Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 ✝ Ólafur HalldórTorfason fædd- ist 28. júlí 1936 í Reykjavík. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 23. desember 2019. Foreldrar hans voru Torfi Þor- björnsson járn- smiður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1909, d. 1981, og Margrét Ólafsdóttir, f. 7. mars 1911, d. 2004. Systur hans eru Helga Þorbjörg, f. 29. júlí 1935, og Sesselja Stella, f. 30. maí 1944. Ólafur kvæntist 28. júní 1958 Margréti Sæmundsdóttur frá Selparti í Flóa, f. 28. janúar 1926, d. 20. maí 2015. Foreldrar hennar voru Sæmundur Jó- hannsson bóndi í Selparti, f. 2. maí 1893 í Lækjarbotnum Land- sveit, d. 1944, og Ólína Ásgeirs- dóttir húsmóðir, f. 19. febrúar 1898 í Djúpadal á Stokkseyri, d. 1936. Börn Ólafs og Margrétar eru: 1) Ragnheiður, f. 7. apríl 1956, gift Þórarni Th. Ólafssyni. Börn þeirra eru: Ágústa Margrét, í sambúð með Andy Brydon, þau eiga dóttur og son. Kristín Theódóra, hún á dóttur og son. Ólöf Halldóra, hún á eina dóttur dvaldi sem barn á bænum Ási í Melasveit, en á stríðsárunum tíðkaðist að senda börn úr borg- inni til sveita, var talið örugg- ara. Þar naut hann góðs atlætis og minntist ætíð hjónanna þar, Þorbjörns og Kristínar, með mikilli hlýju. Ólafur vann ýmis störf upp úr unglingsaldri, en síðan hjá Vegagerð ríkisins í 50 ár. Hann var vélamaður fyrri hluta starfsins en síðan umdæm- isstjóri Vegagerðarinnar í Barðastrandarsýslu og lauk starfsferlinum sem vegaeftir- litsmaður, síðast við símsvörun á upplýsingasíma Vegagerð- arinnar. Ólafur var mikill áhugamað- ur um verkalýðsmál og verka- lýðsbaráttu og sat um tíma í stjórn Dagsbrúnar. Síðar var hann í Verkstjórafélagi Reykja- víkur. Ólafur og Margrét kynntust í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau ferðuðust tals- vert, bæði innanlands og utan, bæði með börnum sínum og í hópi annarra. Ólafur varð fyrir miklum áföllum nú síðustu árin. Hann missti Margréti konu sína í maí 2015 og Kristínu dóttur sína í júlí 2016 eftir erfið veik- indi hennar. Síðustu árin stríddi Ólafur einnig við erfið veikindi og dvaldi frá vori 2018 á Hjúkr- unarheimilinu Eir þar sem hann lést. Útför Ólafs fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 7. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. og er í sambúð með Einari Storo. 2) Kristín Þor- björg, f. 13. maí 1959, d. 3. júlí 2016, gift Ingjaldi Ás- mundssyni, börn þeirra eru: Mar- grét Ósk, gift Guð- jóni Birgi Þór- issyni, þau eiga þrjár dætur. Ólaf- ur. Oddný Ása, í sambúð með Jakobi Nielsen Kristjánssyni, þau eiga tvo syni. Ásmundur, í sambúð með Aðal- björgu Sigurmundsdóttur og eiga þau eitt barn. 3) Ólína Margrét, f. 8. janúar 1961, gift Ásgeiri Þorkelssyni. Börn þeirra eru Ólafía Dögg, gift Boga Guðmundsyni, þau eiga þrjár dætur. Iðunn Ýr, gift Þórbergi Ólafssyni, þau eiga tvær dætur og son. Ásgeir Þór. 4) Torfi Jóhann, f. 13. apríl 1965, giftur Ásdísi Stefánsdótt- ur, börn þeirra eru Ólafur Hall- dór, giftur Kolbrúnu Ýri Ólafs- dóttur, þau eiga þrjá drengi. Kristín Helga, hún á son, Bald- vin Stein. Stefán Karel, í sam- búð með Elínu Sóleyju Reynis- dóttur. Ólafur ólst upp við Ásvalla- götu og hlaut hefðbundna skóla- göngu í Vesturbænum. Hann Þá er sjálfur kletturinn fallinn. Á sjálfu Þorláksmessukvöldi valdi hann að kveðja okkur saddur líf- daga í þessari jarðvist. Að und- anskildum nokkrum síðustu árum sínum átti hann harla gott líf, en slæm sykursýki og önnur áföll urðu honum afar erfið og leiddu að