Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 HANDBOLTI EM karla 2020 A-RIÐILL, Graz: Svartfjallaland – Hvíta-Rússland ....... 27:36 Serbía – Króatía ................................... 21:24 Lokastaðan: Króatía 3 3 0 0 82:65 6 Hvíta-Rússland 3 2 0 1 94:88 4 Svartfjallaland 3 1 0 2 70:84 2 Serbía 3 0 0 3 72:81 0  Króatía og H-Rússland fara í milliriðil. B-RIÐILL, Vín: Staðan: Austurríki 2 2 0 0 66:59 4 Tékkland 2 1 0 1 56:57 2 N-Makedónía 2 1 0 1 51:52 2 Úkraína 2 0 0 2 55:60 0 Lokaumferðin í dag: 17.15 Austurríki – Norður-Makedónía 19.30 Úkraína – Tékkland C-RIÐILL, Þrándheimi: Holland – Spánn .................................. 25:36  Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Lettland – Þýskaland........................... 27:28  Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn. Lokastaðan: Spánn 3 3 0 0 102:73 6 Þýskaland 3 2 0 1 88:83 4 Holland 3 1 0 2 80:94 2 Lettland 3 0 0 3 73:93 0  Spánn og Þýskaland fara í milliriðil. D-RIÐILL, Þrándheimi: Staðan: Noregur 2 2 0 0 60:52 4 Portúgal 2 2 0 0 55:49 4 Frakkland 2 0 0 2 51:56 0 Bosnía 2 0 0 2 50:59 0  Noregur og Portúgal fara í milliriðil. Lokaumferðin í dag: 17.15 Bosnía – Frakkland 19.30 Portúgal – Noregur E-RIÐILL, Malmö: Ísland – Rússland................................. 34:23 Danmörk – Ungverjaland.................... 24:24 Staðan: Ísland 2 2 0 0 65:53 4 Ungverjaland 2 1 1 0 50:49 3 Danmörk 2 0 1 1 54:55 1 Rússland 2 0 0 2 48:60 0  Í lokaumferðinni á morgun leikur Ísland við Ungverjaland kl. 17.15 og Danmörk við Rússland kl. 19.30. F-RIÐILL, Gautaborg: Staðan: Slóvenía 2 2 0 0 47:42 4 Svíþjóð 2 1 0 1 53:42 2 Sviss 2 1 0 1 52:58 2 Pólland 2 0 0 2 47:57 0 Lokaumferðin í dag: 17.15 Sviss – Slóvenía 19.30 Pólland – Svíþjóð Dominos-deild karla Þór Ak. – KR...................................... frestað NBA-deildin Washington – Utah .......................... 116:127 New York – Miami ........................... 124:121 Toronto – San Antonio ..................... 104:105 Memphis – Golden State.................. 122:102 Brooklyn – Atlanta............................. 108:86 Denver – LA Clippers...................... 114:104 Phoenix – Charlotte ........................... 100:92 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 35/6, Boston 26/11, Miami 27/12, Toronto 25/14, Philadelphia 25/15, Indiana 24/15, Brooklyn 18/20, Orlando 18/21, Charlotte 15/27, Chicago 14/26, Detroit 14/ 26, Washington 13/26, Cleveland 12/27, New York 11/29, Atlanta 8/32. Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 32/7, Denver 27/12, Utah 27/12, Houston 26/12, LA Clippers 27/13, Dallas 24/15, Oklahoma 22/17, Memphis 18/22, San Antonio 17/21, Phoenix 16/23, Portland 16/24, Minnesota 15/23, Sacramento 15/24, New Orleans 14/26, Golden State 9/32. KÖRFUBOLTI Ítalía Parma – Lecce .......................................... 