Morgunblaðið - 13.01.2020, Page 19

Morgunblaðið - 13.01.2020, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 ✝ Edda KolbrúnÞorgeirsdóttir fæddist í Hafnar- firði 27. september 1942. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 5. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þor- geir Sigurðsson, f. 1902, d. 1972, og Katrín Markús- dóttir, f. 1900, d. 1967. Systkini Eddu voru Mark- ús Benjamín, f. 1924, d. 1984, Jó- hanna Sigríður, f. 1954, d. 2000, Sveinfríður Alda, f. 1929, d. 1989, Gestheiður Þuríður, f. 1931 og Ingibjörg Kristín, f. 1935. Edda giftist 18. febrúar 1961 eftirlifandi eiginmanni sínum, Karli Friðriki Ingvarssyni, f. 11. júní 1938. Börn þeirra eru: 1. Sigrún, f. 2. október 1960, maki Örn Haukur Magnússon. Börn þeirra eru Guðjón Karl, Sylvía og Matthías Karl. Þau eiga 4 barna- börn. 2. Sjöfn, f. 15. maí 1962, maki Haukur Hauksson. Börn þeirra eru Bryndís, Edda, Agnes og Jóna. Þau eiga 4 barnabörn. 3. Hildur, f. 29. apríl 1967, maki Pálmar Óli Magnússon. Börn þeirra eru Smári, Þóra Gréta og Rakel. Þau eiga 3 barnabörn. 4. Elín Edda Karlsdóttir, f. 31. desember 1978, maki William Thomas Boomer. Edda og Kalli bjuggu öll sín hjúskaparár í Hafnarfirði, lengst af á Suðurbraut 8 í Hafnarfirði. Edda verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar daginn tók að lengja eft- ir langan og dimman vetur kvaddi hún Edda vinkona okkar eftir löng og erfið veikindi. Við kynntumst í Barnaskóla Hafnarfjarðar, vorum alltaf í sama bekk. Eftir fullnaðarpróf 1955 sóttum við um inngöngu í Kvennó og komumst allar inn. Það var upphafið að ævilangri vináttu okkar þriggja. Ekki voru liðnar nema nokkr- ar vikur af skólaárinu þegar Edda veiktist af mænuveiki sem þá var að ganga. Þetta hafði áhrif á skólagöngu hennar og heilsu- far. Ung kynntist hún stóru ástinni í lífi sínu, honum Kalla. Hjóna- band þeirra hefur í hartnær sex- tíu ár einkennst af væntumþykju og virðingu. Edda minntist oft á það hve heppin hún hefði verið að eignast slíkan mann. Þau eiga miklu barnaláni að fagna, eign- uðust fjórar dætur, 10 barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin 11. Fátt veitti henni meiri gleði en að fylgjast með stóra barna- hópnum sínum þroskast og dafna. Fjölskyldan var henni allt. Edda var einstaklega hlý og elskuleg, alltaf boðin og búin til að rétta hjálparhönd, hvort sem um var að ræða barnapössun eða aðstoð við peysuprjón. Hún hafði gott skopskyn, sagði skemmti- lega frá og gat verið hrókur alls fagnaðar. Við vorum ekki nema rúmlega tvítugar þegar við stofnuðum saman saumaklúbb ásamt nokkr- um ungum konum til þess að læra hver af annarri eins og „almenni- legar húsmæður“ gerðu í þá daga. Það var mikið saumað og prjónað en þó ennþá meira spjall- að og hlegið. Nú hefur fækkað í sauma- klúbbnum okkar. Síðustu mánuðirnir voru Eddu erfiðir, en þá var gott að eiga um- hyggjusama fjölskyldu sem um- vafði hana ást og hlýju þar til yfir lauk. Við sendum Kalla, Sigrúnu, Sjöfn, Hildi og Elínu Eddu inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um góða vinkonu lifir. Ásdís Sveinsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir. Edda Kolbrún Þorgeirsdóttir ✝ Sigríður Helgafæddist í Borgarnesi 29. október 1957. Hún lést á Brákarhlíð í Borgarnesi 3. jan- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urður B. Guð- brandsson, f. 3. ágúst 1923, d. 15. janúar 2008, og Helga Þorkelsdóttir, f. 24. des- ember 1923, d. 7. október 2003. Systur Sigríðar Helgu eru: 1) Ásta, f. 11. febrúar 1949, d. 2. janúar 2018. Maki Halldór Brynjúlfsson, f. 20. júní 1943, d. 18. október 2007. Synir þeirra eru Sigurður, f. 1970, og Brynjúlfur, f. 1974. 