lokum til þessarar óumflýjan- legu niðurstöðu. Pabbi var alltaf hraustur, enda stór og mikill maður sem hvar- vetna var tekið eftir hvar sem hann fór. Hann fæddist í Reykja- vík og bjó þar alla sína tíð, en sálin var landsbyggðarmegin. Hann ann landinu mjög enda þekkti hann það vel og viðbrugðið var minni hans á fjalla- og bæjarnöfn um allt land. Pabbi vann hjá Vegagerðinni í fimmtíu ár og var í vinnuflokkum sem gistu í tjöldum, sem þótti bara gott, enda þekktist ekki ann- að. Vinnudagurinn var langur frá því snemma morguns og langt fram á kvöld og í brúarvinnu var flest borið á bakinu. Sumarfrí voru því upphaflega af mjög skornum skammti. Á svo löngum vinnuferli sem fimmtíu árum sá pabbi gríðarlegar tæknibreyting- ar verða í vegagerð, sem lýsa sér best í því að starfsævinni lauk hann við símsvörum á upplýsinga- síma Vegagerðarinnar og vann samhliða við tölvuvinnslu sem enginn hefði í sínum villtustu fantasíum látið sér koma til hugar á árum tjaldvistar og vegagerðar nánast á höndum. En aðbúnaður batnaði smám saman og með nýj- um og betri tækjum varð starfið ekki eins líkamlega erfitt og af- köst jukust. Vegna þessara löngu fjarvista pabba sáum við börnin oft á tíðum ekki mikið af honum en þá var það mamma sem sá um uppeldi okkar. En svo fór að fríin urðu fleiri og lengri og þá voru þau oft notuð til ferðalaga innanlands þar sem við öll vorum með. Var þá gist í tjaldi frá Seglagerðinni Ægi. Í þeim ferðum var landafræðin í háveg- um höfð og ekki dvalið allt of lengi í hverjum stað. Pabbi átti alltaf góða bíla og var með bílnúmerið R-3141. Við Þórarinn upplifðum það þegar við fengum Range Ro- verinn hans eitt sinn lánaðan í ferðalag norður í land að það voru alltaf einhverjir að veifa til okkar. Við áttuðum okkur svo á því að við vorum ekki þekkt, en það var aft- ur á móti bílnúmerið. Í huga pabba var stundvísi ein hin mesta dyggð og var hann óþreytandi að kenna okkur þá lexíu og mæta alls staðar alltaf tímanlega. Pabbi og mamma ferð- uðust líka allnokkuð til útlanda og nutu þess vel. Mér er vel minn- isstæð ferð sem við Þórarinn fór- um með þeim ásamt Lóu og Ás- geiri til Englands fyrir um tuttugu árum og leigðum okkur bát sem var ígildi sumarbústaðar og sigldum á ám og síkjum í Nor- folk í austurhluta landsins í ægi- fagurri náttúru. Ég sé hann enn í anda í hvítum hlýrabol með strá- hatt standandi í stafni að fylgjast vel með siglingunni. Passa að ekk- ert færi úrskeiðis. Nú að leiðarlokum þakka ég pabba alla hans greiðvikni og alúð við okkur fjölskylduna hér á Eyr- arbakka. Alltaf tilbúinn þegar einhvers þurfti við. Ekki síst við stelpurnar okkar þegar þær fóru að búa í Reykjavík vegna náms og ferðir á flugvöll þegar þær fóru að búa í útlöndum. Pabbi var hjarta- hlýr maður sem stóð með sínum. Hvíl í friði pabbi minn. Þín Ragnheiður. Amma og afi bjuggu lengi í Unufellinu, en þaðan eru okkar fyrstu minningar um afa. Þau bjuggu uppi á fjórðu hæð og það var því ansi vinsælt hjá okkur sveitabörnunum að fara út á altan og horfa niður þegar við komum í borgina, en þá fór höndin upp til áherslu, því það var stranglega bannað að fara út á altan. Afi var ákveðinn maður, afskaplega vanafastur en að sama skapi hlýr og bóngóður. Þau voru ófá skiptin sem hann skutlaði okkur m.a. í ís- búðina, vídeóleiguna, á flugvöll- inn, hann sótti meira að segja prófskírteini fyrir eitt okkar, en hann dró mörkin við að taka próf- in líka. Afi var mikill nautnaseggur á mat og sætindi að ógleymdu kók- inu sem hann elskaði, en