitt ár. dáleiðslu. Fyrsta námskeiðið okkar byrjar 31. janúar og við erum núna á fullu að gera allt klárt til að taka við fyrsta hópnum á þetta spennandi námskeið.“ Árið 1993 kynntist Jón sjálfboða- liðasamtökunum CISV (Alþjóðlegum sumarbúðum barna) og fór sem far- arstjóri fyrir fjögur 11 ára börn í sumarbúðir til Japan. „Ég heillaðist hjá fólki er venjulega vantrú því allt í einu kemur ekki þessi tilfinning sem það var vant að fá. Flestir koma til mín til að eiga við kvíða eða til að léttast. Ég hef sjálfur nýtt dáleiðslu töluvert frá því ég lærði hana fyrst, með dáleiðslu léttist ég um 30 kíló á einu ári. Með dáleiðslu er hægt að breyta því sem fólk vill og er tilbúið að breyta, dáleiðslan aðstoðar þá við að klára málið.“ Eftir að hafa lokið dáleiðslunámi 2011 tók Jón þátt í að stofna félag um dáleiðslu á Íslandi og 2017 var hann kjörinn formaður í Félagi dáleiðara og hefur sem slíkur staðið fyrir kynn- ingum og fyrirlestrum um dáleiðslu á Íslandi. Hann byrjaði að kenna dá- leiðslu árið 2015 og hefur verið aðal- kennari á dáleiðslunámskeiðum á Ís- landi síðan. Í Dáleiðsluskólanum Hugareflingu, daleidsluskolinn.is, kennum við nýtt dáleiðslunámskeið sem byggt er á erlendri fyrirmynd og þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur með rekstri á dá- leiðslumeðferðarstofu og kennslu í J ón Víðis Jakobsson er fæddur 7. janúar 1970 í Reykjavík. „Ég heiti í höf- uðið á ömmubróður mín- um, Jóni J. Víðis, en hann mældi meðal annars upp öll þorp á Íslandi, fjölmargar hafnir og vegi og var fyrsti maður á bíl yfir Sprengi- sand.“ Jón ólst upp í Laugarneshverfinu og gekk í Laugarnes- og Laugalækj- arskóla. Eftir samræmdu prófin fór hann í Verslunarskólann og útskrif- aðist þaðan sem stúdent 1990. „Ég vissi ekki hvað ég vildi gera eftir stúdentspróf, lærði að fljúga, byrjaði í tölvunarfræði í HÍ en endaði á vinnumarkaðnum sem tölvumaður að þjónusta bókhaldshugbúnaðinn ÓpusAllt hjá Íslenskri forritaþróun. Ég vann við það frá 1994-2000 þegar ég venti mínu kvæði í kross og gerð- ist töframaður enda ekki svo mikill munur á titlunum.“ Frá 2001 var aðalstarf Jóns að vera töframaður en hann var í hluta- starfi hjá Íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkur frá 2003-2015. Árið 2005 gaf hann út Töfrabragðabókina hjá JPV-útgáfu. „Ég stofnaði svo Hið íslenska töframannagildi – HÍT ásamt fleiri íslenskum töframönnum. Við völdum stofndaginn 29. febrúar 2007 sem er mjög töfrandi dagsetn- ing því hún er ekki til í dagatalinu. Ég var fyrsti forseti HÍT og stóð fyr- ir fjölmörgum töfrasýningum og að fá erlenda töframenn til Íslands.“ Jón hefur snúið sér í auknum mæli að dáleiðslu og opnar í dag Dáleiðslu- skólann Hugareflingu ásamt fleirum. „Ég lærði dáleiðslu árið 2011 að- allega til að bæta við mig sem töfra- maður en það sem kom mér á óvart var að dáleiðsla raunverulega virkar! Þetta snéri lífi mínu aftur og ég opn- aði fljótlega meðferðarstofu, Dá- leiðslumiðstöðina sem ég hef rekið síðan með góðum árangri. Það er gaman að verða vitni að því þegar fólk breytir því hvernig það bregst við, t.d. fólk sem er haldið loft- hræðslu og þarf ekki annað en að sjá mynd af hengiflugi til að líða illa en svo eftir dáleiðsluna sér það sömu eða sambærilega mynd og hræðslan lætur ekki á sér kræla. Viðbrögðin svo af starfsemi CISV að ég fór nokkrum sinnum sem fararstjóri með börn í sumarbúðir erlendis og var starfsmaður og búðastjóri í sumar- búðum á Íslandi og erlendis nokkrum sinnum. Ég var svo kosinn í stjórn CISV 1996 og var formaður félagsins og fulltrúi á erlendum vettvangi til 2003. Það fór allur minn frítími á þess- um tíma í CISV, en það opnaði fyrir mér marga nýja möguleika og aðra sýn á heiminn og í gegnum það á ég í dag vini í fjölmörgum löndum um allan heim.“ Jón hefur mikið verið í pappírsbroti (origami) og hélt sýningu á því 2013 í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg. „Ég safna líka höttum og á yfir 500 hatta af öllum mögulegum gerðum.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns er Regína Hrönn Ragnarsdóttir, f. 24.3. 1965, ferða- bloggari. Þau gengu í hjónaband 19.7. 2014 og eru búsett í Háaleitishverfi í Reykjavík. Foreldrar Regínu: Hjónin Jón Víðis Jakobsson, skólastjóri Dáleiðsluskólans Hugareflingar og töframaður – 50 ára Ljósmynd/Regína Hrönn Ragnarsdóttir Töframaðurinn Jón Víðis lætur Þalíu frænku sína svífa á samtals 99 ára afmæli bræðranna Jóns og Hlyns 29.12. sl. Opnar dáleiðsluskóla í dag Hjónin Jón Víðis og Regína Hrönn. 30 ára Helga ólst upp í Kópavogi, en býr í Norðurmýri í Reykja- vík. Hún er með BA- gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands. Helga er flugfreyja hjá Ice- landair, en er í fæðingarorlofi. Maki: Kristinn Steinar Kristinsson, f. 1989, verkfræðingur hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Ripple. Sonur: Bergur Kristinsson, f. 2019. Foreldrar: Guðlaug Ólafsdóttir, f. 1954, aðstoðarskólastjóri í Breiðagerðisskóla, og Geir Rögnvaldsson, f. 1949, kennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Helga Geirsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Bergur Kristinsson fædd- ist 23. júní 2019. Hann vó 2.660 g og var 49 cm að lengd. Foreldrar hans eru Helga Geirsdóttir og Kristinn Steinar Kristinsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.