Morgunblaðið - 13.01.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðgerðir standa yfir á suðurhlið
Hallgrímskirkju. Til stendur að
brjóta ysta lag múrhúðarinnar ut-
an af hliðinni, endurnýja burðar-
virki og steypa að nýju. Viðgerð-
irnar eru liður í stöðugri endur-
nýjun á kirkjunni, að sögn
Sigurðar Árna Þórðarsonar
sóknarprests. „Það hefur komið í
ljós að upprunalega steypan var
lélegri en hún hefði átt að vera,“
segir Sigurður og bætir við að
miklar rakaskemmdir hafi því ver-
ið í kirkjunni. Kostnaður við fram-
kvæmdirnar nú hleypur á tugum
milljóna, en Sigurður segir að
langtímaverkefnið kosti hundruð
milljóna. Í fyrra var til að mynda
gert við neðri hluta kórsins og í
leiðinni skipt um glugga.
Aðspurður segir Sigurður að
kirkjan hafi burði til framkvæmd-
anna vegna þess mikla fjölda
ferðamanna sem sækir hana heim-
.Um helmingur ferðamanna sem
koma hingað til lands heimsækir
Hallgrímskirkju og stór hluti
þeirra borgar sig inn í lyftuna.
„Hálfa leið til himins og til baka,“
eins og Sigurður orðar það. Ekki
séu allar kirkjur landsins þó jafn
vel settar.
Framkvæmdir við Hallgrímskirkju liður í stöðugri endurnýjun
Burðarvirki
suðurhliðar
endurnýjað
Morgunblaðið/RAX
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Árni Stefán Jónsson, formaður Sam-
eykis, segist trúa því að ef kjaravið-
ræður komist ekki á skrið á næstu
tveimur vikum geti það leitt til verk-
falla. Sem kunnugt er hafa kjara-
samningaviðræður BSRB við við-
semjendur gengið hægt, en kjara-
samningar flestra aðildarfélaga
BSRB hafa verið lausir frá því í apríl
2019. Árni staðfestir að samninga-
nefndir Sameykis séu komnar á fullt
eftir jólafrí, en fyrirhugað er að
funda með samninganefnd Reykja-
víkurborgar hjá ríkissáttasemjara í
dag og verður annar fundur með
samninganefnd ríkisins á morgun.
„Ég geri mér vonir um að menn
fari nú að taka þessar viðræður fast-
ari tökum. Það er ekkert laun-
ungarmál að það eru nokkur mál
sem stoppa þetta töluvert,“ segir
Árni í samtali við Morgunblaðið.
„Það er til dæmis stytting vinnuvik-
unnar hjá vaktavinnufólki og svo-
kölluð leiðrétting launa milli opin-
bera og almenna markaðarins. Það
er loforð sem við eigum frá 2016 og
átti að vinnast núna og leiðréttast á
sex árum,“ segir hann.
Hann segir að farið verði í að
teikna upp mögulegar aðgerðir ef
ekki komist skriður á viðræðurnar á
næstu vikum. Þá sé stefnan að fara
af stað með mildari þrýstiaðgerðir
sem myndu að lokum enda í verk-
föllum.
Seinagangurinn með ólíkindum
Aðspurður hvort hann telji að það
stefni í verkföll segir Árni: „Ef þetta
fer ekki að komast á skrið á næstu
tveimur vikum er ég hræddur um að
stefni í það.“
Segist hann ekki gera greinarmun
á viðsemjendum BSRB en gagnrýnir
seinagang ríkisins sérstaklega sem
hann segir að hafi verið „alveg með
ólíkindum“.
„Nú bíðum við ekki lengur. Það er
komið að lokahnykknum. Við mun-
um sækja það mjög fast að ganga frá
þessum kjarasamningum. Mjög
fast,“ segir Árni.
Markmið að klára á næstunni
Sverrir Jónsson, formaður samn-
inganefndar ríkisins, segir viðræð-
urnar hafa gengið vel og nefndin sé
afar bjartsýn á að þær klárist á
næstu vikum, ekki síðar en í febrúar.
„Það er markmiðið. Við höfum ein-
sett okkur, BSRB og Sameyki, að
sitja við í næstu viku og vinna jafnt
og þétt að því að ganga frá og ljúka
samningnum,“ segir Sverrir.
