Morgunblaðið - 14.01.2020, Page 20

Morgunblaðið - 14.01.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 ✝ Katrín HelgaKarlsdóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 27. desember 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 4. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Karl Ás- grímur Ágústsson, verslunarmaður frá Grund í Borgarfirði eystri, f. 7. desember 1910, d. 7. júní 1991, og Þórhalla Steinsdóttir, hús- móðir frá Bakkagerði á Borgar- firði eystri, f. 10. mars 1916, d. 14. maí 1999. Systkini Katrínar eru: Halldór Karl, f. 20.2. 1930, maki Halla Guðmundsdóttir; ósk- írt meybarn, f. 1934, d. 1934; Steinn Þór, f. 16.1. 1939, maki Þórunn Jónsdóttir; Ágúst Birgir, f. 7.12. 1941, maki Svanhildur Alex- andersdóttir; Þór- hallur, f. 20.10. 1943, d. 8.11. 1983, maki Aðalheiður Ingvadóttir; Anna Halldóra, f. 16.11. 1944, maki Björn Axelsson; Ásgrím- ur, f. 24.10. 1947, Þórhildur, f. 21.8. 1949, maki Matthías Garðarsson; Guð- mundur, f. 12.1. 1956, maki Val- gerður Sigfúsdóttir. Fyrstu æviár Katrínar bjó fjöl- skyldan á Þórshöfn á Langanesi en fluttist árið 1946 til Akur- eyrar þar sem hún settist að í Litla-Garði. Katrín gekk í skóla á Akureyri, barnaskóla, grunn- skóla og menntaskóla og útskrif- aðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri vor- ið 1959. Hinn 7. október 1961 giftist hún Andrési Valdimarssyni, fyrr- verandi sýslumanni, f. 25. febr- úar 1937. Foreldrar hans voru Valdimar Stefánsson ríkissak- sóknari, f. 26.9. 1910, d. 23.4. 1973, og Ásta Júlía Andrésdóttir húsfreyja, f. 16.12. 1913, d. 15.11. 1996. Börn Katrínar og Andrésar eru: 1) Karl Ágúst, f. 5.8. 1963, dóttir hans er Anna Katrín, börn hennar eru Ramona og Elvira. 2) Valdimar, f. 5.8. 1963, maki Bua- ket Andrésson, börn hans og Signe Hansen eru Sigurður Andrés og Freyja. 3) Ásta Sól- veig, f. 12.5. 1971, maki Ingimar Ingimarsson. 4) Þórhalla, f. 30.11. 1973, maki Hlynur Veigarsson, börn þeirra Andrés Ísak, Veigar Áki, Helga María og Heiða Björg. Þau hjónin stofnuðu heimili í Reykjavík og starfaði Katrín í Verslunarsparisjóðnum, Versl- unarbankanum og Landsbank- anum. Árið 1968 fluttust þau til Hólmavíkur þegar Andrés var skipaður sýslumaður Stranda- manna og bjuggu þau þar næstu sjö árin eða til ársins 1975 þegar þau fluttu í Stykkishólm. Árið 1982 fluttist fjölskyldan á Selfoss þegar Andrés tók við sem sýslu- maður Árnesinga. Á þessum ár- um starfaði Katrín við ýmiskon- ar bókhaldsstörf, hún vann á bókasafninu á Selfossi um hríð en lengst af var hún fulltrúi Sjúkratrygginga á Selfossi og gegndi hún því starfi starfsævina á enda. Árið 2001, þegar þau hjón voru bæði komin á eftirlaun, fluttust þau til Hveragerðis. Haustið 2016 fluttu Katrín og Andrés til Reykjavíkur í Mörkina við Suðurlandsbraut og dvaldist Katrín á hjúkrunarheimilinu þar síðustu mánuði ævi sinnar. Katr- ín starfaði innan Oddfellowregl- unnar um árabil og var hún ein af stofnfélögum Rbst. Þóru á Sel- fossi auk þess að vera yfirmeist- ari árin 1996-1998. Útför Katrínar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 14. janúar 2020, klukkan 13. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Að morgni fjórða dags janúar- mánaðar fengum við Þórusystur þær fregnir að systir okkar Katrín Helga Karlsdóttir hefði kvatt þennan heim og væri kom- in til starfa annars staðar. Það er sárt að missa góðan vin. Systur heimsóttu hana fyrir jólin og kveiktu á fallegu kerti. Hún fagnaði 80 ára afmæli 27. desem- ber og þar voru systur mættar til að fagna með henni. En svona er lífið, aðrir heimar kalla okkur til starfa og gegnum við því. Katrín Helga Karlsdóttir gekk í Oddfellowregluna hinn 31. mars 1990. Hún var einn af stofendum Rbst. nr. 9. Þóru á Selfossi 25. apríl 1992. Innan reglunnar gegndi hún mörgum ábyrgðar- störfum og var valin til forystu. Gott var að leita til hennar með hvaða erindi sem var og hún leiðbeindi okkur eins og henni var einni lagið. Hennar verður sárt saknað og skarð hennar verður vandfyllt. Við kveðjum fullar þakklætis fyrir vináttu hennar og kærleika. Við Þórusystur sendum inni- legar samúðarkveðjur til eigin- manns