Morgunblaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 ✝ Jón Frímanns-son fæddist á Skriðuklaustri í Fljótsdal 16. októ- ber 1932. Hann lést 6. janúar 2020. For- eldrar hans voru Jóhann Frímann Jónsson frá Bessa- stöðum í Fljótsdal, f. 2. júní 1898, d. 23. ágúst 1960, og Sig- ríður Einíra Þor- steinsdóttir frá Eyjólfsstöðum, Vallahreppi, f. 9. júlí 1901, d. 24. ágúst 1974, og bjuggu þau lengst af á Reyðarfirði þar sem Jón ólst upp ásamt systrum sín- um. Systur Jóns eru Þórdís, f. 3. desember 1927, d. 23. janúar 2017; Anna Arnbjörg, f. 15. jan- úar 1930; María, f. 28. febrúar 1935; Unnur, f. 24. mars 1943. Jón kvæntist hinn 16. október 1953 Fanneyju Magnúsdóttur frá Dagverðargerði í Hróars- tungu, f. 10. október 1931, d. 4. júlí 2013. Börn þeirra eru: 1) Jó- próf í rafvirkjun, sem varð hans ævistarf og aðaláhugamál alla tíð. Þau Jón og Fanney fluttust til Reykjavíkur og starfaði hann hjá Rafverkstæðinu Segli þar til þau fluttust á Akranes árið 1958. Hóf hann þá störf hjá Har- aldi Böðvarssyni & co og var yfirmaður á rafmagnsverkstæði fyrirtækisins í rúm 40 ár eða allt þar til hann hætti störfum. Jón hafði alla tíð gaman af veiðiskap, sérstaklega þó ef hann gat haft riffil við hönd og var listaskytta. Jón fór sinn síð- asta veiðitúr á hreindýraslóðir 85 ára gamall. Margar ferðir fóru þeir Jón og Jónatan Páls- son málari á Akranesi austur á land til hreindýraveiða og nutu aðstoðar og leiðsagnar frá frændum Jóns í Fljótsdalnum við veiðar og skemmtun. Jón gekk í St. Jóh.-stúkuna Akur á Akranesi 12. janúar 1976. Jón var sæmdur heiðurs- merki Frímúrarareglunnar á Ís- landi fyrir störf sín innan regl- unnar. Jón var vitavörður við Akra- nesvita í áratugi. Útför Jóns fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 14. janúar 2020, klukkan 13. hann Frímann, f. 22. mars 1955, börn hans eru Eyþór Ólafur, Jón, Fann- ey, Erna, Andri Þór, Sylvía og Frí- mann. 2) Eiríkur, f. 11. október 1956, kvæntur Ölmu Mar- íu Jóhannsdóttur, börn þeirra eru Jón Frímann, Ingi Fannar og Axel Freyr. 3) Magnús Axel, f. 22. janúar 1962, kvæntur Elísabetu Svansdóttur, börn þeirra eru Telma Fanney og Birta. Fyrir átti Magnús soninn Helga Axel og Elísabet soninn Ottó Ólafs- son. 4) Sigurður Már, f. 30. októ- ber 1964, kvæntur Sigríði Hall- grímsdóttur, börn þeirra eru Sindri, Aldís Petra og Hugi. 5) Guðmundur Jakob, f. 7. apríl 1966, dóttir hans er Fanndís Líf. Jón ólst upp á Reyðarfirði og nam rafvirkjun við Iðnskólann á Norðfirði og tók síðar meistara- Afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við og fjöl- skyldan áttum saman. Mig langar að segja nokkur orð þér til heiðurs, afi minn, enda á ég nóg gott um þig að segja. Þú varst góður kennari og fyrirmynd um það hvernig mann maður ætti að hafa að geyma og varst búinn að tala um það í mörg ár við mig að lífið entist ekki endalaust. Eitt sem einkenndi þig var að þú varst örlátur á heilræði. Þú sagðir mér að maður ætti eftir fremsta megni að vera þakklátur fyrir að eiga gott líf og gott fólk að, einnig ætti maður ekki að skilja ósáttur við vini og þá sem manni þætti vænt um því „maður getur vaknað dáinn á morgun“. Það var alltaf merki um það þegar maður sá rauðan Saab renna í hlað í vinnunni að nú þyrfti maður að taka 40-50 mínútur í gott spjall. Það var ótrúlega margt sem við fé- lagarnir spjölluðum um; reglu- starf, barnauppeldi, áhugamál, vinna, heilsa, fjölskylda og góð gildi almennt. Ég var sennilega um tvítugt þegar ég fattaði það að vera ekki að bera mín ómerkilegu vandamál á borð fyrir ykkur ömmu. Það fór afskaplega í taug- arnar á þér. Þess í stað reyndi maður að tala við ykkur um það sem vel gekk og ráðleggingar um hvað betur mætti fara. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa til við að leysa mál sem ég réð ekki við sjálf- ur og þar lá þinn styrkur. Að lið- sinna en ekki vorkenna. Það er eitt sem ég fattaði líka svona seinni ár, og það er að við vorum nokkuð líkir í skapgerð og eiginleikum. Stærsti munurinn á okkur var því aðallega sá að þitt boddí var eldra en mitt, svona ef maður tekur bílamyndlíkingu á þetta. Mótorinn var sá sami eig- inlega. Þú hafðir gaman af því að hrekkja mig á facebook og varst með hrikalega skemmtilegan húm- or. Hann gat verið svolítið dökkur og kaldhæðinn húmorinn og það kunnum við að meta og gátum hlegið okkur máttlausa að ruglinu hvor í öðrum! Synir mínir höfðu líka svakalega gaman af þér og þurfti ég ekki að ganga mikið á eft- ir þeim til að kíkja í kaffi. Sykur- mola í kaffi man ég eftir að hafa maulað sem krakki við eldhúsborð- ið hjá ykkur ömmu og það er upp- eldisaðferð sem seint breytist og synir mínir höfðu orð á því að bestu molarnir væru hjá Jóni afa. Ég man að einu sinni hafði ég orð á því við þig hvort þú þyrftir ekki að komast í litla íbúð sem þyrfti ekki jafn mikið viðhald frek- ar en að búa í einbýli með garði. Þá sagðir þú við mig: „Óli minn, ég hef allt sem ég þarf hér á Esjuvöllun- um nema hana ömmu þína.“ Ég minntist aldrei aftur á þetta. Enda varstu úti með pensilinn að mála húsið í sumar, ekki nema 87 ára. Þú varst heill og brattur allt til loka og hafðir líka orð á að þú vildir ekki lenda í að vera upp á aðra kominn. Það tókst. Afi minn, við munum sakna þín ógurlega mikið ég, Rúna, Bjartur og Erik. Þú varst einstaklega góð- ur við mig og mína og varst meira að segja orðinn það ljúfur hin seinni ár að þú sagðir það oft við strákana hvað þú værir stoltur af þeim og hefðir gaman. Knúsaðu Fanneyju ömmu frá okkur afi minn. Minning þín lifir í hjarta okkar að eilífu. Eyþór Ólafur Frímannsson. Það er frekar skrítið að sitja hér og byrja að skrifa minningargrein um þig, elsku afi minn, sem maður hefur alltaf átt að. Að hafa þig í sínu lífi voru hrein forréttindi. Minningarnar um það þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu eru mér enn ferskar í minni; það var athugað hvort það þyrfti ekki að smyrja keðjuna á hjólinu mínu, inni í bílskúr lá oft súkkulaðistykki falið í einni frystikistunni sem þú varst að gera við. Horfa á sjón- varpið með þér í gamla húsbónda- stólnum eða hampa „bikarnum“ á Vesturgötu 144. Að fara með þér að skjóta flöskur uppi á gömlu ruslahaugunum eða í grjótnám- unni var náttúrlega eitt af því skemmtilegasta sem maður gerði, svo ég tali nú ekki um þegar við fórum öll barnabörnin á Skaganum að skjóta saman á aðfanga- og gamlársdag. Þegar ég varð tvítug- ur var náttúrlega ekkert annað í stöðunni en að fara á námskeið og ná sér í skotvopnaskírteini. Það sem eftir stendur er að þú varst einstaklega góður maður, sást í gegnum allt kjaftæði og fékk maður alveg að heyra það ef maður var að bulla eða gera einhverja vit- leysu líkt og ungir menn jú gera. Í haust og nú í vetur náðum við að hittast nokkrum sinnum og einnig tala saman í síma, það er mér mjög dýrmætt. Þegar þú kvaddir mig í einu símtalinu sagðir þú hvað þér þætti gaman að fá að heyra í fólk- inu þínu og maður fann það alltaf hvað þú varst áhugasamur um hvernig manni gengi í leik og starfi. En nú ertu farinn frá okkur og kominn til hennar ömmu, þið eruð sameinuð á ný. Við söknum ykkar beggja óskaplega, en eftir standa ómetanlegar minningar og um leið vona ég að við sem höldum uppi ykkar minningu getum orðið ykk- ur til sóma. Að lokum vil ég birta minn- ingarorð sem þú ortir til minningar um ömmu. Heilladísin horfin er, eftir sit ég dapur. Á mig blæs og um mig fer norðanvindur napur. Minning þín mun orna mér mjúkt um daga og nætur. En ástin sem ég fann hjá þér huggar þann sem grætur. Ingi Fannar Eiríksson. Elsku afi okkar. Við erum svo þakklát fyrir tím- ann okkar saman. Þér var annt um alla í kringum þig og varst vökull yfir því sem þínir nánustu tóku sér fyrir hendur hverju sinni. Þú sýnd- ir því áhuga þegar fólkinu þínu gekk vel en gafst öllum líka spark í rassinn þegar þeir þurftu á því að halda. Fyrir þér voru vandamál sem manni þótti sjálfum stór og tor- leyst, lítil og yfirstíganleg. Þú hafð- ir gott lag á því að segja alltaf réttu hlutina án þess að vita sjálfur hversu mikil áhrif þeir höfðu. Þrátt fyrir aldur varstu ungur að eðlisfari og varst alltaf að taka þér eitthvað nýtt fyrir hendur. Einnig varst þú virkasti vinur okk- ar á Facebook og sá vinsælasti líka. Þú varst með skapandi hugarfar og varst alltaf að gera eitthvað nýtt og sniðugt, hvort sem það var gert í skúrnum eða í tölvunni. Þið amma voruð nefnilega bæði listamenn. Þú varst fyrirmynd fyrir alla sem voru nógu lánsamir til þess að kynnast þér og þeir sem þig þekktu munu alltaf geta hugsað með sér hvað Jón myndi gera. Sú gjöf mun hjálpa þeim sem hana fengu að lifa farsælu lífi eins og þú. Takk fyrir allt, elsku afi okkar. Kveðja, Aldís, Hugi og Sindri. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun sakna þess að koma til þín í spjall um lífið og tilveruna og fá sterkan kaffibolla að hætti afa. Ég mun hugga mig við það að ég veit að þú ert nú kominn í hlýjan faðm ástarinnar þinnar hennar ömmu og ég veit að þið passið vel upp á hvort annað og vakið yfir ást- vinum ykkar sem eftir lifa. Ég kveð þig nú með miklum söknuði, hvíldu í friði. Ég elska þig, afi minn, guð geymi þig. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín Telma Fanney Magnúsdóttir. Skilaboðin um andlát þitt komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þrátt fyrir háan aldur varstu svo skýr og hraustur. Þú bjóst ennþá heima í gula húsinu ykkar Fann- eyjar, þar sem allt var eins og það hafði alltaf verið. Ég man ekki eftir sjálfri mér án þess að hafa ykkur Fanneyju í lífi mínu, en ég kynntist ykkur á mínu fjórða ári. Þið breidduð út faðminn og tókuð svo vel á móti mér og systkinum mín- um, það var eins og við hefðum allt- af verið barnabörnin ykkar. Við áttum svo sérstakt samband elsku afi og eyddi ég tíma mínum á Akra- nesi í að snúast í kringum þig. Ég held að þú hafir haft mjög gaman af mér og fékk ég alltaf að stússa með ykkur Skugga, heimilishund- inum og þínum tryggasta vini. Ég fékk alltaf að sofa inni hjá ykkur ömmu Fanneyju. Þið hrutuð samt reyndar svakalega hátt og alveg í kór en það skipti engu máli, ég svaf alltaf svo vel inni hjá ykkur. Aðalsportið var að fá að leika mér í borðtölvunni þinni í paint, þú kíktir gjarnan á mig og skoðaðir myndirnar sem ég var að teikna, sem voru ýmist geimskip eða geimverur. Stundum reyndi ég að teikna Skugga eða einhverja aðra fjölskyldumeðlimi, með misgóðum árangri. Svo fæddist litla systir mín hún Fanndís og það var eins og nýr demantur hefði bæst við fjölskylduna. Alltaf var maður vel- kominn og var það að koma í heim- sókn til ykkar eins og að koma heim. Í október sl. tókum við Fanndís rúnt til Akraness og buð- um okkur í kaffi til þín. Eins og Fanndís sagði þegar þú komst til dyra: það var enginn maður í þess- ari veröld með jafn breitt bros og þú akkúrat á þessum tímapunkti. Við spjölluðum um allt, það var eig- inlega eins og tíminn hefði staðið í stað og það væru ekki nokkur ár frá okkar seinasta fundi. Það var svo gott að eiga þetta samtal við þig afi minn, ég held að þú hafir virkilega þurft að tala við okkur og segja okkur það sem lá þér á hjarta. Núna finnst mér það mikil- vægt, ekki aðeins fyrir okkur held- ur einnig fyrir þig og þína sál, að þú skyldir fá að koma því til skila sem þér fannst þú þurfa að koma til skila. Það var svo fallegt afi hvern- ig þú horfðir á hana Fanndísi alveg dáleiddur allan tímann meðan á heimsókninni stóð og hélst í hönd hennar, skaust því inn nokkrum sinnum að þú sæir hana Fanneyju svolítið í henni. Þú varst svo stoltur af henni, svo hamingjusamur að sjá hana loksins, það var dýrmætt að fá að verða vitni að því. Þegar við kvöddum þig grunaði okkur ekki að þetta hefði verið seinasta skiptið sem við myndum kíkja í heimsókn til þín, við kvödd- umst þó með mjög föstu faðmlagi og hlýju í hjarta. Ég skrifa þessa minningargrein og þerra tárin, ansi oft, en ég get ekki hætt að hugsa til þess hvað þú sért ánægð- ur að vera loksins sameinaður henni Fanneyju þinni og honum Skugga. Ég veit hvað þú saknaðir þeirra mikið. Ég mun elska þig og sakna þín alltaf elsku afi og hugsa oft til þín. Takk fyrir allt sem þú varst okkur og alla umhyggjuna sem þú sýndir okkur, þú varst svo sannarlega maður með hjarta úr gulli. Þínar vinkonur og afastelpur, Sesselja og Fanndís. Við Jón vorum nágrannar á Vesturgötunni og síðan lágu leiðir okkar saman í hagsmunabaráttu orkunotenda á Akranesi. Þá varð mér betur ljós hin ríka réttlætis- kennd Jóns og hve vel hann færði rök fyrir máli sínu. Samstarfið við hann kenndi mér mikið. Hann velti fyrir sér hinum aðskiljanlegustu málum og skrifaði um margt. Við vorum ekki alltaf sammála, en höfðum gaman af því að rökræða. Í mörg ár var það fastur punktur í tilverunni að koma til Jóns í kaffi og fleira, einu sinni til tvisvar á ári, oftast í kringum jól. Þetta voru ánægjulegar stundir og umræður urðu oft fjörugar. Jón var giftur Fanneyju Magnúsdóttur. Það var mikil ást og virðing á milli þeirra, en hún lést fyrir nokkrum árum. Fanney var hannyrðakona. Þegar Héðinsfjarð- argöng voru vígð, þá var tengdur saman langur trefill sem hugsaður var til að tengja saman byggðirnar. Fanney lét okkur tvo starfsmenn samgönguráðuneytisins hafa for- láta trefil til að bæta í þá tengingu. Þáverandi ráðherra, Ögmundur Jónasson, fékk hann í hendur og afhenti trefilinn sem tengdi enda beggja vegna frá og sagði fallega frá þessu vinalega verkefni Fann- eyjar. Það var ánægjulegt að heyra hennar minnst þar. Þessi tenging með treflinum er táknræn í mörg- um skilningi. Vandað handverk, spor til framtíðar og velvilji. Þann- ig voru þau hjón. Þegar Jón fór á eftirlaun var hann duglegur að sinna ýmsum málum og hefur hann verið góð fyrirmynd þriðju kynslóðarinnar í þeim efnum. Hann fór að sinna áhugamálum sínum enn frekar, t.d. varð hann félagi í Skotfélagi Akraness og var árangur hans eft- irtektarverður. Hann var duglegur að koma skoðunum sínum á fram- færi á Facebook og birti reglulega listilega fallegar myndir. Hann hafði auga fyrir náttúrunni. Það kom oft fram, hversu mikla ánægju lesendur höfðu af mynd- unum hans. Jón var heiðursfélagi í frímúr- arareglunni og nutu aðrir reglu- bræður vináttu hans og leiðsagnar. Hann naut mikillar virðingar með- al reglubræðra, sem sjá má meðal annars af því að málverk er af hon- um í Frímúrarahúsinu á Akranesi. Jón Frímanns, rafvirkjameist- arinn mikli, hafði gaman af lífinu og litbrigðum þess. Fékk okkur alltaf eitthvað til að hugsa um. Það er vart hægt að hugsa sér meira viðeigandi en það sem Jón skrifaði við síðustu ljósmynd sína á Face- book, síðdegis hinn 2. janúar sl.: „Svona var þetta í kvöld. Annað- hvort sprungin önnur peran í tunglinu eða farið öryggi.“ Jóhannes Finnur Halldórsson. Margar minningar koma upp í hugann þegar einn af mínum gömlu og tryggu vinnufélögum kveður þennan heim. Við áttum 30 ára samstarf sem ég þakka hér af alhug. Síðasta samverustundin sem við Ingibjörg áttum með Jóni er okkur ógleymanleg. Við sátum við eld- húsborðið hér á Vesturgötunni og hlustuðum á hann fara yfir lífs- hlaup sitt í stórum dráttum. Það var Jóni eiginlegt að segja vel frá og hann kunni að greina hismið frá kjarnanum. Hann var góður sögu- maður og einnig afburðapenni, beinskeyttur og heiðarlegur, eins og hann var raunar í öllum sam- skiptum. Jón var fæddur á Skriðuklaustri í Fljótsdal en var aðeins fjögurra ára þegar hann fluttist til Reyðar- fjarðar með foreldrum sínum. Fað- ir hans gegndi þar stöðu rafveitu- stjóra. Jón fékk ungur lömunarveiki og gat því ekki fylgt jafnöldrum sínum eftir, því – eins og hann orðaði það – „ég gat varla í fæturna stigið í nokkur ár“. Veik- indin urðu til þess að hann fylgdi föður sínum fast eftir og kynntist því rafvirkjastarfinu ungur. Jón átti eftir að braggast af veikindun- um en reynslan af mætti raf- magnsins fylgdi honum alla tíð. Vorið sem hann fermdist fór hann til Egilsstaða að nema raf- virkjun. Þar lærði hann að setja upp bæði dísilstöðvar og rafstöðvar og lagði línur o.fl.; hann fékk fjöl- breytt nám þegar Íslendingar voru á fullu að beisla raforkuna. Jón var afskaplega frjór í hugs- un og sá fyrir ýmsa tæknimögu- leika sem öðrum voru huldir. Hann var því ungur og eftirsóttur raf- virki og gegndi því starfi víða þar til fyrirtæki Haraldar Böðvarsson- ar fékk hann til starfa árið 1959. Hann var fyrsti rafvirkinn sem var fastráðinn hjá fyrirtækinu. Á herð- um hans hvíldi mikil vinna við að láta alla mótora snúast bæði til sjós og lands. Fleiri rafvirkjar fylgdu í kjölfarið og undir hans stjórn fengu margir lærlingar góða reynslu og urðu ævivinir hans. Starfið hjá fyrirtækinu var fjöl- breytt og öll viðgerðarvinna þurfti að ganga hratt fyrir sig þannig að tugir manna þyrftu ekki að bíða verklausir, eins og hann komst að orði. Hann naut óbilaðs traust allra sem með honum störfuðu því fáir komust með tærnar þar sem hann hafði hælana. – Jón vann yfir 40 ár hjá fyrirtækinu, var góður félagi og frábær starfskraftur sem seint verður fullþakkað. Ungur kynntist Jón Fanneyju Magnúsdóttur sem var honum ein- staklega góður lífsförunautur og ættbogi þeirra er stór. Fanney dó fyrir fáeinum árum og saknaði Jón hennar sárt. Þau komu bæði að austan en bjuggu lengst af á Skag- anum. Hugurinn hvarflaði oft aust- ur á Hérað, ræturnar voru sterkar þangað og hann naut þess að vitja heimahaganna. Hann sagðist verða ungur í annað sinn við að anda að sér austfirsku lofti og berja landið augum og ekki þótti honum verra að fara með strákun- um sínum. Það kom gleðiglampi í augun þegar hann sagði okkur frá hreindýraveiðunum í ævintýra- ferðunum austur. Saga Jóns er fyr- ir margt merkileg. Að leiðarlokum fylgir honum innilegt þakklæti fyrir gengin spor. Við Ingibjörg óskum fjölskyldu hans alls hins besta. – Blessuð sé minning Jóns Frímannssonar. Haraldur Sturlaugsson Jón Frímannsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar ástkæri, JAKOB UNNAR BJARNASON, lést 5. janúar á Landspítalanum, Fossvogi. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. janúar klukkan 13. F.h. ættingja og annarra vandamanna, Bent Bjarnason Helga Helgadóttir Anna Þórdís Bjarnadóttir Stefán R. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.