Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 14

Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pedro Sanchez,forsætisráð-herra Spán- ar, tókst með herkj- um í liðinni viku að mynda nýja ríkis- stjórn eftir að spænski Sósíalistaflokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í nóvember. Í ljósi þess að ríkis- stjórn Sanchez var minnihluta- stjórn jafnvel áður en gengið var til kosninga var úr vöndu að ráða fyrir hann. Lausnin fólst í mynd- un samsteypustjórnar með vinstrisinnaða popúlista- flokknum Podemos, sem var fjarri því óskastaða ef marka má ummæli Sanchez í kosninga- baráttunni. Þetta er í fyrsta sinn sem slík samsteypustjórn er mynduð á Spáni frá því að lýðræði var aftur komið á í landinu á áttunda ára- tugnum, en Podemos náði að tryggja sér fimm ráðherra í ríkisstjórninni. Það sem helst gæti spillt gleði ríkisstjórnar- flokkanna er að saman eru þeir einungis með 155 þingsæti af 350, og vantar því 21 þingmann upp á að ná meirihluta. Afleiðingar þessa mátti þegar sjá á þriðjudag, þegar ríkis- stjórnin þurfti að standast van- traust, en þar fékk hún 167 at- kvæði gegn 165, og naut þar stuðnings ýmissa smáflokka á vinstri kantinum. Mestu munaði þó um atkvæði kata- lónskra og bask- neskra aðskilnaðar- sinna, sem sátu hjá fremur en að greiða atkvæði gegn hinni nýju stjórn. Sú vöggugjöf kann að reynast eitraður kaleikur, enda sagði Pablo Casado, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokksins, Þjóðarflokksins, að ljóst væri að Sanchez hefði ekki unnið flest at- kvæði í þingkosningunum ef spænskur almenningur hefði vit- að að hann ætlaði sér að treysta á Podemos og hina smáflokkana. Þá er fyrsta prófraunin ekki langt undan, en fjárlög Spánar hafa mátt sitja á hakanum. Ríkis- stjórnin nýja þarf að samþætta loforð sín um aukna skatta á há- tekjufólk og stórfyrirtæki og hærri útgjöld til velferðarmála við frekara aðhald í fjármálum ríkisins, en skuldir ríkisins eru nær jafn háar og öll landsfram- leiðsla Spánar. Við það bætist mikið atvinnuleysi, sem og deilur við aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Slíkar aðstæður væru hverri ríkisstjórn erfiðar, hvað þá minnihlutastjórn. Líkurnar á að Sanchez takist að koma stöðug- leika á stjórnmál og efnahagsmál Spánar geta því tæpast talist honum í hag. Fyrsta samsteypu- stjórn Spánar frá tíma Francos er ekki mjög burðug} Óveðursský á sjóndeildarhringnum Opinber heim-sókn Pútíns Rússlandsforseta til Tyrklands, þar sem hann fagnaði ásamt Erdogan, forseta Tyrklands, opnun nýrr- ar gasleiðslu, TurkStream, milli ríkjanna, vakti líklega minni at- hygli en efni stóðu til vegna þess að athygli heimsins beindist að Íran og farþegaþotu sem í ljós er komið að íranski herinn skaut niður. TurkStream-leiðslan, sem liggur í gegnum Tyrkland og til Evrópu, gerir Rússum kleift að flytja út jarðgas til Tyrklands og ríkja Mið-Evrópu án þess að það þurfi að fara í gegnum Úkraínu, sem hefur til þessa haft um þrjá milljarða banda- ríkjadala í flutningstekjur á ári af útflutningi Rússa. Þá dregur leiðslan úr hættunni á að deilur við Úkraínu verði til þess að trufla sölu Rússa til ríkja Evrópusambandsins, sem treysta í síauknum mæli á jarð- gas frá Rússlandi. Sú eftirspurn er ekki síst í Þýskalandi, sem er orðið mjög háð Rússum að þessu leyti, með- al annars vegna þess að Merkel kanslari ákvað að hætta notkun kjarnorku. Rússar vilja einnig mæta þýsku eftirspurninni með því að leggja Nord Stream 2-gasleiðsl- una gegnum Eystrasaltið, framhjá Eystra- saltsríkjunum og Póllandi. Það verkefni er langt komið og er mikill áhugi á því hjá bæði Þjóðverjum og Rúss- um, og hefur það ekki orðið til að fæla Þjóðverja frá, að Banda- ríkjaþing ákvað seint á síðasta ári að beita öll þau fyrirtæki sem kæmu að gerð Nord Stream 2 og TurkStream viðskipta- þvingunum. Viðskiptaþvinganir Banda- ríkjanna stafa af ótta þeirra við að Rússar nái efnahagslegu tangarhaldi á mikilvægum bandamönnum Bandaríkjanna í Evrópu með því að beita jarð- gasinu fyrir sig. