Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sex skipverjar fórust með vél-
bátnum Sæfara BA-143 frá Tálkna-
firði út af Vestfjörðum 10. janúar
1970 eða fyrir 50 árum. Atburðarins
verður minnst við
Minningaröld-
urnar í Fossvogs-
kirkjugarði nk.
laugardag. Skip-
verjar á Sæfara
voru allt ungir
menn, sá yngsti
18 ára og sá elsti
36 ára.
Síðast var haft
samband við
skipstjóra Sæfara kl. 2.30 aðfar-
arnótt laugardagsins 10. janúar. Þá
var Sæfari um 28 sjómílur norð-
vestur af Kópanesi og var að draga
línuna. Bjóst skipstjóri bátsins við
að koma til hafnar um hádegisbilið.
Veður var norðaustlægt á þessum
slóðum, um átta vindstig og erfiður
sjór, en ísing ekki mikil fyrr en nær
dró landi. Undir hádegi á laugardeg-
inum hófst umfangsmikil leit að
bátnum á sjó og úr lofti og fjörur
voru gengnar, en leitin bar ekki ár-
angur.
Sæfari var 100 lesta bátur, byggð-
ur í Austur-Þýzkalandi árið 1960.
Rifjað var upp í Morgunblaðinu í
frétt um Sæfaraslysið að báturinn
hafi verið sömu gerðar og Svanur
ÍS-214, sem sökk út af Vestfjörðum í
janúar 1969, „er brotsjór skellti
bátnum á hliðina og hann fyllti af
sjó. Varð þá mannbjörg“.
Í gegnum gler
á fæðingardeildinni
Fram kom í Morgunblaðinu þegar
sagt var frá slysinu að eitt barn
hefði misst föður sinn, en Hreiðar
Árnason, skipstjóri á Sæfara, lét eft-
ir sig nýfæddan son, Huga Hreið-
arsson.
„Ég er fæddur 17. desember 1969,
þannig að faðir minn heitinn sá mig
að ég held bara þrisvar sinnum í
gegnum glerrúðu á fæðingardeild
Landspítalans,“ segir Hugi. „Hann
fékk aldrei að halda á mér heldur fór
hann vestur og tók við bátnum.
Hann fór í sína síðustu för 9. janúar
og báturinn var síðan talinn af 15.
janúar.
Ekkert brak fannst úr bátnum, en
tveimur árum seinna kom hluti
formasturs með bjöllu upp í vörpu
togbátsins Guðbjarts ÍS og taldi
skipstjórinn fullvíst að þar væri
komin skipsbjalla Sæfara. Skipstjór-
inn fór með bjölluna á byggðasafnið
á Ísafirði, en við eftirgrennslan kom
í ljós að þar eru nú þrjár ómerktar
bjöllur og því ekki vitað hver þeirra
er af Sæfara,“ segir Hugi.
Hreiðar faðir Huga var frá Bíldu-
dal og átti þar tólf systkini. Hugi
hefur alla tíð farið reglulega vestur
til að hitta frændfólk sitt og minnast
föður síns. Sjóslys við Ísland hafa
löngum verið algeng og mikil blóð-
taka fyrir sjávarbyggðir allt í kring-
um landið. Það er ólíku saman að
jafna við síðustu ár, en árið 2008 var
fyrsta árið án banaslyss á lög-
skráðum sjómönnum í íslenska flot-
anum.
Minningarsamkoma
Með Sæfara fórust auk Hreiðars
þeir Björn Maron Jónsson, stýri-
maður, Gunnar Einarsson vélstjóri,
Erlendur Magnússon vélstjóri,
Gunnar Sævar Gunnarsson mat-
sveinn og Guðmundur Hrómundur
Hjálmtýsson háseti. Hugi segir að
hluti aðstandenda skipverjanna á
Sæfara hafi hist þegar nöfn skips-
verja voru sett á Minningaröldurnar
í Fossvogi á sjómannadag árið 2003.
Við minningarathöfnina um Sæ-
faraslysið á laugardaginn 11. janúar
kl. 14 er einmitt fyrirhugað að að-
standendur og vinir hittist og minn-
ist þeirra sem fórust við Minning-
aröldurnar í Fossvogi. Á sléttum
flötum Minningaraldanna hefur ver-
ið komið fyrir nöfnum sjómanna og
sæfarenda sem drukknað hafa og
ekki fundist né komist í vígða mold,
eins og segir á heimasíðu kirkju-
garðanna. Að lokinni stuttri athöfn
við Minningaröldurnar verður sam-
eiginlegt kaffisamsæti.
Ljósmynd/Sn.
Sæfari BA Mikil leit var gerð að bátnum sem ekki bar árangur. Sex ungir menn voru í áhöfn Sæfara.