hennar, barna og fjöl- skyldna þeirra. Hvíl í friði kæra systir. Guð blessi minningu þína. Friður sé með sálu þinni. F.h. Rbst. nr. 9. Þóru IOOF, Margrét Halla Ragnarsdóttir, ym. Katrín Helga Karlsdóttir Elskuleg móðir mín, Kamma Andr- ésdóttir, hefur kvatt þennan heim. Sú sem alltaf hefur verið svo sterk, hraust og athafnasöm hefur nú lagt árar í bát. Hún kom ung til Íslands, hitti snemma föður minn og saman eignuðust þau 6 börn. Barna- börnin eru í dag orðin 15 og lang- ömmubörnin 14. Mömmu fannst ekkert skemmtilegra en að dekra við okkur öll með heima- bakkelsi og þar má þá helst nefna Billukökurnar hennar og Kamma Andrésdóttir ✝ Kamma Andr-ésdóttir (áður Kamma Rasmus- sen) fæddist 19. október 1936. Hún lést 18. desember 2019. Útför Kömmu fór fram 3. janúar 2020. heimabakaða fær- eyska brauðið sem við öll elskuðum. Fjölskylduboðin voru óteljandi en alltaf gat hún hrist fram kræsingar og safnað okkur saman í kringum matar- borðið til að eiga huggulega stund saman. En mamma stóð ekki bara í eldhúsinu, hún var útivinnandi húsmóðir með 6 börn en þrátt fyrir barnafjöldann þá náði hún að stofna sín eigin fyrir- tæki. Hún starfrækti veitingahús um tíma í Neskaupstað og síðar framleiddi hún fiskrétti sem hún seldi víða um land. Síðustu ár hennar í Neskaupstað starfrækti hún svo blómabúð. Eftir að hún og pabbi fluttust til Hafnarfjarð- ar tók nýr tími við og mamma sinnti ýmsum störfum, aðallega sem matráðskona. Þegar hún náði eftirlaunaaldri hætti hún störfum sem matráðskona en var þá boðin vinna í þvottahúsi þar sem hún vann til 74 árs aldurs, en þá lét hún undan þrýstingi ættingja og hætti formlega störf- um. En hún gleymdi bara að segja okkur börnunum að hún ætlaði að taka aukavaktir og af- leysingar á álagstímum. Þetta lýsir þeim krafti sem mamma bjó yfir. Henni leið best ef hún hafði eitthvað að gera. Ég er svo stolt af henni mömmu minni sem alltaf hefur verið mín fyrirmynd. Einn dag- inn tilkynnti okkur að hún hafði í hyggju að ganga Jakobsveginn, um 250 km pílagrímsgöngu, frá norðurströnd Spánar að San- tiago de Compostella. Hún kvaðst fara þetta ein ef enginn vildi fara með henni og það varð úr að 72 ára að aldri lagði hún af stað með tveim dætrum sínum og barnabarni. Mamma var með eindæmum félagslynd og sótti mikið fé- lagsstörf. Hennar ástríða var að hjálpa öðrum og gefa af sér, sem lýsir sér í öllum hennar störfum. Hún gerðist sjálfboðaliði þegar flóttafólk kom frá stríðsþjáðri Kósóvó og hún lagði sig fram við að sú fjölskylda sem henni var treyst fyrir fengi góða byrjun í nýju landi. Hún var alltaf boðin og búin að aðstoða. Ekki sjaldan ilmaði húsið af bakstri sem ætl- aður var Færeyingafélaginu, eða öðrum félögum sem hún starfaði í. Ekki má gleyma að nefna vina- hópinn sem kallaði sig Sólheima- gengið. Það var vinskapur sem myndaðist eftir ferð þeirra til Sólheima í Grímsnesi. Þetta var samhentur hópur sem mamma hafði mikla gleði af og það voru ýmsar uppákomur og farnar ófá- ar helgarferðir mömmu til mik- illar ánægju. Mamma náði 83 ára aldri og var heilsuhraust alla tíð nema að undanteknum síðustu mánuðum ævi hennar þegar heilsan fór dvínandi. Enginn gat þó séð það sem koma skyldi og þann 18. des- ember síðastliðinn kvaddi hún okkur og eftir sitjum við og sökn- um hennar meira en orð fá lýst. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gafst mér, ást, umhyggju og þolinmæði. Hvíl í friði og við hittumst þegar minn tími kemur. Sigríður Lindbergsdóttir. ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir Soffía Jónsdóttir eins og hún hét fullu nafni fæddist í Reykjavík hinn 9. september 1928. Guðrún lést á Hrafnistu 25. des- ember 2019. For- eldrar hennar voru Jón Zophanías Guðmundsson, f. 10. janúar 1907, d. 8. júlí 1973, og Guðjóna Benediktsdóttir, f. og Rúnar Jakobssyni. Guðrún Soffía eignaðist soninn Guðjón Brodda Björgvinsson. Hann fæddist 16. ágúst 1950 en lést af slysförum 24. júní 1963. Faðir hans var Jón Björgvin Björns- son. Fyrri eiginmaður Guðrúnar var Henning Karl Backman, f. 7. júlí 1927, d. 10. janúar 2013. Þau keyptu sér íbúð á Grensásvegi 60 þar sem þau bjuggu fyrst saman