Morgunblaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 40-50% afsláttur Buxur Peysur Jakkar Bolir Toppar Kjólar Túnikur ÚTSALA Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ein af þremur aðalvélum rannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar er ónýt, en hún gaf sig í nóvember. Skipt verður um vél í Slippnum í Reykjavík og þarf að gera gat á síðu skipsins til að taka gömlu vélina út og koma þeirri nýju fyrir í vélarrúm- inu. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, áætlar að vélaskiptin kosti um 20 milljónir króna, en um leið verður skipið botn- hreinsað. Áætlað er að næsta verk- efni skipsins hefjist 10. febrúar, en það er að kanna ástand sjávar og síð- an er marsrall fram undan fyrri hluta marsmánaðar. Sigurður reikn- ar ekki með að röskun verði á þess- um verkefnum. Miklar endurbætur 2003 Bjarni Sæmundsson er fimmtíu ára gamalt skip og fór í fyrsta rann- sóknaleiðangur sinn í janúar 1971. Árið 2003 voru gerðar gagngerar endurbætur á skipinu hjá Slippstöð- inni á Akureyri og var meðal annars skipt um allar þrjár aðalvélar skips- ins. Breytingarnar fyrir 17 árum voru meðal annars gerðar með það í huga að lengja nýtingartíma skipsins. Haustið 2017 kom í ljós mikil tær- ing í leiðslum, veltitanki og vinnu- þilfari skipsins og skömmu áður hafði stjórntölva fyrir eina af vélum skips- ins bilað. Viðgerð tók nokkrar vikur. Unnið er að undirbúningi á smíði nýs hafrannsóknaskips og er vonast til að það verði komið í notkun innan þriggja ára. Togararall og loðnuleit Ríkiskaup auglýstu fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar í desember eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á tveimur togurum í togararall eða stofnmælingar í marsmánuði. Óskað var eftir leigu á einum togara á NA-svæði og einum á Suðursvæði. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar bárust þrjú tilboð sem verið er að fara yfir og í framhaldinu verður gengið til samninga. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son hélt í loðnuleiðangur frá Reykja- vík síðdegis í gær. Auk Árna taka tvö veiðiskip þátt í leitinni og er vonast til að skaplegt veður verði til að hefja leit úti fyrir Austfjörðum á morgun, miðvikudag. Birkir Bárðarson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, er leiðangursstjóri. Skipt um eina af þremur vélum Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Á leið í slipp Áætlað er að kostnaður vegna vélarbilunar í Bjarna Sæmundssyni verði um 20 milljónir króna.  Vélar Bjarna Sæmundssonar voru endurnýjaðar 2003  Skipið 50 ára gamalt Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Formaður umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis, Bergþór Ólason, segir ástæðu til þess að kalla fyrir þing- nefndina fulltrúa Isavia og sveitar- stjórnar- og sam- gönguráðuneyt- isins til þess að fá það á hreint hver beri ábyrgð á því að viðhaldsstig flugvalla sem skilgreindir eru sem lendingar- staðir sé með þeim hætti að hægt sé að nýta þá. Málið má rekja til umræðu sem varð um helgina í kjölfar slyss skammt frá Blönduósi þegar flytja þurfti þrjá með þyrlu frá Blönduós- flugvelli. Sætti Isavia harðri gagn- rýni vegna ástands flugvallarins, en Isavia vísaði á sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytið. Haft var eftir Ingveldi Sæmundsdóttir, aðstoðar- mann Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, í Morgun- blaðinu í gær að ráðuneytið gæti ekki haft skoðun á einstökum þátt- um á einstökum flugvöllum þar sem flugvellirnir væru í umsjón Isavia, sem bæri að tryggja að þeir væru í nothæfu ástandi. Tilefni til skoðunar „Eina svarið við þessu er að fá báða aðila fyrir umhverfis- og sam- göngunefnd og fá botn í það hvar vandinn liggur. Það blasir við að pólitíska ábyrgðin liggur hjá sam- gönguráðherra,“ segir Bergþór og vísar til þjónustusamnings ráðu- neytisins við Isavia. „Ef ráðuneytið vill meina að það sé engin pólitísk sýn í þeim þjónustusamningi heldur bara endurómuð greining Isavia þá verður ráðuneytið samt sem áður að bera ábyrgðina.