Morgunblaðið - 14.01.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls fæddust 4.448 börn á helstu
sjúkrahúsum landsins og í heima-
húsum í fyrra. Fæðingar voru alls
4.379 og fjölgaði víðast hvar frá
fyrra ári samkvæmt lauslegri úttekt
Morgunblaðsins.
Fjöldi fæðinga á Landspítala árið
2019 var 3.207 og börnin voru 3.271.
Árið áður fæddust 3.139 börn á
Landspítalanum í 3.088 fæðingum.
Tölur um fæðingar á Landspítal-
anum eru með fyrirvara um að ekki
er búið að yfirfara skráningu.
Fæðingum fjölgaði einnig á Akur-
eyri í fyrra. Alls fæddust 408 börn í
403 fæðingum þar. Árið áður fædd-
ust 392 börn í 388 fæðingum fyrir
norðan.
Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Akranesi fæddust 348 börn en 315
árið áður. Sagði ljósmóðir á vakt þar
að vísa hefði þurft konum frá sökum
anna í fyrra.
„Við vorum sáttar við árið,“ sagði
Sigrún Kristjánsdóttir, yfir-
ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suð-
urlands á Selfossi, en 70 börn fædd-
ust þar í fyrra, 51 árið áður.
Á Ísafirði fæddust 33 börn rétt
eins og árið áður og tvö börn fædd-
ust í Vestmannaeyjum. Mikil fjölgun
fæðinga varð aftur á móti á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja. Þar
fæddust 106 börn en þau voru 78 ár-
ið áður. Í Neskaupstað fæddist 71
barn í fyrra.
Heimafæðingar voru svipað
margar í fyrra og árið áður, 75 tals-
ins. Fæðingum á Björkinni fæðing-
arstofu fjölgaði hins vegar úr 50 í 64
í fyrra.
Barnsfæðingum fjölgaði í fyrra
Fæðingum á Landspítalanum fjölgaði talsvert milli ára Svipaða sögu er að segja af flestum sjúkra-
húsum landsins og öðrum fæðingarstöðum „Við vorum sáttar við árið,“ segir yfirljósmóðir á Selfossi
Fædd börn á Íslandi 2018 og 2019
6% fl eiri börn fæddust á Íslandi
árið 2019 en árið á undan*
Heilbrigðisstofnun
Landspítalinn, Reykjavík
Sjúkrahúsið á Akureyri
Heilbrst. Vesturlands, Akranesi
Heilbrst. Suðurnesja
Heilbrst. Suðurlands, Selfossi
Heilbrst. Vestfjarða, Ísafi rði
Heilbrst. Austurl., Neskaupstað
Heilbrst. Vestmannaeyjum
Björkin fæðingarstofa, Reykjavík
Heimafæðingar
*Samkvæmt lauslegri
úttekt Morgunblaðsins á helstu
sjúkrastofnunum
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Nýr borgari Þessi litla stúlka fæddist fyrir nokkrum árum. Í fyrra fæddist
alls 3.271 barn á Landspítalanum. Fæðingum fjölgaði víðast hvar í fyrra.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, birtir
í dag áætlun sem felur í sér tölusett
markmið til næstu ára um fjölgun
starfsmanna stofnana sem undir
ráðherrann heyra á landsbyggðinni.
Nær áætlunin til Fiskistofu, Haf-
rannsóknastofnunar og Matvæla-
stofnunar.
Þá er einnig að finna í áætluninni
aðgerðir sem eiga að vera til þess
gerðar að auka hagkvæmni í rekstri
umræddra stofnana með því að sam-
eina starfsstöðvar þeirra í sama hús-
næði. Ekki er vitað til hvaða starfs-
stöðva þetta mun ná en starfsstöðvar
Fiskistofu og Hafrannsóknastofnun-
ar á Akureyri og á Ísafirði eru þegar
skráðar með sama heimilisfang, en
það er til að mynda ekki tilfellið í
Vestmannaeyjum.
Unnið hefur verið að áætluninni
frá því í haust að frumkvæði Krist-
jáns Þórs og var hún unnin í samráði
við forstöðumenn þeirra stofnana
sem átakið nær til og undirritað af
sömu aðilum. Fjármagn hefur verið
tryggt til að framfylgja áætluninni á
árinu 2020.
Kynna fjölgun starfsmanna
stofnana á landsbyggðinni
Gert að sameina
starfsstöðvar í
hagræðingarskyni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðgerðir Kristján Þór Júlíusson
birtir áætlunina í dag.
Þarfasti þjónninn lætur umhleypingana í veðr-
inu ekki á sig fá og kippir sér ekki upp við há-
vaðann í snjómoksturstækinu og strókinn sem
þaðan kemur. Þegar óveðri slotar er fátt jafn
heilnæmt og örvandi og að setja hnakk á gæð-
inginn og þeysa á honum um alhvítt borgar-
landið. „Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og
hest / og hleyptu á burt undir loftsins þök,“ kvað
Einar Benediktsson.
Morgunblaðið/RAX
Tak hnakk þinn og hest
Sjö umsóknir bárust um embætti
ríkislögreglustjóra sem auglýst var
laust til umsóknar. Umsóknar-
frestur rann út 10. janúar. Umsækj-
endur voru eftirfarandi:
Arnar Ágústsson öryggisvörður,
Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Ís-
lands hjá Europol, Halla Bergþóra
Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norð-
urlandi eystra, Kristín Jóhannes-
dóttir lögfræðingur, Logi Kjartans-
son lögfræðingur, Páll Winkel
fangelsismálastjóri og Sigríður
Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri
á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir um-
sækjenda höfðu sjálfir greint frá
umsókn sinni.
Haraldur Johannessen tilkynnti í
byrjun desember að hann ætlaði að
láta af embætti eftir 22 ára starf sem
ríkislögreglustjóri.
Sjö sóttu um
ríkislög-
reglustjóra
Morgunblaðið/Eggert