Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Í Fréttablaðinu 22.
mars sl. í kaflanum „Frá
degi til dags“ kemur
fram að Össur hafði þá
verið með einhver nei-
kvæð orð um Styrmi
Gunnarsson vegna skrifa
hans.
Ungur tók Össur þátt
í pólitísku starfi og hasl-
aði sér völl sem baráttu-
maður í Alþýðubandalaginu. Á ár-
unum 1984-1987 var hann ritstjóri
Þjóðviljans, sem þá var m.a. titlað
sem málgagn íslensks þjóðfrelsis.
Ekki náði hann því að verða alþing-
ismaður fyrir Alþýðubandalagið og
snéri hann baki við fyrri samherjum
sínum og tók að halla sér að Alþýðu-
flokknum. Hann varð þingmaður
þess flokks 1991. Þegar Samfylkingin
var stofnuð árið 2000 varð Össur
fyrsti formaður hennar og gegndi
formennsku til 2005.
Styrmir hóf ungur
að starfa innan Sjálf-
stæðisflokksins. Hans
ævistarf var við Morg-
unblaðið, fyrst sem
blaðamaður frá 1965
og sem ritstjóri frá
1972. Í gegnum störf
sín við Morgunblaðið
kynntist hann allra
stétta fólki og áhrifa-
fólki úr öllum meg-
instjórnmálahreyf-
ingum og hagsmuna-
öflum landsins. Á stjórnmála-
vettvangnum varð hann í nánu
sambandi við og sem hluti af innsta
valdakjarna Sjálfstæðisflokksins,
flokks sem lengst var þátttakandi í
ríkisstjórnum landsins. Svo náið
kynntist Styrmir helstu forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins, að
hann vissi jafnan hugleiðingar þeirra
og bollaleggingar, sem einungis voru
á örfárra manna vitorði. Tengslanet
hans var og slíkt að hann átti vinsam-
leg sambönd við öfluga pólitíska and-
stæðinga. Segja má að hann hafi
þekkt til þeirra pólitísku hræringa
sem gerðust á bak við tjöldin á hans
starfstíma. Maður með slíka fortíð
hefur einstaka yfirsýn varðandi
stjórnmálaástand líðandi stundar.
Hann er yfirvegaður maður og hefur
einstaklega glögga sýn til að meta nú-
verandi stjórnmálaástand – þó tel ég
að hann sé þar ekki með öllu óskeik-
ull.
Össur Skarphéðinsson kemur mér
allt öðru vísi fyrir sjónir. Frá rit-
stjórnartíma hans við Þjóðviljann
minnist ég einskis þess sem hann lét
frá sér fara á prenti. Það segir mér að
skrif hans þar hafa ekki innihaldið
neina djúpvisku. Þó hafa menn talið
hann beittan penna og manna
harðsnúnastan í ritdeilum. Mér sýnist
hann hafa verið stjórnmálamaður
þeirrar gerðar, sem vildi vera „þar
sem vindurinn best blés“. Um slíka
menn var sagt, að þeir væru eins og
„vindhanar á húsþaki“. Sem stjórn-
málamaður virðist hann ekki hafa
haft neitt fyrir því að hlaupa frá þjóð-
frelsissinnuðum skoðunum Alþýðu-
bandalagsins og inn í stjórnmálafylk-
ingu þeirra sem vilja fullveldi landsins
feigt og á ég þar við Samfylkinguna.
Með því einu að horfa á ljósmyndir
af þeim Styrmi og Össuri, telja glögg-
ir menn sig að nokkru geta ráðið í
ólíka manngerð þeirra. Ljósmyndin
af öðrum þeirra bendir til að þar fari
djúpvitur og yfirvegaður maður.
U.þ.b. vikulega birtist grein eftir
Styrmi í Morgunblaðinu, þar sem
hann fjallar um þjóðmálin. Þótt mörg
þjóðmálaskrif manna í dagblöðunum
séu með ágætum, þá sýnist mér sem
þessi skrif Styrmis séu oft í efsta
gæðaflokki. Það er því lágkúrulegt og
óviturlegt hjá Össuri, að vilja gera lít-
ið úr skrifum Styrmis.
–
Eftirmáli. Grein þessi var upp-
haflega send Fréttablaðinu til birt-
ingar. Þegar hún hafði ekki birst í
einhverjar vikur var því svarað, að
það væri vegna þess hversu mikið
magn áður aðsendra greina hefði haft
forgang. Nú hafa enn liðið vikur án
birtingar og sendi ég hana því Morg-
unblaðinu. Svo virðist sem orð fv.
Morgunblaðsandstæðings standist,
„að einhver pólitísk slagsíða sé á
Fréttablaðinu, en Morgunblaðið sé
opið fyrir birtingu allra sjónarmiða“.
Um Össur Skarphéðinsson og Styrmi Gunnarsson
Eftir Gunnar
Guðmundsson
frá Heiðarbrún
» Þótt mörg þjóð-
málaskrif manna
í dagblöðunum séu
með ágætum, þá sýnist
mér sem þessi skrif
Styrmis séu oft í efsta
gæðaflokki. Það er
því lágkúrulegt og
óviturlegt hjá Össuri
að vilja gera lítið úr
skrifum Styrmis.
Gunnar Guðmundsson
Höfundur er fræðimaður
og rithöfundur.
„Ekkert er nýtt und-
ir sólunni“ segir í hinu
forna riti Biblíunnar,
Prédikaranum (1.9).