og Guðrún Soffía til hinsta dags eftir skilnað þeirra 1968. Þeim varð tveggja barna auðið: Arna Jóna Backman, f. 12. apríl 1957, sambýlismaður hennar er Sigurþór Jónsson. Börn Örnu Jónu úr fyrra hjóna- bandi með Sveini Sæmundssyni eru þrjú. Elstur er Sæmundur Örn, f. 27. maí 1979. Eiginkona hans er Arnþrúður María Felix- dóttir og eiga þau tvö börn, Svein Rúnar og Guðrúnu Dögg. Næstur er Henning Sævar, f. 20. mars 1983. Eiginkona hans er Linda Björk Hafsteinsdóttir og eiga þau synina Arnar Loga og Garðar Elías. Yngstur er svo Rúnar Þór, f. 24. september 1986, unnusta hans er Sunneva Mist Björnsdóttir. Yngra barn Guðrúnar Soffíu og Hennings er svo Guðjón Broddi Backman, f. 20. apríl 1963. Sonur hans og Elísabetar Sigríðar Ólafsdóttur er Gunnar Örn Backman, f. 1. desember 1987. Seinni maður Guðrúnar var Bjarni Sigurðsson frá Geysi, f. 26. apríl 1935, d. 2. maí 2018. Útför Guðrúnar fór fram 7. janúar 2020. 25. nóvember 1909, d. 2. júlí 1996. Guðrún var elst fimm barna þeirra hjóna. Yngri voru Haukur, Soffía, Guðlaug og yngst- ur var Hafsteinn og er hann látinn. Þegar Guðrún var 13 ára skildu foreldrar hennar og giftust aftur. Jón eignaðist Sabínu og Guð- jóna eignaðist synina Einar Inga Mig langar að minnast Guð- rúnar systur minnar og vin- konu. Mínar fyrstu minningar um Guðrúnu voru þegar við systur vorum sendar saman í sveit á Stað í Reykhólasveit, Guðrún var þá aðeins 13 ára þegar hún gekk í flest störf á bænum og hafði þá einnig auga með mér, litlu systur sinni. Á fullorðinsárum ferðuðumst við systur saman til Spánar, Ameríku og Kúbu. Ég á góðar minningar frá þessum ferðum. Mér er það minnisstætt þegar við fórum með Hofsjökli til Am- eríku hvað hún naut sín í sigl- ingunni og í stóru Ameríku, þar skein í gegn hvað hún var já- kvæð og lífsglöð kona, enda var hún það fram á síðasta dag. Elsku Arna Jóna, Guðjón Broddi og fjölskylda, um leið og ég kveð systur mína þá sendi ég ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Guðlaug Dagmar Jónsdóttir. Guðrún Soffía Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Kambsvegi 29, lést þriðjudaginn 17. desember á taugadeild Landspítalans. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinunn Ágústa Þorsteinsd. Grétar Kjartansson Jakob Þorsteinsson Birna Jóna Magnúsdóttir Berglind Þorsteinsdóttir Hallur Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Háaleitisbraut 121, Reykjavík, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu miðviku- daginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. janúar klukkan 11. Hugheilar þakkir til starfsfólks A7 LHS Fossvogi, Vífilsstaða og Vitatorgs, Hrafnistu, fyrir ástúðlega og góða umönnun. Þóra Eyland Elíasdóttir Stefán Guðbjartsson Ólafur Magnússon Katrín I. Valentínusdóttir Elfur Magnúsdóttir Sæmundur Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og besti afi, JÓN BJÖRN HJÁLMARSSON bifvélavirkjameistari, Fagrahvammi 6, Hafnarfirði, lést á líknardeildinni í Kópavogi 9. janúar. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 20. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Brynja Þorvaldsdóttir Birgir Már Guðbrandsson Ingrid Johannessen Kolbeinn Jónsson Anna Birna Jónsdóttir Hlini Snær, Birkir Smári, Karítas Ísold og Eirik Brynjar Birgisbörn Birnir Breki og Hrafney Tinna Kolbeinsbörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÓSK GABRÍELLA BERGÞÓRSDÓTTIR Reynigrund 44, Akranesi, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn 11. janúar eftir stutta baráttu við krabbamein. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 20. janúar klukkan 13. Óli Jón Gunnarsson Bergþór Ólason Jóhann Gunnar Ólason Kolbrún Þóroddsdóttir Rúnar Ólason María Rahko Lotta Ósk Bergþórsdóttir Flume Erik Óli Jóhannsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR ERLA J. LEVY, Haðalandi 17, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. janúar klukkan 15. Gunnlaugur Guðmundsson Garðar Gunnlaugsson Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Anna Júlíusdóttir Hildur Gunnlaugsdóttir Arnar Sölvason Áslaug Gunnlaugsdóttir Ágúst Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.