Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 Nú er tími til að etja mannbrodda á skóna þína Eigum mikið úrval Við erum hér til að aðstoða þig! - Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Nefndin starfar í umboði hluthafa og er hlutverk hennar að vera ráðgefandi við val á stjórnarmönnum í stjórn félagsins. Viðmat á stjórnarmönnum leggur nefndinmat á hæfni hvers og eins ásamt því að huga að samsetningu stjórnarinnarmeð það að leiðarljósi að stjórnin í heild sinni búi yfir nægilegri hæfni, þekkingu og reynslu. Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til nefndarinnar er til mánudagsins 27. janúar 2020 og skal senda þau á netfangið tilnefningarnefnd@reginn.is Frekari upplýsingarmá finna á vefsíðu félagsinswww.reginn.is/ fjarfestavefur Tilnefningarnefnd Regins hf. Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is . AÐALFUNDUR 11.MARS2020 Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps leggst alfarið gegn því að heimiluð verði tilraunaveiði í og við efri hluta Þjórsár. Í síðustu viku fjallaði sveitarstjórnin um drög að leigusamningi um veiðiréttindi í þessum hluta Þjórsár og hliðarám milli Veiðifélags efri hluta Þjórsár og Fish Partner ehf. Áhugi fyrirtækisins beinist m.a. að því að gera ár og vötn á Gnúpverja- afrétti að stangveiðisvæði. Jafnframt er vilji til að hefja fiskirækt í Dalsá og Miklalæk. Í upplýsingum frá Fish Partner, sem lagðar voru fram í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, kemur fram að Dalsá sé vænlegasta veiðiáin. Fiskmagn virð- ist þó ekki vera mikið og stofn urriða þar talinn afar viðkvæmur. Kristófer A. Tómasson sveitar- stjóri segist líta svo á að með af- greiðslu sveitarstjórnar sé þetta mál úr sögunni. Hann segir fulltrúa í sveitarstjórn hafa verið uggandi um að þessi starfsemi myndi kalla á aukna og óæskilega umferð um svæðið. Slíkt hefði verið á skjön við ákvarðanir sveitarstjórnar um skref í átt til friðlýsingar á tilteknu land- svæði í Þjórsárdal. aij@mbl.is Sveitarstjórn hafnar veið- um við efri hluta Þjórsár  Uggandi vegna aukinnar og óæski- legrar umferðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dynkur 38 metra hár foss í Þjórsá suðaustan undir Kóngsási. „Við ætlum að láta reyna á þessa nýju reglugerð ráðherra og höfum sent aftur inn umsókn um greiðslu- þátttöku,“ segir Rakel Theodórs- dóttir, móðir drengs með skarð í mjúkgómi, en heilbrigðisráðuneytið hefur breytt reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tann- lækningar. Fullyrðir ráðneytið að „öllum börnum sem fæðast með skarð í efri tannboga eða með klofinn góm“ verði nú tryggður réttur til endur- greiðslu vegna tannlækninga og tannréttinga sem nemur 95% af gjaldskrá tannlæknis, „að undan- gengnu mati á þörf“ eins og það er orðað. Breytingin á reglugerð nr. 451/2013 tók gildi 1. janúar sl. Morgunblaðið fjallaði um það á síðasta ári að fjölskyldum barna með skarð í mjúkgómi hefði verið neitað um greiðsluþátttöku frá Sjúkra- tryggingum, þar sem alvarleikinn var ekki talinn nægur. Mál Rakelar og sonar hennar var eitt þeirra. Voru fjölskyldurnar mjög ósáttar og töldu þessa málsmeðferð ekki í anda reglugerðarbreytingar sem ráð- herra hafði gert í desember 2018. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti í desember síðast- liðnum ýmsar aðgerðir sem miða að því að lækka greiðsluþátttöku sjúk- linga. Er ætlunin á næstu tveimur árum að auka framlög til tann- læknisþjónustu við börn og lífeyris- þega um samtals 320 milljónir króna. Ráðuneytið segir fyrsta skrefið hafa verið stigið 1. janúar með gildistöku reglugerðarinnar. Samkvæmt henni nær greiðsluþátt- taka sjúkratrygginga nú til kostn- aðar vegna nauðsynlegra tannlækn- inga og tannréttinga vegna „skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, þegar fram hefur farið mat á vanda umsækjanda hjá tannlæknadeild Háskóla Íslands og meðferð talin nauðsynleg og tíma- bær,“ eins og það er orðað í reglu- gerðinni. Áður var það sérstök fag- nefnd Sjúkratrygginga sem mat umsóknir um greiðsluþátttöku. Reyna á breytta reglugerð um þátttöku í tannlækningum  Ráðuneytið fullyrðir að öll börn muni fá 95% endurgreiðslu Morgunblaðið/Golli Tannheilsa Ráðherra hefur breytt reglugerð um greiðsluþátttöku. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við teljum að það hafi verið full þörf á úrræðinu. Hingað kemur töluvert af fólki sem býr fjarri höfuðborginni og er að sækja sér læknisþjónustu. Eins eru margir hér í 2-3 daga í viðbót eftir að- gerðir eða með- ferðir áður en þeir fara heim. Þá erum við búin að losa plássið á spít- alanum. Ég held að það hafi hjálp- að mikið þar þótt það þurfi meira til en þetta,“ segir Sólrún Rúnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og hótelstjóri á sjúkrahót- eli Landspítala. Hótelið komst í umræðuna í síð- ustu viku þegar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í við- tali við Morgunblaðið að tilkoma þess hefði stytt legutíma á sjúkra- húsinu. Sólrún segir að sjúkrahótelið hafi komið í veg fyrir töluvert af innlögn- um á Landspítalann. Alls hafa um 2.700 einstaklingar gist á sjúkrahót- elinu frá því það var opnað og með- aldvalartími er 4,6 nætur. „Á sjúkrahóteli eru 75 herbergi og tvö rúm á hverju herbergi. Þannig geta gist 75 sjúklingar og möguleiki fyrir alla að hafa með sér aðstand- anda. Í dag verða um 90 manns í gistingu á sjúkrahóteli, sjúklingar og aðstandendur,“ sagði Sólrún en nýt- ingin er nú 85-87%. Hún bendir á að þeir sjúklingar sem gista á sjúkrahótelinu þurfi að vera sjálfbjarga með athafnir dag- legs lífs og geta komið sér sjálfir á salerni og í matsal á fyrstu hæð. Þeir sem eru veikari en það og þurfa meiri umönnun geta því ekki nýtt sér þetta úrræði. „Hins vegar sinnum við mörgum hjúkrunarviðfangsefn- um s.s. öryggisinnliti til sjúklings, eftirliti með lífsmörkum samkvæmt meðferðaráætlun, eftirliti og aðstoð með lyfjagjöfum samkvæmt fyrir- mælum s.s. sýklalyfjameðferð, augndropum, sárameðferð og sára- skiptingum, blóðsegavörnum og um- hirðu drena, þvagleggja og stóma.“ Nýting sjúkrahótels um 85%  Alls hafa um 2.700 manns gist á sjúkrahóteli Landspítalans frá opnun þess  Full þörf á þessu úrræði, segir hótelstjórinn  Gestir þurfa að vera sjálfbjarga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkrahótel Úrræði sem hefur sannað sig, að mati hótelstjórans, sem telur að það létti álag á Landspítala. Sólrún Rúnarsdóttir Rannsókn á meintum brotum Krist- jáns Gunnars Valdimarssonar stendur enn og er í eðlilegum far- vegi. Ekki liggur ljóst fyrir á þess- ari stundu hve langan tíma hún muni taka. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að öðru leyti tjáir hann sig ekki um framgang rannsóknarinnar og vill ekki segja til um hvort önnur kona, þá sú fjórða, hafi tilkynnt lögreglu meint kynferðisbrot á hendur Kristjáni Gunnari, eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 30. desem- ber síðastliðinn. Kristján Gunnar var handtekinn á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags, grunaður um að hafa svipt unga konu frelsi í allt að tíu daga og brotið kynferðis- lega gegn henni. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku en hand- tekinn að nýju að morgni jóladags, þá grunaður um að hafa svipt tvær ungar konur frelsi og brotið gegn þeim. Var Kristján Gunnar þá úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 29. desember, en dómstólar höfnuðu frekara gæsluvarðhaldi. Í eðlileg- um farvegi  Rannsókn á brotun lektors stendur enn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.