Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 16
Í grein hér í
Morgunblaðinu sl.
mánudag, 6. janúar,
varar Gunnar Bragi
Sveinsson við öfgum
og upphrópunum í um-
hverfismálum. Hann
snýr út úr orðum
Grétu Thunberg, segir
rétt „að hlusta á vís-
indamenn en þeir
[séu] ekki allir sam-
mála um hversu alvar-
legur vandinn er“.
Hvaða vísindamenn eru það,
Gunnar Bragi?
Á Parísarráðstefnunni hinn 5.
desember 2015 flutti utanríkis-
ráðherrann Gunnar Bragi Sveins-
son skelegga opnunarræðu á mál-
þingi um súrnun sjávar. Hann
sagði: „Einungis hin síðari ár höf-
um við einnig áttað okkur á því að
loftslagsbreytingar valda náttúru-
hamförum í hafinu [„creating dis-
asters in the oceans“]. Sú þróun
hefur verið hæg og hljóðlát en mjög
raunveruleg. Staðreyndin er að
stærsta ógnin við hafið er loftslags-
breytingar. Við horfum fram á
hlýnun sjávar, hækkandi yfirborð
hafsins og súrnun, til að nefna
nokkrar áskoranir sem við verðum
að takast á við. Allt vistkerfi sjávar
er í hættu og eina færa leiðin til að
snúa þróuninni við er að draga úr
losun koltvísýrings þegar í stað
[„by cutting carbon emissins imme-
diately“].
Síðar í ræðu sinni
sagði utanríkisráðherr-
ann: „Við stöndum
frammi fyrir ógnar-
stóru verkefni. Fyrst
og fremst verðum við
að einbeita okkur að
samdrætti í losun.“
„Fyrst og fremst
verðum við að einbeita
okkur að samdrætti í
losun.“ Þetta eru ráð
vísindamanna, og
sannarlega í anda
Grétu Thunberg.
Undirritaður kom
strax að máli við utanríkisráðherr-
ann, Gunnar Braga Sveinsson, og
hvatti hann til að birta þessa sköru-
legu ræðu á vefsetri ráðuneytisins.
Þrátt fyrir eftirgangsmuni varð
ráðherrann ekki við þeirri ósk
minni.
Og nú hefur Gunnari Braga snú-
ist hugur. Hann varar í Morgun-
blaðsgreininni sérstaklega við kol-
efnisgjaldi, sem hann kallar refsi-
skatta, og segir: „Breytingar í
loftslagsmálum verða ekki knúnar
fram með því að refsa eða með því
að draga úr velmegun.“
En hvað um „náttúruhamfarir í
hafinu“ af völdum loftslagsbreyt-
inga? Munu slíkar hamfarir ekki
draga úr velmegun, Gunnar Bragi?
Málstaður Grétu Thunberg er að
stjórnmálamenn fari að ráðum vís-
indamanna og stuðli að því að það
dragi hratt úr losun. Það var og
málflutningur Gunnars Braga
Sveinssonar á Parísarráðstefnunni
fyrir rúmum fjórum árum, að fara
að ráðum vísindamanna sem mælt
hafa hraða súrnunar sjávar í hafinu
umhverfis Ísland; súrnun sem er að
valda miklum skaða á lífríki sjávar
og verður ekki stöðvuð nema losun
verði stöðvuð á morgun og gróð-
urhúsalofttegundir í andrúmslofti
dragist saman á síðari hluta þess-
arar aldar. Eru það öfgar?
Öfugt við Grétu ákvað Gunnar
Bragi að standa ekki fyrir máli sínu
og lét vera að birta ræðu sína á vef
stjórnarráðsins.
Skuldbinding Íslands gagnvart
Parísarsamningnum er að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda um
eina milljón tonna á tímabilinu
2021-2030. Íslensk stjórnvöld hafa
enn ekki kynnt nein áform eða
áætlun um hvernig skuli dregið úr
losun á þessum tíma um 100.000
tonnum á ári. Og stjórnmálamaður-
inn sem talaði í París fyrir hönd Ís-
lendinga árið 2015 virðist telja
þessar skuldbindingar óþarfa og
öfgar árið 2020.
