Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Árásinni á vélina mótmælt  Fjöldamótmæli skóku Íran um helgina eftir að yfirvöld viðurkenndu að hafa skotið niður farþegavél í síðustu viku  Trump varar Írana við að beita harðræði Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjölmenn mótmæli brutust út í Íran um helgina eftir að stjórnvöld í Te- heran viðurkenndu að þau bæru ábyrgð á því að hafa skotið niður far- þegavél Ukrainian Airlines á mið- vikudaginn í síðustu viku. Höfðu þau áður þráast við að viðurkenna ábyrgð sína, þrátt fyrir að flest ríki Vesturlanda segðu sterkar vísbend- ingar um að það væri raunin. Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Írana við því á laugardaginn að fylgst væri grannt með framferði stjórnvalda gagnvart mótmælend- um, en fjölmenn mótmæli gegn klerkastjórninni í Íran í nóvember síðastliðinn voru brotin á bak aftur með mikilli hörku, en talið er að um 300 manns hafi týnt lífi í þeim. Sagði Trump á twitter-síðu sinni að ekki yrði horft framhjá því ef Íransstjórn færi að myrða friðsama mótmælendur eða ef lokað yrði fyrir netaðgang landsmanna líkt og gert var í nóvember. Sendi hann almenn- ingi í Íran stuðningsyfirlýsingu á bæði ensku og persnesku, þar sem hann sagðist hafa stutt baráttu þeirra frá upphafi forsetatíðar sinn- ar og að sá stuðningur héldi áfram. „Við fylgjumst grannt með mótmæl- um ykkar og fáum innblástur af hug- rekki ykkar,“ ritaði Trump. Skaut að vélinni án heimildar Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði á laugardagsmorgun að rann- sókn hersins hefði leitt í ljós að vélin hefði verið skotin niður vegna mann- legra mistaka. Sagði Rouhani að at- vikið hefði verið „ófyrirgefanleg mistök“. Þá hefði Rouhani fyrirskip- að að tryggt yrði að fjölskyldur hinna látnu myndu fá bætur fyrir. Yfirmaður loftvarnasveita íranska byltingarvarðarins, Amirali Hajiza- deh, sagðist bera fulla ábyrgð á at- vikinu, þar sem stjórnandi loftvarn- arkerfis hefði talið flugvélina vera flugskeyti. Sá hefði ekki náð tali af yfirmönnum sínum vegna sam- skiptatruflanna og því ákveðið upp á eigin spýtur og án heimildar að skjóta að vélinni. Æðstiklerkur Írans, Ali Kham- enei, vottaði fórnarlömbum virðingu sína og sagðist hafa skipað heryfir- völdum að taka á þeim göllum sem þarna hefðu komið í ljós svo að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Brutu alþjóðalög með handtöku Minningarathöfn sem háskóla- nemar í Teheran skipulögðu á laugardagskvöldið breyttist fljótlega í mótmæli, og handtók íranska lög- reglan Rob Macaire, sendiherra Bretlands í Íran, vegna þátttöku í þeim. Ríkisstjórn Bretlands mót- mælti handtökunni og sagði hana skýrt brot á alþjóðalögum. Macaire var sleppt samdægurs, en utanrík- isráðuneyti Írans kallaði hann á teppið í gær til þess að spyrja hvers vegna hann hefði verið viðstaddur mótmælin. Sagði Macaire í tilkynningu vegna málsins að hann hefði ekki tekið þátt í mótmælunum, heldur hefði hann mætt á minningarathöfn til að heiðra minningu þeirra sem létust þegar vélin var skotin niður, en þrír Bretar voru á meðal þeirra sem létust. Sagði Macaire enn fremur að hann hefði búið sig til brottfarar þegar hann heyrði að mótmæli væru að hefjast, en verið þá handtekinn. Bæði Bretland og Bandaríkin hafa kallað eftir afsökunarbeiðni frá Íran vegna handtökunnar og Kanada- menn lýstu yfir áhyggjum sínum. Þá gagnrýndu Frakkar og Evrópusam- bandið Írana harðlega fyrir hand- tökuna á Macaire. Fréttamiðlar í Íran sögðu hins vegar frá því í gær að sendiherrann hefði verið að ýta undir mótmæli stúdentanna og söfnuðust um 200 stuðningsmenn klerkastjórnarinnar saman fyrir framan breska sendi- ráðið. Kölluðu þeir á „dauða yfir Bretland“ og kveiktu í breska fán- anum. Vilja nú draga úr spennu AFP-fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að Íransstjórn gæfi nú frá sér merki um að hún vildi draga úr spennunni í Mið-Austurlöndum eftir atburði síðustu viku. Tamim bin Hamad Al-Thani, em- írinn af Katar, sem nú er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Írans, lýsti því yfir í gær eftir fund sinn með Rouhani Íransforseta að leið- togarnir hefðu verið sammála um að eina lausnin á kreppuástandi síðustu daga væri að draga úr spennu á milli Bandaríkjanna og