“ Nefndarformaðurinn segir fullt tilefni til þess að skoða flugvallar- málin nánar. „Ég held að það sé að mörgu leyti ágætt að þetta komi fram núna, því nú er samgöngu- áætlun í endurskoðun og þá getur umhverfis- og samgöngunefnd tek- ið afstöðu til þess hvort þessi mál verði ávörpuð sérstaklega í nefndaráliti.“ Hann segir viðhaldi ekki hafa verið sinnt í langan tíma á þeim flugvöllum þar sem innanlandsflug var lagt af og bendir meðal annars á flugvellina á Blönduósi, Rifi, Pat- reksfirði og Stykkishólmi. „Þetta eru staðir sem ég tel ástæðu til þess að halda við til að tryggja að þarna séu vellir sem geta tekið við sjúkraflugi og þyrlum eftir því sem við á. Við höfum auð- vitað byggt upp heilbrigðisþjónustu landsins þannig að meginþungi þjónustunnar er á höfuðborgar- svæðinu. Þannig að það er ekki nema eðlilegt að menn geri ráðstaf- anir svo að í bráðatilvikum sé hægt að komast hratt til og frá aðal- spítalanum.“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Neyðarflug Rútuslysið á föstudag hefur leitt til umræðu um öryggishlutverk og ástand flugvalla á landsbyggðinni. Hyggst kalla ráðuneytið og Isavia fyrir þingnefnd  Kveðst vilja tryggja að flugvellir séu í nothæfu ástandi Bergþór Ólason Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál sem Garðabær höfðaði gegn ríkinu vegna starfsemi hjúkr- unarheimilisins Ísafoldar. Bæði héraðsdómur og Landsrétt- ur sýknuðu ríkið af kröfum Garða- bæjar um bætur vegna uppsafnaðs taps af rekstri hjúkrunarheimilisins á árunum 2013-15 þar sem daggjöld frá ríkinu dugðu ekki fyrir rekstrar- kostnaði. Landsréttur taldi að samningur aðila frá því í maí 2010 yrði ekki túlk- aður með þeim hætti að ríkið hefði með honum skuldbundið sig til að greiða rekstrarkostnað hjúkrunar- heimilisins. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði axlað skyld- ur sínar lögum samkvæmt gagnvart hjúkrunarheimilinu Ísafold með því að tryggja hjúkrunarheimilum fjár- veitingar á fjárlögum fyrir árin 2013 til 2015 og leggja hjúkrunarheimil- inu til daggjöld samkvæmt reikni- líkani um skiptingu fjárveitinga frá Alþingi til hjúkrunarheimila, í sam- ræmi við reglugerðir og gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Garðabær skaut málinu til Hæsta- réttar og vísaði einkum til þess að úrslit málsins hefðu verulegt al- mennt gildi þar sem ágreiningur að- ila lyti að skyldu gagnaðila til að standa straum af kostnaði við að reka starfsemi sem honum væri skylt að sinna lögum samkvæmt og ríkinu væri skylt að standa straum af kostnaði við rekstur hjúkrunarheim- ilisins, sem var umfram greidd dag- gjöld. Féllst Hæstiréttur á að málið gæti haft fordæmisgildi. Deila um Ísafold til Hæstaréttar  Rétturinn fellst á málskotsbeiðni Garðabæjar í máli gegn ríkissjóði Morgunblaðið/Ómar Málaferli Ísafold í Garðabæ en ríkið og bærinn hafa deilt um rekstur þess. Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás gegn 17 ára gamalli stúlku, þáver- andi kærustu sinni, annað ofbeldis- brot gagnvart sömu stúlku og einn- ig fyrir ofbeldisbrot og hótanir gegn átján ára stúlku, en greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mál mannsins hefur verið til um- fjöllunar í fjölmiðlum undanfarna mánuði, en hann hefur setið í gæslu- varðhaldi vegna stórfelldrar árásar á þáverandi kærustu sína 19. októ- ber síðastliðinn. Fram kom í frétt Stöðvar 2 að maðurinn væri ákærður fyrir að hafa veitt stúlkunni ítrekuð spörk sem sérstaklega beindust að höfði og fyrir að taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Stúlkan hlaut beinbrot í andliti og ýmsa fleiri áverka á höfði og víðar um líkamann við árásina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með ákæruvald í málinu og kom fram að sá háttur væri hafður á til þess að flýta meðferð þess, en venjulega annaðist héraðssaksókn- ari alvarleg mál sem þetta. Ákærði sætir gæsluvarðhaldi til 7. febrúar. Ákærður fyrir stór- fellda líkamsárás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.