2) Sig- þrúður, f. 9. október 1952. Börn hennar eru Erla Helga, f. 1971, Gunnar, f. 1977, og Elín Eir, f. 1979. Sigríður Helga ólst upp í Borgar- nesi og eftir hefð- bundna skóla- göngu stundaði hún nám einn vet- ur við Húsmæðra- skólann á Laugar- vatni. Hún starfaði lengst af við skrif- stofu- og þjónustustörf, bæði í Reykjavík um tíma og í Borgarnesi þar sem hún bjó nær alla sína tíð. Síðustu fimm- tán ár starfaði hún sem skóla- ritari við Grunnskólann í Borgarnesi. Útför Sigríðar Helgu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 13. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku besta frænka. Með miklu þakklæti í hjarta kveðj- um við þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Mamma lofaði þér að við yrðum sterk saman, við munum halda utan um hana og hún utan um okkur. Þú held- ur svo utan um okkur öll eins og alltaf. Minningarnar ylja og við elskum þig. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Birgir Elís, Unnur Elva, Heimir Smári, Sigþrúður og Lena Margrét. Elsku besta frænka mín sem fallin er frá alltof snemma. Þú varst okkur svo dýrmæt og mikilvæg og það svo mikið reiðarslag þegar veikindi gerðu vart við sig fyrir tveimur árum. Á svo brothættum tíma í lífi okkar litlu fjölskyldunnar frá Borgarnesi. En samstiga geng- um við áfram og þú sýndir því- líkan baráttuhug og ætlaðir ekki að láta undan þessum ill- víga sjúkdómi. Þú varst engri lík og við munum passa upp á allt og alla eins og þú baðst um og hlutverkið þitt uppi á himn- um verður ekkert lítið, að fylgj- ast með okkur öllum og vernda. Það sagðist þú ætla að gera og það veitti þér ró. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Hvíldu í friði, þín Elín Eir. Í dag kveð ég yndislega vin- konu og sambýliskonu til u.þ.b. 15 ára. Sigga Helga var búsett á neðri hæðinni í húsinu okkar á Gunnlaugsgötu í Borgarnesi. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Traustið og snyrtimennskan sem Sigga bjó yfir var mér og minni fjöl- skyldu ómetanlegt. Sigga var alltaf boðin og búin þegar við þurftum á að halda. Sérstaklega vil ég nefna þegar ég átti hundinn minn hann Mola. Sigga opnaði heimili sitt fyrir honum og veitti hlýju og umhyggju, hvenær sem okkur vantaði pössun fyrir hann. Enda naut Moli sín vel hjá elsku Siggu eins og allir sem til hennar komu. Sama gerði hún við börn mín og barnabörn. Það er ekki sjálfgefið að eiga svo góðan vin og nágranna og þess nutum við fjölskyldan. Elsku Sigga mín. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og vona að þér líði betur núna. Þakka þér fyrir að vera bara þú, staðföst í vináttu, óþreytandi í gæsku. (Jane Swan) Guðný Sigríður Gunnarsdóttir (Sirrý). Í dag kveðjum við góðan samstarfsfélaga og góða vin- konu, hana Siggu Helgu. Sigga Helga var gædd mörgum góð- um kostum. Hún vann sem rit- ari við skólann frá 2005 og hef- ur því átt hlutdeild í mörgum nemendum. Sigga mætti á morgnana kl. hálfátta til að taka á móti hringingum og nemendum. Þessir morgnar eru eftirminnilegir þeim sem mættu á sama tíma og nutu samvista með kaffibolla í næði. Hún var alltaf tilbúin að aðstoða alla og auk sinna föstu starfa vann hún hér ýmis verk sem enginn gerði sér grein fyrir en við urðum óneitanlega vör við þegar hún fór frá. Nemendur leituðu mikið til Siggu riddara eða Siggu yddara en þeir yngstu rugluðust stund- um á starfsheitinu. Hún tók þeim með hlýju og umvafði þá ást og umhyggju eins og henni einni var lagið. Hún fylgdist með nemendum löngu eftir að þeir voru hættir í grunnskól- anum og sagði fréttir af þeim og gladdist yfir velgengni þeirra sem og annarra. Sigga Helga setti sér mark- mið og þeim ætlaði hún svo sannarlega að ná t.d. þegar hún neitaði að gefast upp fyrr en hún var búin að sjá nýju gluggana heima hjá sér sem henni tókst og sá tími sem hún átti heima hjá sér undir það síð- asta gaf henni mikið. Við dáðumst að þrautseigju hennar, baráttuvilja og lífs- gleði. Það var eftirtektarvert hvað hún var alltaf lífsglöð og smitaði út frá sér þakklæti og jákvæðni. Hún tókst á við sjúk- dóm sinn af einstöku æðruleysi og hélt alltaf til hinstu stundar í vonina með bjartsýnina að vopni. Vinnan var Siggu mjög mikil- væg og lagði hún mikla áherslu á að mæta til vinnu eftir að hún veiktist, enda var hún hjá okk- ur nánast til loka. Þegar hún gat ekki lengur stundað vinnu fylgdist hún með út um eldhús- gluggann sinn þar sem hún sá krakkana úti í leik í frímínút- um. Einnig kom hún reglulega í heimsókn meðan heilsan leyfði, bæði til að hitta samstarfsfólkið og nemendur ásamt því að hún fylgdist vel með allri þeirri upp- byggingu sem átti sér stað hér innan skólans. Skólinn átti svo sannarlega stóran hlut í hennar lífi. Henni þótti vænt um okkur öll hér í skólanum og okkur um hana, má segja að við höfum verið hennar önnur fjölskylda, alla- vega leið okkur þannig. Starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi sendir ættingjum og vinum Siggu Helgu innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð og fallegar minningar um Siggu Helgu gefa þeim styrk í sorginni. Guð blessi minningu okkar kæru Siggu Helgu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Fyrir hönd starfsfólks Grunnskólans í Borgarnesi, Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri. Sigríður Helga Sigurðardóttir ✝ Anna Val-gerður fæddist á Felli í Mýrdal 12. ágúst 1929. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 19. desember 2019. Foreldrar hennar voru Gissur Giss- urarson bóndi og Gróa Sveinsdóttir húsfreyja. Þau voru bændur í Sel- koti undir Austur-Eyjafjöllum og þar ólst Anna Valgerður upp. Systkini hennar: Svanhvít, Guðfinna, látin, Erna Stefanía, látin, Kolbeinn og Þóra Hjör- dís. Eiginmaður Önnu Valgerðar var Ingvar Einarsson, umdæm- isstjóri hjá Símanum, f. 28. júlí 1926, d. 17. mars 1997. Börn þeirra eru: 1) Jóna, f. 13.9. 1952, hennar maður er Sig- urður Ingvar Grímsson. Þau eiga þrjú börn og tólf barna- börn. 2) Ingunn, f. 14.1. 1954, hennar maður er Alan Ford. Þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. 3) Örn Ingi, f. 7.5. 1957, hans kona er Kristjana Ragn- arsdóttir. Þau eiga fimm börn, þrettán barnabörn og tvö barnabarnabörn. 4) Einar, f. 16.9. 1961, hans kona er Kristín Rut Haraldsdóttir. Þau eiga tvö börn og tvö barna- börn. 5) Hrefna, f. 17.6. 1966, hennar maður er Þórarinn Gísli Guðmundsson. Þau eiga sjö börn og eitt barnabarn. Fyrir átti Ingvar son, Ingvar Grétar. Anna Valgerður var hús- móðir fyrstu árin í búskap en seinni árin vann hún á gæslu- velli hjá Kópavogsbæ. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 13. janúar 2020, klukkan 13. Elsku amma, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar. Það koma upp í hugann margar minningar þegar komið er að því að kveðja. Margar þess- ar minningar tengjast ferðalög- um með þér og afa. Ferðir stór- fjölskyldunnar í Vaglaskóg sem eru mér minnisstæðar og svo ferð fjölskyldunnar með þér og afa til Washington og Flórída. Mín fyrsta minning af þér amma var þegar ég var hjá þér á róló í Kópavogi, það var alltaf mjög gaman þar og sérstaklega þegar ég fékk að fara heim með þér eftir róló. Það var ævintýri að fara yfir holtið til að fara heim til þín og afa á Hraunbrautina. Þar fékk maður líka alltaf eitt- hvað gott að borða, brauð með miklu smjöri var að sjálfsögðu á boðstólum. Það rifjast upp svo margar góðar minningar frá Hraunbrautinni og úr Grímsnes- inu, þær eru mér dýrmætar amma. Þú varst mikill dýravinur og ég man hvað