Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 28

Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er performans fyrir stórt svið þar sem við erum meðal annars að leika okkur með það að vera á stóru sviði í gömlu leikhúsi,“ segir Sigurður Arent Jónsson, sviðslistamaður og einn fimm höfunda myndræna sviðs- verksins Eyður sem sviðslistahópur- inn Marmarabörn (Marble Crowd) frumsýnir á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins á miðvikudag kl. 19.30. Meðhöf- undar Sigurðar eru danslistakon- urnar Katrín Gunnarsdóttir, Saga Sigurðardóttir og Védís Kjartans- dóttir og myndlistarmaðurinn Krist- inn Guðmundsson, en Igor Dobricic er dramatúrg. Tónlistin, bæði útsetn- ingar og flutningur, er í höndum Gunnars Karels Mássonar. Sviðs- mynd og búninga hannar Guðný Hrund Sigurðardóttir, vídeó gerir Guðmundur Úlfarsson og lýsingu hannar Halldór Örn Óskarsson. Samsköpun lykilatriði Eyður er önnur sýning Marmara- barna, en fyrsta sýning þeirra, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz 2017 og Grímuverð- launanna 2019 í flokknum danshöf- undur ársins. Spurð um tilurð hóps- ins rifjar Sigurður upp að Saga Sigurðardóttir hafi hóað þátttak- endum saman fyrir nokkrum árum til að dansa í verkum hennar sem nefn- ast Scape of Grace (2013) og Preda- tor (2014). „Þegar þeim verkefnum lauk vildum við endilega halda áfram að vinna saman þannig að við ákváðum að breyta vinnufyrirkomu- laginu og vinna sýningar í meiri sam- sköpun,“ segir Sigurður og áréttar að samsköpun hafi reyndar verið áber- andi undir listrænni forystu Sögu. „Hópurinn small svo vel saman og því vildum við gera fleiri sýningar. Dýnamíkin í hópnum er góð að því leyti að við erum gagnrýnin á hvert annað en gefum hvert öðru líka rými til að anda. Við búum yfir fjöl- breyttum hæfileikum, komum úr leiklist, danslist og myndlist auk þess sem hæfileikaríkt tónlistarfólk kemur að sköpuninni,“ segir Sig- urður sem sjálfur útskrifaðist frá Konunglega skoska listaháskól- anum í Glasgow árið 2010 í sam- tímasviðslistum. „Reynslan hefur kennt okkur að góðir hlutir gerast oft hægt. Við erum því afar afslöpp- uð gagnvart sköpunarferlinu og leyfum því að taka þann tíma sem þarf án þess að vera að flýta okkur. Við höfum ólíka listræna sýn á hlut- ina en reynum að leyfa öllum rödd- um að heyrast, hvort heldur er á fundum eða í spunanum á sviðinu,“ segir Sigurður og tekur fram að mikið traust og virk hlustun sé ein- kennandi í hópnum. Innblásin af plastumræðunni Aðspurður segir Sigurður að Eyð- ur fjalli um fimm strandaglópa sem ranki við sér á eyðieyju einhvers staðar milli raunheima og skáld- skapar. „Í framandlegu vistkerfi reyna strandaglóparnir að endur- skapa heiminn eftir minni. Á meðan leikmennina rekur á milli raunveru- legra og ímyndaðra kringumstæðna birtast þeim sýnir á flökti milli for- tíðar og framtíðar,“ segir Sigurður og tekur fram að leikmyndin öll sé samsett úr plasti og áréttar að efnivið- urinn sem hópurinn vinni með hverju sinni leiði þau áfram í rannsókn sinni. „Í uppfærslum okkar blandast danslistin og myndlistin saman. Við fyllum upp í rýmið með ýmsum hætti með líkömum okkar. Auk þess sem við vinnum alltaf rannsókn með ákveðinn efnivið sem leiðir okkur að ákveðnum söguþræði. Í Moving Mountains unnum við með reipi en núna erum við að vinna með plast,“ segir Sigurður og tekur fram að sviðs- listahópurinn sé innblásinn af um- ræðu samtímans um plast og plast- notkun. „Við erum auðvitað ekkert að finna upp hjólið. Ég held samt að við séum að bjóða upp á eitthvað sem er öðru- vísi í núverandi umhverfi. Þannig hafa ýmsir hönnuðir haft samband við okk- ur og fundist einstaklega áhugavert hvernig við vinnum út frá efniviðnum og látum hlutina segja sína sögu. Við byrjum á því að finna hráefni eða efni- við sem okkur finnst gaman að vinna með og í gegnum hann komumst við að einhverri sammannlegri sögu,“ segir Sigurður, en plastið sem þau fengu til