Morgunblaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
14. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.83 123.41 123.12
Sterlingspund 160.46 161.24 160.85
Kanadadalur 93.91 94.47 94.19
Dönsk króna 18.226 18.332 18.279
Norsk króna 13.796 13.878 13.837
Sænsk króna 12.91 12.986 12.948
Svissn. franki 125.9 126.6 126.25
Japanskt jen 1.1199 1.1265 1.1232
SDR 169.33 170.33 169.83
Evra 136.22 136.98 136.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0772
Hrávöruverð
Gull 1548.8 ($/únsa)
Ál 1771.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.29 ($/fatið) Brent
● Úrvalsvísi-
tala aðallista
Kauphallar Ís-
lands lækkaði í
gær um
0,37%, en
hækkanir og
lækkanir á
hlutabréfaverði félaga voru hóflegar í
báðar áttir. Mest hækkuðu bréf fast-
eignafélagsins Eikar, eða um 2,27%
í 236 milljóna króna viðskiptum, en
gengi félagsins stendur núna í níu
krónum á hvern hlut. Næstmesta
hækkun gærdagsins varð á bréfum
olíufélagsins Skeljungs, eða um
1,8%. Gengi félagsins er núna 8,76
krónur á hvern hlut og hefur ekki
verið hærra síðan félagið var skráð
á aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir
þremur árum. Þriðja mesta hækk-
unin varð á verði bréfa í Kviku
banka, eða um 1,74% í 288 milljóna
króna viðskiptum. Er gengi bankans
núna 10,53.
Mesta lækkunin í gær varð á bréf-
um tryggingafélagsins Sjóvár, en
bréfin lækkuðu í verði um 1,16% í
fimm milljóna króna viðskiptum. Var
lokagengi félagsins í gær 19,13 krón-
ur á hvern hlut. Þá lækkaði gengi
bréfa í Sýn um 0,98% og í Arion
banka um 0,66%.
Úrvalsvísitala aðallista
lækkaði um 0,37%
Hlutabréf í Eik
hækkuðu í verði.
STUTT
Í október 2019 nam aflaverðmæti úr
sjó 12,1 milljarði króna sem er um 2%
minna en sama mánuð árið 2018, að
því er fram kemur á vef Hagstofu Ís-
lands. Þá var verðmæti botnfiskafla
um níu milljarðar króna í október sem
er 2,9% aukning frá október árið á
undan. Þar af var aflaverðmæti
þorsks tæplega 5,9 milljarðar sem
gerir 7,7% vöxt milli ára. Aflaverð-
mæti ýsu jókst einnig eða um 6,2%, en
aflaverðmæti ufsa minnkaði um
12,2% og karfa um 8,6%.
Verðmæti uppsjávarafla nam rúm-
lega 2,2 milljörðum króna í október og
dróst saman um 11,3% samanborið
við október 2018. Þar af var 6,1%
samdráttur í síld, 48,2% samdráttur í
kolmunna og 100% í makríl.
14% á markað
Þá var seldur afli fyrir um sjö millj-
arða króna í beinni sölu útgerða til
vinnslu innanlands í október, en verð-
mæti sjófrysts afla var 2,9 milljarðar
króna og verðmæti afla sem seldur
var á markaði var um 1,7 milljarðar
sem þýðir að um 14% heildarafla hafi
ratað á markað.
Aflaverðmæti upp úr sjó nam 144
milljörðum króna á 12 mánaða tíma-
bili, frá nóvember 2018 til október
2019, sem er 14,2% aukning frá sama
tímabil ári áður. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Þorskur Aflaverðmæti botnfisks jókst en samdráttur var í uppsjávarfiski.
Minna aflaverð-
mæti í október
Þrátt fyrir aukningu í botnfiskafla
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þrátt fyrir hlutfallslega lítið fram-
boð af nýju sérbýli á höfuðborgar-
svæðinu telja sérfræðingar ekki út-
lit fyrir raunverðshækkanir í ár.
Samkvæmt talningu Samtaka
iðnaðarins eru 328 sérbýli fokheld
eða lengra komin á höfuðborgar-
svæðinu. Til samanburðar eru 4.656
íbúðir á sama byggingarstigi á
svæðinu. Það þýðir að 14,2 íbúðir
eru komnar á þetta byggingarstig
fyrir hvert sérbýli sem er jafn langt
komið.
Talningin var gerð í september.
Athygli vekur að í mars 2018 voru
3.695 íbúðir á þessu byggingarstigi
á svæðinu en 398 sérbýli. Hlutfalls-
lega voru þá 9,3 íbúðir á þessu stigi
fyrir hvert sérbýli. Undir sérbýli
flokkast raðhús, parhús og einbýlis-
hús.
