Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
OPINN
BORGARAFUNDUR –
SAMGÖNGUMÁL
Hvers vegna eru samgöngur í ólesti
á höfuðborgarsvæðinu?
Boðað er til fundar
þar sem Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins,
mun fjalla m.a. um
samgöngumál á
höfuðborgarsvæðinu.
Fundur Miðflokksdeildar Mosfellsbæjar
verður haldinn þriðjudaginn 14. janúar
næstkomandi kl. 20:00 í skátaheimili
Mosverja í Álafosskvosinni
Miðflokksdeildin Mosfellsbæ
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,
verður gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 15. janúar kl. 12:00, í Valhöll,
Háaleitisbraut 1. Þar mun hann ræða um
horfur í efnahagsmálum á nýju ári
Húsið opnar kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
1000 krónur.
Allir velkomnir.
Með kveðju,
stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Hreyfi-
salurinn er opinn milli 9:30-11:30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur -
Boccia kl.10:15 - Bíó í miðrými kl.13:00 - Tálgað í tré kl.13:00 - Kaffi
kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Áskirkja Við spilum Félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili
kirkjunnar, klukkan 20 Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Leikfimi kl.10.30, Fuglatálgun kl.13.00, Bridge kl.13.00,
Kanasta k.13.00
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Saumastofan kl.
10:30, ýmislegt í farvatninu. Morgunkaffi kl. 10-10:30. Boccia 10:40-
11:20. Leshópur kl. 13:00. Opið kaffihús kl. 14:30-15:15. Leikfimi með
Silju kl. 13-13:40. Qi-gong kl. 17:00-18:00.
Bústaðakirkja Félagsstarfið hefst á miðvikudaginn kl 13:00.
Handavinna, spil, framhaldssaga og prestur verður með hugleiðingu
og bæn. Jónas Þórir kantor kemur og spilar okkur inn í nýja árið.
Kaffið góða frá Sigurbjörgu verður á sínum stað.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Dalbraut 18-20 Félagsvist í borðsal. Handavinnusamvera í
vinnustofu
Dalbraut 27 Jóhanna María verður með samverustund kl. 14.
Þorgils Hlynur leiðir bænastund í bókaherbergi kl. 9:30.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Boðið upp á súpu og brauð
eftir stundina á vægu verði. Fyrsta samvera á nýju ári. Verið velkomin
í gott og gefandi samfélag. Hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju ári.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-
10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30-
12:20 og kaffi kl. 14:30-15:30. Bridge í handavinnustofu 13:00.
Gönguferð kl. 13:00 ef veður leyfir. Helgistund kl. 14:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50. Thai Chi
kl. 9. Leikfimi kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Kríur myndlistarhópur kl.
13. Bridge kl. 13. Leiðbeiningar á tölvu kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl.
14:30. Komdu að púsla kl. 11-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur hittist kl. 9:00.
Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30. Bókband kl. 13:00. Frjáls spi-
lamennska kl. 13:00. Opin handverkstofa kl. 13:00-16:00. Bókaklúbbur
kl. 15:00. Hádegismatur frá 11:30 til 12:30 alla daga vikunnar og kaffi
frá 14:30 til 15:30 alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið
öll velkomin á Vitatorg.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14:45. Vatnsleikf. kl.7:30/15:15. Qi-Gong í Sjál. kl. 9:00.
Liðstyrkur Ásg. kl. 11:15. Karlaleikf. Ásg. kl.12:00. Boccia í Ásg. kl.
12:45. Línudans. Sjál kl. 13:30/14:30. Fyrirlestur Hvað er heilabilun í
Jónshúsi kl. 13:30
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl .8:30-16:00. Keramik málun
kl.9:00-12:00. Leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:30. Gönguhópur um
hverfið kl. 10:30-. Leikfimi Maríu 10:30-11:15. Glervinnustofa m/leiðb.
kl 13:00-16:00 Bridge 13:00-16:00 Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.45 Stólaleikfimi, kl. 13.30 Alkort.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldriborgara í kirkjunni kl. 13:00 –
15:30. Starfið hefst á samsöng þar til helgistund hefst. Þá er boðið
upp á spil og handavinnu. Samverunni lýkur með kaffi kl. 15:00.
Gullsmára Myndlistarhópur kl. 9.00. Boccia kl. 9.30. Málm-
silfursmíði og Canasta kl. 13.00.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11:30. Hjúkrunarfræðingur 10:00-
11:00. Hádegismatur kl. 11:30. Félagsvist kl. 13:15. Kaffi kl. 14:15.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8.00 - 12.00 Dansleikfimi kl
9.00 Qi-gong kl 10.00 Bridge kl. 13.00 Leikfimi Hjallabraut kl. 10.45
Leikfimi Bjarkarhús kl.11.30 Vatnsleikfimi í Ásvallarlaug kl. 14.40
Korpúlfar Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum, postulínsmálun kl.