Hálf öld liðin frá
hvarfi Sæfara BA
Var nýfæddur þegar faðir hans fórst Skipsbjallan
af Sæfara kom upp með trolli tveimur árum síðar
Hugi Hreiðarsson
Vonskuveður er á Færeyjamiðum
þar sem Hoffell SU hóf kolmunna-
veiðar um helgina. Skipið fékk um
400 tonn eftir að hafa dregið í um
20 tíma, en leitaði síðan hafnar í
Þórshöfn vegna veðurs. Venus NS
og Víkingur AK eru einnig í höfn í
Færeyjum og ekki er búist við veðri
til veiða fyrr en á fimmtudag. Í gær
voru Beitir NK, Börkur NK og Jón
Kjartansson SU á leið til kolmunna-
veiða við Færeyjar.
Hákon EA var hins vegar við
veiðar á íslenskri sumargotssíld
vestur af Reykjanesi. aij@mbl.is
Byrjuð á kolmunna-
veiðum við Færeyjar
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Hoffell SU Á loðnuveiðum 2016.
Auglýsing um veiðigjald á þessu ári
hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Um talsverða lækkun er að ræða í
mörgum fisktegundum, en gjaldið
miðast við hvert kíló óslægðs afla
sem landað er á tímabilinu 1. janúar
til 31. desember 2020. Veiðigjald fyr-
ir þorsk er nú 10,62 kr., 14,86 fyrir
ýsu, 1,69 fyrir makríl og 1,57 kr. fyrir
kíló af síld.
Landssamband smábátaeigenda
hefur reiknað út breytingar í ein-
stökum tegundum og lækkar veiði-
gjald í þorski um 23%, 8% í ýsu, 50-
60% í ufsa, karfa og makríl og yfir
80% í loðnu og kolmunna. Veiðigjald
fyrir steinbít hækkar um 16%, sam-
kvæmt yfirliti LS.
Veiðigjald á að skila
um fimm milljörðum
Áætlað er að innheimta veiði-
gjalds skili fimm milljörðum kr. á
þessu ári, en fyrir nýliðið ár er áætl-
að að greiddir verði um sjö milljarð-
ar í veiðigjald, lækkunin nemur rúm-
lega tveimur milljörðum eða tæplega
30%.
Í nefndaráliti meirihluta fjárlaga-
nefndar síðasta haust fyrir 2. um-
ræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir
árið 2020 segir:
„Álagning veiðigjalda miðast við
rekstrarafkomu útgerðarfyrirtækja
árið 2018 og þá var afkoman ekki góð
í sögulegu samhengi, hagnaður sá
minnsti síðan árið 2010. Það skýrist
að hluta til af því að auknar fjárfest-
ingar í sjávarútvegi leiddu til hærri
afskrifta árið 2018. Þess má geta að
ef veiðigjaldakerfið hefði byggst á
eldri lögum hefði heildarinnheimta
gjaldsins ekki numið hærri fjárhæð
en 2 milljörðum kr. Með gildandi lög-
um um veiðigjöld er nú áætlað að
innheimtan skili 5 milljörðum kr. á
næsta ári, [2020]“ segir í nefndar-
álitinu. aij@mbl.is
10,62 krónur
fyrir þorskkíló
Misjafnt hvað veiðigjald lækkar mikið
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagið
TM sé hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í Lykli fjármögnun
hf., sem er eignaleiga og fjármagnar bíla og önnur tæki. Fyrirtækið var
stofnað árið 1986 og hét þá Lýsing.
Greint var frá því í október sl. að eigandi Lykils, Klakki ehf., hefði geng-
ið frá samningum við TM um sölu á öllum eignarhlutum í Lykli.
TM fær að kaupa Lykil fjármögnun
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir
þungum áhyggjum af stöðu loðnu-
leitar á Íslandsmiðum í bókun sem
gerð var á fundi þess í gær. Bent er á
að svo virðist sem Hafrannsókna-
stofnun muni einungis hafa eitt skip
til að sinna því verkefni á þessu ári.
„Í ljósi þess hversu mikilvægur
veiðistofn loðnan er í íslenskum sjáv-
arútvegi er ástand þetta með öllu ól-
íðandi. Því skorar bæjarráð Fjarða-
byggðar á sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra og stjórnvöld
að tryggja nú þegar fjármagn til
loðnuleitar og -mælinga svo hægt sé
að kanna með útgáfu veiðiheimilda,“
segir í bókuninni.
Ná ekki saman
Fram kom fyrir helgi að óvissa
ríkir nú um mælingar á loðnustofn-
inum og þar með möguleika stjórn-
valda á útgáfu veiðiheimilda vegna
þess að Hafrannsóknastofnun hefði
ekki verið tilbúin að semja við út-
gerðarmenn uppsjávarskipa um að
koma þeim til aðstoðar. Útgerðar-
menn hafa á undanförnum árum tek-
ið þátt í leitinni, án endurgjalds.
Stjórnvöld auki fjár-
magn til loðnuleitar
Fjarðabyggð segir ástandið ólíðandi
Rannsóknaskip Árni Friðriksson
fer til leitar eftir næstu helgi.