Þegar Gunnar Bragi var Gréta
Eftir Árna
Finnsson » Gunnar Bragi sagði:
„Við stöndum
frammi fyrir ógnarstóru
verkefni. Fyrst og
fremst verðum við að
einbeita okkur að sam-
drætti í losun.“
Árni
Finnsson
Höfundur er formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands.
arni@natturuvernd.is
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk
Áður en lengra er
haldið er nauðsynlegt
að gera grein fyrir
muninum á dreifikerfi
raforku og flutnings-
kerfi. Flutningskerfið,
sem Landsnet á og
rekur, samanstendur
af stærstu flutnings-
línunum sem flytja
raforku á hárri
spennu milli lands-
hluta á 132 kV og 220
kV spennu. Að auki eru lands-
hlutakerfin, sem í flestum tilfellum
eru rekin á 66 kV og sinna raf-
orkuflutningi til einstakra byggð-
arlaga, hluti flutningskerfisins.
Dreifikerfin taka svo við þegar
flutningskerfinu sleppir og dreifa
raforkunni til einstakra notenda. Í
stuttu máli má líkja þessu við æða-
kerfi mannslíkamans; flutnings-
kerfið er hliðstætt stóru slag-
æðunum sem flytja blóðið um milli
einstakra líkamshluta og dreifi-
kerfið samsvarar háræðakerfinu
sem dreifir blóðinu til frumanna
eða vöðva og einstakra líffæra.
Dreifiveitur hafa staðið sig
gríðarlega vel undanfarna áratugi í
því að koma sínum línum í jörðu.
Eðli málsins samkvæmt ganga
hlutir hægar fyrir sig í flutnings-
kerfi raforkunnar enda er þar ver-
ið að fást við línur á hærri spennu-
stigum og með meiri flutningsgetu.
Þó er rétt að benda á að Landsnet
hefur, frá stofnun fyrir 15 árum,
lagt allar línur á 66 kV og 132 kV
spennu í jörð. Þar er um að ræða
rúmlega 150 kílómetra af jarð- og
sæstrengjum. Þetta er í fullu sam-
ræmi við stefnu stjórnvalda um
lagningu raflína, þar sem segir að
meginreglan við uppbyggingu
landshlutakerfa raforku sé að not-
ast við jarðstrengi að því gefnu að
slíkt sé tæknilega raunhæft.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur er það eitt
af forgangsverkefnum að nýta með
sem hagkvæmustum
þætti þá orku sem
þegar hefur verið
virkjuð. Í því skyni
þurfi að styrkja flutn-
ings- og dreifikerfi
raforku og tengja bet-
ur lykilsvæði og skoð-
að verði að hve miklu
leyti megi nýta jarð-
strengi í slíkar teng-
ingar með hag-
kvæmum þætti, eins
og það er orðað. Í
þingsályktun nr. 26/
148 frá 11. júní 2018
um uppbyggingu flutningskerfisins
er nánar kveðið á um rannsóknir á
mögulegum jarðstrengslögnum og
liggja niðurstöður þeirra rann-
sókna nú fyrir. Hinn 16. desember
síðastliðinn birtist í samráðsgátt
stjórnvalda skýrsla sem dr. Hjört-
ur Jóhannsson vann um þessi mál
að beiðni ráðuneyta atvinnuvega-
og nýsköpunarmála og umhverfis-
og auðlindamála. Meginniður-
stöður í þessari skýrslu eru þær
að svigrúm til jarðstrengslagna í
fyrirhuguðu 220 kV meginflutn-
ingskerfi hringinn í kringum land-
ið er afar lítið. Þessar niðurstöður
eru í fullu samræmi við það sem
Landsnet hefur margoft bent á.