9:30. Boccia kl. 10 og 15 í Borgum. Helgistund kl 10:30 í Borgum,
leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl 11. Spjallhópur í Borgum kl. 13
og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13:30 í dag og hei-
manámskennsla í bókasafninu í Spöng e.h. í dag.
Neskirkja Krossgötur hefjast að nýju í dag kl. 13:00. Þá segir dr.
Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í Gamla testamentisfræðum frá
ferð sinni til Ísrael. Kaffiveitingar og söngur. Fólk er hvatt til að fyl-
gjast með veðurspánni. Dagskráin verður felld niður ef illa viðrar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja 9-12, Trésmiðja kl. 9-
16, opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11,
kaffihúsaferð kl.14, bónusbíllinn kl.15, Hugleiðslan kl.15.30.
Uppl í s 4112760
Selfoss Kl.10:00 Stólaleikfimi, kl. 12:00 Bridge, kl. 13:00 Tálgað í tré,
kl. 13:00 Félagsvist
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í
Hreyfilandi kl. 11.30. Bridge í Eiðismýri kl. 13.30. Helgistund á
Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.30. Erum
byrjuð að skrá í heimsóknina í Grafarvogskirkju sem farin verður 21.
janúar og í þorramatinn í kirkjunnni fimmtudaginn 28. janúar.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn
kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4, Skák kl. 13.00, allir velkomnir í hópinn.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
smið?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Mínar fyrstu
minningar um Vil-
hjálm Einarsson
voru þær að árið 1956
sat ég með skólafélögum í borðstof-
unni í Reykholtsskóla í kvöldmat.
Við skólasystkinin vorum ung að
árum frá fjórtán og upp í sautján
ára. Skyndilega birtist skólastjór-
inn í salnum ásamt glæsilegum
ungum manni sem var kominn í
fyrirlestraferð í skólann vegna þess
að hann hafði unnið einstætt afrek í
íþróttum, fengið silfurverðlaun á
Ólympíuleikunum í Melbourne fyrr
á árinu. Við sátum sem bergnumin
að sjá þessa stjörnu þessa tíma á
íþróttasviðinu.
Seinna kynntist ég Vilhjálmi
betur og byrjuðu þau kynni í Sam-
vinnuskólanum þegar hann kenndi
okkur að stunda útivist og hreyf-
ingu, og kenndi þar einnig fög eins
og fundarstjórn og fundarreglur,
og kenndi í forföllum kennara og sá
um tómstundastarf í skólanum.
Hann spilaði fótbolta með okkur
strákunum og ekki höfðum við roð
við honum í spretthlaupi, hann
stökk þá meira en hæð sína í há-
stökki án atrennu og allt eftir
þessu. Á Bifröst byrjaði hann í raun
sinn feril sem skólamaður sem átti
eftir að verða ævistarf hans. Síðar
Vilhjálmur
Einarsson
✝ VilhjálmurEinarsson
fæddist 5. júní
1934. Hann lést 28.
desember 2019.
Útför Vilhjálms
fór fram 10. janúar
2020.
varð hann skólastjóri
í mínum gamla skóla í
Reykholti og átti
langan feril í Borgar-
firðinum sem skóla-
stjóri og félagsmála-
maður, áður en hann
gerðist rektor við ný-
stofnaðan Mennta-
skóla á Egilsstöðum
á sínum æskuslóðum.
Þangað fluttist hann
með sinni glæsilegu
konu og þau áttu myndarlegt lið af
strákum sem voru efnilegir íþrótta-
menn og dugnaðarþjarkar eins og
þeir eiga kyn til. Þegar þarna var
komið kynntist ég foreldrum Vil-
hjálms sem voru næstu nágrannar
tengdaforeldra minna og frum-
byggjar á Egilsstöðum, en föður-
ætt Vilhjálms er náskyld Margréti
konu minni. Móðurættin hans var
svo kennd við Hánefsstaði þar sem
einnig var dugnaðar- og hæfileika-
fólk, þar á meðal í íþróttum. Mörgu
að því fólki kynntist ég síðar þegar
ég var í stjórnmálastarfi.
Það er sjónarsviptir að Vil-
hjálmi. Öllu er afmörkuð stund og
þessi frábæri íþróttamaður þurfti
að glíma við öldrun eins og aðrir.