2:0 Staðan: Juventus 19 15 3 1 37:18 48 Inter Mílanó 19 14 4 1 40:16 46 Lazio 18 13 3 2 41:17 42 Atalanta 19 10 5 4 49:26 35 Roma 19 10 5 4 34:21 35 Cagliari 19 8 5 6 33:29 29 Parma 19 8 4 7 26:25 28 Torino 19 8 3 8 25:26 27 Hellas Verona 18 7 4 7 21:21 25 AC Milan 19 7 4 8 18:24 25 Napoli 19 6 6 7 28:26 24 Udinese 19 7 3 9 17:28 24 Bologna 19 6 5 8 28:31 23 Fiorentina 19 5 6 8 23:29 21 Sassuolo 19 5 4 10 30:34 19 Sampdoria 19 5 4 10 19:28 19 Lecce 19 3 6 10 22:38 15 Genoa 19 3 5 11 20:38 14 Brescia 19 4 2 13 17:36 14 SPAL 19 3 3 13 12:29 12 KNATTSPYRNA slíku sem kallar á mikla þolinmæði og einbeitingu í vörn. Þar af leiðandi var lykilatriði fyrir íslenska liðið að ná fljótt góðu forskoti og þá þurftu Rússar að flýta sér og högnuðust ekki á því að spila langar sóknir. Íslenska liðið missti aldrei damp- inn í langan tíma í leiknum og fyrir vikið tókst Rússum ekki að hleypa spennu í leikinn í síðari hálfleik. Okkar menn unnu því af fag- mennsku úr þeirri góðu stöðu sem upp var komin. Þeir hættu aldrei að keyra hratt á Rússana þegar færi gafst og bitið í vörninni hélst beitt og þurfti ekki að brýna aftur Lokakaflinn var skemmtilegur þegar ferskir menn komu inn á af varamannabekknum og juku við for- skotið. Fóru með það upp í ellefu mörk eins og úrslitin sýna. Allir hafa komið við sögu Eftir fyrstu tvo leikina hefur ís- lenska liðið ekki sýnt nein alvarleg veikleikamerki í mótinu. Liðið hefur útfært fyrstu tvo leikina geysilega vel. Þá er afskaplega jákvætt að allir leikmennirnir hafa komið við sögu í mótinu. Allir eru því búnir að ná úr sér hrollinum sem fylgt getur fyrstu mínútunum á stórmóti. Sjálfstraustið er augljóslega mjög gott því þeir sem komu inn á af vara- mannabekknum í gær voru mjög sprækir. Viggó Kristjánsson kom inn á í skyttustöðuna hægra megin þegar korter var eftir og var valinn maður leiksins af mótshöldurum eft- ir að hafa brotist í gegnum vörn Rússa hvað eftir annað. Um leið fékk Alexander Peters- son dýrmæta hvíld. Sá kemur endur- nærður úr fjögurra ára fríi frá lands- liðinu. Hefur verið mjög öflugur bæði í vörn og sókn. Gegn Rússum í gær var Alexander enn aðgangs- harðari í sókninni en hann var gegn Dönum í fyrsta leik. Guðmundur er meðvitaður um að nýta þarf leikmannahópinn vel ef lið- ið á að komast langt í mótinu. Liðin sem komast í milliriðil leika nú fjóra leiki í milliriðli en ekki þrjá eins og áður. Liðin sem leika um verðlaun leika því sjö leiki áður en kemur að leikjunum í undanúrslitum. Guðmundur lét Guðjón Val og Arnór leika 60 mínútur í hornunum gegn Danmörku en gegn Rússum léku Bjarki Már og Sigvaldi Björn í 60 mínútur í hornunum. Báðir minntu þeir hressilega á sig. Danir treysta á Íslendinga Þau tvö lið sem komast áfram í milliriðil taka með sér stigin úr inn- byrðisviðureign liðanna. Stigin gegn liðunum sem falla úr keppni eru ekki tekin með í milliriðil. Takist Íslandi að vinna Ungverjaland eru líkur á því að Danmörk fari með Íslandi í milliriðil. Þá tæki Ísland með sér tvö stig en Danmörk ekkert. Tapi Ísland fyrir Ungverjalandi fara Ungverjar áfram með tvö stig en Ísland ekkert. Sú staða er komin upp að Danir þurfa að treysta á að Íslendingar vinni Ungverja. Íslenska liðið mun því fá gífurlegan stuðning danskra áhorfenda í leiknum á morgun. Áður óþekkt staða á EM  Ísland áfram í milliriðil  Aldrei fyrr hefur Ísland unnið fyrstu tvo leiki sína EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland er öruggt um sæti í milliriðli í Malmö á EM karla í handknattleik þótt liðið eigi einn leik eftir í riðl- inum. Jafntefli Ungverja og Dana í gær gerði það að verkum að Dan- mörk getur ekki náð Íslandi að stig- um í riðlakeppninni. Allt hefur gengið að óskum hjá ís- lenska landsliðinu í fyrstu tveimur leikjunum og jafnvel rúmlega það. Í fyrsta skipti hefur Ísland unnið fyrstu tvo leiki