afnota eru meðal annars netadræsur, plaststrangar og gamlar plastflöskur. Merking ekki fengin fyrir fram „Í verkinu vinnum við með eyjuna sem sögulegt minni og menningarlega vísun,“ segir Sigurður og rifjar upp að meðal þess sem veitt hafi þeim inn- blástur sé saga af austurrískri konu sem fyrir hundrað árum flutti til Gala- pagoseyja. „Á þeim tíma voru eyjar náttúruleg nýlenda sem kallaði á að fólk flyttist þangað til að eigna sér þær. Hún lýsti því yfir að hún væri keisaraynja af Galapagoseyjum þrátt fyrir að þau væru aðeins tvo til þrjú sem byggju á eyjunum. Það er ýmis- legt sem við höfum fundið í rannsókn okkar sem við notum í verkinu. Síðan erum við líka óhrædd við að búa til eitthvað sem er fallegt og á heima á sviði og þurfum ekki endilega að vera með fyrirvara um ákveðna merkingu. Við viljum frekar fara með áhorf- endur í leiðangur með okkur sem gef- ur færi á að við uppgötvum eitthvað saman,“ segir Sigurður og tekur fram að þótt sýningar hópsins séu að því leyti opnar til túlkunar sé engu að síð- ur alltaf undirliggjandi skýr saga. „Við beitum sviðshreyfingum og sviðsmyndinni og einstaka sinnum orðum til að búa til myndir. Markmið okkar er að skapa háleita upplifun með því að leika okkur með tæknina. Við hugsum ekki verkið fyrir ein- hvern afmarkaðan hóp heldur er markmið okkar að sem flestir geti notið sýningarinnar.“ Skrópar til að skapa Eins og áður sagði lauk Sigurður námi frá Glasgow, en síðustu árin hefur hann verið búsettur í Svíþjóð þar sem eiginkona hans, Hallgerður Hallgrímsdóttir myndlistarkona, var í meistaranámi, en þau fluttu nýverið heim til Íslands að námi loknu. „Með- an ég var enn í námi var ég fenginn til að koma fram í ýmsum dansverkum og í framhaldinu kynntist ég síðan svissneska leikstjóranum og tón- listarmanninum Thom Luz, sem er eitt af stóru nöfnunum í Sviss. Hann er mjög öflugur og skemmtilegur listamaður sem kemur miklu í verk,“ segir Sigurður, sem tekið hefur þátt í tveimur sýningum Luz, þeirra á meðal Girl from the Fog Machine Factory. „Okkur var boðið með Girl from the Fog Machine Factory á Feneyja- tvíæringinn 2018 og að sýna á The- atertreffen í fyrra, en sýningin var valin ein af tíu bestu sýningum þýskumælandi svæðisins það árið,“ segir Sigurður sem sýna mun sýn- inguna í Kína næsta haust. „Ef Girl from the Fog Machine Factory verð- ur jafn vinsæl og fyrri sýningar Luz get ég búist við því að þurfa að skreppa nokkrum sinnum á ári næstu árin til að sýna hana víðs vegar um heiminn,“ segir Sigurður og tekur fram að það sé vissulega örlítið snúnara að fara í sýningarferðir frá Íslandi en Svíþjóð. „Ég var til dæmis að fara að sýna í Antwerpen í desem- ber og það vildi þannig til að búið var að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið daginn sem ég átti að fljúga. Ég þurfti því að flýta ferðinni um einn dag til að ná sýningunni og það rétt slapp,“ segir Sigurður, sem hóf meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands í haust. „Námið leggst mjög vel í mig, enda frábærir fyrirlesarar og skemmtilegur bekk- ur. Ég hafði lengi ætlað mér að fara aftur í skóla til að ögra sjálfum mér, fá innblástur og kynnast nýjum lista- mönnum,“ segir Sigurður og tekur fram að hann hafi síðustu vikur þurft að skrópa í skólanum til að geta skap- að sýninguna sem frumsýnd verður á miðvikudag. Morgunblaðið/Eggert Plastheimur „Síðan erum við líka óhrædd við að búa til eitthvað sem er fallegt og á heima á sviði og þurfum ekki endilega að vera með fyrirvara um ákveðna merkingu,“ segir Sigurður Arent Jónsson, einn höfunda verksins Eyður sem Marmarabörn frumsýna í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn kemur. „Performans fyrir stórt svið“  Sviðslistahópurinn Marmarabörn frumsýnir Eyður á Stóra sviði Þjóðleikhússins á miðvikudag  „Viljum fara með áhorfendur í leiðangur sem gefur færi á að við uppgötvum eitthvað saman“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.