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Rússar hafa sýnt að þeir eru reiðubúnir að beita jarðgasinu á þennan hátt, m.a. gagnvart Úkraínu. En vandinn er sá að aðgerðir Bandaríkjanna hafa í raun engu skilað, Nord Stream 2 og TurkStream eru að verða að veruleika og ríki Evr- ópu sýna litla tilburði til að leysa orkuþörfina á annan hátt. Það stefnir þess vegna allt í að draumur Pútíns um að gera Evrópuríkin háðari Rússlandi um orku sé að rætast. Gasleiðslur Rússa til ríkja Evrópu vekja ugg í Washington} Evrópskur orkudraumur Pútíns L ögregluráð hefur nú tekið til starfa. Í ráðinu eiga sæti allir lögreglustjórar landsins auk ríkislögreglustjóra sem verður formaður þess. Tilgangur ráðs- ins er að auka samvinnu lögregluembætt- anna, gera störf lögreglunnar skilvirkari, draga úr tvíverknaði og nýta betur þá fjár- muni sem lögreglan fær á fjárlögum hverju sinni. Nýr ríkislögreglustjóri mun leiða þessa vinnu í samráði við aðra lög- reglustjóra í landinu. Þegar ég tók við embætti dómsmála- ráðherra var hart deilt innan lögreglunnar. Ég efndi þá til funda með öllum hags- munaaðilum til að finna leiðir til lausnar. Áhersla mín var sú að það væri ekkert athugavert við heilbrigð skoðanaskipti en nauðsynlegt væri að rökræða málin af yf- irvegun og málefnalega. Þá kom í ljós samstaða um ákveðin grunnatriði og þar á meðal um nauðsyn form- legs samráðsvettvangs; lögregluráðsins sem nú hefur tekið til starfa. Með stofnun þess eflist samvinna lög- reglustjóra landsins og dregið er úr hættunni á hvers kyns hagsmunaárekstrum. Ætlunin er að embætti rík- islögreglustjóra verði öflugt samræmingar- og þjón- ustuafl fyrir lögregluna í heild, leiði stefnumörkun og veiti öðrum lögreglustjórum aðstoð og stuðning í lögreglustörfum. Lögreglan er ein af mikilvægustu stofnunun þjóðfélagsins. Henni ber að tryggja öryggi al- mennings og halda uppi lögum og reglu í land- inu. Þetta er ekki lítið hlutverk. Almenningur á að geta borið mikið traust til lögreglunnar. Þetta traust byggist upp á löngum tíma og hvíl- ir á orðum, athöfnum og allri framgöngu lög- reglunnar. Traust er forsenda árangurs í störf- um hennar. Framtíðarsýn mín fyrir lögregluna er sú að hún sé öflug, fagleg, vel tækjum búin og áreið- anleg. Byggja verður upp öflugt og óháð eftirlit með störfum hennar. Lögreglan á að vera fær um að takast á við sífellt flóknari brota- starfsemi og búa yfir nægilegum styrk til að bregðast við nýjum áskorunum. Borgararnir eiga að geta treyst á færni og þekkingu lög- reglumanna við fjölbreyttar og erfiðar aðstæður í raun- heimum sem og í stafrænum heimi fjölþjóðlegrar brota- starfsemi. Skipulag lögreglunnar á að vera með þeim hætti að það styðji þessi markmið og stuðli að auknu ör- yggi og þjónustu við almenning. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Öryggi og þjónusta við almenning Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Rétt tæplega tvær milljónirerlendra ferðamannakomu hingað til lands ásíðasta ári, 14,2% færri en árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu, sem birtar voru fyrir helgi. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að nið- urstöður ársins séu ákveðinn varnarsigur. „Þegar WOW hætti starfsemi [í lok mars] varð strax ljóst að fjöldinn myndi dragast töluvert saman, enda þeirra hlutur á markaðnum um þriðjungur. Ég held því að það megi una vel við 14% sam- drátt,“ segir Skarphéðinn. Enn fjölgar Kínverjum Sem fyrr voru Bandaríkjamenn fyrirferðarmestir meðal erlendra ferðamanna en rúmlega 460.000 þeirra komu hingað til lands á árinu. Fækkar þeim þó um þriðjung milli ára. Næst á eftir fylgja Bretar, 262.000, Þjóðverjar, 132.000, og Kín- verjar, 99.000. Ferðamönnum fækkar frá nær öllum helstu heimsóknarríkjum, ef frá eru talin Kína og Frakkland. Kín- verskum ferðamönnum fjölgaði um 10,9% milli ára og fjöldi franskra ferðamanna stóð nær í stað. Kínverskum gestum hefur fjölg- að hér á landi ár frá ári, og segir Skarphéðinn að sú fjölgun haldist í hendur við alþjóðlega þróun. Kínverska millistéttin fer vaxandi og ferðast æ meir. „Það er full ástæða til að ætla að þessi þróun haldi áfram,“ segir Skarphéðinn. Bindur enda á níu ára vöxt Samdrátturinn í fyrra bindur enda á níu ára samfelldan vöxt ferða- manna á Íslandi, en milli áranna 2010 og 2018 nærri fimmfaldaðist fjöldi ferðamanna hingað til lands, eða sem nemur að meðaltali 22% aukningu á ári. Því er árið í ár engu að síður þriðja mesta ferðamanna- árið frá upphafi mælinga, á eftir ár- unum tveimur á undan, þrátt fyrir samdráttinn milli ára Mestur samdráttur í sumar Sé fjölda ferðamanna skipt niður eftir mánuðum sést að þeim fækkar alla mánuði ársins. Sam- drátturinn var þó æði misjafn milli mánaða. Þannig fækkaði ferðamönn- um einungis um 4,7% fyrstu þrjá mánuði ársins, sem skýrist sennilega af því að flugfélagið WOW air lagði ekki upp laupana fyrr en í lok mars. Á tímabilinu apríl-október fækkaði gestum um rúm 18% frá sama tíma- bili árið áður. Samdrátturinn virðist hafa gengið saman á síðustu mán- uðum ársins því í nóvember komu hingað til lands 131.000 ferðamenn, 12,7% færri en árið áður, og í desem- ber reyndist samdrátturinn aðeins 8,6%. Spurður hvort minni sam- dráttur í desember veki vonir um bjartari tíð fram undan segir Skarp- héðinn að það sé ekki endilega víst. „Við sáum það í desember fyrir árið [árið 2018] að WOW var farið að draga sætaframboð sitt saman frá því þegar mest var. Því þarf að skoða samdráttinn milli desembermánaða í ljósi þess,“ segir Skarphéðinn. Óttast aukna árstíðasveiflu Einn af styrkleikum íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár hefur, að sögn Skarphéðins, verið minni árstíðasveifla í komum ferðamanna en þekkist víða annars staðar. Mikil vinna hefur verið lögð í að fjölga ferðamönnum sem koma hingað til lands að vetri til og meðal annars ráðist í átakið Ísland allt árið, Iceland all year round, í því skyni. Skarphéðinn segir að hin mikla fækkun bandarískra og breskra ferðamanna milli ára sé áhyggjuefni enda dreifist ferðamenn þessara landa betur á milli árstíða en evr- ópskir ferðamenn. Mikilvægt sé að leita leiða til að draga enn úr þeim mismun sem er milli fjölda gesta að sumri og vetri. Hætt að telja alla ferðamenn Fram í október á síðasta ári var þjóðerni allra brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli skráð. Þurfti hver einasti farþegi að gefa sér- stökum starfsmanni upp þjóðerni sitt áður en farið var í gegnum ör- yggisleit vallarins. Eftir breytingu í október er skráning á þjóðerni nú aðeins framkvæmd á kerfisbundnu úrtaki, þ.e. stundum er starfsmaður á vakt sem spyr gesti um þjóðerni, en jafnan ekki. Spurður hvers vegna ráðist hafi verið í þá breytingu segir Skarphéðinn að það hafi verið kostn- aðarsamt að hafa starfsmann í vinnu við það öllum stundum að spyrja fólk til þjóðernis. Sá kostnaður hafi að mestu fallið á Isavia. Hið kerfis- bundna úrtak sem spurt er út í þjóð- erni er um 13-14% af öllum ferða- mönnum, sem þykir gefa nægilega nákvæma niðurstöðu án þess að ör- yggisbil verði of stórt. Morgunblaðið/Eggert Fækkun Ferðamönnum fækkar frá flestum heimsóknarlöndum milli áranna 2018 og 2019, ef frá eru talin Kína og Frakkland. 14% fækkun ferða- manna varnarsigur Skarphéðinn Berg Steinarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.