sína í lokakeppni EM, hvort sem það er í handbolt- anum eða öðrum boltagreinum. Þjálfarinn og landsliðsmennirnir lögðu á það áherslu að gleyma sér ekki yfir frammistöðunni gegn Dön- um heldur einbeita sér að leiknum gegn Rússlandi. Sérstaklega gerði Kári Kristján Kristjánsson það eft- irminnilega í viðtali á RÚV. Vitaskuld reyndist innistæða fyrir þeim málflutningi því íslensku leik- mennirnir voru geysilega einbeittir gegn Rússlandi í gær. Ágengir í vörn og agaðir í sókn náðu þeir strax afgerandi frumkvæði í leiknum. Kné var látið fylgja kviði og forskotið var mest níu mörk áður en flautað var til leikhlés. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 18:11. Lendi lið eins og Ísland í jöfnum leik gegn liði eins og Rússlandi get- ur það reynt á þolrifin. Rússar eiga það til að spila langar sóknir og hanga á boltanum, hafa gott vald á Bæði Ungverjar og Danir gengu vonsviknir af velli eftir að lið þeirra skildu jöfn, 24:24, í seinni leik gær- kvöldsins í E-riðli Evrópumóts karla í handknattleik frammi fyrir 12 þúsund áhorfendum í Malmö. Úrslitin tryggðu Íslandi sæti í milliriðli og þýða að Danir verða að treysta á að Íslendingar vinni Ung- verja til að ná öðru sæti riðilsins. Að öðrum kosti hafa þeir lokið keppni á EM eftir leik sinn við Rússa annað kvöld. Ungverjar voru yfir nær allan leikinn en Dönum tókst að jafna og ná eins marks forystu í fyrsta sinn í leiknum, 24:23, þegar þrjár mín- útur voru eftir. Zoltán Szita jafnaði og löng sókn Dana á lokamínútunni skilaði þeim ekki marki. Ungverjar fengu nokkrar sekúndur til að skora sigurmark en komust ekki í færi til þess og Danir sluppu því fyrir horn. Magnús Bramming skoraði sex mörk fyrir Dani en Zsolt Balogh skoraði sjö mörk fyrir Ungverja sem mæta Íslendingum á morgun. vs@mbl.is AFP Hafnfirðingur Hans Óttar Lindberg skorar eitt af mörkum Dana í gær. Tvöföld vonbrigði en Íslendingar fögnuðu Erlingur Richardsson lauk keppni á EM karla í handknattleik í gær- kvöld þegar hollenska landsliðið undir hans stjórn tapaði fyrir Evr- ópumeisturum Spánverja, 25:36, í lokaumferð C-riðilsins í Þránd- heimi. Hollendingar þurftu að sigra hina firnasterku andstæðinga sína með miklum mun til að fara áfram og það var aldrei möguleiki. Þeir fara hinsvegar heim reynslunni rík- ari með einn átta marka sigur á Lettum í pokahorninu. Kay Smits skoraði átta mörk fyrir Hollend- inga og Luc Steins, leikstjórnand- inn smái en knái, gerði fimm mörk. Jorge Maqueda var atkvæðamestur Spánverja með sex mörk. Þýskaland vann Lettland naum- lega, 28:27, í leik sem litlu máli skipti. Spánn og Króatía með tvö stig í milliriðil Spánn fer með tvö stig í millirið- ilinn en Þýskaland ekkert. Þar verður einnig Króatía með tvö stig og Hvíta-Rússland án stiga. Í dag skýrist svo hvaða tvö lið úr B-riðli fara í milliriðilinn en þar eru Aust- urríki, Tékkland, Norður- Makedónía og Úkraína í baráttu um sætin tvö. Þegar er ljóst að Ísland, Noregur og Portúgal verða í milliriðli tvö sem leikinn verður í Malmö og hefst á föstudaginn. Slóvenía og Svíþjóð fara væntanlega þangað en þó gæti Sviss mögulega náð öðru sætanna. Sjötta liðið í riðlinum verður síðan Ungverjaland eða Danmörk. vs@mbl.is Erlingur fór heim af EM með einn sigur AFP Holland Erlingur Richardsson hef- ur lokið keppni á EM.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.