það bragðaði hann fyrst á stríðsárun- um, þegar kaninn gaf krökkunum í hverfinu kók, þvílíkur unaðs- drykkur. Það var alltaf mikil kát- ína hjá okkur systkinunum í sveit- inni þegar afi mætti með tveggja lítra kókflösku í sunnudagslærið, en það var mikið hlegið, fjör og læti þegar þau amma komu í heimsókn. Afi var óeðlilega stundvís, hann var alltaf mættur fyrstur manna og fjasaði yfir óstundvísi afkom- enda sinna og ekki að ástæðu- lausu. Hann var líka mjög snyrti- legur og fannst það hryllileg þróun að skeggsöfnun væri í tísku, en skegg var að hans sögn merki um óþrifnað og leti, „er ekki til rakvél á þessu heimili?“ var þá viðkvæðið og ekki á lægri nótunum. Afi þekkti landið einstaklega vel og það var gaman að fara með honum í bíltúra, en þá var yfirleitt hlustað á vel valinn karlakór. Afi var líflegur karakter með góðan húmor, skemmtilegan orðaforða og kunni að koma orðum að hlut- unum, en hann var ófeiminn við að segja sína skoðun. Í dag kveðjum við elsku afa okkar í hinsta sinn, en minning um yndislegan mann mun lifa áfram í hjörtum okkar. Elsku afi, við vonum að þú sért búinn að koma þér vel fyrir í rauða hægindastólnum í hvíta hlýrabolnum, með kók í hendi og ljúfa tóna í eyrunum. Takk fyrir allt og allt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Margrét, Ólafur, Oddný Ása og Ásmundur. Þrátt fyrir nokkurn heilsu- brest Óla bróður míns síðustu ár- in átti ég mér lengi þá von að þar yrði breyting á og hann fengi heilsuna aftur. Mér var þó orðið ljóst að það myndi varla gerast og hélt því að ég væri alveg búin undir brotthvarf hans úr mann- heimum. Þegar Lóa dóttir hans hringdi í mig að kvöldi Þorláks- messu og sagði mér frá andláti hans fékk það mjög á mig og ég fylltist sorg. Þá lauk þeim kafla í lífi mínu, að geta sest niður með bróður mínum og spjallað við hann, en það hafði ég gert nokkuð reglulega síðustu árin, þar sem við rifjuðum upp gamla tíma og ræddum lífið og tilveruna og skiptumst á upplýsingum um það sem á daga okkar og okkar nán- ustu hefði drifið. Óli var litli bróðir minn en að- eins eitt ár skildi okkur að, reynd- ar einum degi skemur en það, þannig að hann náði mér alltaf í einn dag á ári, en svo fór ég aftur fram úr honum. Svona gekk þetta í 83 ár. Við vorum tvö systkinin, en eignuðumst fóstursysturina Stellu, sem kom til okkar þegar við Óli vorum 10 og 11 ára og Stella tveggja ára. Hún var syst- urdóttir mömmu. Við ólumst upp við gott atlæti hjá foreldrum okk- ar, æskan og unglingsárin voru áhyggjulítill tími og við liðum aldrei skort. Óli var aðeins fyr- irferðarmeiri en ég og kom oft blóðinu vel á hreyfingu hjá for- eldrum okkar með uppátækjum sínum, en þó gæti verið að ég hafi einstaka sinnum átt sök á því að hann komst í vandræði. Uppá- tækjasemi hans var þó að mestu gengin yfir þegar hann varð full- orðinn, en hann gat þó átt sína spretti þar. Foreldrar okkar tryggðu systkinasamband okkar eftir að við öll stofnuðum fjölskyldur með því að halda boð alla sunnudaga og að sjálfsögðu um jól og páska, þar sem allur hópurinn kom sam- an. Það var því oft líf og fjör í litlu íbúðinni þeirra. Samverustund- unum fækkaði eftir að foreldra okkar naut ekki lengur við en juk- ust svo aftur eftir því sem við systkinin urðum eldri, starfsævi okkar lokið og meiri tími aflögu. Óli og Magga kona hans eign- uðust fjögur börn, Ragnheiði, Kristínu, Lóu og Torfa. Þau urðu hið mætasta fólk sem reyndist foreldrum sínum alltaf vel og frá þeim er kominn stór og myndar- legur hópur afkomenda, sem Óli var svo sannarlega stoltur af. Magga bjó við versnandi heilsu síðustu árin sem hún lifði og flutt- ist á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Grund þar sem hún lést árið 2015 og Óli bjó þá einn þar til hann fluttist á Hjúkrunarheimilið Eir þar sem hann lést. Óli var stór maður með stóra rödd og heyrðist vel í honum þeg- ar hann talaði. Hann var fróður um gamla tíma og hægt að fletta upp í honum eins og alfræðibók og gaman var að heyra hann segja frá. Hann kvartaði ekki undan hlutskipti sínu og tók því sem að höndum bar af yfirvegun. Krist- ínu dóttur sína missti hann eftir langdregin og erfið veikindi árið 2017. Þann harm bar hann í hljóði. Ég sakna bróður míns en allar góðu minningarnar um hann munu veita mér yl. Ég og mitt fólk sendum öllum afkomendum hans og tengdabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Þ. Torfadóttir. Ólafur Halldór Torfason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, GUÐRÚN ÁSA PÁLÍNA BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis í Kastalagerði 3, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu- daginn 19. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 9. janúar klukkan 13. Kristín Birna Angantýsdóttir Gauti Torfason Arngrímur V. Angantýsson María Jóhannsdóttir Björn Páll Angantýsson Guðný Einarsdóttir Aðalbjörg Ósk Angantýsd. Björk Berglind Angantýsd. Kristján Karlsson Gunnar Örn Angantýsson Elsa Dagmar Runólfsdóttir Jón Örn Angantýsson Juliane Wilke ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR BJÖRNSSON frá Brautarholti, Hrútafirði, lést á sjúkrahúsinu Hvammstanga laugardaginn 4. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Guðbjörg Á. Kristinsdóttir Björn Ingi Sverrisson Margrét K. Guðmundsdóttir Kristín Anna Sverrisdóttir Ásgeir Sverrisson Katrín Schmitt Alda Berglind Sverrisdóttir Lárus Jón Lárusson afabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, VILHJÁLMUR HÚNFJÖRÐ, lést í faðmi mínum á nýársdagsmorgun. Elma Diego Okkar ástkæri og yndislegi sonur og bróðir, SIGURGEIR ÖRN SIGURGEIRSSON, Brekkubyggð 29, Garðabæ, lést sunnudaginn 29. desember. Útför verður auglýst síðar. Arna Sæmundsdóttir Jóhanna Margrét Sigurgeirsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, langamma og langalangamma, HERDÍS E. JÓNSDÓTTIR, lést laugardaginn 4. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför auglýst síðar. Ingvar Einarsson Ragnhildur Jónsdóttir Sigríður Einarsdóttir Eiríkur Jónsson Friðjón Einarsson Sólveig Guðmundsdóttir Herdís R. Einarsdóttir Guðlaugur Óskar Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, SIGURÐUR HJÁLMAR GÚSTAFSSON, Lindarbraut 634, Reykjanesbæ, lést föstudaginn 27. desember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 9. janúar klukkan 13. Björgvin Sigurðsson Elísabet Hall Sölvadóttir Bjarni Sigurðsson Bryndís Björg Jónasdóttir Ingibjörg Finndís Sigurðard. Gísli Gíslason Þórður Sigurðsson Kolbrún Ágústsdóttir Karl Sædal Sheila Jane Anna Gústafsdóttir Tryggvi Ingvarsson Inga Hildur Gústafsdóttir Vilhjálmur Pétur Björgvinsson Gísli Jón Gústafsson Bahja Zaami og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést fimmtudaginn 26. desember á líknardeildinni í Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. janúar klukkan 15. Sigurður Kjartansson Helga Sigurðardóttir Kjartan Örn Sigurðsson Svanborg Matthíasdóttir Sigurborg Sigurðardóttir Sigurður Þorsteinsson og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.