„Þetta hefur vissulega tekið lang-
an tíma. Það er verið að breyta
vinnutímaákvæðum sem eru 50 ára
gömul sum hver og það eru bara allir
að vanda sig og vilja gera þetta var-
lega. Það er ekkert óeðlilegt við það.
En nú er komið að því að ljúka
þessu,“ segir hann og bætir við að
einhugur sé um að vinna að bæði
styttri og betri vinnutíma.
Aðspurður um líkur á aðgerðum
segir Sverrir að ekkert í viðræðun-
um hafi gefið tilefni til aðgerða.
„Það er lítill ágreiningur. Það er
verið að vinna að útfærslu á stytt-
ingu vaktavinnunnar. Stytting dag-
vinnunnar liggur fyrir. Launaliður-
inn er að öllu leyti sambærilegur við
það sem samið var um í lífskjara-
samningnum. Auðvitað eru einhver
mál sem við erum að útfæra og erum
að ræða en það eru engin stór mál
sem standa út af,“ segir hann.
„Frá okkar bæjardyrum séð er
ekkert sem gefur tilefni til aðgerða.“
Komið að lokahnykknum
Formaður Sameykis er hræddur um að það stefni í verkföll ef viðræður komast ekki á skrið á næstu
tveimur vikum Ekkert sem gefur tilefni til aðgerða, segir formaður samninganefndar ríkisins
Árni Stefán
Jónsson
Sverrir
Jónsson
Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga
við ríkið hafa verið lausir í níu mán-
uði og þolinmæði félagsmanna gagn-
vart samninganefnd ríkisins er á
þrotum. Þetta
segir Guðbjörg
Pálsdóttir, for-
maður Félags ís-
lenskra hjúkr-
unarfræðinga.
Samninga-
nefnd ríkisins
leggur hinn svo-
kallaða lífskjara-
samning, samn-
ings SA við helstu
stéttarfélög á al-
mennum markaði, til grundvallar í
viðræðunum. Guðbjörg segir hins
vegar að ljóst hafi verið frá fyrsta
degi að hjúkrunarfræðingar gerðu
meiri kröfur. Vísar hún máli sínu til
stuðnings í skýrslu Ríkisendurskoð-
unar á starfsumhverfi hjúkrunar-
fræðinga frá 2017, en þar kemur
fram að meðaldagvinnulaun félags-
manna Bandalags háskólamanna
með sambærilega menntun séu 12%
hærri en laun hjúkrunarfræðinga.
Til viðbótar eru gerðar kröfur um
styttingu vinnuvikunnar úr 40
stundum í 36, einkum fyrir starfs-
menn í vaktavinnu.
Mætti fjölga um mörg hundruð
Mönnun á Landspítala hefur verið
til umræðu að undanförnu, en fyrir
helgi sendi læknaráð frá sér ályktun
þar sem vakin er athygli á erfiðum
aðstæðum á bráðamóttöku Land-
spítalanum, og er ófullnægjandi
mönnum meðal annars nefnd.
Samkvæmt tölum frá Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga eru um
300 menntaðir hjúkrunarfræðingar
á vinnumarkaði, sem starfa við ann-
að en hjúkrun. Guðbjörg segir ljóst
að þörf sé á öllum þeim hjúkrunar-
fræðingum til starfa, og fleirum til.
„Yfirmenn á Landspítalanum hafa
sjálfir stigið fram og talað um að sú
stofnun ein og sér gæti tekið við 150
hjúkrunarfræðingum, og þá eru
ótaldar aðrar sjúkrastofnanir.“
Rímar þessi málflutningur við
skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar
sem sagt er mikilvægt að fjölga
hjúkrunarfræðingum. Bæta þurfi
kjör hjúkrunarfræðinga eigi það að
nást.
Þótt viðræður hafi litlu skilað
hingað til segir Guðbjörg að samn-
ingamenn séu enn bjartsýnir. Að
öðrum kosti hefði viðræðunum fyrir
löngu verið vísað til ríkissáttasemj-
ara.
Þolinmæði er á þrotum
Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga lausir í níu mánuði
Guðbjörg
Pálsdóttir