Það má heita sér-
kennileg fullyrðing við
upphaf nýs árs. Þegar
gamla árið kveður og
nýtt heilsar, þá dokum
við við um hríð, svo sem
í áningarstað, og horf-
um um öxl, en skyggn-
umst líka fram á veginn. Og í huga
hvers einasta manns vaknar ósjálfrátt
þessi spurning: „Hvaða nýlundu ætli
nýja árið komi til með að færa mér, og
hvað skyldi ég taka mér nýtt og
spennandi fyrir hendur?“ Um áramót
dreymir margan manninn framtíð-
ardrauma, og flestir velta því þá fyrir
sér, þótt ekki sé nema í fáeinar
klukkustundir eða örfáa daga, hvað
hljóti eða kunni nú að vera fram und-
an. Hjá einum vakna glæstar vonir og
hann væntir þess að
eitthvert sérstakt happ
hendi, t.d. að honum
muni falla í skaut ein-
hver sú gleði og gæfa,
sem honum hefur fund-
ist á skorta hingað til. Í
brjósti annars bærist
hins vegar kvíði – og
hver þekkir ekki þá
kennd, þegar órólegur
hugur dvelur við dökkar
horfur á framtíðarveg-
inum, svo að hvert spor
verður þungt og sárt, og
við vildum mikið gefa til þess að kom-
ast hjá að ganga til móts við það, sem
óttast er, sleppa við að mæta hinu
þungbæra?
En þegar við eigum Guð að göng-
um við hughraust og róleg til móts við
hið góða, sem við öll eigum örugglega
í vændum á nýju ári. Við stefnum á
vit þess með tilhlökkun. Við væntum
þess ekki með því angurværa tóm-
læti, sem einatt blínir á forgengileik-
ann. Auðvitað er einnig það for-
gengilegt. Það, eins og allt annað hér
í heimi, á sér upphaf og endi. En við
aftur á móti, sem þekkjum hinn eilífa
Guð, sjáum í forgengilegum gæðum
gjöf Hans, og þess vegna hlökkum við
til að hljóta hana. Og gjafarinn gleður
okkur ennþá meira en gjöfin. Það er
af því að hún kemur frá Honum, sem
hún er góð og mun verða okkur til
góðs. Og við eigum ekki að láta þar
við sitja að njóta hennar, ekki að
gleyma okkur í hinum tímanlega
fögnuði, sem hún færir, heldur minn-
ast eilífðarinnar, því að öll tímanleg
gæði eru aðeins sem forsmekkur
hennar.
Það er ekkert nýtt undir sólunni!
Með þau orð í huga skulum við nú
ganga til móts við nýja árið. Þetta
þýðir einfaldlega, að við væntum
einskis af þessu nýja ári, og ekki held-
ur af lífinu eða okkur sjálfum, að það
komi ekki frá Guði. Án hans eru allar
okkar hugsanir um framtíðina fánýt-
ar. En þegar við eigum hann að verða
áhyggjur af framtíðinni óþarfar.
Hann lætur sinn frið eftir hjá okkur.
Hann gerir okkur kleift að ganga með
gleði mót komandi dögum. Með hug-
ann við Hann skundum við fagnandi
inn á hinar ókunnu og rökkvuðu lend-
ur hins ókomna með öllum þess
möguleikum. Það getur hvort sem er
ekkert það gerst undir sólunni, sem
svipti okkur kærleika Hans. Ó, að við
mættum leyfa kærleika Hans að
gagntaka okkur og rótfestast í hjört-
um okkar! Við heyrðum fagnaðar-
boðskapinn um kærleika Hans á jól-
um. Nú er okkur enn á ný gefið nýtt
ár, nýtt tækifæri til þess að trúa á
Hann og hlýðnast Honum.
Gleðilegt nýár!
Gleðilegt nýár
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
»Hver þekkir ekki
þá kennd, þegar
órólegur hugur dvelur
við dökkar horfur á
framtíðarveginum?
Höfundur er pastor emeritus.
siragunnar@simnet.is
Margt hefur verið brallað í lofts-
lagsmálum, bæði í Kyoto og hjá
ESB, að ógleymdu Parísarsam-
komulaginu þar sem heimurinn ætl-
aði sér að sameinast um aðgerðir.
Það er virðingarvert að vilja
bjarga heiminum og miklar áætl-
anir hafa verið gerðar og aðgerðir í
gangi, en hvernig lítur dæmið út?
Aðgerðirnar virðast ofur-
varfærnar og miðast við að „trufla“
útblásturinn frá orkufyrirtækjunum
sem minnst.
Þannig fá orkufyrirtækin úthlut-
aðan frían losunarkvóta, með ár-
legri minnkun þó, og geta svo
keypt viðbót á markaði, t.d. af Ís-
lendingum, ef þeir ekki ná að
minnka sína losun.
Kerfið er flókið og seinvirkt og
gagnrýnendur lýsa því sem dæmi-
gerðum býrókratisma Brussel-
valdsins.
Hluti af þessu kerfi virkar þann-
ig að Evrópa getur fjárfest í orku-
sparandi verkefni í þróunarlandi og
fært helming kostnaðar heim til að
geta haldið áfram að sóða út.
Þetta er aðeins smádæmi um
þetta risaapparat. Von að því hafi
verið líkt við aflátssölu páfadóms.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Lofts/lags/fimleikar
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð-
velt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðs-
ins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið
birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er
notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig
sem notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda grein-
ar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.