hundarnir voru hrifnir af þér, þú varst dugleg að lauma að þeim bita. Ég man að hundarnir lögðu stundum á sig töluvert ferðalag til að komast til þín, bæði Kolur og Monsa hurfu stundum og fundust svo í góðu yfirlæti hjá þér. Ég man eftir sögunum þínum frá Selkoti, ég tengdi vel við þær eftir að hafa verið þar í sveit í nokkur sumur. Þú hafðir einstakt lag á dýrum og sagðir okkur frá því hvað þér fannst erfitt að sjá á eftir dýrunum þegar þeirra tími var kominn. Þegar Petra kom inn í líf mitt tókst þú einstaklega vel á móti henni, þú þekktir vel til hennar fólks og það var mjög gaman að koma í heimsókn til þín, þú gast sagt Petru fullt af sögum af hennar fólki og varst svo áhuga- söm um hvernig allt gengi hjá okkur. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir) Ég kveð þig amma mína með sorg, en senn gleði, í hjarta. Takk amma mín fyrir góðu stundirnar og allar góðu minningarnar. Ingvar Arnarson. Það er sumarið 1984. Ég hringi bjöllunni á Hraunbraut- inni og mér er hleypt inn. Efst í stiganum er Anna, hallar sér fram og segir: „Sæl ... en Inga er ekki hér.“ Við Inga lærðum sam- an hjúkrun en þarna var ég að koma til Einars bróður hennar sem eitthvað hafði ruglast á því hvenær foreldrar hans kæmu heim úr utanlandsferð sinni. „Hann er að horfa á sjónvarpið hér inni hjá pabba sínum, komdu bara inn,“ og þannig kynntist ég tilvonandi tengdaforeldum mín- um, inni í sjónvarpsherbergi sát- um við öll fjögur og horfðum örugglega á einhverja spennu- mynd eins og við áttum svo oft eftir að gera. Ég bjó hjá þeim í eitt ár á meðan ég lauk ljósmæðranámi mínu og við Einar keyptum okk- ar fyrstu íbúð. Okkur var öllum vel til vina og áttum margar ánægjustundir í gegnum árin. Eftir fráfall Inga reyndum við að vera Önnu eins hjálpleg og við gátum. Hún aðstoðaði okkur líka með börnin, þau fengu að vera hjá ömmu Önnu á róló, labba yfir holtið, fá rúgbrauð með bestu kæfu sem hún gerði og oftar en ekki endaði fjölskyldan í kjöt- súpu sem Anna var snillingur í að matbúa. Anna kom með okkur í nokkr- ar utanlandsferðir, bæði með og án barna okkar. Hún var einstak- lega góður ferðafélagi í þessum ferðum. Sumarbústaðurinn var henni líka mjög kær og þar voru margar góðar samverustundir. Eftir því sem heilsu hennar hrakaði átti hún erfiðara með að koma heim til okkar þar sem tröppurnar eru ansi margar. Þá breyttum við því að í stað þess að hún kæmi til okkar fórum við annaðhvort með mat til hennar eða fórum í bíltúra og fundum kaffihús og matsölustaði þar sem aðgengið var þægilegt. Henni fannst reyndar alveg ótrúlega gott þegar við keyptum kjúkling og franskar kartöflur í Nóatúni og borðuðum saman í Gjábakk- anum. Anna flutti úr Gjábakkanum vestur á Grund þar sem hún var síðustu ár. Henni leið mjög vel þar og starfsfólkið yndislegt. Hún náði þeim merka áfanga að verða níræð síðastliðið sumar og úr varð hálfgert ættarmót þegar afmælisveisla var haldin á Grund. Heilsunni hrakaði jafnt og þétt og við fundum að hún var orðin mjög þreytt og tilbúin að kveðja þetta jarðlíf. Við trúum því að nú séu þau Ingi sameinuð í Sumarlandinu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Anna, og þakka fyrir allar samverustundirnar sem við áttum í gegnum tíðina. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað óskað mér. Far þú í friði og Guð geymi þig. Kristín Rut Haraldsdóttir. Anna Valgerður Gissurardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET Á. MÖLLER, lést föstudaginn 10. janúar á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin auglýst síðar. Árni Möller Signý Pálsdóttir Helga Möller Hafliði Halldórsson Jóhann og Eiður Maggý Helga, Gunnar og Elísabet og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.