Nú er þeim slag lokið og við Mar-
grét erum þakklát fyrir góð kynni,
og vottum Gerði og fjölskyldunni
allri innilega samúð. Við höfum ver-
ið svo lánsöm að kynnast sonum
þeirra sem búa í Reykjavík, og þau
kynni hafa verið með miklum ágæt-
um. Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Margréti og okkar fjölskyldu
til fjölskyldunnar allrar.
Jón Kristjánsson.
Með Ólafi Torfa-
syni er genginn einn
af þeim síðustu vösku
vegagerðarmönnum
sem störfuðu við að tengja byggðir
landsins við meginvegakerfið. Ólaf-
ur vann sem ungur maður á loft-
pressu og við sprengingar í sneið-
ingnum á Pennudal upp úr
Vatnsfirði upp á Dynjandisheiði í
Vestur-Barðastrandarsýslu. Með
opnun vegar um Dynjandisheiði ár-
ið 1959 komst Ísafjörður í vegasam-
band við meginvegakerfi landsins.
Kynni mín af Ólafi hófust ekki
fyrr en rúmum einum og hálfum
áratug síðar, en í apríl 1976 var
gerður út leiðangur sjö vega-
gerðarmanna til að kanna snjóalög
og aðstæður að vetri á Þorskafjarð-
arheiði og þá sérstaklega í Þor-
geirsdal, en þar kom til álita að far-
ið yrði upp á heiðina sunnan frá ef
ákveðið yrði að tenging Inn-Djúps
færi um þetta svæði. Haldið var
vestur frá Reykjavík m.a. í bíl Ólafs
Torfasonar, en hann hafði þá ný-
lega fest kaup á notuðum Range
Rover-jeppa sem greinilega hafði
lengi verið draumurinn að eignast.
Á þessum árum var breskur bíla-
iðnaður ekki mjög hátt skrifaður og
minnist ég þess að Ólafur hafði á
orði að ekkert tæki í lífinu fram að
þeim tíma hefði komist eins nálægt
því að gera hann gjaldþrota og
Range Roverinn. Já, það er á gjör-
hreinu, sagði Ólafur af sinni al-
kunnu hnyttni.
Ég kom til starfa síðar á árinu
sem umdæmisverkfræðingur á
Vestfjörðum og átti alla tíð einstak-
lega gott samstarf við Ólaf sem
stjórnaði öllum framkvæmdum
Ólafur Halldór
Torfason
✝ Ólafur HalldórTorfason fædd-
ist 28. júlí 1936.
Hann lést 23.
desember 2019.
Útför Ólafs fór
fram 7. janúar
2020.
Vegagerðarinnar á
svæði sem nú heitir
Reykhólahreppur.
Svæði Ólafs var
nokkurn veginn
miðja vegu í umdæm-
inu og var því mjög
algengt að við kæm-
um við hjá Ólafi á
ferðum okkar um
umdæmið. Ólafur var
einstaklega gestris-
inn og var ávallt heitt
á könnunni í vegavinnuskúrunum
hjá honum. Gátu menn valið um
venjulegt kaffi eða kaffi fyrir full-
orðna sem var auðvitað kaffi Ólafs
sem var stór og vörpulegur maður.
Oft var rætt um stjórnmál yfir
kaffinu en Ólafur var vel vinstri-
sinnaður á þeim árum þótt ég hafi
grun um að eitthvað hafi fölnað yfir
því með árunum. Það var vel við
hæfi að við útför hans sungu kirkju-
gestir Maístjörnuna að lokum.
Leiðir okkar Ólafs skildi að
mestu í um hálfan þriðja áratug
þegar ég hvarf til annarra starfa.
Við hittumst þó af og til þegar ég
átti erindi við Vegagerðina í
Reykjavík og enn frekar þegar ég
hóf þar störf aftur 2009. Ólafur var
þá fyrir nokkrum árum hættur
störfum fyrir aldurs sakir eftir 50
ára farsæl störf sem verkamaður,
verkstjóri og vegaeftirlitsmaður
með meiru. Urðu ávallt fagnaðar-
fundir þegar við hittumst og tel ég
það heiður að hafa átt Ólaf að góð-
um vini. Ólafur kom oft í heimsókn
á gamla vinnustaðinn og ef maður
sá gljáfægðan rauðan jeppling í
portinu þá var ljóst að Ólafur var
kominn í kaffi og til að spjalla við
gamla vinnufélaga. Var hann ávallt
sem fyrr hrókur alls fagnaðar.
Ég kveð heiðursmanninn Ólaf
Torfason með söknuði og votta um
leið börnum hans og öðrum vanda-
mönnum samúð mína við fráfall
hans. Fari hann í friði og blessuð sé
minning hans.
Eiríkur Bjarnason.