Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hinn merkiflokkurdemó- krata í Bandaríkj- unum hefur mis- stigið sig herfi- lega hvað eftir annað á síðustu árum. Þeir hafa aldrei náð sér eftir að Donald Trump sigraði óvænt í kosningunum í nóvember 2016 eftir að nánast allar kannanir vestra höfðu slegið því föstu lengi að Hillary Clinton gengi að embættinu vísu. Það versta er að ekki verður betur séð en að æðstu leyniþjónustu- og ríkislög- reglustofnanir landsins virð- ist hafa, á hæstu tröppum þeirra, ákveðið að „leiðrétta“ það að kosningarnar fóru ekki eins og þær „áttu að fara“. Það skynja sífellt fleiri að þar var farið handan við öll hugs- anleg mörk. Menn jafnt innan sem utan Bandaríkjanna geta og hljóta að hafa misjafnt álit á forseta þeirra á hverjum tíma. Og Donald Trump er óneitanlega óvenjulegt eintak. En því verður ekki neitað að hvað sem einstaka tísti og tali hans líður þá hefur hann náð stór- merkilegum árangri í innan- landsmálum og á ýmsum svið- um utanríkismála, þótt ekki séu öll mál sem hann hefur opnað í síðari þættinum kom- in á endastöð. Atvinnuleysi er nær horfið í Bandaríkjunum það sem af er forsetatíð hans. Laun þeirra sem minnst bera úr býtum hafa styrkst verulega. Aldrei í síðari tíma sögu hefur jafn- stórt hlutfall bandarískra blökkumanna verið þátttak- andi á vinnumarkaði og nú er. Sama gildir um hópa af suður- amerískum (spænskum) upp- runa. Það var fólkið í neðri milli- stéttum sem flykktist að Trump síðast, þar á meðal hópar sem höfðu ekki talið nokkurt gagn að því að greiða atkvæði í nokkrum kosningum á undan. Það voru reyndar hópar úr þeim stétt- um sem tryggðu stórsigur Borisar Johnsons í kosning- unum í síðasta mánuði, kjós- endur sem höfðu mann fram af manni stutt Verkamanna- flokkinn. Það er kannski að breytast víðar að stjórnmálaflokkar geti kastað eign sinni á heila hópa manna, þá sömu og þeir sjálfir tala niður á bak við lok- aðar dyr. Andstæðingur Trumps í síðustu kosningum kallaði hina óvæntu kjós- endur Trumps „the deplor- ables“ – liðið sem ekki væri húsum hæft – á fundi með fjármálamönnum á Wall Street. Þau orð flokkast nú yfir fræg stjórnmálaleg mis- tök. Demókratar hafa haft þá reglu að leggjast gegn öllu sem Trump segir eða gerir. „Gegn öllu“ er vandinn í þeirri stefnu. Það verður til þess að gagnrýni sem á rétt á sér verður gagnslítil. Það gerðist nú þegar Trump heimilaði að frægasti hryðju- verkaforingi Írans yrði tek- inn af lífi. Allt það mál hefur snúist illa í höndum valda- manna þar. Og vegna „móti öllu“-stefnu bandarískra demókrata liggja þeir nú óvænt með Íransstjórn í rennusteinum almennings- álitsins. Andstaðan við aftöku hryðju- verkaforingjans reyndist mistök} Klaufaspörk skora ekki SigurgangaHildar Guðna- dóttur kvik- myndatónskálds hefur verið næsta ótrúleg síðustu daga og vikur. Hún vann Golden Globe- verðlaunin fyrir aðeins viku, og var tilnefnd til bresku BAFTA-tónlistarverð- launanna um sama leyti. Og í gær bárust fréttir um að hún hefði hlotið verðlaun tónlistargagnrýnenda – Critic’s Choice Awards. Og enn bárust miklar fréttir og nú um að tónskáldið Hildur hefði verið tilnefnd til Óskars- verðlauna í flokki bestu kvik- myndatónlistarinnar. Tilnefn- inguna hlýtur hún fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jok- er en verðlaunin verða afhent 9. febrúar. Landar hennar óska henni auðvitað allra heilla og fyllast stolti og aðdáun yfir afrekum hennar og hinni miklu viður- kenningu sem henni hlotnast af hálfu allra þeirra sem best þekkja til. Um leið hvarflar hugurinn til