Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Glitský sáust á himni víða um land um helgina. Hér blasir við útsýnið eins
og það var á sunnudag í Hrafnkelsdal, skammt fyrir utan Þórisstaði og
ekki langt frá bænum Vaðbrekku. Tvíhöfða bergrisa bar við himin, eða
eins og Sigurður Aðalsteinsson fréttaritari orðaði það þegar hann sendi
blaðinu myndina: „Stemningsmynd af trölli sem dagaði uppi í dagskím-
unni, undir dansandi glitskýjatrafi.“ Að sögn Sigurðar hefur bergrisinn
ekki fengið nafn, en hann stakk upp á Þrándi í Ennum, með vísan til þess
að skammt frá sé Þrándarstaðalækurinn, neðst í Ennunum svonefndu.
Þrándur í Ennum undir dansandi skýjatrafi
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð við myglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850Verð kr.15.960
Vatnsheldir
Kuldaskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Innbyggðir
broddar
í sóla
Verð 17.995
Stærðir 36 - 47
Bæjarlind 6 | sími 554 7030 | Við erum á facebook
Útsalan í fullum gangi
40-50% afsláttur
Landssamband hestamannafélaga (LH) skor-
ar á Alþingi að auka verulega framlög til reið-
vega og hvetja nefndarmenn í umhverfis- og
samgöngunefnd þingsins til að beita sér fyrir
að svo verði. Kemur þetta fram í umsögn LH
við þingsályktunartillögur um fjögurra ára og
fimmtán ára samgönguáætlun.
Gert er ráð fyrir 75-80 milljóna króna fram-
lagi á ári til reiðvega í þessum tillögum. Það
telja hestamenn ekki nóg og benda á að fram-
lögin hafi staðið í stað í mörg ár og því rýrnað
að verðgildi.
Vakin er athygli á mikilvægi hestamennsk-
unnar í ferðaþjónustunni og gjaldeyrisöflun.
„Hestamennska og hestatengd ferðaþjónusta
er að skapa þjóðarbúinu tuga milljarða kr. í
tekjur á ársgrundvelli og því nauðsynlegt að
hlúa að greininni eins og kostur er,“ segir þar.
Mikilvægt sé að aðskilja sem mest umferð
hesta og vélknúinna ökutækja af öryggis-
ástæðum, ekki aðeins fyrir hestamenn heldur
alla vegfarendur. Til að svo megi verða þurfi
aukið fjármagn í málaflokkinn.
Sjálfboðin vinna á móti fjármunum
Bent er á að reiðvegir hafi í gegnum árin
verið byggðir upp að verulegu leyti með frjálsu
vinnuframlagi hestamanna sjálfra auk fram-
laga frá ríki og sveitarfélögum. Talað er um
uppbygginguna sem krónu á móti krónu verk-
efni og lýsa hestamenn sig reiðubúna að bæta
enn frekar í, á móti auknum framlögum hins
opinbera.
„Hestamenn telja ekki rétt gefið þegar kem-
ur að framlögum hins opinbera til almennra
stíga, þ.e. reið-, hjóla- og göngustíga sem
flokkaðir eru svo í vegalögum. Reiðstígar hafa
orðið hér útundan og þarf að tvöfalda framlög
til þeirra hið minnsta frá því sem nú er,“ segir í
umsögn LH. helgi@mbl.is
Telja þörf á tvöföldun til reiðvega
Með þrettánd-
anum í gær er
jólahátíðinni
formlega lokið að
þessu sinni. Við
tekur þá tiltekt á
heimilum lands-
manna við að
koma skrautinu
og jólaljósunum í
kassa. Gervi-
jólatré fá svipaða
meðferð en annað gildir um lifandi
trén sem þarf að losa sig við á endur-
vinnslustöðvar. Hirðing þeirra trjáa
er víða komin á fullt en í stærri bæj-
um er mjög mismunandi hvort sveit-
arfélögin sjái um þá þjónustu,
íþróttafélög eða önnur samtök. Sum-
staðar þurfa eigendur trjánna að sjá
um það alfarið sjálfir að farga trján-
um.
Meðal þeirra sveitarfélaga sem
taka að sér að hirða trén næstu daga
eru Kópavogur og Mosfellsbær.
Svipuð þjónusta er t.d. á Akureyri
en þar er fólki einnig bent á að fara
með trén í sérstaka gáma sem komið
hefur verið upp við nokkrar versl-
anir í bænum. Reykvíkingar þurfa
að losa sig sjálfir við trén til Sorpu
eða að kaupa slíka þjónustu af
íþróttafélögunum.
Hirðing
jólatrjáa
fer á fullt
Jól Nú þarf að losa
sig við trén.
Þjónustan er mis-
munandi eftir bæjum