Kerfisaðstæður á hverjum stað
(þ.e. kerfisstyrkur) hafa grund-
vallaráhrif á möguleika til jarð-
strengslagna, sérstaklega á hæstu
spennustigum flutningskerfisins
(132 kV og 220 kV). Sé kerfið ekki
í stakk búið til þess að taka við
strengnum er tómt mál að tala um
strenglagnir þar. Þess vegna er
nauðsynlegt að greina hvert tilvik
vandlega. Undir þetta er tekið í
skýrslunni á fleiri en einum stað,
t.a.m.: „Umfjöllun um kosti og
ókosti nýtingar jarðstrengja til
styrkingar flutningskerfi raforku
er gagnleg ef hún er sett fram í
samhengi við tæknilegar hámarks-
lengdir jarðstrengja. Verkefni þar
sem fjallað væri um hve neikvæð
eða jákvæð áhrif það hefði á raf-
orkuverð, afhendingaröryggi eða
umhverfiskostnað ef allt flutnings-
kerfi raforku væri lagt í jörðu
hefði mjög takmarkað gildi ef ekki
væri tæknilega mögulegt að
leggja nema takmarkaðan hluta
kerfisins í jörðu.“ Því miður hafa,
á síðustu árum, verið birtar
skýrslur um t.a.m. jákvæð áhrif
jarðstrengslagna á afhendingar-
öryggi þar sem skautað hefur ver-
ið fimlega fram hjá þessum þætti,
sem hlýtur að vera grundvallar-
forsenda í umræðum um þessi
mál.
Eins og áður segir koma niður-
stöður skýrslunnar okkur hjá
Landsneti ekki á óvart. Raunar
má segja að þær staðfesti að það
svigrúm sem þó er fyrir hendi til
strenglagna á 220 kV eigi fyrst og
fremst að nýta til þess að full-
nægja skilyrðum sem stefna
stjórnvalda um lagningu raflína
setur, m.a. um á hvaða svæðum
komi helst til greina að leggja
jarðstrengi.
Það er von okkar að skýrsla
ráðuneytanna opni augu þeirra
sem enn efast um að jarðstrengir
á hæstu spennustigum flutnings-
kerfisins séu afar takmörkuð auð-
lind sem beri að fara sparlega
með. „Jarðstrengskvótar“ nýtast
betur á lægri spennustigum. Það
er líka sú leið sem almennt er far-
in við uppbyggingu flutningskerfa
annars staðar.
Um jarðstrengi og raf-
tæknilegar takmarkanir
Eftir Magna Þór
Pálsson » Það er von okkar að
skýrsla ráðuneyt-
anna opni augu þeirra
sem enn efast um að
jarðstrengir á hæstu
spennustigum flutnings-
kerfisins séu afar tak-
mörkuð auðlind.
Magni Þór
Pálsson
Höfundur er verkefnastjóri rann-
sókna hjá Landsneti.
magnip@landsnet.is
Ef seilst er aftur um einhverja ára-
tugi sést að þeir Gunnar póstur og
Bjössi á mjólkurbílnum voru ómiss-
andi fyrir þá tilveru sem lifað var í
sveitum landsins. Þeir fluttu menn-
inguna og reikningana að sunnan, og
mjólkina, sem þá var framleidd á
hverjum bæ, vestur, þar sem neyt-
endurnir biðu eftir sínu skyri og
rjóma og ekki búið að finna upp
vegan.
Nú eru barirnir orðnir fleiri en
kúabúin í minni sveit og því fáir sem
hitta Bjössa.
En Gunnar póstur er enn á ferðinni
þótt strjálast hafi. Hann lætur nægja
að koma við þrisvar aðra vikuna en
tvisvar hina. Blöðin eru stundum orð-
in fimm daga gömul þegar þau koma
og ekkert nema pappírssóun að vera
áskrifandi, þegar hægt er að hafa allt
gagn af netinu.
Bréf og pakkar flytjast helst í jóla-
mánuði, og þá byrja fyrst vandræðin.
Tvö ár í röð höfum við fjölskyldan
sent pakka til útlanda og í fyrra skipt-
ið kom pakkinn á áfangastað eftir sjö
vikur en núna eftir fimm og þá
skemmdur.
Er þetta ekki óþarfi og einhver
pottur brotinn?
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hringir pósturinn alltaf tvisvar?
Morgunblaðið/Rósa Braga
Póstur Sumum þykir pósturinn vera lengi á leiðinni.