kvikmyndatónskáldsins Jó- hanns Jóhannssonar sem vann, eins og Hildur Guðna- dóttir nú, mikil afrek á þeirra sviði, en Jóhann lést langt um aldur fram fyrir tæpum tveim- ur árum. Íslendingar fylgjast stoltir með Hildi Guðnadóttur á sigurbraut} Hildur Guðnadóttir Þ að hefur heldur betur reynt á kerfið okkar á undanförnum vikum. Vet- ur konungur hefur látið finna fyrir sér og við slíkar aðstæður kemur í ljós úr hverju við erum gerð, hversu vel við erum búin undir hið óvænta og hvernig við bregðumst við. Í desember mátti hluti þjóðarinnar, heimili og fyrirtæki, þola að vera án rafmagns í allt að nokkra daga í kjölfar óveðurs. Rafmagns- staurar brotnuðu og línur slitnuðu. Starfsemi fyrirtækja stöðvaðist og fólk lokaðist inni á heimilum sínum sem mörg hver kólnuðu vegna rafmagnsleysis. Fjarskiptanet reyndist götótt og fyrirtæki og jafnvel heilbrigðisstofnanir reyndust ekki vera með tiltæka nothæfa vara- rafstöð. Já, við vorum þegar á reyndi illa viðbú- in viðlíka hvelli. Orkuöryggið reyndist langt í frá tryggt og afleiðingar þess eru enn að koma fram. Björgunarsveitir landsins, hvar sjálfboðaliðar lögðu sig í hættu, komu landsmönnum og orkufyrirtækjum til að- stoðar. Ég er þeim öllum djúpt þakklát. Vetrarveður heldur áfram að koma okkur á óvart. Ferðaþjónustufyrirtæki hélt af stað í glæfraför með hóp ferðamanna og virtist illa hafa áttað sig á hættunni. Hóp- urinn komst ekki til byggða og þá þurfti að kalla til björg- unarsveitir landsins til að koma hópnum til bjargar. Fyrir það er ég þeim einnig djúpt þakklát. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið nánast viðvarandi frá áramótum og sýna spár að svo verður áfram. Hættuástand skapaðist á Reykjanesi í byrjun viku og yfirfull flugstöð gat ekki á nokkurn hátt ráðið við það þegar fjöldi ferða- manna komst hvorki frá landinu né inn í flug- stöð vegna óveðurs. Reykjanesbrautin lokaðist og fjöldahjálparstöð var opnuð í Reykjanesbæ með aðstoð fjölda sjálfboðaliða úr björgunar- sveitum og víðar. Enn og aftur stólum við á samtakamátt þessa stóra hóps sem leggur sig í hættu við að koma samborgurum til aðstoðar. Takk öll fyrir ykkar afrek. En við getum ekki ætlast til þess æ ofan í æ að sjálfboðaliðar haldi uppi öryggi lands- manna. Við verðum að tryggja að grunnstoðir landsins, heilbrigðiskerfið, samgöngukerfið, orkukerfið, fjarskiptakerfið og löggæslan séu þannig upp byggð að þau standist álag þegar á reynir. Það er hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að tryggja að svo sé en því miður þá virðist sem starfandi ríkisstjórnir síðustu ára hafi sofnað á verð- inum hvað varðar viðhald og uppbyggingu innviða. Kosn- ingarnar 2016 og 2017 snérust meira eða minna um þetta en enn virðist skilningur stjórnvalda ekki fylgja með. Við getum ekki tvöfaldað vegi, lagt línur og haldið úti heil- brigðiskerfi með sjálfboðaliðum. Þar þurfa stjórnvöld að tryggja öruggt og stöðugt fjármagn svo íbúar landsins þurfi ekki að búa við óöryggi. Þetta er hlutverk stjórn- valda og um þetta snúast stjórnmálin. Helga Vala Helgadóttir Pistill Um hvað snúast stjórnmálin? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggson sisi@mbl.is Losun á efni úr Landeyja-höfn á nýjum losunar-svæðum í sjó er talin hafaóveruleg neikvæð áhrif á lífríki sjávar og fjöru. Þetta er niður- staða frummatsskýrslu sem VSO Ráðgjöf vann fyrir Vegagerðina og Skipulagsstofnun hefur auglýst til kynningar. Fyrirhuguð framkvæmd felst annars vegar í viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar eins og þörf er á til að hægt sé að sigla um höfnina og hins vegar efnislosun í sjó. Fram- kvæmd felur í sér nýtt og stærri los- unarsvæði, um 240 hektara að stærð, sem tekur við um 10 milljón rúm- metrum af efni. Þessi svæði, sem eru í um 3,0 kílómetra fjarlægð frá Landeyjahöfn, eru talin duga til næstu 20-30 ára. Í matsskýrslu fyrir Landeyja- höfn (Bakkafjöruhöfn, 2008) og tengdar framkvæmdir var heildar- magn viðhaldsdýpkunar áætlað um 30 þúsund m3 á ári og eftir aftaka- veður var reiknað með að gæti þurft að fjarlægja um 80 þúsund rúm- metra úr innsiglingarrennunni. For- sendur áætlunar á umfangi viðhalds- dýpkunar hafa ekki staðist. Fyrir því eru nokkrar ástæður og vegur þar þyngst gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Í kjölfar þess stórjókst fram- burður frá jöklinum, sem veldur meiri efnisburði í innsiglingu Land- eyjahafnar en reiknað var með, segir VSÓ. Þar sem nauðsynleg viðhalds- dýpkun reyndist meiri var óskað eft- ir heimildum árin 2010, 2011, 2015 og 2018 fyrir aukinni dýpkun. Árið 2018 tók Skipulagsstofnun ákvörðun um að umfang viðhaldsdýpkunar færi yfir viðmið í lögum um mat á um- hverfisáhrifum og væri af leiðandi háð mati á umhverfisáhrifum. Miklir hagsmunir Eyjamanna Tilgangur með framkvæmdinni er að halda Landeyjahöfn opinni enda sé hún nauðsynleg fyrir sam- göngur milli lands og Eyja. Því sé um að ræða mikið hagsmunamál fyr- ir íbúa Vestmannaeyjar og ferða- þjónustuaðila á svæðinu að Land- eyjahöfn sé haldið opinni. Til þess þarf að vera heimild til dýpkunar og efnislosunar í sjó til langs tíma. Nýtt losunarsvæðið liggur um 3,0 km frá Landeyjahöfn. Dýpt er að meðaltali 30 metrar. Svæðið sem um ræðir er líkt öðrum hafsvæðum við suðurströnd landsins, þ.e. það ein- kennist af sendnum botni þar sem rót vegna öldugangs er mikið. Vegna öldurótsins er dýpið á svæðinu mjög breytilegt, sem sést á mælingunum sem hafa farið fram. Dýpkunar- svæðin eru breytileg milli ára. Þegar dýptarmælingar yfir tímabil eru skoðaðar sést að efnisflutningurinn er það mikill á svæðinu að ekki skiptir öllu máli nákvæmlega hvar efnið er losað. Dýptarmælingar sem gerðar voru á árunum 2011-2017 sýni að dýpið á svæðinu er mjög breytilegt, jafnvel á svæðum þar sem ekkert efni er fjarlægt eða losað. Þekkingarsetur Vest- mannaeyja hefur gert úttekt á botn- dýralífi og er það mjög frábrugðið á fyrirhuguðum losunarsvæðum. Svæðið er mjög einsleitt og reyndust sýnin innihalda nær ekkert líf og var enginn munur með tilliti til dýpis eða staðsetningu. Til þessa hefur efni aðallega verið losað á svæði sem sýnt er sem A og B á kortinu hér að ofan og hafa því myndast efnishaugar á svæð- unum. Haugarnir eru að fletjast út en það gerist hægt og hafa losunar- svæðin ekki undan því magni sem þarf að losa. „Með því að stækka losunar- svæðið er hægt að dreifa losuninni yfir mun stærra svæði og þannig hægt að fyrirbyggja að haugar byggist upp. Því er fyrirhugað að hvíla þessi svæði á næstu árum og varpa efninu á nýtt losunarsvæði. Mælingar sýna að efnislosun á fyrri svæðum leiðir ekki til þess að efni leiti aftur inn í höfnina,“ segir VSÓ Ráðgjöf m.a. í umhverfismatinu. Hægt er að kynna sér skýrsluna á vef Skipulagsstofnunar. Athuga- semdafrestur er til 25. febrúar næst- komandi. Ný svæði fyrir sand úr Landeyjahöfn Núverandi losunarsvæði A, B, C, D og E Möguleg losunarsvæði RV og RA Vatnsleiðslur Sæstrengir Fyrirhugað losunarsvæði Alls 24 ha, á 24-37 m dýpi og 3 km frá landi Losunarsvæði við Landeyjahöfn Ko rt ag ru nn ur : V eg ag er ði n/ VS Ó rá ðg jö f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.