Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 13

Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Ferðamenn sem komu að skoða Litlu hafmeyjuna í Kaupmannahöfn í gærmorgun tóku eftir því að búið var að úða með rauðu og hvítu á steininn sem hafmeyjan situr á. Skilaboðin voru skýr; „Frelsið Hong Kong“ og greinilega vísað þar til baráttu íbúa í Hong Kong fyrir auknu sjálfstæði gagnvart Kína. Þetta er vissulega ekki í fyrsta skiptið, og eflaust ekki það síðasta, sem Litla hafmeyjan verður fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Síðan styttan var reist árið 1913 hefur hún verið afhöfðuð, þakin veggjakroti og bönnuð á Facebook vegna nektar sinnar Hafmeyjan hefur verið mjög vin- sæl meðal kínverskra ferðamanna, að því er BBC greindi frá. Árið 2010 var styttan hluti af framlagi Dana til heimssýningarinnar í Sjanghæ. AFP Skilaboð Litla hafmeyjan fékk aldeilis að kenna á því í gærmorgun. Skilaboð máluð á Litlu hafmeyjuna Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Fyrsti maðurinn er látinn úr öndunar- færasjúkdómi sem ný veira er talin hafa valdið, en hún er af sömu veiru- fjölskyldu og SARS-veiran sem kost- aði hundruð mannslífa fyrir rúmum áratug. Hafa rúmlega fjörutíu manns sýkst af veirunni í borginni Wuhan í miðhluta Kína, að sögn heilbrigðis- yfirvalda borgarinnar. Í gær staðfesti svo Alþjóðaheil- brigðisstofnunin (WHO) að fyrsta til- felli nýja sjúkdómsins af þessari sömu veiru væri komið upp í Taílandi, í ein- staklingi sem nýkominn var frá Wuh- an. Var talið í fyrstu að hann væri með væga lungnabólgu en rannsóknir á sýni leiddu svo í ljós smit af völdum kórónaveirunnar nýju, að sögn tals- manns WHO. Stofnunin sagðist í gær hafa fengið upplýsingar um að Taí- lendingurinn væri á batavegi. Sá eini sem látinn er var 61 árs, en auk hans eru sjö til viðbótar alvarlega veikir. Maðurinn var með undir- liggjandi heilsuvanda, þar á meðal króníska lifrarveiki. Vegna afleiðinga SARS-veirunnar hefur þessi atburður vakið ótta, en veiran sú kostaði 349 manns lífið á meginlandi Kína 2002- 2003. Til viðbótar létust 299 í Hong Kong og fældi veikin ferðamenn í stórum stíl frá því að heimsækja landið. Ný kórónaveira Kínverskir vísindamenn sem rann- saka nýju veikina sögðust fyrir helgi telja að sýkill hennar væri nýtt af- brigði kórónaveiru; af fjölskyldu veira sem valda allt frá venjulegu kvefi til alvarlegri sjúkdóma eins og bráða- lungnabólgunnar SARS. Veiruna að baki nýju veikinni orsakaði ný kórón- aveira sem væri frábrugðin þeim kór- ónaveirum sem orsökuðu SARS í Suð- ur-Kína og fleiri löndum á árunum 2002-2003 og MERS-öndunarfæra- sjúkdóminn sem greinst hefur í Mið- Austurlöndum frá 2012. Báðar þessar sýkingar hafa dregið mörg hundruð einstaklinga til bana. Ekkert bóluefni er til við sýkingunni og engin veirulyf. Vísindamenn í Hong Kong sögðu að erfðalykill veir- unnar sem fannst í sjúklingum í Wuh- an benti til þess að 80% skyldleiki væru með henni og kórónaveirunnar sem fundist hefði í leðurblökum. Smituðust á matarmarkaði Í tilkynningu frá embætti íslenska landlæknisembættisins í gær segir að bæði WHO og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) hafi vakið athygli á hópsýkingu lungna- bólgu í Wuhan-borg í Suður-Kína að undanförnu. Á tímabilinu 31. desem- ber 2019 til dagsins í dag hafi sýk- ingin verið staðfest hjá 41 einstak- lingi og einn látist. Allir virðast hafa smitast á matarmarkaði í Wuhan en ekkert smit á milli manna hefur ver- ið staðfest. Sóttvarnalæknir segir enga ástæðu að svo stöddu til neinna sér- tækra aðgerða og ekki ástæða til ferðatakmarkana til suðurhluta Kína. Einstaklingar sem aftur á móti koma hingað til lands frá Wuhan- borg með kvef, hósta og hita eru beðnir að upplýsa heilbrigðisstarfs- menn um ferðir sínar. Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta, heldur einungis þeir sem veikjast al- varlega eða hafa áhyggjur af veik- indum sínum. Upplýsingum um veikindin í Kína hefur verið dreift til heilsugæslunnar og til smitsjúk- dómalækna. Milljónir á faraldsfæti Almennir frídagar samkvæmt kín- verska tímatalinu eru að ganga í garð og eru Kínverjar þá á faraldsfæti svo skiptir hundruðum milljóna manna. Óttast embættismenn aukna sýking- arhættu í mannmergðinni sem þá myndast á samgöngumiðstöðvum. Yfirvöld í Peking hafa þó ekki séð ástæðu enn sem komið er til að tak- marka ferðalög eða ráða fólki frá þeim. Talsmaður WHO sagði í gær að stofnunin kynni að efna bráðlega til sérstaks neyðarfundar vegna út- breiðslu nýju veirunnar. Veira lík SARS Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfestir fyrsta tilfelli sýkingar af völdum nýrrar veiru í Taílandi. Tugir hafa sýkst af völdum sömu veiru í Kína Wuhan Einstaklingur sem kom frá Wuhan fluttur á sjúkrahús 8. janúar eftir að hafa greinst með væga lungnabólgu K Í N A T A Í L A N D 41 hefur greinst með nýju veiruna 1 lést 9. janúar BEIJING BANGKOK FP Rannsókn Starfsmenn heilbrigðisyfirvalda í Wuhan rannsaka matarmarkað í borginni en talið er að rekja megi veirusmit sem veldur lungnabólgu þangað. Ný veira í Kína veldur lungnabólgu  Hópsýking lungnabólgu í Kína af völdum nýrrar veiru sem ekkert bóluefni er til við  Líkist SARS-veirunni sem kostaði mörg hundruð mannslíf 2002 og 2003  Eitt tilfelli staðfest í Taílandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.