Á það ber að líta að hátt hlutfall
einbýlishúsa eru smíðuð að frum-
kvæði einstaklinga til eigin nota.
Mörg ný einbýlishús fara því ekki í
almenna sölu. Að því leyti er ein-
býlishúsamarkaðurinn frábrugðinn
markaði með parhús og raðhús.
Mun ekki þrýsta niður verði
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
Landsbankanum, telur aðspurður
að hlutfallslega mikið framboð
nýrra íbúða muni ekki þrýsta niður
verði á sérbýli á næstunni. Heilt á
litið sé útlit fyrir óbreytt raunverð í
báðum flokkum í ár.
Mörg sérbýlishúsahverfi séu
eftirsótt sem aftur haldi uppi sölu-
verðinu. Þá styðji lágt vaxtastig og
fjármögnunarhliðin við markaðinn
en vextir hafa farið lækkandi. Jafn-
framt séu mörg sérbýlishúsahverfi
eftirsótt. Það haldi aftur uppi verð-
inu.
Magnús Árni Skúlason, hagfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Reykja-
vík Economics, bendir á að kaup-
endur á sérbýli hafi jafnan góða
hækkun fjölbýliseigna í ár. Sú þró-
un geti haldið aftur af verðhækk-
unum í sérbýli. Meðal þeirra þátta
séu óvissa á vinnumarkaði, hægari
vöxtur hagkerfisins og mikið fram-
boð nýrra íbúða.
Þá bendir Magnús Árni á að
markaðurinn með sérbýli í kringum
höfuðborgarsvæðið sé að styrkjast.
Stórhöfuðborgarsvæðið sé að verða
eitt atvinnusvæði. Jafnframt geti
það t.d. tekið álíka langan tíma að
aka frá Selfossi til Kópavogs og frá
ytri hverfum Mosfellsbæjar á há-
annatíma.
Gengur vel að selja sérbýli
Kjartan Hallgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Eignamiðlunar og
formaður Félags fasteignasala, seg-
ir hafa gengið vel að selja sérbýli í
fyrra. Eftirspurnin hafi verið góð.
Vaxtalækkanir hafi stutt við kaup
fólks sem fer út í
frekari veðsetn-
ingu með dýrari
eignum. Þá hafi
aukið framboð af
íbúðum fyrir 60
ára og eldri gert
mörgum eldri
kaupendum kleift
að minnka við sig
og selja sérbýlið.
Kjartan rifjar
upp að þegar
hann byrjaði að selja íbúðir í fyrsta
áfanga Skuggahverfisins hafi gott
einbýlishús eða raðhús ekki dugað
fyrir þokkalegri íbúð. Verð á sérbýli
hafi ekki endurspeglað byggingar-
kostnað. Nú sé minni munur á verði
sérbýlis og slíkra íbúða. Þá hafi
greiðara aðgengi að lánum stutt við
kaup á sérbýli. Áður hafi gjarnan
verið erfitt að fá lán til slíkra kaupa.
Framboðið af sérbýli sé takmark-
að. Til dæmis sé lítið framboð í
póstnúmerum 101-108, vestan El-
liðaá.
Verð á sérbýli haldist stöðugt
Sérfræðingar telja að raunverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu breytist lítið í ár
Hlutfallslega mun fleiri nýjar íbúðir en sérbýli eru að koma á markað á næstunni
Íbúðir í byggingu 2018 og 2019
Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins
2018 2019
Fjölbýli mars sept. mars sept
Höfuðborgarsvæðið 3.695 4.466 4.625 4.656
Nágrenni höfuðborgarsvæðisins 395 574 710 556
Alls 4.090 5.040 5.335 5.212
Serbýli
Höfuðborgarsvæðið 398 379 363 328
Nágrenni höfuðborgarsvæðisins 403 380 456 469
Alls 801 759 819 797
500
450
400
350
300
250
200
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu
Meðalkaupverð íbúðarhúsnæðis frá janúar 2010 til október 2019
Þús.kr./m2
Fjölbýli Sérbýli
Heimild: Þjóðskrá Íslands
Kaupsamningar árið 2019 Fjölbýli Sérbýli
Meðalkaupverð/meðalstærð m.kr. 46,3 100 m2 74,3 182 m2
Meðalfermetraverð þús.kr. 463 409
Fjöldi kaupsamninga 4.458 729
Meðalfermetraverð í jan./okt. 2019 þús.kr. 457 468 392 415
Breyting 2,5% 5,9%
468
415
eiginfjárstöðu og eigi íbúðir fyrir.
Þannig hafi söluverð íbúða bein
áhrif á sérbýlismarkaðinn. Ýmsir
þættir muni halda aftur af verð-
Kjartan
Hallgeirsson
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla