Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
13. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.83 123.41 123.12
Sterlingspund 160.46 161.24 160.85
Kanadadalur 93.91 94.47 94.19
Dönsk króna 18.226 18.332 18.279
Norsk króna 13.796 13.878 13.837
Sænsk króna 12.91 12.986 12.948
Svissn. franki 125.9 126.6 126.25
Japanskt jen 1.1199 1.1265 1.1232
SDR 169.33 170.33 169.83
Evra 136.22 136.98 136.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.963
Hrávöruverð
Gull 1547.85 ($/únsa)
Ál 1770.5 ($/tonn) LME
Hráolía 65.29 ($/fatið) Brent
● Bandaríski dýnuframleiðandinn
Casper lagði á föstudag inn umsókn-
argögn vegna skráningar á hlutabréfa-
markað. Athygli vekur að í útboðs-
gögnum fyrirtækisins er varað við
ófyrirsjáanlegum afleiðingum sem
gætu hlotist af ummælum áhrifavalda.
Casper hóf starfsemi árið 2014 og
vakti fljótlega athygli fyrir heimsend-
ingu á samanþjöppuðum dýnum í
kassa. Meðal þess sem kom Casper á
kortið á sínum tíma voru jákvæð um-
mæli samfélagsmiðlastjörnunnar og
áhrifavaldsins Kylie Jenner.
Varar Casper væntanlega fjárfesta
við að það kunni að valda fyrirtækinu
tjóni ef áhrifavaldar sem félagið á í
samstarfi við nota samfélagsmiðla til
að tjá sig með þeim hætti að skaði orð-
spor fyrirtækisins. ai@mbl.is
Vara fjárfesta við
áhrifavöldum
Áhætta Kylie Jenner átti þátt í að koma
Casper á framfæri á sínum tíma.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Árið 2019 reyndist Íslenska lífeyris-
sjóðnum (ÍL) gott að sögn Ólafs Páls
Gunnarsson, framkvæmdastjóra
hans. Samkvæmt óendurskoðuðu upp-
gjöri virðist raunávöxtun deila sjóðs-
ins standa á bilinu 4,6-12,1%.
„Hrein raunávöxtun samtrygging-
ardeildar ÍL var 10,3% á liðnu ár.
Hrein raunávöxtun Líf I, sem er
stærsta séreignardeild hans, var hins
vegar 12,1%,“ seg-
ir Ólafur Páll.
Um nýliðin ára-
mót voru heildar-
eignir sjóðsins um
100 milljarðar
króna og hefur
hann vaxið mjög
að umfangi á síð-
ustu árum.
„Sjóðurinn hef-
ur tvöfaldast að
stærð frá árinu
2015. Því þökkum við annars vegar
góðri ávöxtun en einnig fjölgun sjóð-
félaga á tímabilinu.“
Ólafur Páll bendir hins vegar á að í
rekstri lífeyrissjóða sé mikilvægara að
horfa yfir lengra tímabil heldur en til
eins árs í senn. Sjóðirnir ávaxti lífeyri
fólks sem komi oft til útgreiðslu ára-
tugum eftir að réttindasöfnunin hefst.
Í meðfylgjandi töflu gefur að líta
yfirlit yfir ávöxtun ólíkra deilda sjóðs-
ins yfir síðasta ár, fimm og tíu ára
tímabil. Í mati á tryggingafræðilegri
stöðu sjóða er lögum samkvæmt mið-
að við 3,5% raunávöxtun og sést á því
að Íslenski lífeyrissjóðurinn er í öllum
tilvikum langt yfir því marki, litið til
eins árs, öllu tilviki nema einu til
fimma ára en einn sjóðurinn er þar
með nákvæmlega 3,5% raunávöxtun.
Til tíu ára litið eru sjóðirnir allir vel
yfir viðmiðinu, nema í tilviki Líf 3, þar
em vantar 0,2 prósentur upp á.
Fella niður kostnað
Ólafur Páll segir að á undanförnum
mánuðum hafi verið unnið að gerð nýs
sjóðfélagavefs sem opnaður verður
innan fárra daga. Honum sé ætlað að
bæta þjónustu við sjóðfélaga.
„Þá mun sjálfvirkni aukast. Á síð-
asta ári opnuðum við launagreiðenda-
vef sem hefur þegar sannað gildi sitt
og því er þetta rökrétt skref í kjölfar
þess,“ segir Ólafur Páll.
Þá hefur sjóðurinn einnig tekið
ákvörðun um að fella niður kostnað í
þeim tilvikum þar sem fólk ákveður að
flytja lífeyrissparnað sinn (séreign) til
annarra vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
Hingað til hefur þóknun vegna slíks
flutnings numið 0,5% af eigninni.
„ÍL verður þar með fyrstur stóru
séreignarsjóðanna til að stíga þetta
skref og fella flutningsgjaldið niður,“
segir Ólafur Páll.
„Þetta gerir neytendum hægara um
vik að færa sig á milli vörsluaðila. Það
er að okkar mati eðlilegt og að neyt-
endur ávaxti lífeyrissparnað sinn hjá
þeim sjóði sem þeir treysta best, án
þess að þurfa að reikna með kostnaði
við flutning á milli aðila.“
Segir Ólafur Páll að inneign í líf-
eyrissparnaði sé sambærileg innstæðu
á bankareikningi að þessu leytinu til.
„Með niðurfellingu kostnaðar á
flutningi lífeyrissparnaðar verður
gjaldtaka skýrari og gagnsærri.“
Landsbankinn er ÍL og hefur tekið
samsvarandi ákvörðun varðandi
kostnað við flutning lífeyrissparnaðar
milli vörsluaðila.
Sjóðurinn hefur tvöfaldast
að stærð frá árinu 2015
Hrein raunávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins
12%
9%
6%
3%
0%
Líf 1 Líf 2 Líf 3 Líf 4 Samtrygging
12,1%
10,2%
8,7%
4,6%
10,3%
5,8%
5,4%
5,0%
3,5%
5,8%5,7%
5,1%
4,6%
3,3%
4,9%
Meðalávöxtun á ári sl. 10 ár Meðalávöxtun á ári sl. 5. ár Ávöxtun 2019
Heimild: islenskilif.is
Nýliðið ár var gott hjá Íslenska lífeyrissjóðnum Raunávöxtun nam allt að 12,1%
Ólafur Páll
Gunnarsson
Flugvélaframleiðandinn Boeing birti í
lok síðustu viku aftrit af tölvuskila-
boðum sem starfsmenn fyrirtækisins
sendu sín á milli þar sem vinnan við
þróun 737 MAX-þotnanna er harð-
lega gagnrýnd. Einn starfsmaður lýs-
ir vélinni þannig að hún hafi verið
„hönnuð af trúðum sem stjórnað væri
af öpum“.
Í öðru skeyti spyr starfsmaður
kollega sinn hvort hann myndi láta
fjölskyldu sína fljúga með MAX-þotu
sem stjórnað væri af flugmanni sem
fengið hefði viðbótarþjálfun í flug-
hermi. Fékk hann neikvætt svar við
spurningunni.
Samskiptaskrárnar virðast, að
sögn Reuters, benda til að Boeing hafi
lagt ríka áherslu á að komast hjá því
að viðbótarþjálfun í flughermi yrði
gerð að skilyrði fyrir notkun þotn-
anna, með tilheyrandi aukakostnaði,
og í staðinn yrði látið nægja að flug-
menn fengju viðbótarþjálfun í tölvu.
Skilaboðin voru send mörgum
mánuðum áður en MAX 8-þota Lion
Air fórst vegna galla.
Í skilaboðasafninu má einnig finna
gagnrýni starfsmanna á vinnubrögð
flugmálaeftirlits Bandaríkjanna. Þeir
kvarta líka yfir menningu vinnustað-
arins, aðhaldsaðgerðum og óraun-
hæfum tímarömmum.
Þá var upplýst um helgina að
Dennis Muilenburg, sem var rekinn
úr starfi forstjóra Boeing í desember,
muni kveðja fyrirtækið með rúmlega
62 milljóna dala kaupauka- og launa-
pakka þótt hann fái engar starfsloka-
greiðslur í ljósi 737 MAX-hneykslis-
ins. Hafa bæði stjórnmálamenn og
aðstandendur þeirra sem fórust með
gölluðum MAX 8-þotum í október
2018 og mars 2019 lýst óánægju sinni
með að Muilenburg skuli leystur út
með þessum hætti. ai@mbl.is
AFP
Gullfallhlíf Boeing lét Dennis
Muilenburg fara í desember.
Starfsmenn gagn-
rýndu 737 MAX
Fráfarandi
forstjóri kveður
Boeing tugum
milljóna dala ríkari