Írans, með því að allir aðilar drægju úr hernaðar- viðbúnaði sínum og féllust á við- ræður. Fjölmenn bandarísk herstöð er í Katar, en ríkið heldur einnig úti miklum viðskiptatengslum við Íran. Þá lýsti Hossein Salami, leiðtogi byltingarvarðarins, því yfir við íranska þingið í gærkvöldi að eld- flaugaárás Írans aðfaranótt mið- vikudags hefði ekki verið ætlað að drepa bandaríska hermenn, heldur hefði árásinni eingöngu verið ætlað að sýna Bandaríkjamönnum að Ír- anar hefðu getuna til þess að refsa fyrir misgjörðir á sinn hlut, á borð við drápið á hershöfðingjanum Qassem Soleimani. AFP Gagnmótmæli Um 200 manns mótmæltu fyrir utan breska sendiráðið í gær og kveiktu í fána Bretlands, en sendiherrann var handtekinn í fyrrakvöld. AFP Mótmæli Írönsk kona ræðir við lögreglumann á minningarathöfninni sem breyttist í mótmæli. Stjórnvöld Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að halda fundi tvisvar á ári þar sem leitað verður lausna á við- skiptatengdum deilumálum á milli þjóðanna. Reuters greinir frá að þannig fundir hafi áður verið haldnir reglulega, allt frá forsetatíð George W. Bush, en þeir lagst af fljótlega eftir að ríkisstjórn Donalds Trumps tók við völdum og tollastríð hófst á milli landanna. Það var Wall Street Journal sem sagði fyrst frá þessu en samkvæmt heimildarmanni innan stjórnsýslunnar stendur til að greina formlega frá samráðsfundunum hinn 15. janúar næstkomandi þegar fulltrúar Bandaríkjanna og Kína undir- rita fyrsta áfangasamning um viðskipti á milli þjóðanna. Er talið sennilegt að Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og kínverskur starfsbróðir hans, Liu He, muni leiða fundina. Í tíð George W. Bush var fundunum ætlað að bregðast við árekstrum sem fylgdu ört vaxandi umsvifum Kína og útflutn- ingi á kínverskum varningi til Bandaríkjanna. Þótti gagnrýn- endum viðræður þjóðanna bera lítinn árangur og varð úr hjá ríkisstjón Trumps að velja frekar að fara í hart með tollastríði til að koma skikki á viðskipti þjóðanna. ai@mbl.is BNA og Kína munu ræða mál- in með reglubundnum hætti  Endurvekja fundi sem George W. Bush setti á laggirnar AFP Vettvangur Liu He (t.v.) og Steven Mnuchin (t.h.) með Robert Lighthizer, viðskiptaráðgjafa Bandaríkjastjórnar. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hlaut glæsilegt endurkjör í emb- ættið á laugar- daginn, en hún fékk 8,2 milljónir, eða 57% gildra atkvæða. Er það metfjöldi at- kvæða sem for- setaframbjóðandi hefur fengið á Taívan. Úrslitin eru túlkuð sem áfall fyrir Kínverja, en Tsai hefur verið hörð í gagnrýni sinni á stjórnvöld á megin- landi Kína, sem líta svo á að eyjan sé hluti af kínverska ríkinu. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýs- ingu eftir að úrslitin voru ljós, þar sem hann óskaði Tsai til hamingju með sigurinn. Tóku kínversk stjórn- völd það óstinnt upp og fordæmdu yfirlýsingu Pompeos í gær. Sagði Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, yfirlýsingu Pompeos ganga í berhögg við stefn- una um að Kína sé eitt ríki. „Við mótmælum öllum opinberum samskiptum milli Taívans og ríkja sem eiga í stjórnmálasambandi við Kína,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu kínverskir ríkisfjöl- miðlar lítið úr sigri Tsai í gær og sökuðu hana um að hafa beitt belli- brögðum í kosningabaráttu sinni. Sigraði með yfir- burðum Tsai Ing-wen  Kínverjar gagn- rýna hamingjuóskir Að minnsta kosti tvö þúsund manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, í gær eftir að eldfjallið Taal, sem er í um 65 kílómetra fjarlægð frá borg- inni, hóf að spúa öskuskýi. Var öllu áætlunarflugi frá Manila aflýst, þar sem öskufallið var svo mikið, en jarðfræðingar telja mikl- ar líkur á að eldgos hefjist senn í fjallinu. „Þetta er svo mikið að þetta er farið að líkjast öskufallinu úr Eyja- fjallajökli og þetta lítur ekki vel út fyrir íbúa í nágrenni við eldfjallið,“ sagði Einar Magnús Nielsen í sam- tali við mbl.is í gær, en hann hefur verið á ferðalagi um Filippseyjar ásamt dóttur sinni. Voru feðginin tveimur tímum frá því að komast frá eyjunum þegar öllu flugi var af- lýst. Ekki er víst hvenær flugvöllur- inn verður opnaður aftur. Gríðarmikið öskufall í nágrenni Manila FILIPPSEYJAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.